Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fái bætur vegna snjóflóðs HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Vegagerð ríkisins til að greiða 2,4 milljónir króna í skaðabætur til bílstjóra sem slasaðist þegar snjóruðnings- tæki sem hann stjórnaði varð fyrir snjóflóði á Hnífsdalsvegi í janúar 1990. Maðurinn var við snjóruðning á Hnífsdalsvegi þegar snjóflóð féll á veginn og færði ruðnings- tækið veltandi með manninn inn- anborðs um 20-30 metra niður í fjöru. Maðurinn kastaðist til og frá í stjómklefanum og rotaðist en komst af eigin rammleik út úr bílnum, sem hafði fyllst af snjó, óð í land, og gekk holdvot- ur tveggja km leið til Hnífsdals. Maðurinn taldi að ef hann hefði haft öryggisbelti spennt hefði hann látið lífið. Maðurinn hafði mikla verki um líkamann við minnstu hreyf- ingu og átti við heilsuleysi að stríða vegna höfuð- og bak- meiðsla og andlegra óþæginda. Varanleg örorka hans er metin 30%. ------♦ -------- Ríkið borgi bætur vegna sæstrengs ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða útgerðarfyrirtækinu Nirði, eiganda Þórs Péturssonar ÞH 50, um 5 milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin varð fyrir þegar veiðar- færi skipsins festust í sæstreng sem vamarliðið í Keflavík hafði komið norðaustur af Eldey fyrir án þess að þess væri getið á viðurkenndum sjókortum. Aðild íslenska ríkisins að mál- inu byggist á lögum um að ríkíð bæti tjón sem hlýst af dvöl varn- arliðsins hér. Útgerðarfélaginu vom dæmd- ar bætur vegna veiðarfæratjóns og vegna þess afla sem skipið fór á mis við meðan á fimm daga frátöfum frá veiðum stóð.. íþróttagallar Verð kr. 3.990,- SPORT Stærðir 8-14. Fullorðinsstærðir: S-XXXL. Verð kr. 4.990,- Efni: Polyester, bómull. Fóðrað með bómull. Sendum í póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur. »hummél^ SPORTBÚÐIN Ármula 40 ■ S(mi 813555 09 813655 FRÉTTIR Um 40 málverk Kristjáns Magnússonar listmálara glötuð Morgunblaðið/Júlíus MAGNÚS Kristjánsson með myndir af foreldrum sem faðir hans málaði. Ein myndanna í kistunni sem Magnús leitar nú að er pastelmynd af móður hans og var hún efst í kistunni. Leitar að málverkum föður síns KISTA sem inniheldur um 40 málverk eftir Kristján H. Magn- ússon, listmálara, er glötuð og nú býður sonur hans, Magnús, fundarlaun hveijum þeim sem veit um afdrif kistunnar og mál- verkanna, sem hann erfði eftir foreldra sína. Magnús hefur spurst fyrir um kistuna undanfar- ið en ekki haft erindi sem erfiði. Verkin og kistuna hefur hann ekki séð síðan 1952 þegar haldin var yfirlitssýning á verkum Krist- jáns í Listamannaskálanum. Kristján H. Magnússon, listmálari fæddist á ísafirði 1903. Hann fór ungur til Bandaríkjanna þar sem hann lærði málun og snéri þá til íslands. Hann lést árið 1937,34 ára að aldri. Flest verkin á sýn- ingunni voru geymd upprúlluð í kistu. Að henni lokinni setti Magnús verk föður síns aftur í kistuna og var henni komið fyrir hjá móðursystur hans, Steinunni Helgadóttur og manni hennar Haraldi Ágústssyni, eins eiganda Krislján O. Skagfjörð. Fyrstu árin var kistan geymd ofan í kjall- ara á Blómvallagötu 2, heimili Haraldar og Steinunnar. Kistan er úr ljósum við með dekkri við- arböndum í kring. Hún er um 1.10 metrar að lengd, 60 senti- metra há, með kúptu loki og á henni var ónýtur koparlás. Hún geymir um 40 upprúlluð olíumál- verk. Ein pastelmynd var í kist- unni af