Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Henti amf- etamíni út um glugga LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ferð bifreiðar í gær- kvöldi við Stekkjarbakka, sem í var aðili þekktur að fíkniefna- misnotkun. Sat hann í farþega- sæti bifreiðarinnar og sást hann henda ætluðum fíkniefn- um út um glugga hennar. Hann var handtekinn og færð- ur á lögreglustöð. Fíkniefnin, sem voru nokkur grömm af amfetamíni, fundust og lagði lögreglan hald á þau. Pá var ungur maður var laminn í heimahúsi í Vest- mannaeyjum aðfaranótt föstu- dags. Hringt var í lögregluna rétt fyrir kl. 5 vegna óláta í húsi þar sem nokkrir sátu við drykkju. Hafði tveimur mönn- um sinnast sem endaði með því að fjórir réðust að öðrum þeirra og veittu honum tals- verða áverka. • • Rflrislögreglustjóri rannsakar meintar falsanir á ökuprófgögnum Okukennari og starfsmenn Um- ferðarráðs liggja undir grun ÖKUKENNARI, sem úrskurðaður var í gæslu- varðhald á föstudaginn í síðustu viku, að beiðni ríkislögreglustjóra í þágu rannsóknar á meint- um fölsunum á ökuprófgögnum, var látinn laus á fimmtudagskvöld. Hefur maðurinn játað að hafa falsað staðfestingu ökuprófdómara á öku- leyfísumsóknum ökunemenda þess efnis að þeir hefðu staðist próf um aukin ökuréttindi eða meirapróf og bifhjólaréttindi. Virðist margt benda til þess að brotin hafí verið framin í auðgunarskyni, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, löglærðs fulltrúa hjá ríkislögreglustjóra. Að hans sögn eru hin meintu tilvik á annan tug talsins og áttu þau sér stað bæði á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs. „Á þessu stigi málsins höfum við ekkert sem bendir til þess að tilvikin séu fleiri," sagði Helgi Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Náð hefur verið utan um drjúgan hluta þessara tilfella, þannig að mjög fáir ökunemendur eru nú ak- andi um með fölsk réttindi vegna þessarar starfsemi. Pað verður gengið í það á vegum Umferðarráðs og ríkislögreglustjóra- að taka réttindi þeirra úr umferð." Naut aðstoðar starfsmanns Umferðarráðs Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að maðurinn naut í einhverjum tilvikum aðstoðar starfsmanns ökunámsdeildar hjá Umferðar- ráði, sem tengdist síðan enn öðrum starfs- manni Umferðarráðs vegna svipaðrar starf- semi. Hefur þeim báðum verið gert að mæta ekki til vinnu á meðan rannsókn málsins stend- ur yfir. Að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmda- stjóra Umferðarráðs, mun ákvörðun um hvort þeim verði vikið frá störfum liggja fyrir að lok- inni rannsókn ríkislögreglustjóra. „Við lítum þetta mál mjög alvarlegum aug- um og ég er mjög sár og hryggur yfir því að þetta skyldi koma fyrir, en er að vona að um- fangið sé ekki mikið,“ sagði Óli H. Þórðarson. „Það er hins vegar ljóst að eitt tilvik af þessu tagi er of mikið.“ Hann sagði að hjá Umferðarráði hefði þegar verið gripið til aðgerða vegna málsins og lúta þær m.a. að því að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. „Aðgerðirnar felast m.a. í því að öll meðferð gagna Umferðarráðs hefur verið hert til mikilla muna. Reglan hefur verið sú að ökukennarar hafa sjálfír afhent gögn til lögreglustjóra til út- gáfu ökuskírteina. Það hefur verið gert til að auð- velda hinum almenna borgara samskipti við hið opinbera, sem er stefna okkar. Þessu verðum við hins vegar að breyta, þannig að eftirleiðis fara allar sendingar af þessu tagi formlega á milh Umferðarráðs og viðkomandi lögreglustjóraemb- ættis. Síðan skoðum við ofan í kjölinn öll þau mál sem um ræðir,“ sagði Óli H. Þórðarson. HÉR er Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs, í