Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ JHnemUtiUk BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Grettir Tommi og Jenni Ferdinand MARCIE.I DON'T UNDER5TANP THE PROBLEM 0N PA6E 362.. THERE 15 NO PROBLEM ON PA6E36Z.5IR.. THAT'5 THE INPEX... PRETTY TRICRT, MAAM! Ég skil ekki vandamálið á blaðs- íðu 362. Það er ekkert vandamál á blaðs- íðu 362, herra, það er (registrið) nafnaskráin. Býsna erfitt viðfangs, kennari! * Islendingar eðá ESBistar Frá Sigurjóni Jónssyni: HELSTU rök þeirra sem vilja koma okkur í ESB eru þau, að utan þess munum við einangrast í menningu og viðskiptum. En hver er raunveru- leikinn í evrópsku menningar- og viðskiptasamfélagi, hvað er menning og hvað eru viðskipti? í þessum pistli mun ég fjalla um menninguna en síðar um viðskiptin. Menning er fyrst og fremst þær venjur og hefðir sem hver þjóð hefur skapað sér ásamt þeim aðferðum sem þróast hafa til þess að gera þær sýnilegar sjálfum sér og öðrum. Menning einstaklinga er persónuleg og breytileg eftir menntun og þroska hvers einstaklings eða heimilis. En menning þjóðar er nokkurt sambland af minningum og minjum sem ein- staklingarnir eiga um land sitt og forfeður. Ef þú, lesandi góður, vilt kynnast menningu annarra þjóða, hvað er þá til ráða? Það fyrsta sem hægt er að gera er að kveikja á sjónvarpinu og horfa á fréttimar eða annað efni frá öðmm þjóðum, einnig er hægt að kaupa sér góða bók (eða slæma), geisladisk með hljómlist eða eitthvað annað sem á boðstólum er um við- komandi þjóð, af nógu er að taka. Þá er að líta á hinn þáttinn í menn- ingarsamskiptum, hvernig kemur þú þinni menningu á framfæri við aðra? En áður en þú gerir það skaltu skoða hvað þú hefur fram að færa og sann- aðu til, ef þú hefur eitthvað bita- stætt þá munu menn sælqast eftir að kynnast því og þú þarft ekki að fara bónarveg til einhverrar stofnun- ar í Brussel til að væla út styrk svo þú getir komið þinni menningu á framfæri. Persónulegir hagsmunir í húfi Hver er þá tilgangurinn með öllum þessum stöðuga áróðri í RÚV, Stöð 2, Morgunblaðinu og öðmm áhrifa- minni fjölmiðlum, fyrir inngöngu okkar í ESB? Og hvers vegna er verið að hampa sífelldum skoðana- könnunum sem gerðar eru meðal almennings, sem gerir sér enga grein fyrir afleiðingum þess að gangast valdi ESBista á hönd. Jú, hann er augljós, flestir þeir sem reka þennan áróður eiga persónulegra hagsmuna að gæta, þeir em annað hvort viðr- iðnir eða vilja vera viðriðnir eða vilja vera viðriðnir þær stofnanir sem eiga að stjórna samskiptum okkar við ESB og þannig munu þeir öðlast þau áhrif og völd sem þeir þrá burtséð frá hvort það þjónar hagsmunum íslendinga eða ekki. Þessir ESBistar eiga svo sína sporgöngumenn sem fylgja þeim eins og fé til slátmnár. Islendingar, við kynnumst menn- ingu annarra þjóða ef við sækjumst eftir því sjálfír og kynnum öðmm okkar menningu með því að koma henni sjálfir á framfæri. Ef við ætlum að láta einhveijar skrifstofublækur í Brassel ráða því hvað verður kynnt af íslenskri menningu í Evrópu þá verður það aldrei annað en sá hlúti hennar sem þær blækur velja til kynningar. Það er tími til kominn að við Islendingar stöndum upp og sýnum að við séum sjálfstæð þjóð en ekki einhveijir betlikarlar við skrifborðshom í Brassel. SIGURJÓN JÓNSSON, Stykkishólmi. Vemdum sjálfstæði þjóðarínnar Frá Albert Jensen: RÉTT FYRIR 50 ára fullveldisaf- mælið er farið að bera á skrifum manna, sem reyna að telja þjóðinni trú um að það sé þjóðernisrembing- ur að afsala sér ekki sjálfstæði til að hverfa inn í Evrópusambandið, meðan þar á bæ sé vitað af okkur. Eftir því má álykta að við mund- um fljótt gleymast og verða með öllu áhrifalaus eftir að þangað væri komið. Týnd í hafsjó ólíkra, marg- falt stærri þjóða, þar sem tungu- málin eru jafnmörg löndunum. Hinar sundurleitu þjóðir Evrópu hafa gegnum tíðina verið iðnar við að troða skóinn hver af af annarri. Ólík trúarbrögð, siðir, kyn og ótelj- andi hagsmunaárekstrar hafa hvað eftir annað lagt álfuna í rúst. Und- anfarin tvö ár hefur geisað fádæma grimmileg borgarastyijöld í nokkr- um löndum fyrrum Júgóslavíu. Á þann hildarleik hafa SÞ og þjóðir ESB horft á í máttvana úrræða- leysi. Böm að leik hafa verið skotskífur morðóðra grimmdarseggja, sem hlotið hafa laun að verklokum. Grikkir þjarma að Makedóníu og eiga líka í deilum við Tyrki. Tyrkir eiga svama fjandmenn þar sem Armenar og Kúrdar eru. I Eystra- saltslöndum og Rússlandi eru víð- tækir glæpahringir að hasla sér völl. Eiturlyf til bama og unglinga eru hluti af umsvifum þeirra. EB-ríkin hafa frá upphafí átt í vandræðum með að koma málum saman og hafi það tekist, hafa þegnamir látið öllum illum látum. Frökkum og Spánveijum annars- vegar og Böskum hinsvegar, semur illa. Þó Balkanófriðurinn sé stærsta vandamál Evrópu frá stríðslokum, má segja að þar hafi aldrei verið stundlegur friður. Ég fæ ekki séð vit í að afsala sjálfstæði þjóðarinnar til að ganga inn í slíkan hræring ólíkra þjóða, þar sem hver hendin er upp á móti annarri. Þar væri gefíð lítið fyrir hagsmuni svo lítils þjóðarbrots sem íslendingar eru. Geram tvíhliða samninga við Bandaríkin. Snúum líka viðskiptum meir að Asíu og Afríkulöndum. Látum ekki skerða sjálfstæði okkar meir en orðið er. A því græða aðeins auðhyggjuöflin, en þjóðin tapar. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.