Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 43 FRETTIR ÍfoWÁ Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík .... .......... 88 kærðir fyrir hraðakstur 6.-9. maí UM HELGINA þurfti lögreglan að kæra 88 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Einn var mældur á 158 km hraða á Vesturlands- vegi. Þá þurfti hún að kæra 27 ökumenn fyrir önnur umferðar- lagabrot og áminna 86 aðra. Á sama tímabili var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp. í einu tilviki var um minniháttar meiðsli á fólki að ræða. Tíu ökumenn, sem lög- reglan þurfti að hafa afskipti af, eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, en ekki er vitað til þess að ölvaður öku- maður hafi lent í umferðaróhappi um helgina. í dagbókina eru færðar 17 til- kynningar um innbrot, 11 þjófn- aði, 1 rán, 11 líkamsmeiðingar-j 10 eignaspjöll og 6 rúðubrot. I 13 tilvikum þurfti að fá fólk til þess að lækka hávaða að nætur- lagi eða draga úr gleðskap í heimahúsum og í 6 tilvikum var kvartað yfir ölvuðu fólki og 36 reyndist nauðsynlegt að vista í fangageymslunum vegna ölvun- arháttsemi eða annarra afbrota. Margir unglingar söfnuðust saman fyrir utan einn grunnskóla í austurborginni eftir að dansleik lauk. Töluverð ölvun var á meðal unglinganna og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum þeirra. Ökumaður mótorhjóls var m.a. tekinn ölvaður og réttinda- laus á hjólinu. Flytja þurfti einn á lögreglustöðina vegna óláta. Talsvert var kvartað frá íbúum hverfisins vegna ónæðis frá ungl- ingunum. Barinn með knattleikskylfu Á föstudagsmorgun var til- kynnt um að maður væri illa skorinn í húsi einu í borginni. I ljós kom að eiginkona mannsins hafði lamið hann svo fast í höfuð- ið með knattleikskylfu að úr blæddi, kylfan brotnaði við högg- ið, flytja varð manninn á slysa- deildina. Hafnsögumenn, slökkviliðs- menn, og félagsmenn Slysavarn- arfélagsins unnu að björgun tveggja manna úr brennandi báti skömmu eftir miðnætti á laugar- dag 2-3 mílur vestur af Örfiris- ey. Unnið var samkvæmt áætlun varðandi sjóslys. Af þessu tilefni má minnast á að viðræður hafa staðið yfir um alllangt skeið á meðal hlutaðeigandi aðila um varanlega aðstöðu við höfnina fyrir meðfærilegan björgunarbát í neyðartilvikum sem þessum, en það mál hefur enn ekki náð fram að ganga þó brýnt megi teljast. Svo virðist sem ólík sjónarmið og skortur á fjármagni hafi haml- að gegn framkvæmdinni. Aðfaranótt mánudags voru þrír ungir menn handteknir eftir að þeir höfðu verið að reyna að stela bifreið við Botnskála í Hval- fírði. Þrír aðrir piltar náðust þeg- ar þeir voru að reyna að stela ferðatösku úr bifreið á Miðbakka. Þá hafðist upp á þremur mönn- um, sem höfðu dundað sér við það að vinna skemmdir á stöðu- mælum í Austurstræti. Unglingaathvarf íþrótta- og tómstundaráðs og lögreglunnar var opið í miðborginni aðfaranæt- ur laugardags og sunnudags. Fyrra kvöldið færðu lögreglu- menn þangað 43 unglinga undir 17 ára aldri. Almenn var lítil ölv- un á meðal unglinganna þó svo að sjá mætti einn og einn aðfram- kominn sökum áfengisneyslu. Haft var samband við foreldrana og sóttu þeir börn sín í athvarfið. Unglingaathvarfið verður opið næstu helgar. Reiðhjólaskoðun Reiðhjólaskoðun lögreglunnar hófst 5. maí og stendur til 11 maí. Nk. fimmtudag hefst sam- eiginlegt umferðarátak lögregl- unnar á Suðvesturlandi. Hún ætlar að beina athyglinni sérstak- lega að búnaði hjólreiðafólks og búnaði þess. Það er eindregin von lögreglunnar að foreldrar verði börnum sínum góð fyrirmynd, kynni börnum sínum grundvallar- reglur umferðarinnar, vari þau við mögulegum hættum og sjái til þess að þau hafi jafnan búnað við hæfi. WWW WW W W WW*WW WWWW W'WW-W ^ SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJALF BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. jKjörninn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar. Menningar- hátíð R-listans REYKJAVÍKURLISTINN heldur menningarhátíð í Fjörgyn, Grafar- vogi í kvöld, þriðjudagskvöld. Jónas Árnason kemur fram sem söngvari með hljómsveitinni Keltum. Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir djassar með Þóri Baldurssyni og Stefán Jón Hafstein flytur efni i bundnu og óbundnu máli. Aldís Bald- vinsdóttir, leikkona, les úr verkum Jónasar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ávarp. ■ WESLEY M. Stevens flytur fyr- irlestur þriðjudaginn 10. maí með heitinu: „Euclid in Early Latin Scho- olbooks". Fyrirlesturinn verður hald- inn í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar á Hjarðárhaga 6 og hefst kl. 16.15 en frá kl. 15.45 geta fundarmenn rabbað þar saman yfir veitingum. Fyrirlesarinn Wesley M. Stevens starfar við sagnfræðiskor Háskólans í Winnipeg. ■ í VETUR efndi Félag tölvunar- fræðinga til samkeppni um merki félagsins. AIls bárust tillögur frá 130 aðil- um. Aðalverðlaunin, vandaða fartölvu frá Radíóbúðinni, Apple umboðinu, hlaut Kristján Arnþórs- son og voru dóm- nefndarmenn sam- mála um að tillaga hans væri bæði stílhrein og skemmtilega útfærð. Þá voru veitt verðlaun fyrir frumlega hugmynd að merki og var tveimur aðilum veitt verðlaun þeim Hauki Má Helgasyni og Árna Geir Sig- urðssyni. Hlutu þeir verðlaun frá Bóksölu Stúdenta. 18. Iclkvlka, 7-8. mal 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Halmstad - AIK - X - 2. Hammarby - Frölunda - - 2 3. Hackcn - Norrköplng - - 2 4. Trclleborg - Öster - - 2 5. Örebro - Landskrona 1 - - 6. Aston V. - Livcrpool 1 - - 7. Chclsea - Sheff. Utd 1 - - 8. Everton - Wimbledon 1 - - 9. Ncwcastle - Arscnal 1 - - 10. Norwich - Oldham - X - 11. Swindon - Lceds - - 2 12. Tottenham - QPR - - 2 13. West Ham - Southampt - X - Hcildarvinningsupphieöin: 93 milljón krónur 13 réttlr: 735.100 | 12 réttir: 13.880 11 réttir: 1.130 10 réttir: 330 ÚRVAL TÆKJA TIL INNBYGGINGAR TILSÝNISÍ VERSLUN OKKAR PFAFF LÁTTU SJÁ ÞIG VIÐ ERUM í BORGARTÚNINU CANDY HELLUBORÐ 5 hellur. þar af 2 halogenhellur. CANDY OFN með spegllgleri. Fjölhliða ofn, einnig svartir eöa hvítir Eigum til margar fleiri gerðir. CANDY KÆLI/FRYSTISKÁPUR. 320 Itr. skápur þar af 100 Itr. frystir. CANDY DJÚPSTEIKINGARPOTTUR karfa úr ryðfrlu stáli, stillanlegur hitarofi. Aukalega hægt að fá hvltt lok Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni BORGARTUNI 20 sími 626788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.