Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ u VIÐSKIPTI Fyrirtæki Skandia snýr tapi íhagnað VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia hf. var með hagnað upp á 2,5 milljónir króna á síð- asta ári samanborið við 148 milljóna tap árið áður. Fjárfestingafélagið Skandia hf. sneri líka tapi í hagnað, fór úr 46 milljóna króna tapi árið 1992 í 4 milljóna hagnað á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingaféiagsins Skandia segir að betri afkomu félagsins megi skýra með nokkrum þáttum. „Við skárum niður ýmsan kostnað á milli ára þar sem við fækkuðum m.a. starfs- fólki og fluttum í ódýrara húsnæði. Þá lækkuð- um við afskriftir sem voru mjög háar 1992.“ Brynhildur sagði að við samanburð milli ára þyrfti að taka tillit til þess að á árinu 1992 hefðu verið afskrifaðar innréttingar í eldra hús- næði fyrirtækisins í Hafnarstræti upp á 25 milljónir. „Það var búið að ákveða flutningana þegar við gengum frá ársuppgjöri og því var ákveðið að afskrifa allar innréttingarnar á því ári. Hefði starfsemin haldið þar áfram óbreytt hefðu upphæðin orðið mun lægri auk þess sem innréttingarnar hefðu líka verið afskrifaðar að hluta á síðasta ári. Með þessu er afkoman 1992 í raun verri en ella og 1993 kemur betur út.“ Aukin arðsemi eigin fjár Rekstrargjöld Fjárfestingafélagsins Skandia lækkuðu um 51 milljón, úr 158 milljónum í 107 milljónir milli ára. Eigið fé félagsins var í árslok 1993 98 milljónir og arðsemi eigin fjár 4,4%. í árslok 1992 var eigið fé 91 milljón og arðsemi eigin fjár neikvæð um 33,6%. Heildartekjur Fjárfestingafélagsins Skandia minnkuðu á milli ára um 28,5 milljónir króna, úr 141 milljón í 112,5 milljónir. Brynhildur seg- ir að framan af síðasta ári hafi tekjur félagsins verið minni en sömu mánuði árið á undan. Síð- ari hluta árs hafi hins vegar dæmið snúist við. Bókfærð iðgjöld Vátryggingafélagsins Skan- dia voru 303 milljónir króna í árslok 1993 sam- anborið við 278 milljónir árið áður. Hluti endur- trygginga þar af minnkaði úr 152 milljónum í 150 milljónir. Iðgjöld síðasta árs voru sam- kvæmt rekstrarreikningi 275 milljónir og þar af var hlutur endurtryggjenda 145 milljónir samanborið við 118 milljónir árið 1992. Tjón ársins 1993 námu alls 322 milljónum króna samanborið við 245 milljónir árið áður. Hluti endurtryggjenda jókst úr 196 milljónum í 269 milljónir. Eigið fé félagins í árslok 1993 var 77 milljónir og arðsemi eigin fjár því 3,3%. Framfærsluvísitalan í maí 1994 (i 69,9) Ferðir og flutningar (18,6) Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5) Matvörur(17,1) Tómstundaiðkun og menntun (11,5) Húsgögn og heimilisbún. (6,8) Föt og skófatnaður (6,3) Drykkjarvörur og tóbak (4,3) Heilsuvernd (2,5) Aðrar vörur og þjónusta (14,3) -0,1% B -0,1% | I 0,0% -0,8% FRAMFÆRSLUVISITALAN Breyting frá fyrri mánuði 0,0% Framfærsluvísitalan óbreytt í maí VÍSITALA framfærslukostnaðar er óbreytt í maí frá því sem hún var í aprílmánuði, 169,9 stig. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,2% sem jafngildir um 0,9% verðbólgu á heilu ári, en síðustu tólf mánuði er hækkun vísitölunnar 2,2%. Vísitala vöru og þjónustu lækkaði hins vegar um 0,2% frá aprílmánuði og hefur verið óbreytt síðustu þrjá mánuði. í frétt írá Hagstofunni segir að milli apríl og maí hafi verð á mat- og drykkjarvörum lækkað að meðaltali um 1,6% og hafi það lækkað vísitöluna um 0,28%. Af einstökum breytingum megi nefna að agúrkur hafi lækkað um 53,9% sem hafí valdið 0,15% lækkun vísitölunnar og kartöflur hafi lækkað um 46% sem hafi valdið 0,17% lækkun. Einnig hafi orlofsferðir til útlanda lækkað um 2,7% sem hafi valdið um 0,08% lækkun vísitölunnar. Hins vegar hækkaði húsnæðiskostnaður milli apríl og maí 1,3% sem olli 0,19% hækkun vísitölunnar og 1,5% hækkun á bensíni hækkaði vísitöluna um 0,06%. Kaupfélag Tap Kaupfélags Húnvetninga 16,7 millj. króna TAP KAUPFÉLAGS Húnvetninga í fyrra nam alls um 16,7 milljónum króna en var 16,9 milljónir árið áður. Þetta er verri afkoma en áætlanir gerðu ráð fýrir og munar mest um að framlegð minnkaði vegna mikilla afslátta og afskrifta á fatnaði, vaxtagjöld voru nokkru hærri en gert hafði verið ráð fyrir og afskrifa þurfti stofnsjóði og hlutafjáreign. Alls voru gjaldfærðar 5,8 milljónir vegna afskrifta á hlutabréfum í samvinnu- fyrirtækjum og stofnfjáreign hjá SÍS. Kaupfélag Húnvetninga rekur verslun á Blönduósi og Skagaströnd auk þess að framleiða Vilkosúpur. Sala í dagvörudeild var alls um 169,7 milljónir og minnkaði hún um rúm- lega 5% frá árinu á undan sem skýr- ist af samdrætti í sölu tilbúins fatn- aðar. Mikið af fatnaði fór á útsölu og nokkuð var afskrifað í upphafi ársins þegar til stóð að hefja sam- starf við Miklagarð um fataverslun. Af því varð ekki af kunnum ástæðum og er nú leitað nýrra leiða til inn- kaupa og sölu á fatnaði. Sala í bygg- ingarvörudeild var svipuð og árið á undan eða 136,2 milljónir. Sala í Viö bjóöum nú ómótstæðilegt tilboö á EPSON bleksprautuprenturum: TIMABUNDIÐ KYNNINGARVERÐ: EPSON Stylus 800 Bleksprauta sem ber af Þessi frábæri blek- sprautuprentari frá Þaö er leit aö jafgóðum alhliða bleksprautuprentara og EPSON Stylus 800, enda hefur hann hlaöiö á sig fleiri verðlaunum og viður- kenningum á því rúma ári frá því hann kom á markaðinn en aðrir sambærilegir prentarar. Kynningartilboð á EPSON Stylus 800: Venjulegt verð kr. 36.500- + auka blekhylki kr. 1.560- + prentarakapall kr. 1.920- Samtals kr. 39.980- Tilboðsverð kr. 29.900-* BVTE BVTE BVTE BVTE BVTE — EPSON, Stylus 800, býöst nú á sérstöku kynningarveröi í takmarkaöan tíma. Stylus 800 beitir nýrri blekspraututækni sem gefur mun betri útprentun en þekkist hjá sambærilegum prenturum. Og svo er rekstrarkostnaöur EPSON Stylus 800 allt aö helmingi lægri en áöur hefur þekkst! ÞOR" ÁRMÚLA 11. SÉMI 681 SOO Esso-skálanum varð alls 98 milljónir og jókst um 9% frá árinu á undan. Hins vegar varð um tveggja milljóna tap af skálanum m.a. vegna viðhalds áhalda og tækja. Rekstur Vilko var með hefðbuhdnu sniði og nam salan um 13,5 milljónum. Velta Höfðaúti- bús á Skagaströnd var alls um 16,1 milljón og varð afkoma þess þokka- leg, að því er segir í ársskýrslu. Kaupfélag Húnvetninga stofnaði ásamt nokkrum öðrum kaupfélögum Innkaupasamband kaupfélaga hf. í fyrra. Þá tók félagið einnig þátt í stofnun Kaupáss hf. sem rekur 11/11 búðirnar í Reykjavík. í niðurlagsorðum ársskýrslu fé- lagsins kemur fram hjá þeim Jóni B. Bjarnasyni stjórnarformanni og Guðsteini Einarssyni kaupfélags- stjóra að þrátt fyrir að vænst sé að tímabili veltusamdráttar sé lokið og reksturinn verði í jafnvægi á þessu ári. Heildareignir