móður Magnúsar sem lá efst, ofan á hinum myndunum til að hún yrði ekki fyrir hnjaski. Önnur mynd sem ætti að vera auðþekkjanleg er olíumynd af uppstilltum túlípönum. Móður sína missti Magnús svo þegar hann var 14 ára gamall, en hann fæddist árið 1934. Magnús fluttist eftir það til Bandaríkjanna, til föðurbræðra sinna sem stunduðu útgerð í Boston. Árið 1958 flutt- ist hann svo til Spánar þar sem hann hefur átt heima síðan og rekur þar gistihúsið Heklu. Síð- ast frétti Magnús af kistunni árið 1972 þegar Steinunn og Haraldur heimsóttu Magnús til Spánar. Magnús segir að þau hafi þá sagt honum að vegna breytinga á kjallara á Blómvallagötu hefðu þau þurft að færa kistuna niður á Tryggvagötu árjð 1958 eða ’59 þar sem Kristján Ó. Skagfjörð var til húsa. Þegar Steinunn lést árið 1979 kom Magnús til íslands til að ganga endanlega frá sínum málum og fékk eigur foreldra sinna sem Steinunn og Haraldur höfðu geymt. Kistuna sá hann ekki og taldi hana vísa í geymslu fyrirtækisins, sem hafði að vísu flutt aðsetur sitt frá Tryggvagöt- unni út á Hólmaslóð, vestur á Granda í millitíðinni. Magnús hefur dvalið hér á landi undan- farið. Hann hefur spurst fyrir um afdrif kistunnar og málverkanna en hingað til ekkert orði ágengt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um afdrif kistunnar geta haft samband við Magnús í síma 620416. Fundarlaunin sem hann heitir er mánaðardvöl fyrir tvo í gistiheimili heimili sínu í ná- grenni Costa Brava. Mikil við- brögð við auglýsingu Hveragerði. Morgunblaðid. HEILSUSTOFNUN NLFÍ auglýsti nýverið eftir viðbrögðum frá al- menningi við þeirri hugmynd að byggðar yrðu þjónustuíbúðir fyrir aldraða í tengslum við heilsustofnun- ina. Að sögn Árna Gunnarssonar for- stjóra Heilsustofnunar NLFÍ vildu forráðamenn þar ekki brenna sig á því að fara út í framkvæmdir án þess að kanna fyrst þörfina fyrir íbúðir af þessu tagi. Hér yrði um að ræða húsaþyrpingu með íbúðum fyrir einstaklinga og hjón. Yrðu íbúðirnar eignaríbúðir, en fast gjald yrði greitt fyrir þjónsutuna sem öll yrði veitt frá heilsustofnuninni. Sú þjónusta sem í boði er er meðal ann- ars læknisþjónusta, hjúkrun og heimahjúkrun, matur, hvort sem er heimsendur eða í matsal. Öll ræsting og þvottur. Hjúkrunarvakt sem starfrækt er allan sólarhringinn sem og önnur þjónusta sem heilsustofn- unin veitir nú þegar sínum dvalar- gestum. Árni Gunnarsson sagði ennfremur að forráðamenn þar hefðu lengi gælt við þá hugmynd að byggja þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða í tengslum við stofnunina. Þar er fyrir hendi bæði reynsla og þekking á þessu sviði og heilsustofnunin því vel í stakk búin til þess að takast á við verkefni af þessu tagi. Ekki síst með tilkomu nýs eldhúss og matsalar þar sem hægt er að anna miklu fleirum en nú er gert. Öll nauðsynleg þjón- usta er nú þegar á staðnum og þar af leiðandi yrði kostnaður við hana ekki eins hár og annars staðar gerist. Ég mun leita réttar míns, segir Gunnar Guðmundsson á Siglufirði Málið hefur valdið mér og mínum miklu tj óni Fyrrverandi sýslumaður og yfirlögreglu- þjónn á Siglufirði telja að dómsmálaráðu- neytið hafi staðið óeðlilega að málum þegar upp kom grunur um að þeir hefðu brotið af sér í starfi. Þorsteinn Erlingur Gunnar Pálsson Óskarsson Guðmundsson GUNNAR Guðmundsson, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn á Siglufirði, segist ætla leita réttar síns gagn- vart stjórnvöldum, en honum var vikið frá störfum síðastliðið haust vegna grunsemda um brot í starfi. í síðustu viku sýknaði Héraðsdóm- ur Norðurlands vestra Gunnar af öllum ákærum. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, fellst ekki á að ráðuneytið hafi gert mistök í þessu máli og segir að brot á hegn- ingarlögum sé ekki forsenda fyrir því að mönnum sé vikið úr starfí. Mál sýslumannsins á Siglufirði vakti mikla athygli og urðu miklar umræður um það í fjölmiðlum og manna á meðal. Nú þegar Erlingur Óskarsson, sýslumaður, hefur ver- ið sýknaður af um helming ákæru- atriða í Héraðsdómi og Gunnar Guðmundsson, yfirlögregluþjónn, er sýknaður af öllum ákærum vaknar sú spurning hvort dóms- málaráðuneytið og ríkissaksóknari hafi farið offari í þessu máli. Dómsmálaráðherra fellst ekki á að ráðuneytið hafi staðið óeðiilega að málum. Hann bendir á að sýslu- maðurinn haf verið dæmdur fyrir brot í starfi og hann hafí sjálfur sagt starfi sínu lausu þegar rann- sókn málsins hófst. Þorsteinn bendir einnig á að það sé ríkissak- sóknari sem kæri mennina en ekki dómsmálaráðuneytið. Varðandi brottvikningu yfírlög- regluþjónsins fyrrverandi sagði Þorsteinn: „Brot á hegningarlög- um er ekki forsenda fyrir því að mönnum sé vikið úr starfi. Það getur gerst án þess að menn hafi gerst brotlegir við hegningarlög.“ Tilfinningalegt tjón Gunnar stendur núna frammi fyrir því að hafa verið sýknaður af ákærum sem á hann voru born- ar, en þessar sömu ákærur urðu til þess að honum var sagt upp störfum. Gunnar sagði að dóms- málaráðuneytið hefði þrýst á sig að segja upp störfum, en hann hefði neitað að verða við því vegna þess að hann taldi sig ekki hafa brotið neitt af sér í starfi. „Ég mun í framhaldinu leita réttar míns. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um hvernig það verður gert,“ sagði Gunnar. „Þetta mál hefur valdið mér og minni fjölskyldu mjög miklu tjóni, bæði fjárhagslega og tilfinninga- lega,“ sagði Gunnar. Eftir að Gunnari var sagt upp störfum var hann atvinnulaus í um þrjá mán- uði. Hann fékk síðan um áramót vinnu í sex mánuði við húsvörslu í grunnskólanum á Siglufirði. Héraðsdómur taldi Erling Ósk- arsson, fyrrverandi sýslumann á Siglufirði, sekan um brot í opin- beru starfi með því að mæta gegn greiðslu fyrir hönd lögmanna við nauðungaruppboð sem hann ann- aðist sem dómari og uppboðshald- ari. Samtals var um að ræða um 1,3 milljónir króna á árunum 1989- 1993. Dómurinn taldi að hann hefði ekki átt tilkall til þessara greiðslna og að þær hefðu ekki samrýmst embættisstöðu hans. Erlingur viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið að strangt tiltekið hefði hann ekki átt að þiggja þess- ar greiðslur. Hann sagði að við réttarhaldið hefði komið fram að fleiri sýslumenn hefðu haft sama hátt á og hann við uppboð. Hann sagðist telja óeðlilegt að hann einn sé sakfelldur fyrir þetta en aðrir sleppi og haldi sínum embættum. Erlingur sagði að þó að þessi inn- heimta sé ekki leyfileg sé óumdeilt að henni fylgi minni kostnaður fyrir skuldarana. Þorsteinn Pálsson sagðist ekki kannast við að sama aðferð sé notuð við önnur sýslumannsemb- ætti og sakfellt er fyrir í þessu máli. Hann sagði ráðuneytið reyna að fylgjast vel með öllum sýslu- mannsembættum og brugðist sé við um leið og grunur vakni um að ranglega sé staðið að málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.