Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNIIMGARNAR 28. MAÍ Reykjavík - vistvæn höfuðborg norðursins REYKJAVIK er ekki skítug borg - en hún er heldur ekki sérlega hrein! Dæmi þar um er auðvelt að nefna en ég ætla aðeins að nefna eitt. Daglega geng ég um miðbæinn og í Austurstrætinu kemur alltaf upp í hugann: „Hvernig stendur á því að mennirnir skúra ekki götuna ... nóg er til af vatninu.“ Þeim sem ekki hafa heimsótt miðbæinn lengi finnst kannske að þar sé of langt gengið - en hinir sem til þekkja vita um hvað ég er að tala, útb- íaðar hellur, tyggjóklessur alls stað- ar og hiandlykt í hveiju skúma- skoti. Svo þykjumst við ætla að byggja Reykjavík upp sem heilsu- borg! Það byði enginn húsráðandi gesti til svona skítugrar stofu. Singapore var ein sóðalegasta borg í heimi fyrir ekki löngu en svo tóku borgaryfirvöld á sig rögg og bönnuðu allan sóðaskap á götum úti að viðlögðum háum sektum. Sektin við því að spýta tyggigúmmíi á gang- stéttamar var t.d. 500 bandaríkja- dalir! Nú er snyrtimennskan í borg- inni slík að fregnast hefur um heim allan og nýjustu fréttir þaðan eru að nú er bannað að reykja á götum úti! Önnur stærsta atvinnugreinin Bryndís Kristjánsdóttir dagana en finna nýjar leiðir í atvinnumálum og erum við á Reykja- víkurlistanum þar eng- in undantekning. Sér- fræðingar segja að ís- lendingar eigi að halda sér við og efla þær at- vinnugreinar sem þeir kunna best. Ferðaþjón- usta hefur verið á Is- landi í tugi ára og þar hefur okkur tekist ágætlega upp. Ferða- þjónusta er nú orðin önnur stærsta atvinnu- greinin í öflun gjaldeyr- is, kemur næst á eftir sjávarútvegi! Eitt af markmiðum Reykjavíkurlistans er að samhæfa krafta þeirra sem vinna að ferðamál- um í borginni. Nokkur áhersla hefur að undanförnu verið lögð á að efla ferðaþjónustu og hefur Reykjavíkur- borg átt sinn þátt í. Borgin var ein af stofnendum Ráðstefnuskrifstofu íslands en þar er m.a. séð um að auglýsa ísland erlendis sem góðan kost til ráðstefnuhalds. Ráðstefnu- Þegar snjór er yfir á að bjóða ferðamönnum, segir Bryndís Krist- jánsdóttir, að leigja stæði til að fara í göngu- ferð í tunglskininu. gestir þykja ákjósanlegir ferðamenn, þeir dvelja tiltölulega lengi á hveij- um stað og eyða miklu. Markaðsöfl- un hefur ósjaldan verið Akkilesar- hæll hins íslenska iðnaðar og þessu verðum við að breyta. Haft er eftir frægum japönskum iðnjöfri að fyrir góða hugmynd borgi hann 1 dollar, fyrir framleiðsluna 10 dollara en 100 dollara fýrir markaðssetninguna - þetta munum við hafa í huga! Hinar óþrjótandi Iystisemdir borgarinnar Öflug ferðaþjónusta Reykjavík getur skapað fjölda manns atvinnu og þá ekki bara á sumrin, því með breyttum áherslum eru sífellt fleiri ferðamenn farnir að venja komur sínar hingað yfir vetrartímann. En betur má ef duga skal, ísland þykir spennandi og framandi land, ekki síst fyrir þá sem fjærst okkur búa. Núna er hagvöxtur mestur í mörgum Asíulöndum og velmegun fylgja m.a. ferðalög - það þekkja íslendingar manna best. Við eigum að leggja áherslu á að fá þessa ferðamenn hingað. Einnig þurfum við að fá ferðalangana á stóru skemmtiferða- skipunum til að koma inn í borgina og kynnast því sem hún hefur upp á að bjóða. Hingað til hafa þeir flest- ir farið beint upp í rútur sem aka með þá út á land. En hvort sem hinir erlendu og aufúsu gestir koma með skipi eða flugi þá er ótal inargt sem borgin getur boðið þeim upp á - en hvað vantar? Hvað gerum við sjálf þegar við komum í erlendar borgir? Setjum okkur í spor hins erlenda ferða- manns. Sjálfri finnst mér t.d. að á sumrin mætti menningarlífið vera líflegra á kvöldin og þar haft í huga að bæði innlendir og erlendir gestir geti notið þess. Er það eitthvað lög- mál að leikhús borgarinnar verði að vera lokuð á sumrin? Við eigum marga tónlistarmenn, dansara og leikara