Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 41 FRÉTTIR Bætt hafnaraðstaða í Helguvík Hafnar- stj órn sam- þykkir að leita eftir fjármagni HAFNARSTJÓRN Keflavíkur og Njarðvíkur hefur ákveðið að vinna að því að koma fyrir stálþili við höfnina í Helguvík til að þar verði hægt að starfrækja loðnubræðslu. Samstarfsaðilar um stofnun og rekstur loðnubræðslu í Helguvík telja nauðsynlegt að byggja hafn- argarð við höfnina til að hægt sé að þjóna bræðslunni. Þeir rituðu hafnarstjórn bréf um málið og að sögn Kristjáns Pálssonar, for- manns hafnarstjórnar, tók nefndin mjög jákvætt í erindið. „Við þurf- um að sjálfsögðu að hafa samráð við bæjarstjórnirnar á svæðinu, Hafnarmálastofnun, samgöngu- ráðherra og þingmenn svæðisins. Við munum á næstu dögum kynna þetta mál og reyna að koma því á þann rekspöl að loðnubræðsla geti risið þarna á sem skemmstum tíma,“ sagði Kristján. Vel þekkt framkvæmd Kristján sagði að kannaðir hefðu verið möguleikar á að koma fyrir 150 metra stálþili í höfninni í Helguvík og gerðar rannsóknir þar að lútandi. Hann sagði að slíkar framkvæmdir væru þekktar víða að, stálþil hefðu verið rekin niður í fleiri höfnum á Suðumesjum. Þess vegna væri ekkert við fram- kvæmdina sem þyrfti að koma á óvart, þetta væri spurning um að fjármagna hana en að sögn Krist- jáns mun kostnaðurinn nema tæp- lega 200 milljónum króna. Matur og matgerð Kanilkleinur o g karrífiskur Að morgni sumardagsins fyrsta gæddu Kristín Gestsdóttir og fjölskylda hennar sér á kanilkleinum með heitu súkkulaði og rjóma. Um kvöldið var karríýsa á borðum. Kristín gefur hér uppskrift af hvoru tveggja. ÞAÐ var kalt fyrsta sumardag en fallegt veður, ÞeSar fjölskylda W mín settist að borð- if um kl. 10 að morgni. Þar voru nýsteiktar kleinur og heitt súkkulaði með ijóma Ungur dóttursonur kom til mín og sagði: „Amma, það er stór hvítur fugl í snjóskaflin- um.“ Mikið rétt, þarna var ein- mana stór rjúpa í snjóhvítum vetrarbúningi að óska okkur gleðilegs sumars. Kl. 7 hafði ég vaknað við söng lóunnar og í fjarlægð heyrðist í stelk. Þeg- ar ég rölti niður stíginn til að ná í Moggann, sáust þrestir og auðnutittlingar flögra grein af grein og höfðu hátt, skógurinn iðaði af lífi. „Já, sumarið er komið,“ hugsaði ég, hneppti úlpunni alveg upp í háls og setti á mig lopavettlinga. Glöð í bragði steikti ég kleinurnar, sem uppskriftin er af núna, það er að mestu sama uppskrift og birtist hér í fyrra, nema nú voru kleinurnar kryddaðar með kanil en ekki kardimommum. Einnig er hér uppskrift af físk- réttinum sem við borðuðum um kvöldið. Karríýsa 2 dl hrísgrjón 4 dl vatn Vi tsk. salt 500 g stórar kartöflur (bökunar kartöflur) 3 rask. matarolía 1 msk. smjör 500 g ýsuflök 1 msk. sítrónusafi (má sleppa) 1 tsk. saltáflakið nýmalaður pipar 3 msk. hveiti 1 Vi tsk. karrí 1. Setjið hrísgijón, salt og vatn í pott og sjóðið við hægan hita í 12 mínútur. Slökkvið á hellunni, takið ekki lokið af pott- inum, en látið pottinn standa á hellunni í aðrar 10-12 mínútur. 2. Stráið salti og pipar á fisk- flakið og hellið yfír það sítrónu- safa, látið bíða í 10 mínútur eða lengur. 3. Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Setjið matarolíu og smjör á stóra pönnu, hafið meðalhita og steik- ið kartöflurnar í 7 mínútur á hvorri hlið. Setjið á fat og haldið heitum. 4. Setjið karrí saman við feit- ina, sem eftir er á pönnunni, veltið fískinum upp úr hveiti og steikið við meðalhita í karrífeit- inni í um 5-6 mínútur á hvorri hlið. 5. Setjið hrísgijónin á fat, setj- ið kartöflusneiðarnar ofan á og loks fiskinn. Berið á borð. Kanilkleinur 1 kg. hveiti 200 g smjörlíki 200 g sykur 4 egg 2tsk. kanill 3Vt tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 3V2-4 dl súrmjólk 2-3 kg plöntufeiti 1. Bræðið smjörlíki, kælið ör- lítið, setjið í hrærivélarskál ásamt sykri og hrærið smástund. Bætið einu eggi í senn út í og hrærið á milli. 2. Setjið hveiti, kanil, lyftiduft og hjartarsalt í skál. Setjið hveitiblönduna og súrmjólk á víxl út í deigið. Hnoðið saman. Deig- ið þarf að vera frekar lint. 3. Stráið hveiti á eldhúsborðið og fletjið deigið út um Vi sm þykkt. Skerið með kleinuhjóli í aflanga búta, setjið rauf í miðj- una. Snúið upp á kleinurnar. 4. Hitið feitina. Hún þarf að vera vel heit, setjið smábút af kleinudeigi út í til að aðgæta hitann. Steikið 8 kleinur í senn í feitinni. Snúið meðan á steik- ingu stendur. Setjið eldhúspappír á fat, leggið kleinurnar þar á um leið og þær eru teknar upp úr feitinni. Athugið: Hægt er að nota feit- ina tvisvar eða þrisvar til að steikja úr, en ef hún er notuð oftar, verður hún óholl og því best að henda henni. Feitina má frysta. Sltlfl ouglýsingor skólar/námskeið I.O.O.F. Rb. 1 = 1435108 - 9.I. