Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar! Vorfundur Noröausturlandsdeildur F.I.H. verður hatdinn á veitingahúsinu Bing Dao miðvikudaginn 11. maí nk. kl. 20.00 til ??? Dagskrá: Formaður flytur okkur fréttir. Erindi í tilefni afmælis Florence Nightingale. Uppákomur á vegum skemmtinefndar. Sérstakir gestir fundarins verða 4 árs hjúkrunarnemar H.A. Til stendur að snæða saman málsverð og slá á létta strengi - sannkölluð vorstemmning. Tilboð hússins er. 5 rétta málsverður a la China, verð kr. 1.700. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en þriðjudaginn 10. maí til: Þóru Ákadóttur, F.S.A., sími 30180 kl. 08.00-15.00 Önnu Lilju Filipsdóttur, F.S.A., sími 30193 kl. 08.00-16.00 Hallfríðar Alfreðsdóttur, F.S.A., sími 30274 kl. 08.00-16.00 Stjórnin. KE A o g Landsbanki draga sig út úr rekstri matvælaiðju Tveir einstaklingar og Samherji kaupa Strýtu AÐALSTEINN Helgason, Finnbogi Baldvinsson og Samheiji hf. hafa keypt hlut Kaupfélags Eyfirðinga og Landsbankans í Matvælaiðjunni Strýtu, sem stofnuð var fyrir rúmu ári síðan eftir gjaldþrot niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar. Félagið var stofnað að frum- kvæði Landsbankans og var leitað eftir samstarfi við fyrirtæki á Akur- eyri og komu þá Samhetji og Kaup- félag Eyfirðinga til liðs við bank- ann. Tilgangurinn með stofnun Strýtu hf. var að veija verðmæti sem fólgin voru í birgðum, vélum og byggingum og varðveita þekk- ingu starfsmanna auk þess að tryggja rekstrinum framtíð á Akur- eyri. Rekstur Strýtu hefur gengið vel Hagnaður í fyrra og veltan 800 milljónir króna og var velta fyrirtækisins um 800 milljónir króna á síðasta ári og skil- aði reksturinn hagnaði. Hjá félag- inu starfa um 100 manns. Samvinna við Söltunarfélagið KEA og Landsbankinn hafa nú ákveðið að draga sig út úr rekstrin- um og selja Aðalsteini Helgasyni framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Finnboga Baldvinssyni fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dal- víkur og Samheija hf. hluti sína í félaginu. Þær breytingar verða á rekstrinum í kjölfarið að framvegis verður félagið rekið í samvinnu við Söltunarfélag Dalvíkur á sviði stjórnunar, sölu og framleiðslu. „Við munum hafa nána samvinnu á sviði stjómunar og markaðsmála. Það verður ekki um sameiningu fyrirtækjanna tveggja að ræða,“ sagði Aðalsteinn. Tilgangurinn er að hagræða í rekstri og efla mark- aðs- og sölustarfið en með sam- starfinu er verið að styrkja sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna jafnt innanlands og utan. Strýta mun áfram framleiða kav- íar og síld og er fyrirhugað að efla þá starfsemi. Ekki kemur til upp- sagna starfsfólks vegna þessara breytinga. Hlutur í Landsvirkj- un verði seldur „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hef- ur það enn að markmiði að selja hlut bæjarins í Landsvirkj- un þegar núverandi ríkisstjórn og meirihlutinn í Reykjavík verða ekki lengur til trafala," segir í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins á Akureyri „100 rauðir punktar" sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Sigríður Stefánsdóttir sem skipar efsta sætið á lista flokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosning- ar sagði að það sem staðið hefði í vegi fyrir því að hlutur Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun hefði verið seldur eins og stefnt var að við myndun núverandi meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags væri andstaða innan ríkisstjórnar varðandi það að meta á réttmætan hátt hlut Akureyrarbæjar í fyrir- tækinu. Þá hefði andstaða inn- an borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík við hugmynd um að ríkið keypti hlut Akureyrar- bæjar tafið fyrirhugaða sölu. -------♦ ♦ ♦ Skemmti- kvöld jafn- aðarmanna UNGIR jafnaðarmenn á Akur- eyri standa fyrir skemmtikvöldi á veitingastaðnum Við Pollinn í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. maí og hefst dagskráin kl. 21. Ungir skemmtikraftar koma fram og fyrirtæki kynna vörur sínar. Léttleikinn verður í fyrir- rúmi og allir 18 ára og eldri velkomnir. (Fréttatilkynning.) I vígahug Þessi indíáni lagði ekki Akur- eyri undir sig með vopnum, heldur krítarteikningum. Spildur leigðar til skóg- ræktar Morgunblaðið/Rúnar Þór Háskólinn á Akureyri Þorsteinn Gunnars- son ráðinn rektor MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað dr. Þorstein V. Gunnars- son rektor við Háskólann á Akur- eyri en háskólanefnd hafði lagt slíkt til við ráðherra. Skipunin er til fimm ára og gildir frá 1. september næst- komandi. Þorsteinn er fæddur árið 1953, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973, BA-prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1979. Þá lauk hann MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Ohio University í Bandaríkjunum og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Doktorsritgerð hans fjallaði um námskrárgerð og kennslufræði á framhaldsskólastigi. Þorsteinn hefur starfað sem kennari við Víghólaskóla, Mennta- skólann á Egilsstöðum, Fjölbrauta- _ skólann á Akranesi og sem stunda- kennari við Háskóla Islands. Hann starfaði sem deildarsérfræðingur í háskóla- og vísindadeild mennta- málaráðuneytisins en frá því á síð- asta ári hefur hann verið vísinda- fulltrúi menntamálaráðuneytis við sendiráð íslands í Brussel. Eiginkona Þorsteins er Árþóra Ágústsdóttir kennari og eiga þau tvö börn. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur leigt jörðina Háls í Eyjafjarð- arsveit af landbúnaðarráðuneyt- inu til 75 ára og verður félags- mönnum gefinn kostur á að fá úthlutað þar spildu til ræktunar. Hugmyndin er að hver félags- maður greiði vægt árgjald og leigan verði greidd með plöntu- kaupum af Skógræktarfélaginu og fær fólk plönturnar á kostnað- arverði. Háls er um 30 kílómetra sunnan Akureyrar og er jörðin um 120 hektarar. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógi’æktarfélagsins sagði að innan skamms yrði hafist handa við að girða landið og í fram- haldi af því yrði farið að úthluta spildum til félagsmanna en hver og einn fengi um 1-3 hektara og væri þannig gert ráð fyrir að hægt yrði að skipta landinu upp í 50 spildur. Stjórn félagsins var fyrir tveimur árum falið að leita að heppilegu landi til skógræktar fyrir félagsmenn. Ætlunin er að skipuleggja svæðið í grófum dráttum og verða fólki síðan gefnar frjálsar hendur með hvernig það hagar ræktuninni á sinni spildu. Fyrstu spildunum verður úthlutað á þessu ári og sagði Hallgrímur að viðbrögð félagsmanna hefðu verið mjög sterk. „Viðbrögðin hafa ekki lát- ið á sér standa, við fáum daglega fyrirspurnir þó ekki sé byijað að úthluta svæðum,“ sagði hann. Á myndinni er Hallgrímur ásamt Aðalsteini Sigfússyni á hlaðinu við Háls. !. i, I ( l í í 1 C' I f í t ' c. f f ! 1 r ( f: (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.