Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Norðurgarði 7, Keflavík, lést að morgni 9. maí í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdasynir og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES HALLSSON frá Ytra-Leiti, K Hólmgarði 50, lést að morgni 9. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gfsladóttir og börn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN AXEL GUNNLAUGSSON, Kolugili, lést í Sjúkrahúsi Hvammstanga 7. maí. Svava Benediktsdóttir, Sigurður Björnsson, Jónína Sigurðardóttir og barnabörn. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON HÓLM LEIFSSON, bifreiðastjóri, Breiðagerði 31, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. maí. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær faðir minn og tengdafaðir, MAGNÚS SIGURJÓNSSON húsgagnabólstrari, Ægisgötu 1, Akureyri, andaðist að kvöldi 8. maí í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin verður auglýst síðar. Lilja Magnúsdóttir, Birgir Sveinarsson. t Faðir okkar, ÞÓRHALLUR PÁLSSON, Hafnarstræti 39, Akureyri, lést sunnudaginn 8. maí. Stefán Þórhallsson, Páll Þórhallsson, Sigrún Þórhallsdóttir. t Bróðir okkar, VILHJÁLMUR KRISTJÁNSSON frá Skerðingsstöðum, Stigahlið 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 13.30. Systkinin. t Elskuleg systir okkar, MARGRÉTTÓMASDÓTTIR JOHNSEN hjúkrunarkona, Eiríksgötu 35, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Orgelsjóð Hallgríms- kirkju. Ásta Tómasdóttir, Guðrún Sandvig Pedersen og aðrir aðstandendur. KA TRÍN HREINSDÓTTIR + Katrín Hreins- dóttir húsfreyja var fædd á Hamra- hóli í Asahreppi 30. nóvember 1895. Hún andaðist 6. maí 1994 í Reykjavík. Foreldrar Katrínar voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir og Hreinn Þorsteins- son bóndi. Katrin var elst fimm systk- ina. Eiginmaður Katrínar var Einar Agfúst Guðmunds- son. Þau eignuðust tvær dætur, Ingigerði og Unni. Einar Ágúst andaðist 1965. Útför Katrínar verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. maí kl. 15. ILMUR af þangi og sól. Dirrindí lóu og söngur þrasta. Fallin spýta, sippó, snú-snú. Vor og æska. Enn fmn ég keim bernskunnar, eftir- bragð sem dofnar meir og meir en hverfur þó aldrei að fullu. Og fyrstu vomóttina í ár deyr hún amma mín. Æskuminningarnar banka á dyr og ég kveð ömmu með því að hleypa þeim inn og endurupplifa örskamma stund það að vera barn, dótturdóttir. Amma og öryggi eru samnefnar- ar í barnshuganum. Ég flýti mér til ömmu þegar á bjátar og alltaf fæ ég það andsvar sem ég vænti. Aldr- ei bregst amma. Hún veit hvernig hugga skal litla sál. Svöl hönd strýk- ur társtokkna kinn og fyrr en varir höfum við hreiðrað um okkur í djúp- um hægindastól með skemmtilega bók. Við förum saman á vit ævintýr- anna og amma opnar fyrir mér heim bókanna. Seinna, þegar ég er orðin læs, les ég fyrir ömmu. Eg kem til hennar með bækurnar mínar og saman ferðumst við um ævintýra- heim H.C. Andersens og förum á bófaveiðar með Enid Blyton. Afa er stundum hleypt inn í þennan töfraheim en ekki oft. Þetta er heim- urinn okkar ömmu. í okkar veröld er líka útvarp með framhaldssögum, sunnudagsmessum og fimmtudags- leikritum. Við dáum báðar Helgu Valtýsdóttur og Þorstein Ö. Steph- ensen. Við förum saman að sjá Helgu leika Mútter Courage í Þjóð- leikhúsinu og hrífumst báðar. í marga daga verður okkur tíðrætt um þetta magnaða leikrit. Að fá að gista er hámark sælunn- ar. Fyrst er tveimur djúpum stólum ýtt saman og hvergi sef ég betur en í þeim, umvafin neftóbakslyktinni hans afa og pönnukökuilmi ömmu. Þegar ég stækka sef ég í flatsæng á gólfínu. Bestir eru sumarmorgnar þegar við amma þurfum ekki að fara á fætur fyrr en okkur sýnist. Við erum báðar nátthrafnar og erum oft á stjái löngu eftir að afi er sofnaður. Ég reyni að halda mér vakandi þangað til amma tekur á sig náðir, mér finnst ég vera svo nálægt henni þegar við sofnum báðar í einu. Ég er líka alltaf að vona að ef við sofnum samstundis verðum við saman í draumnum og þá hend- ir mig ekkert illt. Ég leysi svefninn þegar afi fer á fætur og að vitum mér leggur ilminn af seiddu __ rúgbrauði og kæfu. Ég kúri mig nið- ur og sofna aftur. Síðan vakna ég við letileg slög veggklukkunnar. Kannski teygi ég mig í diskinn sem afi hefur