Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MANNBJÖRG VIÐ ENGEY Tveir piltar björguðust naumlega þegar Andrea II AK brann og sökk á Faxaflóa Sprenging kom á móti mér o g eld- ur blossaði upp „ÞEGAR ég lyfti hleranum gaus mikill svartur reykur á móti mer sem fyllti vélarhúsið á svipstundu, þannig að ég sá varla handa minna skil. Eg leit niður og sá einhveijar eldglæringar og gat teygt mig til að slökkva á vélinni. Síðan stóð ég upp en um leið kom sprenging á móti mér að neðan og eldtungur blossuðu upp. Ég náði naumlega að snúa mér undan út að dyrunum og sá eldinn gjósa upp með viðeigandi látum,“ segir Samú- el Gunnarsson, 19 ára piltur sem bjargaðist naumlega ásamt frænda sín- um, Ásgeiri Sævarssyni, 14 ára, þegar eldur braust út í vélbátnum Andreu II. AK við Engey á sunnudag, með þeim afleiðingum að báturinn sökk. Piltamir höfðu fyrr um daginn siglt með 10 manna hóp veiðimanna um Hvalfjörð og lagst við bryggju í Reykjavík þar sem fólkið fór í land. Þeir þrifu síðan bátinn og sigldu af stað áleiðis til Akraness um klukkan hálfeitt á sunnudag. Um fimmtán mínútum síðar, skammt frá Engey og sjöbaujunni svokölluðu, varð Ásgeir var við að reykur steig upp frá gólfi stýris- hússins. Undir gólfinu voru vélar bátsins staðsettar, tvær 135 hesthafla véb ar, jafngamlar bátnum sem er um 12 metra langur og var sérsmíðaður fyrir norsku skautadrottninguna Sonju Heine og eiginmann hennar, árið 1971. Leyfilegt var að flytja 20 marins í Andreu II. Síminn bráðnaði „Ásgeir hafði komið sér út ör- stuttu áður og fór með hliðinu á bátnum fram í stefni. Ég hljóp á eftir honum og við köstuðum mæð- inni þar og reyndum að átta okkur. Þá var eldurinn kominn upp í stýris- húsið og logaði allur að innan. Slökkvitækin voru í stýrishúsinu og ég opnaði glugga á hlið þess og skreið inn, fyrst til að reyna að ná í símann en eldurinn og hitinn var þá orðinn svo mikill að hann var byijaður að bráðna svo að ég náði ekki í hann. í skáp þar við hliðina voru slökkvitækin geymd og ég sótti eitt, skreið aftur út um gluggann og fór aftur fyrir bátinn og úðaði á eldinn. Hann virtist ætla f 1111 5 herb. íbúð í Hafnarfirði Nýkomin til sölu falleg 5 herb. íbúð 105 fm á efri hæð í tvíbýlishúsinu nr. 4 við Háukinn, byggt 1957. Mikið geymslupláss. Suðursvalir. Eignin er í ágætu ástandi. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Til sölu einbýlishús í Setbergshverfi, Hafnarf. Fallegt einnar hæðar steinh. um 132 fm á góðum stað v. Lyngberg. Byggt 1988. Stofa, 3 svefnherb. og stór skáli. 52 fm vandaður tvöf. bílskúr. Stór og góð lóð. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. *—m^^—^—^—mmmmmmmmm^ 01 Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjór. L I IOU"LlO/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasau Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Óvenju hagstæð makaskipti Til sölu 4ra-5 herb. töluv. endurn. íb. v. Hraunbæ. Skipti möguieg á 2ja herb. íb. Góð lán fylgja. Á vinsæium stað í Skerjafirði Mjög gott einbýlishús - timburhús, rúmir 150 fm. Eignarlóð. 816 fm. Teikn. á skrifst. Tilboð óskast. Skammt frá Vesturbæjarskóla Mjög góð 5 herb. 2. hæð 120 fm í fjórb. Skipti æskileg stórri og góðri 3ja herb. íb. Skammt frá Hótel Sögu 3ja herb. sólrík íbúð á 3. hæð um 80 fm. Svalir á suðurhlið. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Hveragerði - Reykjavík - hagkv. eignask. Gott timburhús, ein hæð, um 120 fm auk bílsk. við Borgarheiði í Hvera- gerði. Skipti mögul. á lítilli íb. í borginni eða nágrenni. Tilboð óskast. Við Bankastræti - úrvals staður Verslunarhæð rúmir 110 fm, kj. fylgir m.m. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Stór og góð rishæð tæpir 150 fm m. fullri lofth. Ennfremur mikið rými undir súð. Margskonar möguleikar til nýtingar og breytinga. Tilboð óskast. Nánari uppl. um eignir þessar eru aðeins veittar á skrifst. • • • Til sölu í lyftuhúsi 2ja herb. stór og góð íbúð. Frábært útsýni. Frábær greiðslukjör. AIMENNA FASTEIGN&SAtAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Heiliráhúfi Morgunblaðið/Sverrir FRÆNDURNIR Ásgeir Sævarsson og Samúel Gunnarsson við smábátahöfnina á Akranesi í gær, en við kantinn fjær á myndinni var lægi Andreu II. að slokkna en síðan sá ég að hann hafði læst sig í allt vélarrúmið." Ásgeir stóð fram í stafni meðan