Kaupfélagsins voru í lok sl. árs 289,7 milljónir og eigið fé 34,8 milljónir. Alcazar á dagskrá á nýjan leik Amsterdam. Reuter. HOLLENSKA fiugfélagið KLM blés í gær nýju lífi í Alcazar-áætlunina um sam- starf eða samruna nokkurra flugfélaga þegar talsmaður þess lýsti yfír, að það hefði enn áhuga á að finna sér sam- starfsfélag. Peter Wellhiiner, talsmaður KLM, sagði í viðtali við hol- lenska dagblaði De Telegraaf, að hugsanlega yrðu teknar upp aftur viðræður við Swissair en þessi tvö félög auk SAS og Austrian Airlines stóðu upphaf- lega að Alcazar-áætluninni. Sagði Wellhuner, að skilyrðin í evrópskum flugrekstri væru þannig, að nauðsynlegt væri fyrir félögin að vinna saman til að halda sínum hlut á mark- aðinum. Alcazar-viðræðurnar, sem hefðu getað leitt til stofnunar stórfyrirtækis í flugrekstri, fóru út um þúfur vegna ágreinings um val á bandarísku samstarfs- félagi. I gær hækkaði gengi hlutabréfa í KLM nokkuð vegna yfirlýsinga Wellhuners. Frönsk ríkis- fyrirtæki verða seld París. Reuter. EDMOND Alphandery, efna- hagsmálaráðherra Frakk- lands, tilkynnti nýverið, að haldið yrði áfram sölu ríkisfyr- irtækja á þessu ári, ekki síst vegna þess hve vel hefði geng- ið að selja tryggingafyrirtæk- ið UAP, Union des Assurances de Paris. Eftirspurnin eftir hlutabréf- um í UAP var svo mikil, að rík- ið hefði getað selt fyrirtækið 2,5 sinnum og búist er við, að annað tryggingafyrirtæki í eigu franska ríkisins, AGF, Assur- ances Generales de France, verði selt bráðlega. Þá verður tölvufyrirtækið Cie des Machines Bull einnig selt en á rekstri þess hefur verið mikið tap. Fjármál Kynningá þjónustu erlendra lánastofnana IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband íslands efnir til kynningarfundar í dag um þjónustu norrænna og evrópskra lánastofnana við íslensk fyrirtæki. Á fundinum verða m.a. kynnt starfssvið stofnana, skilyrði fyrir lánum og styrkjum, hvemig staðið skuli að umsóknum, hvert umsókn- ir skulu sendar og nöfn tengiliða. Fundurinn sem er öllum opinn verð- ur haldinn í A-sal Hótels Sögu 10. maí og hefst kl. 14. ísland á aðild að ýmsum norræn- um og evrópskum lánastofnunum, segir í frétt frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu.. Þar er bent á að sumar þeirra, eins og Norræni fjárfestingarbankinn, hafi verið umsvifamiklar hér á landi um langt árabil en til annarra hafi íslensk fyrirtæki leitað í minna mæli. Þess- ar lánastofnanir séu eitt besta dæmið um árangursríka norræna og evrópska samvinnu, í núverandi kyrrstöðu í íslensku efnahagslífi, þegar þörf sé á fjármagni til verk- efna sem örva hagvöxt, sé mikil- vægara en oft áður að íslensk fyrir- tæki séu vakandi yfír öllum þeim möguleikum til lána og styrkja sem þeim standi til boða. En til að svo sé unnt verði fyrirtæki að búa yfir þekkingu á þeim möguleikum sem til staðar séu og hvernig sækja eigi um fyrirgreiðslu hjá þessum stofn- unum. r e F” ' € (. 0 F m e c t Á fundinum verða eftirtaldar lán- stofnanir kynntar: Evrópubankinn, Evrópski fjárfestingarbankinn, Norræni fjárfestingarbankinn, Norræni iðnaðarsjóðurinn, Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn, Norræni þróunarsjóðurinn, Nor- ræna umhverfisfjármögnunarfélag- ið og Lánasjóður Vestur-Norður- landa. C 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.