Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Gerum Reykjavík að vistvænni höfuðborg norðursins Á síðustu árum hafa íslendingar verið að uppgötva að umhverfís- ímynd landsins er auðlind sem gefur þjóðinni sóknarfæri í við- skiptasamfélagi þjóðanna. Eftir- spurn eftir hreinum afurðum og hreinu umhverfí eykst alls staðar meðal viðskiptaþjóða okkar. Mikil- vægt er því að við hlúum að þeim eiginleikum lands og þjóðar sem styrkja þessa ímynd; veruleikinn þarf að vera í samræmi við ímynd- ina. Umhverfismál í þéttbýli Umhverfismál eru ekki bara mál sjávar, sveita og óbyggða. í þéttbýlinu reynir á hvort menn standa undir nafni. Innviðir borg- arsamfélagsins, samgöngur, frá- veitukerfí, sorpförgun og skipulag lýsa metnaði og skilningi yfírvalda á umhverfismálum á hveijum tíma. Reykjavík er gluggi landsins að umheiminum, hingað koma t.d. allflestir ferðamenn sem gera sér ferð til íslands. Reykjavík ber mikla ábyrgð. Hér í borginni verður að sýna í verki að við stöndum undir nafni. Reykjavík hefur allar forsendur til að verða vistvæn og vistleg höfuð- borg, borg þar sem íbúamir þríf- ast í hversdagnum, þar sem hugað er af alúð að sambandi manns og umhverfis. í Reykjavík þarf því að vera forysta sem tekur um- hverfísmál alvarlega og hefur full- an skilning á þeim málum. Hvemig hefur svo verið staðið að umhverfísmálum í Reykjavík? Samkvæmt heimildum frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins hefur hvert stórafrekið rekið annað. Það em reyndar einu heimildimar sem greina svo frá. Við nánari skoðun sést að á mörgum sviðum hafa núverandi meirihluta verið mi- slagðar hendur, á öðrum sviðum hefur ríkt algjört áhugaleysi og á nokkram sviðum hefur verið uppi viðleitni til góðra verka. Samgöngur í borg Allir þekkja áhugaleysi sjálf- stæðismanna á almenningssam- göngum. Skipulag samgöngukerf- is borgarinnar hefur miðast nán- ast eingöngu við þarfír einkabíls- ins. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur aldrei skilið að góðar almennings- samgöngur era stolt hverrar menningar- borgar. Almennings- samgöngur þurfa að vera eðlilegur og sjálf- sagður ferðamáti í borg. Mislukkaðar að- farir til einkavæðingar SVR lýsa í raun getu- leysi núverandi meiri- hluta til að fást við þennan málaflokk. Enginn neitar því að einkabíllinn er hluti af nútímanum og fæstir bíleigendur vildu vera án bíls. Þar með er ekki sagt að bíllinn eigi að leggja undir sig borgina og stýra hugarheimi skipuleggjenda. Víða í borgum erlendis er umferð- arþungi orðinn böl vegna slysa, mengunar og streitu sem honum fylgir. Reykjavík er löngu komin á það stig að þurfa að taka tillit til þessara, þátta. Einföldustu og sjálfsögðustu leiðimar til aðgerða era að auka veg almenningssam- gangna og koma til móts við hina „léttstígu vegfarendur", gangandi og hjólandi. Á öðram sviðum umhverfismála era sjálfstæðismenn ekki alveg eins villuráfandi en aldrei langt í ruglandann þó. Aðgerðir á sviði fráveitumála era dýrar og stór- Arthúr Morthens skornar. Fullyrðing- ar um „mesta átak á sviði umhverfismála á íslandi" era hins vegar hjákátlegar og innantómar. Aðgerð- ir á þessu sviði eru löngu orðnar tíma- bærar og höfðu dreg- ist úr hömlu vegna þess að meirihlutinn