Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGÚR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Gróin viðhorf MYNPLIST Ilafnarborg GRUPPE 5, FRÁ NOREGR Opið 14-18 alla daga 8.-30. mai nema þriðjudaga. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ERU mikilvægir gestir frá Noregi, sem út maímánuð fylla krók og kima Hafnarborgar, með fjöl- breytilegum myndverkum sínum. Meðlimir listhópsins „Gruppe 5“, teljast til þeirrar kynslóðar norskra myndlistarmanna, sem ruddi óhlut- lægum viðhorfum braut í sínu heimalandi á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Til viðbótar sjáum við í þróun listar þeirra mjög svipaðar viðhorfsbreytingar og áttu sér stað annars staðar á Norðurlöndum, og þá einnig hér á landi. Þannig séð er þetta afar lærdómsrík sýning fyrir unnendur málverksins og yngri kynslóðir myndlistarmanna. Það er margt sem hér kemur til. Fyrir hið fyrsta er um listhóp að ræða, og meðlimir hans töldust upprunalega í framvarðasveit nú- viðhorfa í heimalandi sínu, þarnæst snúa sumir aftur til hins hlutlæga veruleika og loks taka þeir að rækta málverkið í sjálfu sér öðru fremur án tillits til þess hvort myndefnið sé hlutlægt eða óhlutlægt. Þannig sýnir málari á borð við Hákon Ble- ken á sér margar hliðar og þó að mest beri á ábúðarmiklum fígúrum eru þar einnig Ijóðrænar myndir, sem minna um sumt á málverk hans á eftirminnilegri sýningu Nor- ræna myndlistarbandalagsins að Kjarvalsstöðum 1972. Á líkan hátt og átti sér stað hér, halda svo sumir sínu striki gegnum þykkt og þunnt hvort sem það staf- ar af staðestu eða einhæfni. Aðalat- riðið er auðvitað að vera trúr sann- færingu sinni og marka list sinni svið innan eigin tófta og garða. Fáar Norðurlandaþjóðir hafa gert það með eins miklum ágætum og Norðmenn, og mega menn nefna þetta íhaldsemi, en vísa má til og minna á, að þetta hefur ekkert með það að gera að glata sambandinu við umheiminn, og þannig eru tvö vegleg söfn samtímalistar í Ósló. En það er eitthvað rammgert og þjóðlegt í myndum þeirra, jafnvel þeim óhlutlægustu eins og Lars Tiller, Roar Wold og Ramon Isern, sem kemur einkum fram í yfir- veguðum og traustum vinnubrögð- um. Og þessi vinnubrögð hafa þeir sótt til erfðavenjunnar sem ræktuð var á margan hátt af prófessorum listaháskólans í Ósló um langt skeið. Hér er ég öllu öðru fremur að vísa til agaðs handverks og þekk- ingar á innri grunnmálum mál- verksins, og þeirra grundvallarat- riða sem ptýða verk allra góðra málara, en þessi atriði hafa víðast verið á undanhaldi. Síður til ytra byrðis og hugmyndafræði sem einn- ig verða að hafa sinn gang. Mér er skólabróðir minn hjá Jean Heiberg veturinn 1952-53, hinn hlé- drægi en kenningaglaði Halfdan Ljösne í fersku minni, Óló um þær mundir hefði ég einna síst spáð honum prófessorsembætti við skól- ann í framtíðinni, hvað þá rektors- embætti. Prófessor var hann þó í meira en aldarfjórðung (1967-83) og rektor 1974-77. Það var einfaldlega að þeir sem aðhylltust ný viðhorf, sem þá þegar voru jafnvel á bráðu undanhaldi í París, voru álitnir sérvitringar, og abstraktmálari eins og t.d. Tore Heramb algjör hérvillingur! Menn kunnu t.d. naumast að meta magn- aðar sýningar á verkum Henri Mo- ore og Marino Marini sem þá gistu Kunstnerenes Hus, en öll akadem- HJ Electrolux uppþvottavél Hljóöláta heimilis- hjálpin Heimasmiðjan LISTIR Hákon Bleken Ramon Isern Halvdan Ljösne Lars Johan Tiller Roar Wold ían var þá baka til í þeirri byggingu. Þeir sem héldu uppi merkjum núlista voru fámennur hópur manna, og það var langt í land að núlistir yrðu að kennslufagi í skól- um, og hvað þá að sandkassaleik þeirra er hafna mikilvægi undir- stöðuatriðanna, en telja sjálfa sig og hugmyndafræðina mikilvægari. Ungir, sem fá núlistirnar bar- áttulaust í æð, mættu minnast. þessa í staðinn fyrir að gera hróp að þeim mönnum sem ruddu braut- ina af eldmóði og óeigingimi, en það harðræði og mótlæti sem slíkir áttu við að stríða lengi vel þekkir það ekki par til. Það telst mikilvæg- ast, að menn kynnast öguðu mál- verki á þessari sýningu, sem hefur þann eina samhljóm sem felst í leit að innri lífæðum myndflatarins, en að öðru leyti eru fimmmenningarn- ir harla ólíkir innbyrðis og erfítt að gera upp á milli þeirra. Má