Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 £>1 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ sam Laugarásbíó frumsýnir eina umtöluðustu mynd ársins. hligl) GRANT lara 0TZGERAU) Frá leikstjóra „Flirting" og „The Year My Voice Broke" S • I • R • E • NJ • S Seiðandi og vönduð mynd, sem hlotið hefur lof um allan heim. Ögrandi og erótískt samband fjögurra kvenna. Aðalhlutverk: Sam Neill („Jurassic Park", „Dead Calm"), Hugh Grant („Bitter Moon") og Tara Fitzgerald („Hear My Song"). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. TOMBSTONE - einn aðsóknarmesti vestri fyrr og síðar í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Allir með hjálma Hvolsvelli - Nú sést varla nokkur krakki á Hvolsvelli hjólandi nema með hjálm á höfði. Það er jafn árviss vorboði að börnin dragi fram hjólin sín eins og koma farfuglanna. A þessu vori vekur það eftirtekt hversu samviskusöm börnin eru að setja upp þetta sjálfsagða öryggistæki sem hjálmurinn er. Er þetta helst þakkað markvissum áróðri fyrir hjáhnanotkun bæði lögreglunnar og skólans. Og einnig því að á hjólreiðahátíð- inni á Hvolsvelli sl. sumar gáfu Kiwanis- menn sex ára börnum í sýslunni hjálma. ^ Fjör í Árbæjar- laug ►TÆPLEGA 20 þús- und manns komu í Arbæjarlaug fyrstu vikuna sem laugin var opin. Þetta er mun meiri aðsókn en reiknað var með sem sést m.a. af því að fyrir helgi voru sex nýir starfsmenn ráðn- ir til starfa við laug- ina. Það eru ekki síst börnin sem hafa verið dugleg að sækja laug- ina og mörg þeirra hafa skemmt sér í lauginni allt upp í þtjá tíma á dag. Dálítið hefur verið um að börn hafi fengið skrámur á fæturnar, en allar flísar í laugin eru hálkuvarðar og hægt er að hrufla sig ef lengið er hlaupið um á þeim. SÍMI 19000 Ótrúlega magnaður og hörkuspennandi tryllir úr smiðju Sigurjóns Sighvatssonar og félaga í Propaganda Films. Ferðalag tveggja ólíkra para um slóðir alræmdustu fjölda- morðingja Bandaríkjanna endar með ósköpum. Aðalhlutverk: Brad Pitt („Thelma & Louise", „River Runs Through It") og Jullette Lewis („Cape Fear", „Husbands and Wives"). Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. ' \ il. rflUVES Trylltar nætur „... full af lífi, átökum og hraða... eldheit og rómantísk ástarsaga að hætti Frakka... mjög athyglisverð mynd." A.I., Mbl. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. PÍANÓ Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05. Miðav. kr. 350 KRYDDLEGIM HJÖRTU Mexíkóski guilmolinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Miðav. kr. 350 LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir. Sýnd kl. 5, 7. 9og11.B. i. 16ára Miðav. kr. 350 Kvikmyndagerð Bille August með nýtt verkefni Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. EFTIR sýningar víða í Evr- ópu er kvikmynd Bille Aug- usts „Hús andanna" eftir samnefndri sögu Isabel Al- lende komin yfir hafið og á heimaslóðir. Viðtökurnar eru blendnar og sama er að segja um viðtökurnar í Bandaríkjunum. Bille Aug- ust hefur verið viðfangsefni dönsku blaðanna undanfar- ið, bæði þeirra alvarlegu auk slúðurblaðanna eftir að útkom„opinská“ viðtalsbók við hann. Og kona hans, Pernilla August, er nýfarin að leika aftur á sviði og hefur hlotið frábæra dóma. I Chile er rík tilfinning fyrir því að bók Allendes íjalli um Chilebúa og sögu þeirra. Því var myndarinnar beðið með óþreyju þar og nánast þegnskylda að sjá hana. Um það vitnuðu stöð- ugar biðraðir við kvik- myndahúsin fyrstu sýning- ardagana. Spenna var mik- il, ekki síst vegna gleðinnar yfir að nú hefði milljónum verið varið til að kvikmynda einmitt þetta efni. Von- brigðin urðu þvi kannski enn sterkari, þó Isabel Al- lende hefði lýst ánægju sinni með myndina. Fólk var ósátt við að sjá dæmigerða Evrópubúa í öll- um stærstu hlutverkunum, enginn Suður-Ameríku- bragur á. Einnig hafði ekki verið gætt nákvæmni í hlut- um eins og litnum á lög- reglubúningunum. Og Evr- ópubúarnir, sem gerðu myndina, höfðu ekki hugs- Reuter Bille August er kom- inn á kaf í undirbún- ing að næstu mynd, sem býggð er á bók Peter Höegs, „Lesið í snjóinn". að út í að desember er há- sumarmánuður í Chile og því útilokað að sýna snjó- komu þá. í' Bandaríkjunum var byrjað að sýna myndina um páskana og gagnrýnin var blendin. Samtök leikara af suður-amerískum uppruna hvöttu fólk til að sniðganga myndina til að mótmæla því að evrópskir og banda- rískir leikarar voru valdir í hlutverk Suður-Amer- íkubúa. Fyrir jól kom út dönsk viðtalsbók við Bille August. Það var ekki lítið gert úr að hann segði þar „allt“ um kvennamál sín, sem eru víst nokkurt söguefni. Skýring hans á óstöðuglyndi hans í þessum málum var að móð- Jr ir hans lést þegar hann var barn og harkaleg viðbrögð föður hans. Meðal annars sagði hann að engin mynd væri til af móðurinni. Því mótmælti þó meðal annars systir hans, sem hann hefur ekki séð í nokkur ár. Þó hún hafi alið hann upp og hann tali mjög hlýlega um hana í bókinni, þá sagð- ist hann ekki hafa krafta til þess að hafa samband við hana. Ættræknin verði að bíða betri tíma. August komst auðvitað í blaða- og sjónvarpsviðtöl út á bókina og allt var þetta heldur ? aumleg uppákoma. En nú er August kominn á kaf í undirbúning að næstu mynd, sem verður eftir bók Peters Höegs, sem á ís- lensku heitir „Lesið í snjó- inn“ og einkamálaumræðan liggur í láginni. Eiginkona Augusts, Pernilla August, er aftur farin að leika á sviði eftir nokkurra ára bameignár- hlé. Hún leikur drottning- una útskúfuðu í Vetraræv- ■ intýri Shakespeares, sem Ingmar Bergman hefur sett meistaralega á svið Drama- ten í Stokkhólmi. Gagnrýn- endur hafa einróma lokið lofsorði á frammistöðu hennar nú sem fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.