Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 91-880900, 880901,880902. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum i Reykjavík, Ármúlaskóla, virka daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamiega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. Reylqavík Mest seldu amerísku dýnurnar Marco HÚSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 680 690. 15-15 %fsl. DUKAR•MOTTUR TEPPI FLÍSAR PARKET DREGLAR GRÁSTEPPÍ ÁVERÖNDINA OG SVALIRNAR Kr. 850,- stgr. pr. fm. ÖLL GÓLFEFNI Á EINUM STAÖ TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGPÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMPTTUR • ÖU HIÁLPABEFNI <=♦ GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUOURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 ÍÖ TEPPABÚÐIN ÍDAG Farsi BRIPS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Þótt vestur hafí nýtt hvert tækifæri til að halda ræðu um spilin sín er óvíst að hann státi af mörgum háspilum. Austur gefur, NS á hættu. Norður ♦ 764 V KG975 ♦ Á3 ♦ G76 Suður ♦ ÁD3 V - ♦ KD109764 ♦ KD5 Vestur Norður Austur Suður - - 1 lauf 1 tígull 1 spaði Pass 2 lauf 2 tíglar 2 hjörtu 3 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspil: lauftvistur. NS fá ekki háa einkunn fyrir þessar sagnir, enda eru þijú grönd mun öruggara geim. Gegn tígulgeiminu byrjar vömin á því að taka laufstungu og þá verður eitt og annað að liggja. Hver er besti möguleikinn á ellefu slögum? Austur opnaði og er því líklega með spaðakóng og hjartaás. Miðað við sagnir vesturs á austur mest tvo spaða, svo það ætti að vera hægt að ná hálitaþvingun á vestur í lokastöðunni. En til að byija með verður suður að losa sig við KD í laufi í fyrstu tvo slagina. Norður ♦ 764 ▼ KG975 ♦ Á3 ♦ G76 Vestur Austur ♦ G9852 ♦ Klð ¥ D10642 Hllil ¥ Á83 ♦ 82 111111 ♦ G5 ♦ 2 + Á109843 Suður ♦ ÁD3 ¥ - ♦ KD109764 ♦ KD5 Síðan notar hann innkom- una á tígulás til að spila út hjartakóng og trompar út ás austurs. Þar með hefur valdið á hjartalitnum verið fært yfir á vestur. Sagnhafi tekur svo öll trompin og spil- ar laufi inn á gosa blinds í fjögurra spila endastöðu. Vestur er þá þvingaður með G98 í spaða og hjartadrottn- ingu. Hann hendir iíklega spaða, sem þýðir að suður fær ellefta slaginn á spaða- þrist eftir að hafa svínað drottningunni. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Ánægjuleg byrjun á deginum VIÐ erum nokkrar vin- konur og erum allar kaupendur að Morgun- blaðinu. Á hveijum morgni byijuðum við á því að lesa greinar Ólafs M. Jóhannessonar um sjón- varp og útvarp. Við ræð- um stundum um dag- skrána frá deginum áður og stundum bíðum við eftir grein Ólafs, til að glöggva okkur betur á ýmsum þáttum. Gagnrýni hans er góð og sanngjöm, og oft skemmtileg, en honum er þröngt skorinn stakkurinn. Tapað/fundið Úr fannst Gleraugu töpuðust KARLMANNSÚR LESGLERAUGU töpuð- fannst í Aðalstræti sl. ust mánudaginn 2. maí miðvikudag. Eigandinn sl., sennilega í Hafnar- má vitja þess í síma stræti. Skilvís finnandi 658906. vinsamlega hringi í síma 812211. Gæludýr Síðan flettum við og skoðum myndir Sig- munds, þær eru í raun líka gagnrýni, myndirnar eru góða og koma okkur til að brosa, ánægjuleg byijun á degi. Þessir tveir eru heim- ilisvinir hjá okkur. Ólafur skrifar aðeins einu sinni í viku núna, það er betra en ekkert. Greinarnar mættu vera lengri og fleiri. Við viljum þakka það sem vel er gert. Vinkonur sem heima sitja. Kettlingar