Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nafni Reykjavíkurlistans andmælt Akvörðun tekin á fundi yfirkjörstjórnar í dag FIILLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins andmæltu því á fundi yfirkjörstjóm- ar í gær aó R-lislaiium yrði leyft að nota nafnið Rcykjavíkurlistinn Aha, framsóknarpía, gamall kommatittur, oj oj oj barasta... Lyfjalög naumlega samþykkt á Alþingi NÝ lyfjalög voru samþykkt á Alþingi á laugardag með 23 atkvæð- um gegn 21, en samkvæmt þeim er verulega létt hömlum af lyf- sölu og verðlagningu á lyfjum sem seld eru án lyfseðlis. Málið hef- ur verið mjög umdeilt á Alþingi og því hefur meðal annars verið haldið fram að það muni leiða til hærra lyfjaverðs á landsbyggð- inni þar.sem verðsamkeppni gæti ekki. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar greiddit allir atkvæði gegn frumvarpinu og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pálmi Jónsson og Egill Jónsson, sátu hjá. Alþingi samþykkti einnig lög um húsaleigubætur, sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með lögunun. Einnig voru samþykkt lög um reynslusveitarfé- lög, en samkvæmt þeim geta sveit- arfélög fengið heimild félagsmála- ráðherra til að gera tilraunir í þeim tilgangi að undirbúa breytingar á löggjöf um stjómsýslu sveitarfé- laga. Eiga tilraunimar að miða að því að auka sjálfsstjórn sveitarfé- laga, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur opinbert fjármagn. Allt að 12 sveitarfélög geta orðið reynslusveitarfélög og á tilraunin að standa til aldamóta. Umboðsmaður barna Ný lög um leikskóla hafa verið samþykkt, en samkvæmt þeim er lögð áhersla á að leikskólinn sé fyrsta stig skólakerfísins auk þess sem kveðið er á um aukna ábyrgð sveitarfélaga. Þá hafa verið sam- þykkt lög um að setja á stofn embætti umboðsmanns barna. Á umboðsmaður barna að vinna að því, að tekið sé fullt tillit til rétt- inda, þarfa og hagsmuna barna og setja fram ábendingar og tillög- ur um úrbætur sem snerta hag bama á öllum sviðum samfélags- ins. Alþingi hefur einnig samþykkt lög um Happdrætti Háskóla ís- lands og um söfnunarkassa til að styrkja lagagmndvöll undir rekst- ur happdrættiskassa. Samkvæmt þeim getur dómsmálaráðherra heimilað Happdrætti HÍ að nota sérstakar samtengdar happdrætt- isvélar. Ráðherra er einnig heimilt að veita íslenskum söfnunarköss- um, félagi í eigu Rauða kross ís- lands, Landsbjargar, Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímu- efnavandann og Slysavarnafélagi íslands, leyfi til að starfrækja söfn- unarkassa með peningavinningum. SR-málið endurílutt MÁL Haralds Haraldssonar gegn íslenska ríkinu vegna sölu hlutabréfa í SR-mjöli var end- urupptekið og flutt að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að því leyti er varðar skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna, sem fram kom daginn eftir að málið var tekið til dóins að lokn- um málflutningi. Ríkislögmað- ur krafðist endurupptöku máls- ins eftir að lögmaður Haralds hafði lýst því yfir þegar skýrsl- an lá fyrir að í henni að væri að finna upplýsingar sem kæmu umbjóðanda sínum að notum. Ríkislögmaður taldi einnig skýrsluna styrkja málstað ríkis- ins. Málið var endurflutt að Morgunblaðið/Þorkell T -W" E ^~T: 1 1 : H1 •íW- §&W’Æa Bi :í '< 1 \ imÍ 1, i f 1fMBf mf> | ill i J| pr~ X f ’V Mg | m i J m k 1 m m íí £ r /~ í'"’ í M m i í 1; f / ':8': mi 1 , f f/ u « ' m |||/< V/i þessu leyti í gær og er dóms að vænta innan tíðar. Myndin var tekin að loknum viðbótarmál- flutninguum í gær þegar Har- aldur Haraldsson, og tveir lög- manna þeirra 178 aðila sem taka til varna í málinu, þeir Skarphéðinn Þórisson hrl, og Ólafur Gústafsson yfirgáfu Dómhúsið við Lækjartorg. Alit Sverris Hermannssonar Pólitíkusar stóðu á hálshnútunum í lánastofnunum Sverrir Hermannsson Sverrir Hermannsson bankastjóri Lands- banka íslands flutti erindi á aðalfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna nú fyrir helgi, sem vakti athygli fyrir þá gagnrýni sem hann setti fram á fjár- festingarpólitík á Islandi á liðnum árum. Erindi Sverris fjallaði um spuminguna hvort við þolum góðæri. Hann sagði m.a. að offjár- festing, óráðsía og gengdar- laus eyðsla væri orsök kreppunnar á íslandi. Hann sagði einnig að kunnings- skapur, fyrirgreiðsla og at- kvæðakaup stjórnmála- manna hefðu miklu um flár- festingarákvarðanir ráðið. — Sverrir, erindi þitt á fundi SH vakti mjög mikla athygli. Hvað vakti fyrir þér með þeirri hörðu gagnrýni, sem þú settir fram í erindi þínu? „Að láta menn leggja við hlust- ir. Að vísu eru breytt viðhorf nú. Menn hafa áttað sig á því, að við verðum að breyta til um meðferð á fjármunum okkar. Sem betur fer er það svo, að menn eru að átta sig á þessu, en enn eiga ýmsir töluvert í land. Það er hægt að sjá það, til dæmis af þeim furðulegu viðhorfum, þegar mönnum dettur í hug, að afhenda heilu sameignar- sjóðina í hendur atvinnugreinum, eins og hugmyndin um að afhenda sjóði iðnaðarins í hendur iðnaðin- um. Þeir hjá iðnaðinum eru auðvit- að vanhæfir til þess að setjast yfir stjórn slíkra sjóða.