Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 29 tina? kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, telur óhjákvæmilegt að setja vissar boð- og bannreglur og segir að stundum sé jafnvel beðið eftir þeim til að leysa vanda sem upp hefur komið. Eftir að slíkar reglur séu settar þá sé alveg ótvírætt skylt að taka á málunum með tilteknum hætti. Þorvarður sagðist t.d. vita að í sumum grunnskólum væri nánast beðið eftir að þar verði algjörlega bannað að reykja, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Stór hluti grunn- skóla hefur að hans sögn þegar út- hýst reykingum og þónokkrir fram- haldsskólar einnig. „Breytingin á við- horfi til reykinga hefur verið svo ör hjá okkur undanfarið að svona reglur falla ekki í grýtta jörð,“ sagði Þor- varður. Fyrstu tóbaksvarnalögin voru sett árið 1977 og hétu þau Lög um ráð- stafanir til að draga úr tóbaksreyk- ingum. í 3. grein þeirra segir að ráð- herra sé heimilt að leggja bann við tóbaksreykingum í húsakynnum sem eru til almenningsnota. Þá segir að við veitingu heimildar til rekstrar langferðabifreiða, flugvéla, farþega- skipa, leigubifreiða og hvers konar annarra farartækja, sem rekin eru gegn gjaldtöku, sé heimilt að setja skilyrði um reykingabann að nokkru eða öllu í farartækinu. í september 1978 ritaði Bandalag íslenskra leigu- bifreiðastjóra heilbrigðisráðherra bréf þar sem það fór fram á að hann gæfi út reglugerð um bann við reyk- ingum í leigubifreiðum og var það gert skömmu síðar. Bann við reykingum í flugvélum og langferðabifreiðum hefur smám saman orðið víðtækara og hafa fyr- irtækin í sumum tilfellum gengið á undan löggjafanum í að takmarka reykingar eða banna þær með öllu. Önnur grein frumvarps til tób- aksvarnalaga er að sögn Þorvarðar eins konar stefnuyfirlýsing en fyrsta málsgrein hennar segir að það sé réttur hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti sem mengað er tób- aksreyk af völdum annarra. Með annarri málsgrein er þeim sem —-------- ábyrgð ber á barni gert lanir skylt að sjá til þess að það rinnar nJ^’ réttar skv. fyrstu . . málsgrein, einnig þar sem raæmi reykjngaj eru ekki bannað- ““““““ ar. Má túlka það svo að sú skylda nái einnig inn á heimilin. Ákvæði þetta er þó viðurlagalaust. Þorvarður segir að þeir, sem vinna að tóbaksvörnum, séu sammála um að það þurfi að gera allt sem mögu- legt er á hverjum tíma til að ungt fólk byrji ekki að reykja, t.d. með löggjöf og verðlagningu tóbaks. Þá þurfi að draga sem mest úr tóbaks- mengun andrúmsloftsins og stefna að því að sem allra flestir reykinga- menn sjái að sér og hætti að reykja. Bardagar hafa geisað í Jemen undanfarið og á sunnudag flutti flugvél SÞ 170 útlendinga frá Sanaa, þar á meðal þijá íslendinga f MESTRIHÆTTU í FLUGVÉLINNI Guðrún Margrét Guð- mundsdóttir var búsett í Jemen ásamt fjöl- skyldu sinni en henni tókst að komast úr landi á sunnudag. Ás- laug Ásgeirsdóttir ræðir við hana um brottflutninginn og ástandið í landinu. -w-r * 1 * /*• / y / f a Keuter Heilar a hufi 1 Jordamu gefur dætrum sínum, þeim Nadine og Denise, að borða á flugvell- Vöruflutningavél á vegum Sameinuðu þjóðanna flutti mæðgurnar úr landi. GUÐRÚN Margrét Guðmundsdóttir inum í Amman í Jórdaníu. * Reuter Obreyttir borgarar ÓBREYTTIR borgarar í Sanaa klifra niður af vörubílspalli undir vökulu augum hermanna Norður-Jemena sem fylgjast grannt með. Reuter Rjúkandi rústir RJÚKANDI rústir vöruflutningabifreiða á göt- um Sanaa, fyrrum höfðurborgar Norður-Jemen, en átök hafa geisað í Jemen frá því í byijun mai. Guðrún Margrét Guðmunds- dóttir og dætur hennar tvær komust til Amman í Jórdaníu frá borginni Sanaa í Jemen á sunnudag, en bardagar hafa geisað í landinu milli norðan- og sunnanmanna frá því í byijun maí. Jemen hefur verið sam- bandslaust við umheiminn frá því á fimmtudag. Guðrún Margrét segir að ferðin hafi gengið vel, þær hafi að vísu þurft að bíða í þijá klukkutíma á flugvellinum í Sanaa áður en flug- vél á vegum Sameinuðu þjóðanna sem flutti þær á brott fékk að fara í loft- ið. Mæðgurnar eru væntanlegar