fást gefins TVEIR átta vikna, gull- fallegir, kassavanir kettl- ingar fást gefins. Uppl. í síma 658216. Hamstur og búr HAMSTUR og búr fæst gefins. Uppl. í síma 650126. Kettlingar TVEIR gráir og hvítir sjö vikna kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 673796. Kettlingar ÞRÍR fallegir kettlingar fást gefins á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 94-6215. Kettlingar TVEIR hálfstálpaðir ketttingar óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 76848. Víkverji að er athyglisvert að fylgjast með þeim umræðum, sem nú fara fram í Bandaríkjunum, sem í raun og veru stefna að því að út- rýma reykingum þar í landi. Sem dæmi um þessar hugmyndir, sem fjallað var um hér í blaðinu í fyrra- dag, liggur fyrir Bandaríkjaþingi lagafrumvarp, sem bannar reyking- ar í byggingum, sem 10 manns eða fleiri sækja heim í viku hverri. Þetta þýðir reykingabann í öllum verk- smiðjum, skrifstofum, vínstúkum, veitingahúsum og næturklúbbum. En jafnframt er gert ráð fyrir sér- stökum reykingaherbergjum. Þá eru uppi í Bandaríkjunum hugmyndir um að stórhækka skatta á sígarettum til þess m.a. að íj'ár- magna heilbrigðiskerfið. í umræð- um í Bandaríkjunum er staðhæft að 3000 einstaklingar deyi á ári hverju úr krabbameini í lungum, sem þeir hafi fengið vegna reykinga annarra. Bersýnilega eru Bandaríkjamenn að ræða mjög harkalegar aðgerðir til þess að útrýma reykingum en eru þær staðreyndir, sem fyrir liggja um skaðsemi reykinga ekki svo hrikalegar, að þær réttlæti slík- skrifar ar aðgerðir? Ef hægt er að sýna fram á, að fólki deyi úr lungna- krabbameini vegna reykinga ann- arra er málið náttúrlega komið á það stig, að stjórnvöld í hveiju landi verða að taka í taumana. xxx Víkveiji heyrði fyrst kröfur fyrir u.þ.b. tveimur áratugum á fjölmennum vinnustað um, að ekki væri reykt í návist þeirra, sem ekki reykja. Forsenda kröfunnar var sú, að reykingar væru hættulegar heilsu þeirra, sem ekki reyktu. Þess- ar kröfur þóttu hlægilegar þá en þær þykja ekki hlægilegar nú. Það er full ástæða til að fylgja mjög fast eftir kröfum um, að ekki sé reykt í návist annarra. Þeir, sem reykja á heimilum eða vinnusvæð- um, þar sem ekki er reykt skilja eftir sig reykingaóþef, sem getur verið fastur í viðkomandi húsnæði, svo dögum skiptir. Þeir, sem eru á fundi eða samkomu þar sem reykt er upplifa stæka reykingalykt úr eigin fötum marga daga á eftir. Árni Sigfússon, borgarstjóri, hef- ur upplýst, að í móttökum á hans vegum séu ekki boðnar sígarettur. Borgarstjóri á að ganga lengra og banna reykingar í móttökum og veizlum á vegum borgarinnar. Það eiga raunar allir þeir að gera, sem standa fyrir opinberum móttökum og veizlum. xxx * Asíðustu öld og sjálfsagt fram eftir þessari öld voru til fyrir- bæri, sem nefndust hrákadallar, sem menn gátu hrækt í, ef þeir töldu sig þurfa á að halda. Ösku- bakkar eru að verða svipað fyrir- bæri og hrákadallar voru í eina tíð. Að nokkrum áratugum liðnum mun menn líta á öskubakka svipuðum augum og við lítum nú hrákadalla, fáránlegt fortíðarfyrirbæri, sem ekki á heima í húsakynnum siðaðs fólks. Við íslendingar eigum að fylgja í fótspor Bandaríkjamanna. Við eig- um að taka upp margfallt harðari baráttu gegn reykingum. Þeim á að útrýma hvar sem fólk kemur saman. Þeir sem vilja stunda þessa skemmdarstarfsemi á eigin heilsu verða að gera það, þar sem þeir stofna ekki lífi annarra í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.