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Þriðjud. 10. maf kl. 20.30: Opið hús í Mörkinni 6 Kynnt verða úrslit og viðurkenn- ingar veittar fyrir 15 myndir í Ijósmyndasamkeppni Ferðafé- lags íslands, Ferðaklúbbsins 4x4, íslenska Alpaklúbbsins og Jöklarannsóknafélags Islands. Myndunum hefur þegar verið kpmið fyrir í fundarsalnum í ris- inu og eru þær þar til sýnis. Heitt á könnunni. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Fimmtud. 12. maf kl. 13.00: Lýðveldisgangan, 4. áfangi Gengið frá Silungapolli á Sand- skeið. Göngunni lýkur um fimm- leytið. Einnig verður fjölskyldu- ganga er lýkur fyrr. Laugard. 14. maí kl. 10.00: Fuglaskoðunarferð á Suðurnes Árleg fuglaskoðunarferð. Nú hafa fuglaskoðunarferðir F.l. og Náttúrufræöifélagsins verið sameinaðar I eina. Tilvalin fjöl- skylduferð. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin og Mörk- inni 6. Nánar auglýst síðar. Helgarferðir 13.-15. maí a. Eyjafjallajökull - Þórsmörk. Gengið yfir jökulinn að Selja- vallalaug. b. Þórsmörk - Langidalur. Gönguferðir við allra hæfi. Gist í Skagfjörðsskála, Langadal. Brottför föstud. kl. 20.00. Munið hvftasunnuferðirnar 20.-23. maí: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjök- ull. 2. Öræfajökull - Skaftafell. 3. Skaftafell - Öræfasveit. 4. Þórsmörk. 5. Tindfjöli - Emstrur - Þórsmörk. Einnig Fimmvörðuháls og Þórs- mörk með brottför laugard. 21. maí kl. 8.00. Farmiðar og uppl. á skrifst., Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. Innflytjendurtil Bandaríkjanna Þú gæti oröið einn af þeim 55.000, sem valdir verða úr til að flytja til Bandartkjanna, sam- kvæmt nýja (USINS) fjölbreyti- lega vegabréfsáritunar-happ- drættinu. Láttu skrá þig núnal Frestur rennur út 30. júní 1994. Það er auðvelt og einfalt. Við sýnum þér hvernig á aö taka þátt í happ- drættinu með fullnægjandi upp- lýsingum og leiðbeiningum. Sendu 25 Bandaríkjadali (tékka eða póstévísun) til: East-West Immigrant Services, P.O. Box 1984, Wailuku, Hl 96793, U.S.A. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 62 1 □ 66 <Q> NÝHERJI ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson í s. 811652 á kvöldin. ■ Leðurvinna Námskeið í leðurvinnu verða haldin í júní. Kennari María Ragnarsdóttir. Hvítlist, Bygggörðum 7, Seltjn., sími 612141. tölvur ■ Tölvusumarskóli unglinga Fjölbreytt og hagnýt námskeið fyrir ungl- inga á öllum aldri hefjast í júní. Mörg ný og spennandi framhaldsnámskeið. Hringið og fáið sendar upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Vinsælu barna- og unglinganámskeiðin Námskeið, sem veita börnum og ungling- um verðmætan undirbúning fyrir fram- tíðina. Eftirtalin námskeið eru í boði: 1) Tölvunám barna 5-6 ára. 2) Tölvunám barna 7-9 ára. 3) Tölvunám unglinga 10-15 ára. 4) Framhaldsnám ungl. 11-16 ára. Námskeiðin verða haldin í júní og ágúst. Fyrstu námskeiðin hefjast 1. júní. Skráið fyrir 15. maí og njótið 10% afsláttar. Hringið og fáið sendar upplýsingar. STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 <Q) 62 10 66 NÝHERJI tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku - 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júiíus Snorrason og og Linda Ragnarsdóttir, í síma 96-21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Enska málstofan ■ Enskukennsla: ■* Einkakennsla fyrir einn eða fleiri á afar hagstæðu verði. ★ Aðstoð og ráógjöf til fyrirtækja vegna þjálfunar og sjálfsnáms í ensku. ★ Viðskiptaenska, aðstoð við þýðingar o.fl. Upplýsingar og skráning í síma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. ■ Glerlistarnámskeið Jónas Bragi Jónasson, glerlistamaður, heldur námskeið í glerlist, annars vegar steint gler og hins vegar glerbræðsla og shpun. Námskeiðin hefjast 13. maí. Nánari upplýsingar í síma 15054. ■ Bréfaskriftir Fátt jafnast á við að fá gott sendibréf. Bezta aðferðin til að halda við og bæta ritmál tungmáls er að skrifa bréf. International Penfriend getur útvegað þér marga jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum eftir þínum óskum. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Reykjavík, sfmi 988-18181. ■ Vortilboð Bréfaskólans: 10% afsláttur af námsefni í tungumálum. - Enska 103 og 203. - Franska, spænska, ítalska, japanska, þýska, enska, hollenska, arabíska, norska, danska, sænska o.m.fl. - fslenska fyrir útlendinga, bréfanám, 20% afsláttur. Opið allt sumarið. Sendum ókeypis kynningarefni. Hringdu! Hlemmi 5, pósthólf 5144, 125 Reykjavík. Sími 91 -629750.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.