á heimsmælikvarða og gestir okkar eiga að fá að kynnast þeim. Matargerðarlistin er hér óviðjafnan- leg og nú höfum við uppgötvað að hráefnið okkar er að verða einstakt í hinum vestræna heimi vegna þess að það er hreint og ómengað! Þar höfum við dýrmæta auglýsingu. Höfnum svartnættis- hjali R-listans Með þessum skrifum er ekki ætl- unin að fjalla sérstaklega um um- hverfi borgarinnar heldur hitt að hluti af því markmiði að gera Reykjavík hreinustu höfuðborg norðursins árið 2000 er að fá hingað straum ferðamanna sem sækir ein- mitt í þennan hreinleika. Ferðaþjón- usta er ört vaxandi iðngrein um all- an heim og engin ástæða til annars en ætla að svo verði einnig hér á landi. Okkur hefur að vísu ekki tek- ist mjög vel upp með iðnað hingað til en af skakkaföllunum höfum við lært margt - þótt óneitanlega höfum við þurft að kaupa viskuna alltof dýru verði. Um fátt er meira hugsað þessa MEÐ HÆKKANDI sól fyllast menn af nýjum þrótti og bjartsýni á lífið og tilveruna. Borgarbúar fara að dytta að ýmsu sem tilheyrir svo- kölluðum vorverkum. Reykjavíkur- borg skartar sínu fegursta og flest- um borgarbúum er ljóst að Reykja- vík er öflug borg sem er í stöðugri sókn á öllum sviðum. Svartnættishjal vinstriflokkanna Þessi lýsing á þó ekki við frambjóð- endur vinstriflokkanna . í borginni, R-listamanna. Af málflutningi þeirra og skrifum má helst ráða að tilvera þeirra tilheyri einhverri annarri vídd Ioppskórinn 1 1 VflTUSUNDI • SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFST0RG Ioppskórinn Ímíil IIMARKAflllR A II <IT II R UTSOLUMARKAÐUR, AUSTURSTRÆTI 20 OPIÐ FRÁ KL 1217 T0MTIL60Ð Stærðir: 40-46 Iitur: Svartur Verð kr. 1.99 5 en okkar hinna. Þvílíkt svartnættishjal er fá- heyrt í íslenskri stjórn- málaumræðu. Af mál- flutningi þeirra má ætla að við Reykvíkingar búum í borg þar sem hver plágan eltir aðra, þar sem við stjómvölinn sitji harðsoðnir einræð- isherrar, þar sem meir- hluti íbúanna sé undir fátækramörkum og þar sem aldrei fari fram lýð- ræðislegar kosningar. Það er erfitt að eiga í rökræðum við fólk sem „ ,,, þannig talar. í raun og Gunnar Johann veru getur þetta ágæta Birgisson fólk ekki rökrætt við neinn nema hvert annað. Nýjar leiðir í atvinnumálum Á sama tíma og vinstriflokkarnir hafa allt á hornum sér, án þess að benda á leiðir til úrbóta, hefur Sjálf- stæðisflokkurinn kynnt stefnu sína í atvinnu- og fjölskyldumálum, stefnu sem er byggð á þeirri stað- reynd að Reykjavíkurborg er öflugt sveitarfélag sem hefur meiri sókn- armöguleika en flest önnur sveitar- félög í landinu. Sjálfstæðismenn líta svo á að stærsta kosningamálið og mikilvæg- asta fjölskyldumálið séu atvinnumálin. í umræðu um atvinnu- mál geti sveitarfélögin ekki verið stikkfrí og velt allri ábyrgðinni yfir á ríkisvaldið. Reykja- víkurborg hefur haldið myndarlega á málum á því kjörtímabili sem nú er að líða en betur má ef duga skal. Við borg- arbúar stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að við þurfum að skapa sex þúsund ný störf fram að aldamót- um til þess að halda í horfinu. Þetta er gríðarlega stórt og mikið verk- efni. Sjálfstæðismenn hafa bent á tíu leiðir til þess að efla atvinnulífíð í borginni. Megináherslan er lögð á að bæta starfsskilyrði eða starfsum- hverfi atvinnufyrirtækjanna þannig að þau sjálf geti lagt sitt af mörgum til atvinnuuppbyggingar og nýsköp- unar. Jafnframt er lögð áhersla á að styðja við bakið á ungu fólki með ferskar hugmyndir. Lykilatriði að lækka skatta Lækkun skatta á fyrirtæki í borg- inni þýðir að þau fjárfesta meira og Konur bjóða upp á nomaseið SEIÐUR Nornalistans heitir stefnuskrá samnefnds flokks sem býður fram við sveitarstjórnar- kosningar í Hrísey og kemur þar fram að stefna Nornalistans sem eingöngu er skipaður konum ein- kennist af sparnaði á öllum svið- um. Auk Nornalistans