hafði þarfari hnöpp- um að hneppa. Átak sj álfstæðismanna felst í því að setja öflugri pumpur og lengja skolpleiðslur til að koma skólpinu enn lengra út í sjó. Eina hreinsun- araðgerðin er fólgin í að grófustu agnirnar eru síaðar frá. Til að hægt væri að tala um „mesta átak í umhverfismálum" þyrfti að vera annars stigs hreins- un þar sem lífrænum efnum er umbreytt. Engar slíkar aðgerðir eru fyrirhugaðar og þar með brýt- ur Reykjavíkurborg í bága við meginanda þeirra tilskipana sem fyrir liggja frá Evrópusambandinu um hreinsun skólps en þær hafa íslendingar nýlega undirgengist. Að líkindum er því framundan þref við ESB um skilgreiningu á grunnsævi Faxaflóa, hvort það sé heppilegur viðtaki skólps eða ekki. Slíkur undanþágustíll er varla sæmandi fyrir þjóð sem ætlar sér Allir þekkja áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöng- um, segir Arthúr Morthens, og kveður skipulagið miðast við einkabílinn. stórt hlutverk á sviði umhverfis- mála. Sorp: Óskabarn eða útigangur Sjálfstæðismenn beija sér einn- ig á bijóst varðandi aðgerðir við sorpförgun. Hér hafa sjálfstæðis- menn tilhneigingu til að mæla sig við það versta sem gerist og telja sér til tekna að ekki séu hér í Reykjavík opnir haugar og brenn- andi og fjúkandi rusl um götur. Þetta er hentug aðferð ef ætlunin er að slá sig til riddara og fá hag- stæðan samanburð. Sjálfstæðis- menn hafa einnig tilhneigingu til að útlista Sorpu sem sitt óska- barn. Þeir sem þakka sér sólskinið verða þá líka að taka ábyrgð á slagveðrinu. Það hefur væntan- lega ekki farið framhjá neinum að Sorpa hefur verið í miklum kröggum, bæði fjárhagslega og tilvistarlega. Sorpa er að mörgu leyti þjóðþrifafyrirtæki en á við erfíðleika að glíma sem beinlínis má rekja til þess skipulags sem upphaflega var sett upp, væntan- lega að frumkvæði meirihlutans í Reykjavík eins og annað varðandi Sorpu. Sorpu er ætlað að minnka sorp- magn en um leið að lifa af tekjum af sorpmóttökunni, þ.e af hverri innveginni einingu sorps. Það gef- ur augaleið að þetta getur ekki farið saman og hlýtur að leiða til vandræða. Síendurteknar gjald- skrárhækkanir Sorpu síðustu misseri eru afleiðingar þess að sorpmagn er verulega minna en reiknað var með og þess að rekst- ur fyrirtækisins er mun dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrirtæk- inu er vissulega vorkunn að lenda í þessari aðstöðu en hún var fyrir- sjáanleg og á ábyrgð þeirra sem til stofnuðu. Miklu nær er að fyrir- tækinu sé séð fyrir föstum fjárveit- ingum frá sveitarfélögunum til að standa straum af miklum stofn- og fjármagnskostnaði. Sorpgjöld eru há, jafnvel svo að þau hvetja til þess að sorpi sé fargað framhjá Sorpu með vafasömum hætti. Umhverfismál þurfa að vera öndvegismálaflokkur í borgar- stjórn Reykjavíkur. Til þess að svo megi verða þurfa borgarbúar að velja til forystu borgarstjórn sem hefur yfírsýn og skilning á mála- flokknum. Núverandi meirihluti hefur sýnt of mikið skilningsleysi og fálæti á sviðum sem of miklu skipta. Reykjavík og Reykvíkingar eiga betra skilið. Hin vistvæna höfuðborg norðursins verður undir styrkri stjórn Reykjavíkurlistans. Höfundur skipar 12. sæti Reykja víkuriistans. Hvað veldur reiði R-listans? Nú þegar R-listi