Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 27 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARIMAR 28. MAÍ Fyrirspurn til R-listans Hver er maðurinn? LAUGARDAGINN 23. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu stórletruð yfirlýsing R-listans, svohljóðandi: „Við fögnum framboði Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóraefnis Reykjavíkurlistans, og því gullna tækifæri sem gefst í vor til að breyta um stjórnarhætti í Rey kj avíkurborg. “ Eitthvað fannst mér þessi yfirlýs- ing hljóma nöturlega gagnvart öðr- um meðframbjóðendum Ingibjargar á R-listanum. Hvernig er það, góð- ir aðdáendur R-listans, á ekki líka að fagna aumingja konunum hin- um, sem eru í framboði? a.m.k. þeim sem eru í fararbroddi eins og Rúnunum þremur, Sigrúnu Magn- úsdóttur, Guðrúnu Ágústsdóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur; eða á þessi almáttuga Ingibjörg ein að ráða öllu og stjórna? Varla er það breytingin sem R-listinn vill gera á stjórnarháttum borgarinnar. En hvað um það, ég brýt ekki heilann um bullusullið í R-listanum, styð ekki listann og hef enga trú á hon- um til bættra stjórnarhátta. Hver er svo forhertur, ------,---------------- spyr Astvaldur Magn- ússon, að stela nafninu mínu undir pólitíska yf- irlýsingu til birtingar í víðlesnu blaði? Nafni stolið Á eftir yfirlýsing- unni kom langur nafnalisti hinna fagn- andi stuðningsmanna. Ég renndi augum yfir nöfnin til að vita hvort ég þekkti þar einhvem, en þetta voru alls um 150 nöfn í þremur dálkum. Ég las og las og fann varla nokkurt nafn sem ég kannaðist ríð, fýrr en ég kom að aftasta dálkinum. Þar hnaut ég um nafn sem vakti undrun mína, eða öllu heldur hrökk ég við. Ég gat ekki betur séð en að mitt eigið nafn stæði þar skýrum stöfum: Ástvaldur Magnússon, en Ástvaldur Magnússon ekkert heimilisfang eða starfsheiti. Góðvinur minn hringdi til mín daginn eftir og spurði mig hvort ég væri orðinn eitthvað ruglaður, því samkvæmt því sem stæði í Morgunblaðinu væri ég orðinn stuðn- ingsmaður Ruglulist- ans. „Nei, þetta er ekki ég, þetta hlýtur að vera einhver alnafni minn, því það hefur enginn frá R-listanum leitað eftir mínum stuðn- ingi,“ svaraði ég. Ég fékk svo þær upplýsingar úr þjóðskrá að ég ætti engan alnafna. Þá fór nú að fara um mig og ekki laust við að gremju- blandnar hugsanir læddust að mér. Hver er svo forhertur að stela nafn- inu mínu undir pólitíska yfirlýsingu til birtingar í víðlesnu blaði, hugs- aði ég. í huga mínum gat ég engan fundið grunaðan um slíkt. Ég fínn mig því knúinn til þess að spyija ráðamenn R-listans og krefjast svars hér í blaðinu: Hver er hann þessi Ástvaldur Magnússon, sem nafngreindur er undir yfirlýsingu R-listans í Morgunblaðinu 23. apríl sl? Þeim sem ljá nöfn sín undir um- rædda yfírlýsingu hlýtur að vera það ljúft að sanna hveijir þeir eru sem styðja slíkt „fagnaðarerindi“. Ég á því von á að svarið verði auðfengið. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Siglingamálastofnunar. Við þurfum að kenna unglingunum að Þjóðfélagið ýtir áfengi í margvíslegum mæli að ungu fólki. Tíðarandinn, félagamir, fjölmiðlarnir, bmggaramir og aðrir áhrifaþættir koma þar við Fjórir listar í Búða- hreppi Búðahreppi - Eftirfarandi listar hafa verið samþykktir til sveitarstjórnarkosninga 28. maí: B-listi Framsóknarfélags Fáskrúðsfjarðar: Lars Gunn- arsson, Guðmundur Þorsteins- son, Unnsteinn Kárason, Arn- fríður Guðjónsdóttir, Guð- mundur Þorgrímsson, Ólafur H. Gunnarsson, Elsa Guðjóns- dóttir, Elvar Óskarsson, Sævar E. Jónsson, Óskar Gunnarsson, Birgir Kristmundsson, Krist- mann R. Larsson, Kjartan Reynisson, Kjartan Sigurgeirs- son. D-listi Sjálfstæðisfélags Fá- skrúðsfjarðar: Jón E. Sævars- son, Albert Kemp, Agnar Jóns- son, Guðný Þorvaldsdóttir, Er- lendur Guðmundsson, Stefán Þ. Jónsson, Sigurveig R. Agn- arsdóttir, Átli Skaftason, Guð- ríður Bergkvistsdóttir, Borg- hildur H. Stefánsdóttir, Sigurð- ur Þorgeirsson, Sigurbjörn Stefánsson, Sigríður Ólafsdótt- ir, Bjarni Sigurðsson. F-listi Samtaka óháðra í Búðahreppi: Eiríkur Stefáns- son, Helgi Svanberg Ingason, Óðinn Magnason, Eiður Sveins- son, Jón Bernharð Kárason, Anna Björg Pálsdóttir, Guðný Sigmundsdóttir, Svavar Júlíus Garðarsson, Guðmundur Þ. Gunnþórsson, Jón Finnboga- son, Ingvar Sverrisson, Lúðvík Svanur Daníelsson, Ólöf Linda Sigurðardóttir, Þórarinn Bjarnason. G-listi Alþýðubandalags Fá- skrúðsfjarðar: Björgvin Bald- ursson, Gunnar Skarphéðins- son, Magnús Stefánsson, Þor- steinn Bjarnason, Guðlaug Jó- hannsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Valur Þórarinsson, Alberta Guðjónsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Herdís Pét- ursdóttir, Jóhann M. Jóhanns- son, Friðmar Pétursson, Ásta Eggertsdóttir, Vignir S. Hjelm. standast utanað- sögu. Unglingarnir sjá áfengi gjarnan í ljóma skemmtana og glæsileika. Heimilið er áhrifamesti varnaraðilinn komandi þrýsting til áfengis- og vímu- efnaneyslu. fyrir unglingana. Þekking foreldra og samvinna þeirra við unga fólkið er gmnnurinn að þeirri varnarbaráttu. / / / Alf asala SAA verður um næstu helgi. Ágóðinn af Álfasölunni fer til að efla forvarnarstarf fyrir unga fólkið. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann HVÍIA HÚSID / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.