“ — Er það ekki „hálfbillegur“ málflutningur að varpa ábyrgðinni á röngum fjárfestingum í gegnum árin á fyrirgreiðslu- og kunningja- þjóðfélagið, afmannisem varþing- maður í 17 ár og sat á ráðherra- stól í fjögur ár? Er ekki ábyrgðin alveg eins þín, þegar horft er til stjórnmálaferils þíns? „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri saklaus í þessum efn- um. Eg á ekki von á því að axar- sköftin þyki neitt betri, þótt ég hafi lagt hönd að smíði þeirra. En pólitíkusar mega nú væntanlega vitkast eins og aðrir!“ — Hvað hefur þá breyst frá því að þú varst þátttakandi í pólitísk- um fyrirgreiðsluleik? „Mönnum hefur stórfarið fram á þessu sviði. Það vita allir hvað ég á við. Ég nefndi dæmi um það hvað hefur farið úr- skeiðis, eins og það þegar hagsmunaaðilum var hleypt inn í Fisk- veiðasjóð. Ég hafði löng kynni af þessum sjóði og mér er nær að halda að besta meðferðin á honum hafi verið þegar Elías heitinn Hall- dórsson hafði einn með hann að gera. En þegar fulltrúar greinar- innar settust inn, þá tóku fyrst í stað heldur betur við önnur vinnu- brögð. Þá var ekkert spurt um hag, eða arðsemi, eða þol fiskstofna, eða hvort sá hafði efni á að kaupa sem var að kaupa skip. Það var á stund- um látið nægja að spyrja hver væri söluumboðsmaður fyrir við- komandi skip eða bát sem flytja átti til landsins! Þessi vinnubrögð þar eru sem betur fer breytt. Allt að einu, þá eiga fulltrúar hags- munaaðila úr sjávarútveginum ekki að sitja í sjálfum atvinnuvega- sjóðnum og deila og drottna. Rétt eins og það er bundið í lögum að við bankastjórar megum ekki lána sjálfum okkur í bönkunum." — Er samdráttur okkar í þorsk- ►SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbanka Islands er 64 ára gamall. Hann fæddist á Svalbarði í Ögurvíkurhreppi, N-ísafjarðarsýslu. Sverrir er viðskiptafræðingur að mennt. Hann var þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi 1971 til 1988. Sverrir var iðnaðarráð- herra frá 1983-1985 og mennta- málaráðherra 1985-1987. Hann hefur verið bankastjóri Lands- bankans frá 1988. afla ekki jafnstór þáttur í krepp- unni og menn hafa viljað vera láta? „Ekki nálægt því, þó ég ætli ekki að draga úr alvöru hans. Ég vil benda á, að á síðustu áratugum hefur á fárra ára bili fundist nýtt sjávardýr nýtanlegt. Ég bendi hvað hefur komið í staðinn fyrir þorsk- inn: Morðveiði af loðnu, stóraukinn afli í síldarstofnunum, humar, stór- kostleg aukning í rækju og fleira. Auðvitað þolum við ekki miki! skakkaföll á meðan við erum að borga niður hundmð milljarða króna offjárfestingu og eyðslu.“ — Nú ert þú hættur afskiptum af stjórnmálum og hefur stýrt stærsta banka landsins í sex ár. Hvað má rekja mikinn hluta þess vanda sem við nú búum við til rangrar útlánapóiitíkur bankanna, þar á meðal þíns banka? „Vafalaust era það alvarlegar ávirðingar sem hægt er að finna hjá bönkum, eins og öðrum lána- stofnunum, enda hafa auðvitað pólitíkusar staðið á hálshnútunum ofan í bönkunum. Nú eru þeir tímar líka að renna, að menn sjá, að það er ekki rétt póli- tík. Menn átta sig á því að það þarf að einkavæða ríkisbankana og slíta með öllu þessu valdi, sem pólitíkusar hafa viljað hafa þar.“ — Er þá langt í land að við kunnum þá list að búa við góðæri? „Nei, við gætum búið við góð- æri hér ef við færum skynsamlega að ráði okkar. Á meðan við erum að borga niður offjárfestinguna og eyðsluna, þá mun að okkur sverfa, en möguleikar okkar eru ótæm- andi. Ef við lærum af þessari dýr- keyptu reynslu, þá getum búið hér um okkur eins og best gerist á jarðarkringlunni. Við getum fyllt þetta land af ferðamönnum, svo frekari sóknarfæri séu nefnd. Hvergi er sjórinn gjöfulli en á okk- ar miðum. En hér eru engin sköp- uð önnur r᧠til, en þau að fara að tillögum fískifræðinga. Allt annað er að bjóða hættunni heim - allt annað er glapræði." „Pólitíkusar mega nú vænt- anlega vitkast eins og aðrir!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.