brotabrotanna er farinn að örvænta um fylgi sitt í komandi borgarstjórnarkosning- um er gripið til þess ráðs að fara fram á rannsókn á viðskiptum borgarinnar við Stjórnunarfélagið. Ástæðan er sú að okkar ágæti borgarstjóri starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Hvað er þetta annað en persónuárás? Algjörlega órökstudd og út í hött! Er örvænt- ingin orðin svo mikil hjá R-listafor- kóflum að þeir telji við hæfí að leita atkvæða með persónuníði af A P T 0 N Einfalt • auðvelt • handhægt Smíðakerfi sniSiS fyrir hvern og einn þessu tagi í garð heið- arlegs og virts manns, sem starfað hefur að málefnum borgarbúa um langt skeið og með þeim hætti að honum má treysta til að leiða nýja borgarstjórn að kosningum loknum? Eru þeir búnir að gleyma eigin misnotk- un, R-listamenn, á skólahúsnæði hér í borginni nýverið? Það hefur verið bannað í 40 ár að nýta skóla- húsnæði í flokkspóli- tískum tilgangi, og virt mér vitandi. Þessi sjálfsagða hefð var þverbrotin af framboði brotabrotanna. Aðspurð- ir um þennan gjörning koma þeir af fjöllum (þar sem þeir væru bezt geymdir) og segjast ekkert hafa vitað um ekki mætti nýta skólahús flokkspólitískt. Hvað hefur þetta fólk í borgarstjórnarminnihlutan- um verið að gera eða hugsa undan- farið, ef það þekkir ekki leikreglur af þessu tagi? Bendir þetta þekk- ingarleysi til þess að það sé hæft til að leiða borgarstjórnina og stýra málefnum borgarbúa næstu árin? Nei, ég vona og bið borg- Pálmar Smári Gunnarsson arbúa þess, að láta ekki þetta framboð R-ugla sig svo, að þeir meti ekki rétt hveijir séu hæfastir til að stjórna borgarmálum á næsta kjörtímabili. Ef brotabrota- framboðið næði meiri- hluta í borgarstjórn verður óstjórnin slík sem hún varð þegar sömu aðilar náðu yfir- höndinni í Reykjavík á sínum tíma. Borgarbúar góðir! Sjáum til þess að borg- in okkar fallega standi undir nafni sem höfuð- borg íslands undir stjóm þeirra, sem hafa byggt hana upp í það sem hún er í dag, stærsta og sterk- asta sveitarfélag landsins, þar sem fólk býr við góða þjónustu og gott umhverfí. Sjáum til þess að Árni Sigfússon og hans fólk fái tækif- ari til að halda uppbyggingarstarf- inu áfram og gera góða borg betri. Stöndum vörð um Reykjavík, gerum okkar á kjördegi til þess að höfuðborg íslands megi áfram þróast til vaxtar og velferðar og skipa veglegan sess sem „menn- ingarborg Evrópu árið 2000“. En Ef R-listi vinstri flokka fær meirihluta í borgar- stjórn nú verður fram- haldið það sama og það var þegar þess sömu brota-brot unnu borgina 1978, segir Pálmar Smári Gunnarsson, hver höndin uppi á móti annarri og óstjórn á málum borgarbúa. borgarráð Reykjavíkur sótti á dög- unum um það, fyrir hönd Reykja- víkurborgar, að höfuðstaður ís- lands hljóti þann veglega titil, sem ráðherraráð Evrópusambandsins úthlutar, „menningarborg Evr- ópu“, árið 2000 Höfundur er fulltrúi hjá lögreglustjóracmbættinu í Reykjavík. 0DEX1ON SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31 ■ SÍMI62 72 22 NONAME ■ " COSMETICS — snyrtivörurnar loksins komnar aftur. Kynning á morgun, 11. maí, frá kl. 13-18. 15% kynningarafsláttur snyrti-oggjafavöruverslun, Miöbæ, Háaleitisbraut. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.