Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ IVAR ARNORSSON + ívar Arnórsson bifreiða- smiður fæddist í Reykjavík 2. júní 1965. Hann lést í vél- •Meðaslysi í nágrenni Skjald- breiðs 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar Ivars eru Arnór L. Pálsson og Betsy ívarsdóttir. Systkini hans eru þrjú: Páll, tvíburabróðir hans, Ágúst, fæddur 17. nóvember 1971, og Elísabet, fædd 11. júní 1981. ívar giftist Jóhönnu Steinsdótt- ur 18. april 1987 og eiga þau saman dæturnar Katrínu, fædda 1. september 1988, og Evu Karen, fædda 3. apríl 1991. Fyrir hjónaband eignaðist hann .. dótturina Silju, fædda 19. ágúst '^1982. Hann rak ásamt föður sinum Bifreiðaverkstæði og Bílaleigu ALP. Jarðarför ívars fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag. Laugardagsmorguninn 30. apríl heilsaði bjartur og fagur. Veðrið var óvenju heiðskírt og margir hugsuðu til þess með gleði að eyða deginum til fjalla. Meðal þeirra voru bróður- synir mínir tveir, þeir tvíburabræð- urnir Páll og Ivar. Glaðir og ham- ingjusamir lögðu þeir af stað til fjalla til að njóta útivistar í stórbrotnu ríki náttúrunnar eins og þeir gerðu svo oft. En enginn ræður sínum nætur- stað. Skelfileg frétt barst um slys, ívar hafði látist, birta dagsins hvarf í arigist og sorg. ívar var einstakur drengur. Engan þekki ég sem var jafn hress og hann, alltaf í góðu skapi, alltaf reiðubúinn að gera öðrum greiða, harðduglegur og sívinnandi. Engin mál fannst ívari svo erfið að ekki mætti takast að leysa þau. Hann var einstaklega ábyrgur og samviskusamur ungur maður. Hugulsemi hans og ábyrgð gagnvart Silju dóttur sinni, sem hann „eignaðist aðeins 17 ára gamall, var alveg einstök og þar stóð Jóhanna með honum eins og í öllu öðru. Þau voru henni sem bestu foreidrar og mjög náin. Ivar var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur. Oft naut maður góðs af því, þegar bíllinn bil- aði eða maður nennti ekki að þrífa hann. Það var ósjaldan að hann hringdi og sagði eitthvað á þessa leið: „Hanna mín, mikið lifandis ósköp og skelfing er nú gaman að heyra í þér, þarftu ekki að láta bóna?“ Svo kom hann og sótti bílinn, þvoði hann og bónaði og kom svo með hann til baka gljáandi og spegil- fægðan. Dugnaðurinn og eljan var óþrjótandi. Ivars er sárt saknað, ekki bara végna þess hvað hann gerði mörgum greiða, heldur ekki síður vegna þess hvað hann var skemmtilegur, orð- heppinn og óskaplega hress og glaður. Mestur er þó söknuður Jóhönnu, dætranna, foreldra og systkina. Ég bið góðan Guð að gefa þeim v1 Erfidrvkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salir og mjög gpð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÖTEL LOFTLEIBIt styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg. Að lokum langar mig til að sækja okkur öllum styrk í eftirfar- andi vers úr 121. Dav- íðssálmi: Ég hef augu mín til fjall- anna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp fnín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun vemda útgöngu þína og inn- göngu héðan í frá og að eilífu. Hanna frænka. Laugardaginn 30. apríl hringdi síminn hjá okkur, rétt eftir hádegið, en við hjónin vorum að sinna vorverk- um úti í garði og Gulla hafði sett símann út í eldhúsglugga til þess að við heyrðum í honum. Þetta símtal er það erfiðasta, sem ég hefi upplif- að, en þetta var Jóhanna dóttir okk- ar, sem var í símanum og sagði: ,jPabbi, pabbi, hann ívar er dáinn.