þetta gerðist. „Það dimmdi inni í stýrishúsinu en síðan gaus eldurinn aftur upp fáum sekúndum seinna, réðst á rúðurnar og sprengdi þær að framanverðu, en í hliðunum er öryggisgler þannig að við gátum komist fram á bátinn. Eftir að framrúðurnar hrundu kom trekkur í gegnum bátinn og stóð eldurinn 26600 allir þur/a þak yfir höfudid Nönnugata Falleg nýuppgerð ósamþ. risíb. í góðu steinh. Laus. Verö 3,5 millj. Ásholt - lækkað verð 2ja herb. íb. ásamt stæði í bílg. í nýl. lyftuh. Laus. V. 5,5 m. Stórholt Falleg rúmg. ný uppgerð 2ja herb. íb. á jarðh. Laus. V. 5,3 m. Vantar Höfum fjársterkan kaup- anda að góðu einbh. í Reykjavik. Þarf að losna 1. júni. Verð allt að 1S millj. Bræðraborgarstígur 3ja herb. ca 90 fm björt og fal- leg kjíb. Verð 6,5 millj. Engihjalli 25 3ja herb. rúmg. íb. á 2. hæð í lyftuh. Þvottaherb. á hæð. Park- et. Tvennar svalir. Útsýni. Laus. Krummahólar - skipti Góð 4ra herb. íb. á 6. hæð í blokk. Æskileg skipti á minni íb. Langholtsvegur 4ra herb. ca 100 fm risíb. í þríb. ásamt bílsk. og stóru geymslu- risi yfir íb. Verð 8,4 millj. Ártúnsholt Glæsil. 6-6 herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölbh. Vandað- ar innr. Parket. Bílsk. Áhv. 4,6 millj. langtl. Arnartangi Gott viðlagasjóðsraðh. ásamt nýl. 30 fm bílsk. Verð 9,5 millj. Engjasel Raðh. á þremur hæðum samt. ca 180 fm auk stæðis í bílskýli. Laust fljótl. Verð 10,9 millj. Súðarvogur 140 fm gott atvinnuhúsn. Stórar innkeyrsludyr. Verð 5 millj. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Skúlagötu 30 3.h. Lovísa Kristjánsdóltir, Ig. fs. Uppi á þakinu var lltill björgunarbátur sem piltarnir náðu ekki í Björgunarbátur sem piltarnir veltu með erfiðismunum í sjóinn Samúel skreið um glugga inn í logandi stýrishúsið til að ná í slökkvitæki Hlerinn yfir vélar- rúminu þar sem eldurinn kom upp í ljósum logum Andrea II. logaði eins og kyndill á sjónum við Engey. að okkur þar sem við stóðum hjá björgunarbátnum,“ segir Ásgeir. „Þá erum við búnir að vera“ Hann hófst handa við að rista í sundur taug sem hélt björgunar- bátnum föstum, en vissi ekki að hægt væri að losa hann með hand- fangi sem sneri frá honum. Samúel rétti honum hjálparhönd og þeir fóru að bisa við að lyfta bátnum yfir handrið í stefni, sem er um eins metra hátt. Eldurinn teygði sig stafna á milli meðan þeir reyndu að henda bátnum útbyrðis og telja piltamir sig hafa fengið brunasárin sem þeir bera meðan á þessu stóð. Þeir voru bæðir íklæddir vaxborn- um regnjökkum og lögðu þá yfir höfuðið og tókst loks að lyfta bátn- um hálfa leið en björgunarbáturinn hafði hitnaði svo mjög að Ásgeir missti takið. „Þá sagði ég við hann að ef við næðum bátnum ekki yfir handriðið í næstu tilraun, værum við búnir að vera,“ segir Samúel. „Við tókum á og það var eins og við manninn mælt, hann valt út.“ Strákarnir syntu með bátinn á milli sín um 30-40 metra frá bátnum, því þeir voru smeykir um að ein- hver þeirra þriggja gaskúta sem geymdir voru í bátnum springju. 15 mínútur í 6 gráðu heitum sjó Línan úr bátnum er um 20 metra löng og byrjaði Samúel að toga í hana en Ásgeir kraflaði sig upp á hylkið. „Þegar línan var orðin alveg strekkt lagði ég fæturna að bátnum og spyrni, því það þarf talsvert snöggt handtak til að hann blási út. Hann blés upp á hvolfi,“ segir Samúel. Báturinn er um þrír metrar í þvermál og ætlaður 15 manns. Þeir gerðu sjö til átta tilraunir til að velta honum, að þeir halda, og fjórum sinnum stóð hann upp á rönd en féll aftur á hvolf. Sjávar- hiti var um 6 stig og kuldinn sagði til sín. Þeir hugleiddu að gefast upp og að binda sig við bátinn, en tókst loks að velta honum við og skríða um borð af veikum mætti. Þá rak samhliða Andreu II. meðan þetta gerðist og sáu að stýrishúsið var hrunið og eldur logaði stafna á milli. Þegar piltarnir komu í land um klukkan hálftvö á sunnudag, voru þeir keyrðir á slysadeild. Líkams- hiti þeirra mældist þá 34 gráður hjá Samúel og 35 gráður hjá Ás- geiri. ÁLFHEIMAR 27 SÉRHÆÐ SÝND í DAG í dag höfum við til sýnis ca 150 fm sérhæð ( fjórb. ásamt bílskúr. Á hæðinni eru 4 svefnherb., stofa og forstofuherb. ásamt geymslu en í kj. er sameiginl. þvottah. og sérgeymsla. Ib. er nýmáluð og er laus nú þegar. Verð 11 millj. 990 þús. Sölumaður okkar verður á staðnum kl. 17.00 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.