bjóða fram tveir aðrir listar í Hrísey, E-listi eða Eyjalistinn og J-listi, Listi framfara og jafnréttis. Þrjátíu íbúar eyjarinnar skipa listana þijá en 184 eru á kjörskrá. Kosningar í Hrísey hafa verið óhlutbundnar í áratugi, en eldri menn muna þó að fyrir allmörgum áratugum kom fram einn listi sem var sjálfkjör- inn. Fimm menn sitja í hrepps- nefnd í Hrísey. Smári Thorarens- en skipar efsta sæti á Eyjalistan- um og Narfi Björgvinsson annað sæti. A lista framfara og jafnrétt- is er Björgvin Pálsson efstur og þá Einar Georg Einarsson. A Nornalista er Þórunn Björn Arn- órsdóttir í fyrsta sæti og Linda Ásgeirsdóttir önnur. Á gönguskíðum í tunglsljósinu Ótal margt er hægt að telja til sem bæta mætti við þá þætti sem hinum erlendu gestum er boðið upp á - þætti sem skapa atvinnu á Is- landi. íslenskir listamenn þykja margir mjög góðir en verkum þeirra hefur lítt verið haldið að útlending- um. Ýmsir góðir handverksmenn framleiða skemmtilega minjagripi og þann iðnað mætti að ósekju efla verulega. Það þykir merkilegt að hér handsmíða gullsmiðir enn skartgripi - erlendis eru þeir flestir fjöldafram- leiddir. Þegar snjór er yfir á að bjóða gestunum að leigja sér gönguskíði til að fara í gönguferð í tunglskininu - slík gönguferð á stígnum meðfram sjónum á Ægisíðunni er ógleyman- leg! Ekki hefur verið minnst á allt það sem hægt er að gera til að fá hingað gesti í sérstakar heilsuferðir en þeir sem vinna að ferðamálum landsins eru með margt í huga. Það sem þarf að gera er að stórefla markaðsöflunina þannig að á skömmum tíma megi stórefla ferða- þjónustuna í borginni - við höfum allt sem til þarf. Við á Reykjavíkurlistanum trúum á borgina okkar. Trúum því að tak- ast megi að skapa börnum hennar ný og fjölbreytt atvinnutækifæri. Við ætlum að nota fé okkar borg- arbúa allra á þann hátt að borgin okkar eflist, vakni af Þyrnirósar- svefninum og hjarta atvinnulífsins fari að slá hér á ný! Höfundur skipar 17. sætí R-Iistans. R-listafólk gengur fyrir þeirri fullyrðingu, að hver plágan eftir aðra hafi gengið yfir Reyk- víkinga á valdatíma Sj álfstæðisflokksins. Gunnar Jóhann Birg- isson staðhæfir að kosningabarátta þeirra gangi út á það eitt að mála skrattann á vegginn. ráða til sín fólk. Sjálfstæðismenn vilja að með skattkerfisbreytingum verði fyrirtækjum og einstaklingum gert kleift að leggja fé í þróunar- verkefni. Sjálfstæðismenn vilja vekja athygli á Reykjavík sem eftirsóknar- verðum valkosti fyrir erlend fyrir- tæki. Þetta þýðir að markaðssetja þarf Reykjavík með markvissum hætti þar sem áhersla er lögð á kosti okkar og sérkenni. Sjálfstæðis- menn vilja efla uppbyggingu lítilla fyrirtækja í borginni og gefa þeim kost á aðstöðu þar sem þau geta í samstarfi samnýtt ýmsa rekstrar- þætti. Jafnframt vilja Sjálfstæðis- menn að borgin í samvinnu við at- vinnulífið og Háskólann haldi áfram uppbyggingu tækni- og iðngarða. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram þróun þess starfs sem Aflvaki hf. hefur staðið fyrir. Hér hef ég nefnt nokkur af þeim tíu atriðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram til þess að efla atvinnulíf í borginni. Af mörgu er að taka. Það er markmið allra stjórnmála- manna að bæta sitt umhverfi, geta betur. Þannig er markmið Sjálfstæð- ismanna að gera borgina okkar betri. Menn greinir hins vegar oft á um leiðir að þessu markmiði og um leið- irnar er kosið í kosningum. Fram- bjóðendur R-listans líta svo á að þeir þurfi ekki að leggja fyrir kjós- endur vel ígrundaða stefnu þar sem útlistað er hvaða leiðir þeir vilja fara. Þeir láta sér nægja að mála skratt- ann á vegginn, kvarta og kveina og vera í fýlu út í allt og alla. Er þann- ig stjórnmálabarátta líkleg til árang- urs? Höfundur cr Wgfræiiingur og skipar fimmia sætí á D-lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.