“ Ég reyni eki að lýsa því í orðum hvernig mér varð við þessi orð Jó- hönnu okkar. í þau tíu ár sem við vorum þess aðnjótandi að þekkja ívar Arnórsson, munum við hann ekki öðruvísi en í góðu skapi og var hann hrókur alls fagnaðar, hvar sem við komum sam- an, í sumarferðum, jólaboðum, um áramót, í afmælisboðum og hinni árlegu göngu, sem karlleggurinn í fjölskyldunni fór saman. Við vorum nýbúnir að ákveða næstu göngu 4. júní og ætluðum við ívar að halda upp á afmælin okkar um leið. Ivar og Jóhanna giftu sig 18. apríl 1987 og áttu fallegt heimili í Lundar- brekku 16 í Kópavogi. Þau eignuðust saman þær Katrínu og Evu Karen, en fyrir átti ívar Silju og var hann einstaklega góður faðir. Ivar var bifreiðasmíðameistari að mennt og hafði nýverið opnað með Arnóri föður sínum ALP-bifreiða- verkstæðið, sem var honum mikið kappsmál að gera sem best úr garði. ívar var góður verkmaður og hafði gott lag á að laða til sín viðskipti, en þar kom til hin mikla eljusemi og hjálpsemi, sem honum var í blóð borin og hreif alla, sem honum kynntust. Margs er að minnast um ívar, góða skapið, hjálpsemina og orðheppnina og við eigum eftir að hafa hann hjá okkur í huganum um ókomna fram- tíð. Tíminn læknar sárin, en minning- in lifir um góðan dreng. Jóhanna, Silja, Katrín, Eva Karen, Arnór, Betsy, Páll, Ágústa, Elísabet og allir ættingjar og vinir, megi guð vera ykkur styrkur í sorginni og megi framtíðin verða ykkur björt og hlý. Steinn og Guðlaug. Það var einu sinni strákur sem ásamt tvíburabróður sínum fæddist í þennan heim 2. júní 1965. Eitthvað hafði nú bróðirinn verið áræðnari í móðurkviði því stráksi þurfti að fara í hitakassa til að jafna sig eftir ósköp- in en hann braggaðist nú fljótt. Hann sýndi snemma áhuga á bílum. Allt snerist um þá og ekki var hann hár í loftinu þegar hann fór að bóna og þrífa þá ásamt tvíbbanum og að sjálf- sögðu valdi hann sér það að ævi- starfi að vinna við bíla. Hann var glaðvær og hvar sem hann kom smitaði hiátur hans nærstadda. Sama hvað dundi á, alltaf fann hann spaugilegu hliðarnar á öllu. Hann hafði alveg sérstakt dálæti á að segja frá, kryddaði iðulega vel til að skemmta sjálfum sér og öðrum og LEGSTEINAR H€lLUHRfiUNI 14, HflFNflflFIRÐI. SÍMI 91-652707 gerði það svo skemmti- lega að færustu gam- anleikjahöfundar hefðu roðnað við hliðina á honum. Kvolds og morgna hringdi hann í tvíbbann sinn til að segja honum skemmti- sögur og ef við vorum ekki heima brást ekki að skilaboð voru á sím- svaranum um það nýj- asta. Ekki var hann síðri þegar í sönginn var komið. Því þó söngur væri langt í frá hans sterkasta hlið notaði hann sönginn óspart í góðum félags- skap til að kitla hláturtaugamar, tróð upp í veislum með vinum sínum, söng manna hæst og dansaði hliðar- kross með ýktum handahreyfingum. Það fór aldrei á milli mála hvar hann var því' honum lá ekki lágt rómur og þegar hann gekk í hús fylgdi honum hlátur hvert setn hann fór. Svona var gleðigjafínn ívar. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Gréta, mágkona. Tveir litlir drengir að leik. Líf og fjör. Þeir þjóta um, tala einhver ósköp og hlæja enn meir, skemmta sér konunglega. Þeir einir virðast eiga heiminn, veita öðrum enga athygli og það skilur heldur enginn hvað þeir eru að segja hvor öðrum, sem er svona yfirmáta skemmtilegt. Þeir eiga hvor annan og sitt eigið tungu- mál. Það er helst mamma, sem hefur stundum einhveija hugmynd um, hvað litlu drengirnir hennar eru að spjalla. Og hláturinn glymur og þeir eru þotnir af stað svo hratt að vart verður auga á fest. ívar og Palli. En hvor er hvor? Þeir eru alveg eins. Stebbi frændi reynir að góma annan hvorn, þykist þekkja þá í sundur á eyrunum. Eftir vandlega íhugun og eymartog er kveðinn upp úrskurður: „Þú ert þú.“ ívar og Palli. Þetta er fyrsta minningamynd mín af tvíbura- bræðrunum ívari og Páli. Þeir bræður voru einstaklega sam- rýndir. Þeir áttu góð bemsu- og æskuár undir verndarvæng móður, sem veitti þeim allan þann skilning og kærleika, sem nokkur móðir getur veitt bömum sínum. Föður sínum voru þeir ekki aðeins hjartfólgnir synir heldur og einnig miklir félagar og vinir, enda fóru áhugamál þeirra feðga saman á flestum sviðum. Hef- ur öll fjölskyldan unnið saman að uppbyggingu fyrirtæjjisins ALP-bíla- leigunnar og nýverið settu þeir feðg- ar, Ivar og Arnór, á fót bifreiðaverk- stæði er ívar veitti forstöðu, enda lærður bifreiðasmiður. Svo nánir voru tvíburnamir að manni fannst það nánast skrýtið, að þeir skildu ekk fara sama menntaveg. Þrátt fyrir mikla samheldni þeirra bræðra varð lífsferill þeirra með nokkuð ólíkum hætti er árin liðu. Það var eins og ívari lægi meira á. Hann lifði hratt og var hver stund notuð til hins ítrasta. Atorkan og athafnasemin var nær óþijótandi. ívar var ávallt reiðubúinn að leysa vanda annarra, veita aðstoð, veita hjálp, jafnvel án þess að um væri beðið. Hann einfaldlega framkvæmdi hlutina. Hann var gæddur einstakri kímnigáfu. Vegna hins glaða og hlýja viðmóts eignaðist hann fjölmarga vini á öllum aldri. Á eldri samferða- mönnum lyftist brúnin, það var sleg- ið á létta strengi og yngsta kynslóð- in sótti huggun og traust til hans. ívar eignaðist yndislega konu er hann kvæntist Jóhönnu Steinsdóttur. Þau elskuðu og virtu hvort annað og voru einstaklega samhent um að hlúa að öllum litlu stúlkunum sínum þremur. Nutu þau þar dyggilegs stuðnings fjölskyldna sinna. Það var ánægjulegt að sjá þetta unga og hamingjusama fólk, sem var auk þess fullt ábyrgðar í garð barna sinna og annarra vandamanna. Það voru lífsglaðir, ungir menn, sem lögðu í ferð, laugardaginn 30. apríl sl. Nú skyldi njóta víðáttu og frelsis á Qöllum. Á vegi þeirra varð erlendur ferðalangur er leitaði iið- sinnis þessara ungu manna. Að sjálfsöðgu var slíkt mál auðsótt. Svo fór, að ferð ívars og hins erlenda gests varð önnur en fyrirhugað var. í dag fylgjum við ívar Arnórssyni örlítinn spöl af þeirri leið, sem bíður okkar allra. Okkur finnst það ekki tímabært og stöndum eftir ósátt við örlögin, en þökkum fyrir það, sem var gefið. Ástvinum öllum eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Guðbjörg Kristinsdóttir. Hann ívar kom inn í líf okkar líkt og hvellur, kominn inn á gafl hjá fjölskyldunni með bjart bros og glettnisglampa í bláum augum. En hann hvarf þaðan líka með hvelli. Tíu ár eru ekki langur tími en það var fyrir tíu árum að stráklingur úr Kópavoginum var farinn að kitla hjartataugarnar í henni Jóhönnu okkar. Forvitnin rak föðursystur hennar til þess að renna fram hjá ALP í Hlaðbrekkunni í þeirri von að líta drenginn augum. Þá kom upp vandamál, var þetta sá rétti, þeir voru nefnilega tveir, næstum alveg eins. Var þetta ívar eða var þetta Páll? Það var