Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands.' í lausasölu 125 kr. eintakið. SUÐUR-AFRÍKA FYRIR einum áratug hefði engum komið til hugar, að þeir atburðir ættu eftir að gerast í Suður-Afríku, sem þjóðir heims urðu vitni að í gær og fylgjast aftur með í dag. Nelson Mandela, blökkumaðurinn, sem sat í 27 ár í fangelsi vegna skoðana sinna og baráttu fyrir rétti blökku- manna, er orðinn forseti Suður-Afríku. Nánustu samverka- menn hans í hreyfingu blökkumanna hafa verið kjörnir til hinna æðstu metorða. Fólkið, sem í nokkrar aldir hefur verið kúgað af hvítum minnihluta, hefur fengið frelsi. Það eru áreiðanlega margar hetjur í þessari sögu. Nel- son Mandela er ein þeirra, sameiningartákn þjóðar sinnar í þrjá áratugi, þótt hann væri bak við lás og slá og kom út úr þeirri fangavist sem þroskaður og vitur stjórnmálaleið- togi. En kannski er mesta hetjan í því ótrúlega ævintýri, sem hefur verið að gerast í Suður-Afríku, F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti landsins, hvíti stjórnmálaleiðtoginn, sem tók ákvörðun um að hverfa frá aðskilnaðarstefnunni og leiða blökkumenn til eðlilegrar þátttöku í stjórn landsins. Hvítir menn í Suður-Afríku hefðu áreiðanlega getað haldið völdum í landinu enn um sinn í krafti kúgunar og vopnavalds. En það var augljóst, að þeir gátu það ekki til frambúðar. Þrátt fyrir það þurfti mikla stjórnvizku og hug- rekki til þess að taka upp baráttu fyrir því að hverfa frá aðskilnaðarstefnunni eins og F.W. de Klerk gerði fyrir nokkrum árum. Og auk stjórnvizku og hugrekkis þarf mikla hörku til þess að knýja slíka breytingu fram í harðri and- stöðu við áhrifamikil öfl innan stjórnmálahreyfinga hvítra manna. Maðurinn, sem leysti Nelson Mandela úr fangelsi og afhenti honum og blökkumönnum völdin í Suður-Afr- íku, hefur með þeirri gerð skipað sér á bekk með fremstu stjórnmálaleiðtogum þessarar aldar. Nelsons Mandela og samstarfsmanna hans í hinni nýju ríkisstjórn Suður-Afríku bíður gífurlegt starf, í raun og veru ofurmannlegt starf. Þeir þurfa hvort tveggja í senn að viðhalda ákveðnu efnahagslegu jafnvægi í Suður-Afr- íku, sem er nauðsynlegt til þess að hvítir menn leggi ekki á flótta með eigur sínar og auð, og tryggja blökkumönnum betra líf. Þetta er mikið verkefni og það verður ekki leyst á einni nóttu, það tekur áratugi. En það ræður kannski úrslitum um þróun mála um alla Afríku, hvernig til tekst að tryggja réttindi og lífskjör blökkumanna í þessu auðuga ríki, sem nú lýtur í fyrsta sinn stjórn lýðræðislega kjörins meirihluta. Fyrir áratug hefði enginn trúað því að þessir atburðir gætu orðið í Suður-Afríku. En fyrir áratug hefði heldur enginn trúað því að Sovétríkin yrðu ekki lengur til á síð- ustu árum þessarar aldar og að kúgunarstjórn þeirra í Austur-Evrópu yrði brotin á bak aftur. Þessir atburðir: fall Sovétríkjanna, frelsun leppríkja þeirra og hin lýðræðis- lega bylting í Suður-Afríku, vekja vonir um, að þrátt fyrir allt sé hægt að leysa vandamál, sem virðast óleysanleg árum og áratugum saman. Raunar má hið sama segja um friðarsamninga þá, sem undirritaðir hafa verið á milli ísra- ela og Palestinumanna. Þar hillir undir lausn á deilum, sem menn fyrir nokkrum árum hefðu aldrei trúað að hægt væri að finna lausn á. Þegar horft er til þessara tímamótaviðburða í mannkyns- sögunni, sem allir hafa orðið á síðustu árum þessarar ald- ar, hlýtur það að vekja vonir um, að þrátt fyrir allt hafi mannkynið eitthvað lært á langri vegferð. Við eigum eftir að heyra um mörg vandamál, sem við er að etja í Suður-Afr- íku á næstu árum. En höfuðatriði málsins er, að þar hefur .. verið lagður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu nýs rík- is, sem byggist á mannréttindum fyrir alla þegna þess, hver svo sem litarháttur þeirra er. Sú tilraun verður að takast. Kjör Nelsons Mandela sem forseta Suður-Afríku er stærsti atburðurinn í mannréttindabaráttu blökkumanna víða um heim á þeásari öld. Það eru ekki nema rúmlega þrír áratugir liðnir frá því, að úrslitabaráttan um réttindi blökkumanna stóð í Bandaríkjunumd forsetatíð Kennedys og við upphaf forsetaferils Lyndons Johnsons. 'Eftir að blökkumenn unnu sigur í Bandaríkjunum og svartar þjóðir Afríku fengu frelsi hver af annarri var Suður-Afríka ein eftir. Nú hefur sá sigur unnizt. Við upphaf þessarar aldar voru blökkumenn kúgaðir um allan heim. í lok aldarinnar hafa þeir öðlast frelsi og mannréttindi til jafns við aðra. Það er töluverður árangur. REYKINGAR V erður að bai Áróður gegn reykingum hefur verið rekinn með markvissum hætti síðustu ár og reynt hefur verið að draga úr reykingum m.a. með lagasetningu. Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar nýtt frumvarp til tóbaks- vamalaga og verður það væntanlega að lögum ANÆSTA alþjóðlega tób- aksvarnadegi verður at- hyglínni sérstaklega beint að fjölmiðlum og því hlut- verki sem þeir gegna við að koma fræðslu um skaðsemi tóbaksneyslu og áróðri gegn henni á framfæri við almenning. I hefti sem Alþjóðaheil- brigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út vegna dagsins, sem verður 31. maí nk., segir að tóbaksneysla fari minnkandi í iðnríkjunum. Því hefur verið spáð að frá árinu 1992 til árs- ins 2000 muni tóbaksneysla minnka um 15% í Bandaríkjunum og Kanada og um rúmlega 2% í Norður-Evrópu. Tóbaksneysla eykst hins vegar í þróunarlöndum. Meira en þrjár millj- ónir manna deyja árlega í heiminum af völdum tóbaksneyslu, en það eru fleiri dauðsföli en rekja má til neyslu ailra annarra fíkni- og vímuefna sam- anlagt. Um 30% allra krabbameinstil- fella í iðnríkjum má rekja til reyk- inga. Gróflega áætlað má segja að í löndum þar sem reykingar hafa lengi verið stundaðar sé tóbaksneysla völd að um þriðjungi allra dauðsfalla karl- manna á aldrinum 35-69 ára og að meðaltali missi þeir 23 ár af ævi sinni. Eitt fyrsta embættisverk Árna Sigfússonar borgarstjóra var að ákveða að að veita ekki tóbak í veisl- um á vegum Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri er bindindismaður á vín og tóbak og var baráttan gegn reyk- ingum prófverkefni Árna í háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stund- aði nám í stjórnsýslufræðum. Hann segir að vegna þess hve tóbaksfram- leiðsla hefur verið mikið hagsmuna- mál Bandaríkjamanna hafi það tekið þá lengri tíma en ella að komast í skiining um að þrátt fyrir hagnað af fram- leiðslunni væri niðurstaðan engu að síður tap fyrir þjóðina. á næsta þingi. En hvað gefst best í viðleitn- inni til að draga úr tóbaksneyslu? Gréta Ing- þórsdóttir leitaði svara við þeirri spumingu. Árni Sigfússon Þorvarður Örnólfsson Halldóra Bjarnadóttir Réttur til ómengaðs lofts Menn verða að ákveða sjálfir hvort þeir hætta að reykja. Mikilvægast að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Árangursríkast að hækka tóbaksverð. Reglurnar taka af allan vafa „Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi sjálfir að taka ákvörðun um að hætta að reykja. Ég held að mönnum sé það sjálfum ijóst að það er æski- legra að lifa í ómenguðu umhverfi og það hlýtur að koma að því að staður eins og ráðhúsið verði for- dæmisgefandi sem reyklaus vinnu- staður. Stofnanir borgarinnar ættu einnig að sýna gott fordæmi. Það ber að stuðla að því að sem flestir haldi sig frá reykingum, með hvaða móti sem það er gert, og ég vil gjarnan stuðla að því að starfsmenn borgar- innar séu studdir til þess að hætta að reykja." Halldóra Bjarnadóttir, formaður tóbaksvarnanefndar og fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segir að ________ nefndin hafi ekki haft það sem opinbera stefnu að banna reykingar á veit- ingastöðum en að nefndar- menn viidu gjarnan sjá meirihluta borða reyklaus- an. „Reykingabannið á veitingastöð- um í San Francisco og Los Angeles sýnir bara að þeir eru komnir lengra en við í baráttunni. Á flestum veit- ingastöðum er það þannig að þeir sem ekki vilja vera í reyk eru leiddir á svæði sem er reyklaust. Það ætti auðvitað að vera þannig að staðurinn væri almennt reyklaus en vel loft- ræst reykingasvæði mætti vera af- markað," segir Halldóra. I frumvarpi til tóbaksvarnalaga er lagt til að sígarettur hækki um 10% á ári umfram aðrar hækkanir í fjög- ur ár. Halldóra segir að það sé gert vegna þess að verðhækkanir séu virk- asta tækið til að draga úr reykingum í öllum aldurshópum en þó sérstak- lega meðal unglinga. „Þrátt fyrir kreppu virðast margir unglingar vera farnir að reykja og það ___________ segir okkur bara það að tóbak er of ódýrt.“ Halldóra segir hugarf- arsbreytinguna sem orðið hefur í þjóðfélaginu mjög Stofr borgai sýni fo jákvæða og nefnir sem dæmi reyk- lausa vinnustaði. Viðurkenningar fyrir þá voru fyrst veittar á reyklaus- um degi árið 1992. Núna er fjöidi þeirra kominn yfir 800 og sagðist Haildóru vera kunnugt um nokkra vinnustaði sem væru orðnir reyklaus- ir en hefðu enn ekki sótt um viður- kenningu, þar á meðal nokkur útibú Pósts og síma sem hefðu verið reyk- laus síðan á sumardaginn fyrsta. Þorvarður Örnólfsson, fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.