skilið eftir með heimsins besta rúgbrauði og maula það í mig meðan ég hlusta á tifið í klukkunni og rólegan andardrátt ömmu. Ekk- ert liggur á, ég ligg í hlýjunni og hlusta á morgunhijóð borgarinnar og inn um gluggann leggur angan af næturíjólum sem við amma höf- um báðar mikið dálæti á. Augna- blikið er endalaust í einfaldleika sín- um og ég er svo dæmalaust ham- ingjusöm. Arin líða og eftir því sem ég eld- ist og þroskast kann ég betur að meta tímann með ömmu. Hún kunni kúnstina að láta mig finna að ég væri einstök og að stundimar okkar væra henni jafn mikils virði og mér. Amma gaf mér dýrmætt vega- nesti, vitneskjuna um hvemig amma ég vil verða þegar að mér kemur að fara með það hlutverk. Og þann- ig ganga góð samskipti erfðum. Frá móður til dóttur, frá ömmu til dótt- urdóttur. Amma mín fylgir mér héðan í frá eins og hingað til. Mildu augun hennar og svala höndin lifa í endurminningunni um yndislega konu. Öllum sem unnu Katrínu Hreins- dóttur sendi ég hlýjar kveðjur. Lára Pálsdóttir. Legg ég nú bæði líf og ðnd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Okkur systurnar langar til að minnast ömmu okkar, Katrínar Hreinsdóttur, nokkrum orðum. Margar minningar streyma um hug okkar þegar við hugsum til ömmu. Okkur er öllum sérlega minnisstætt þegar við fengum að gista hjá henni. Við lá að slegist væri um að fá að sofa í gömlu stólunum hennar og alltaf hafði amma eitthvert góðgæti til handa okkur þegar við vöknuð- um. Ógleymanlegar eru líka allar bækumar sem hún las fyrir okkur og vora þær lesnar aftur og aftur og var hvert skipti eins og hið fyrsta. Amma var einstaklega dagfarsprúð kona. Það er vandfundinn þægilegri og yndislegri persónuleiki og ekki getum við munað að hún hafi nokk- um tíma skipt skapi í návist okkar. Amma bar hag okkar allra fyrir brjósti og gladdist með okkur af alhug þegar bamabarnabörnin fóra að líta dagsins ljós. Friður og kær- leikur streymdu frá ömmu og snertu alla sem til hennar komu. Amma sóttist ekki eftir veraldlegum auði en innra með sér geymdi hún fjár- sjóð sem hún jós óspart úr. Minning- in um ömmu mun ávallt lifa í huga okkar og hjarta og við vitum að Guð mun geyma hana að eilífu. Blessuð sé minning hennar. Katrín, Ingibjörg, Guðrún og Unnur Pálsdætur. Það er svo margs að minnast þegar öldruð manneskja er kvödd. Hún amma Katrín var mér sérstak- lega kær. Fyrir mér var hún ákaf- lega sterk kona, hafði til að bera auðmýkt hins nægjusama og var full af látlausri umhyggju. Ég skil nú, að í návist hennar, aíveg frá því að ég var barn, finnst mér hún hafa gefið mér það sem hverri manneskju er dýrmætast af öllu, pláss til að vera ég sjálfur. Um leið og nærvera hennar var alltaf sterk, á þennan einstaklega látlausa máta, hafði hún þann eiginleika sem er svo mikilvægur í samskiptum fólks; að gefa öðram það rými sem þeir þurfa. Hún var því öllum kær, sem henni kynntust og fólk laðaðist að henni. Endurminningarnar birtast frá því ég var barn og var að byija að skilja heiminn, þegar ég fór með ömmu og afa Ágústi að skoða göt- una sem birtist mér þá í bylgjuhreyf- ingu grassins, litla skotið í geymslu- skápnum, þar sem við frændsystkin- in áttum okkur athvarf og sælu- stundir innan um „norsku og dönsku blöðin“, eða þetta eilífa tilhlökkun- arefni að fá að sofa í „stólunum“ hjá ömmu og afa við tifið í stofu- klukkunni. Um árabil þegar amma Katrín bjó á Öldugötunni, bjuggum við í nálægð og kom ég þá oft nánast daglega til hennar. Þroski minn hafði þá aukist og ég fór að gera mér betur grein fyrir hve einstök hún var. Hve þroski hennar sem manneskju var mikill og sýndi sig í nægjusemi, þakklæti, jafnaðargeði og æðruleysi, þeim manngildum sem hverri manneskju era eftirsóknar- verð. Ég trúi því að hún, á sinn lát- lausa máta, hafi haft mótandi og nærandi áhrif á alla þá sem kynnt- ust henni náið og þeir voru margir. Ég þakka henni samfylgdina í þessu lífi. Baldvin. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURJÓN HANSSON, lést á heimili sínu Seljahlíð, Hjallaseli 55, föstudaginn 6. maí. Börn og tengdabörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. ERFIDRYKKJUR p E R L A n sími 620200 ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstajlokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.