spurningin. Við urðum að bíða þess að Jóhanna kæmi með hann heim og kynnti hann fyrir okk- ur. Biðin varð heldur ekki löng og hann kom ekki einn, hann hafði með sér lítið telpukorn, hana Silju. Það fór ekki fram hjá neinum að þarna fór maður, stútfullur af krafti og vinnusemi. ívar gekk ekki, hann hljóp. í hvert sinn er við sáum tii hans myndaði hann 80 gráður horn við jörð. Þetta bar ferskan andblæ inn í fjölskyldu fulla af hálfgerðum silakeppum. Kaupa íbúð? Hið minnsta mál. Torfufellið varð fyrir valinu. Þar kom unga fólkið sér fýrir eftir að hafa búið saman í smátíma hjá .Gurúnu’ frænku á Bústaðaveginum. Þetta með að koma sér fyrir var ef til vill ekki eins einfalt og það leit út fyrir, það vantaði allt til alls. Þá var að- eins um eitt að ræða, gifta sig. Brúðkaupsferð? Auðvitað var farið í brúðkaupsferð til Spánar en hún var svolítið sérstök, Palli bróðir og Kiddi vinur fóru nefnilega með. Föð- ursysturnar voru líka á Spáni þessar vikur og fengu að taka þátt j glensi, gríni og fjöri sem fýlgdi ívari og fplögum hans. Þessi tími líður seint úr minni. Nú vantaði aðeins eitt til þess að fullkomna myndina, bamunga. Hún kom, hún Katrín, og litla fjölskyldan púslaði sér inn í litlu íbúðina. Enn bættist í hópinn, annað telpukom, en kubburinn hún Eva Karen fyllti litla svefnherbergið. Hvað var til ráða? Ekkert mál, stærri íbúð og nú helst í Kópavogi. Hún fannst, björt og fal- leg í Lundarbrekkunni. Það var ekki lengi verið að koma henni í gott stand enda ekki við öðru að búast. Ferðalög að sumri og stórfjöl- skyldumót? Þar var ívar hrókur alls fagnaðar. Alltaf til í alit, leiki, spil, helst Uno Uno eða önnur hrekkju- spil, gönguferðir og sundspretti í ísk- öldum ám. Kvöldvökumar? Þar voru gamanmál ívars orðin fastur liður á dagskránni, okkur öllum til óbland- innar ánægju. Hann átti svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðina og segja skemmtilega frá. Og aldrei tókst honum betur upp en þegar hann og hans fjölskylda voru yrkis- efnið. ívar og vinna? Krafturinn og út- haldið var með eindæmum. Það var segin saga að ef eitthvað var nefnt þá var það gert. Sprakk á bílnum? Þarf að þvo? Ekkert mál, sækjum, sendum, Bílaþvottastöð ívars og Palla. Skipta um hjólbarða? Selja bílinn? Kaupa nýjan? Gera við? Bijóta niður vegg? Það fór enginn bónleiður til búðar hjá honum ívari. ívar og nýja verkstæðið? Nú bar nýrra við. í þriggja ára afmæli yngsta telpukornsins var rætt um vinnu og annríki en þá sagði minn maður: „Nú er ég orðinn ráðsettur og er bara heima hjá mér á kvöld- in._“ Ráðsettur ívar! Þessa nýju hlið á Ivari fáum við ekki að sjá, hvellur- inn sá um það. Guðrún (.Gurún’) Halldórsdóttir. Okkur systkinin langar að þakka þér, ívar, fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við minnumst þín með hlýju í hjarta. Það var jákvæður maður á ferð þar sem ívar fór. Gleði og hlátur voru miklir vinir hans. Það gleður okkur að vita til þess að hann hafi komið miklu í verk í sínu lífi þrátt fyrir að vera tekinn á brott svo allt- of fljótt. Eignast góða konu og þess- ar gullfallegu þijár dætur. Það er erfitt fyrir okkur sem efir erum að skilja almættið á svona stundum. í minningu um góðan dreng. Auður, Helga, Guðrún og Páll. Ég hef þörf, og gilda ástæðu fyrir því, að minnast vinar míns og frænda Ivars Arnórssonar, sem lést af slys- förum 30. apríl síðastliðinn. Hvers vegna hann? Hvers vegna ljúfmenn- ið, sem ávallt hjálpaði og gladdi sál- artetur manns þegar líðan manns var slæm? Þeim spurningum fær maður aldrei svarað. Þegar ég læt hugann reika tuttugu og sex, sjö ár aftur í tímann koma upp úr minniningaalb- úmi mínu tveir litir hnokkar, oftast að stelast út af lóðinni út á götu í ævintýraleit. Nokkru síðar var kall- að: „Palli! ívar! Hvar eru þið? Komið strax heim.