kannski segja, að hið eina sameigin- lega með þeim sé að þeir eru allir ættaðir frá Þrándheimi! - Lars Tiller telst strangflata- listamaðurinn í hópnum, en á fjöl- þættari og mýkri veginn, því að dúkar hans hafa yfir sér dijúgan þokka svo sem kemur fram í verk- unum „Fúga í bláum lit“ frá 1978-79 (1), „Við brúna“ frá 1966 (5), en þó einkum „Rautt og blátt rými“ frá 1972 (8). Kannski er norsk erfðavenja einna merkjanlegust í verkum Ha- kon Blekens, svo sem hún birtist í verkum þeirra Sigurd Winge, Ame Ekeland og Kai Fjell, en maður skynjar sterkan persónuleika mál- arans sjálfs í dúkum hans. Sérstæð og áhrifamikil er hin málaða klippimynd „Tekið niður“ frá 1981 (7), en „Trílógía um sársauka Adrians" frá 1992 (14), er mun meira í anda erfðavenj- unnar. Þá eru hreinar fígúramyndir hans mjög kröftuglega mál- aðar. Hafi málverks Halfdans Ljösne ein- hvern tíma einkennst af fræðikenninga árátt- unni, hefur hann með tímanum þróað þær í skynrænar kenndir til formræns litaryþma. Kenninganna sér aðallega stað í flókinni upp- byggingu smáforma t.d. í myndinni „Blá dómkirkja" frá 1993 (15), en . hann ræður jafn vel við einfaldari form svo sem fram kemur í mynd- unum „Vinnustofa" frá 1993 (18) og „Til minningar um sæfarann Stratis" frá 1989 (21). Hafið og fjölbreytileiki þess, virðist vera rík- ur þáttur í myndheimi Roars Wold og litir hans era gagnsæir og mettaðir. Þetta kemur einkum fram í verkunum „Blátt rými“ frá 1989 (25), „Hafíð" frá 1989 (28) og „Stór Klöpp“ frá 1966 (30), sem allar era mjög heildstæðar. Það er léttur blær og suðrænn funi í myndum Ramon Isern sem lést 1989, en hann á líka upprana sinn og skólun að sækja til Barcelona. Klippimyndir hans eru fjörlega útfærðar og eru um leið mjög jarðbundnar og að því leyti minnir hann á ýmsa spánska núlistamenn. Það er mikil birta í myndinni „Olsen fjölskyldan gefur sig fram“ frá 1985 (38), og mynd- irnar „Hannibal fellur í Persastríð- inu“, sem er án ártals (40) og „Nei við fasismanum" frá 1977-78 sýna hve breiðu formrænu sviði hann réði yfir. Það er meiri alvara í járnskúlptúranum og þó minnir hann hér einnig á sinn spánska upprana. Aðalveigurinn við sýninguna í heild hlýtur að vera sjálft markað vinnuferlið, því það hefur ekki gerst áður að jafn þróuð og öguð vinnu- brögð hafí blasað við úr hverju horni Hafnarborgar. Maður þakkar með virktum fyrir sig... Bragi Ásgeirsson i FISKRÉTTIR LINDARINNAR FISKMATSEÐILL HEIMILISMATSEÐILL til dæmis: Léttsteiktar svartfugls- bríngur kr. 1.250,- Pönnusteikt kolaflök kr. 1.020,- Smjörsteikt keiluflök kr. 970,- Hvítlauksristaður steinbítur kr. 950,- 3 Ijúfir smáréttir kr. 1.320,- til dæmis: Fiskbollur m/lauksósu kr. 870,- Plokkfiskur m/rúgbrauði kr. 890,- Sildardiskur kr. 780,- Súpa, heimabakað brauð og salatbar fylgja öllum réttum. l 70% afsláttur af mat gegn framvísun þessa rniða. l/AÍP/Af Dana Roes sýnir í Straumi NÚ stendur yfir málverkasýn- ing Dönu Roes í listamiðstöð- inni Straumi. Dana Roes lauk MFA prófi frá University of Pennsylvania og hefur haldið ýmsar sýningar í Bandaríkjunum. Dana hlaut Fulbright styrk á. vegum Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna til að vinna að list sinni á íslandi 1993-94. Dana hefur dvalið í gestavinnu- stofunni í Straumi, þar sem hún heldur sýninguna. Sýningin opnaði laugardag- inn 7. maí sl. og lýkur sunnu- daginn 22. maí. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga. Eitt verka Dönu Roes. Sýning grunnskóla- nema í Eden Hveragerði - Sýningu grunn- skólanema í Hveragerði sem haldin var í Eden um páskana lauk nýverið. Bragi Einarsson, forstjóri Eden, veitti viðurkenn- ingar fyrir bestu myndverkin. Nemendum var skipt í þijú stig eftir aldri og þeir sem hlutu viðui^kenningu voru eftirtaldir. Á elsta stigi hlaut Unnur Unn- steinsdóttir fyrstu verðlaun, Páll Ólafsson varð í öðru sæti og Halldóra Steindórsdóttir í því þriðja. Á miðstigi var Eyrún Sigurðardóttir í fýrsta sæti, Mark David Chenery í öðra og Þórarinn Jóhannsson í því þriðja. Á yngsta stigi var það Anna Guðbjört Sveinsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun, Ólöf Guðmundsdóttir fékk önnur verðlaun og María Rún Þor- steinsdóttir þriðju verðlaun. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.