til íslands í dag. Eiginmaður Guðrúnar Margrétar, Hannes Yaghi, er enn í Jemen. „Það var gott að lenda og vera komin hingað til Amman, segir hún. Þegar hún kom þangað var það henn- ar fyrsta verk að kaupa samlokur og vatn handa dætrunum tveimur, þeim Nadine, fjögnrra ára, og Denise, tveggja ára, sem voru orðnar svangar eftir ferðina, enda hvorki búnar að fá vott né þurrt í nokkurn tíma. Áður en flugvélin fór í loftið voru mæðgurnar búnar að bíða á flugvell- inum í um þijá tíma. Vélin lagði síð- an af stað til Amman um kl. 13.30 og tók flugið um þijá klukkutíma. Hún segir að það hafi verið hættu- legt að bíða á flugvellinum, því sunn- anmenn höfðu verið að reyna að varpa sprengjum á flugvöllinn. Vélin sem flutti þær til Amman var rússnesk vöruflutningavél. Guð- rún Margrét segir að farþegarnir hafi þurft að sitja á bekkjum og voru belti fyrir tvo til þijá saman. Far- angri fólksins var komið fyrir í gang- veginum. „Vélin var mikið skrapa- tól,“ segir hún. „Það var mikill há- vaði og þrýstingur í henni. Það hættulegasta við þetta allt saman var ábyggilega flugið.“ Hún segir að stelpurnar hafi ekki verið hræddar og lítið mál hafi verið að ferðast með þær. „Þær höfðu bara gaman af þessu. Það var nokk- uð af börnum í vélinni og þær voru bara að klöngrast um.“ Eiginmaðurinn vanur svona ástandi Um 170 manns voru í vélinni sem var á vegum Sameinuðu þjóðanna en ræðismaður Dana hjálpaði Guð- rúnu Margréti og dætrum hennar að komast með fluginu. „Áður en við fórum um borð þurftum við að skrifa undir yfirlýsingu um að við vissum hvað við værum að gera og að við færum um borð af fúsum og fijálsum vilja,“ segir hún. „Mér fannst það ekki beint traustvekjandi. Svo þegar vélin fór í loftið var auðvitað sú hætta fyrir hendi að einhver myndi skjóta okkur niður. Það var mikill léttir að komast út af hættusvæðinu." Eiginmaður Guðrúnar Margrétar, Hannes Yaghi, varð eftir í Sanaa. Hann er líbanskur að uppruna en með íslenskt ríkisfang og er hótel- stjóri Sheraton-hótelsins í borginni. Hún segist ekkert hafa frétt af manni sínum síðan hún fór. Enginn sam- ferðamanna hennar frá Jemen hefði heldur heyrt neitt en símasambslaust hefur verið við Jemen frá því á fimmtudag. Hún segir að Hannes ætli að koma starfsfólki hótelsins úr landi, en það væri frá Filippseyjum, Indlandi og Egyptalandi. „Hann verður að bíða eftir því að allir séu farnir og loka hótelinu almennilega,“ segir hún. „Síðan verðum við bara að sjá til hvenær við komumst afturtil Sanaa, ef við komumst þá aftur.“ Hún segist ekki vera hrædd um eiginmann sinn í Jemen. „Hann er frá Líbanon og þekkir svona ástand og gerir því enga vitleysu. Þetta getur náttúrlega versnað, maður veit aldrei, en þangað til er ég ekkert hrædd.“ Ógnvekjandi morgunn Sanaa er rafmagnslaus og segir Guðrún Margrét að einnig sé elds- neytislaust. Útgöngubann er í borg- inni sem tekur gildi klukkan 18.30, ,en fyrir þann tíma er hægt að verða sér úti um nauðþurftir og því sé þetta ekki eins slæmt og rnargir haldi. „Ef maður 'heldur sig innan dyra eftir að útgöngubann skellur á er öllu óhætt,“ segir hún. Mest er barist á nóttunni, en allt er með kyrrum kjörum á daginn. Hún segir að þau hjónin hafi vitað af bardögum i landinu en haldið að þeir myndu ekki ná til Sanaa. Guðrún Margrét segir að á mið- vikudagskvöldið hafi hún og maður hennar verið stödd á hótelinu og á | miðnætti hafi Sanaa verið orðin raf- magnslaus. Um klukkan 5 um morguninn vakti Hannes hana og Guðrún Mar- grét segir að þá hafi ástandið verið ógnvekjandi í um 1 'h klukkustund. Þijár flugvélar hafi komið frá Aden, syðst í landinu, til að varpa sprengj- um á höllina og flugvöllinn. Þetta hafi orðið til þess að fjölskyldan : akellti fötum niður í tösku og fór á hótelið þar sem þau voru örugg. Þar ríkti mikil spenna á meðal hótel-. gesta. Guðrún Margrét segir að átök- in beinist ekki að útlendingum og helstu skotmörk séu flugvélar ög flugvellir. „Þetta hefði geta verið verra,“ segir hún. ■ Orrustan um Aden/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.