“ Jú, það var mamma og það var amma sém leituðu þeirra tvíbura, fundu þá og veittu þeim skjól og yl. Svo liðu mörg ár þangað til ég kynntist Ivari. Það var á bílaverk- stæði ALP-bflaleigunnar, sem hann átti á móti foreldrum sínum, þeim Arnóri Lárusi Pálssyni -og Betsý ívarsdóttur. Önnur börn þeirra hjóna eru Páll, tvíburabróðir Ivars, Ágúst og Elísabet. Oft kom ég á verkstæðið til Ivars frænda, sem hefur hugsað af alúð um bíla mína undanfarin ár ásamt Bergþóri Jónassyni vinnufélaga hans og nánast alltaf boðið uppá kaffi og meðlæti. Vinnustaður ívars speglað- ist mjög af skapgerð hans, hlýju, snyrtimennsku, dugnaði, samvisku- semi og drenglyndi. Og mikið hlýnaði mér um hjarta- rætur þegar ég kom með bílinn minn, fyrir nokkrum vikum, skemmdan eftir árekstur, og bað Ivar um að gera sem fyrst við hann. Sagði hann það ekkert mál vera og kallaði mig „besta frænda” og á verkbeiðnina skrifaði hann ekki nafn mitt heldur „frændi besti“. Ivar var ávallt léttur í lund, sem smitaði aðra sem nálægt honum fóru. Votta ég eiginkonu hans, Jóhönnu Steinsdóttur, og dætrum, þeim Silju, Katrínu og Evu Karen, mína dýpstu samúð, svo og foreldrum hans, systk- inum og ömmu. Blessuð sé minning góðs drengs. Halldór Lárusson. Hvílíkur sorgardagur. Þetta er svo ósanngjarnt. Af hveiju? Af hveiju? Mér hefur aldrei brugðið eins mik- ið og þegar Palli hringdi í mig. „ívar er dáinn, hann lést í vélsleðaslysi." Hvílík skelfing, maður á besta aldri, nýbúinn að stækka verkstæðið með föður sínum. Nóg að gera. Giftur yndislegri konu, átti þijár dætur. Framtíðin blasti við honum. En þeir sem guðimir elska deyja ungir. Mér finnst ekki skrýtið að ívar vinur minn falli undir þá speki því hann var alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem minna máttu sín og vinum sínum var hann alltaf mikill styrkur. Ég kynntist Ivari þegar hann byij- aði að læra bílaréttingar í Kyndli. Ég fór svo að vinna í Ármúlanum hjá Brimborg og skömmu síðar kom ívar þangað líka. Við urðum strax miklir vinir, ívar var alltaf hrókur alls fagnaðar, hann sá alltaf eitthvað gleðilegt og fyndið við allt. Eins og þegar við vorum að tefla og hann setti sígarettuna ofan í grape-dósina mína, ég fékk mér sopa, stubburinn kom upp í mig. ívar ætlaði aldrei að hætta að hlæja. Það var mikill keppnisandi í honum. Þegar við byij- uðum að tefla gaf ég honum drottn- inguna mína í forgjöf, en hann eign- aðist skáktölvu og æfði sig og varð betri en ég. Ég man þegar ég kom í heimsókn til hans og Jóhanna var að vinna, þá átti hann það til að leika af sér svo ég ætti möguleika, svo hló hann bara þegar ég minntist á það við hann. Einu sinni þegar ég sat í faðmi fjölskyldunnar hringdi Ivar og sagði mér að fara í sturtu því hann og strákarnir væru að fara að skemmta sér. Fáðu þér í glas, komum eftir klukkutíma. Ég rauk í sturtu, fékk mér í glas, ég vildi ekki missa af gleði með „íbba frænda”, en hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.