hópi flugfreyja í nýju búningunum. Þriðja þota Isiandsflugs , ^ Morgunblaðið/Jim Smart NYJA þotan, sem íslandsflug hefur leigt til þriggja ára, í lágflugi yfír Reykjavíkurflugvelli í gær. ÍSLANDSFLUG tók nýja þotu í notkun í gær sem félagið hefur tekið á leigu til þriggja ára. Er hún af gerðinni Boeing 737-300 QC sem þýðir að hægt er að nota hana jöfn- um höndum til farþega- og frakt- flugs þar sem stuttan tíma tekur að setja í hana sætin og taka þau úr. Þetta er þriðja þota íslandsflugs. Ómar Benediktsson framkvæmda- stjóri segir vélina verða notaða í fraktflug milli Keflavíkur og Brussel að næturlagi virka daga en á daginn verður hún í leiguflugi fyrir íslensk- ar ferðaskrifstofur. Fer hún fimm slíkar ferðir í viku, tvær til Kaup- mannahafnar, eina til Madrid á Spáni, eina til Gautaborgar í Svíþjóð og eina til Rimini á Italíu. Þotan tek- ur 126 farþega og fer í fyrsta far- þegaflugið í dag. Vélin kom í gærmorgun úr fyrsta fraktfluginu og síðdegis í gær flugu þeir Öm Sigurðsson yfirflugstjóri og Hrafn Hauksson flugmaður henni til Reykjavíkur þar sem hún var sýnd gestum. Vélin er mun nýrri en frakt- og farþegaþota sömu gerðar sem ís- landsflug hefur notað síðustu árin en sú vél fer nú í verkefni í Frakklandi. Flugmennimir segja nýju vélina með öflugri, sparneytnari og hljóð- látari hreyfla en eldri gerðina og að hún sé sömuleiðis búin meiri sjálf- virkni og fullkomnari flugleiðsögu- búnaði. Öm segir að vegna nýju þot- unnar hafi verið bætt við þremur áhöfnum en erlendar áhafnir annast líka verkefni á þotum Islandsflugs í Frakklandi og Karíbahafmu. Nýir flugfreyju- búningar Á þessum tímamótum hefur félag- ið tekið í notkun nýja flugfreyjubún- inga, dragtir, sem hannaðar era af Giovanna Faggioli á Ítalíu, ásamt höttum sem Helga Rún hannaði. Ágústa Halldórsdóttir yfírflugfreyja segir að þeim hafi fjölgað úr 10 í 21 að undanfömu vegna aukinna verk- efna félagsins. Einn flugþjónn starfar hjá Islandsflugi. Auk leiguflugsins og fraktflugs annast Islandsflug áætlunarflug tfl sjö staða innanlands og hefur auk þotnanna þriggja í þjónustu sinni ATR 42 skrúfuþotur sem bæði sinna innanlandsflugi og Grænlandsflugi og Dornier 228 vélar. Olíuhreinsunarstöð á Austurlandi Er til skoðun- ar í iðnaðar- ráðuneytinu ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri iðnaðarráðuneytis, segir hug- myndir erlendra fjárfesta um hugs- anlega olíuhreinsunarstöð á Austur- landi til skoðunar í ráðuneytinu. Engir nýir áfangar séu í málinu í bili. „Þetta mál er ekki langt komið en er eins og öll mál af þessu tagi sem berast til vandlegrar skoðunar,“ sagði ráðuneytisstjórinn. „Það er ekkert hægt að segja um það á þessu stigi hvort þetta er raunhæfur möguleiki eða hægt að gefa því nein- ar líkur.“ Þórður sagði olíuhreinsun- arstöð ekki endflega þurfa að haldast í hendur við hvort álver rís á Austur- landi. „Það er töluvert mikill áhugi fjárfesta um þessar mundir á að fjár- festa hér á landi og verið að skoða fjölmörg verkefni, sem sum eru ekki annað en vangaveltur eins og gengur þegar menn eru að velta fyrir sér slíkum fjárfestingum. Þetta mál er ekki á því stigi að ástæða sé til að ýta undfr væntingar." Júlíus Sólnes verkfræðingur kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær hafa verið í sambandi við Rússa fyrir einu til tveimur áram sem hefðu lýst áhuga sínum á þessu verk- efni. Hugmynd þeirra sé að flytja ol- íu frá Múrmansk til hreinsunar og sé þá helst leitað að stað í Norður-Nor- egi, á íslandi, í Færeyjum eða á Ir- landi og hafi þeir helst horft á Aust- urland í þessu skyni. Hann sagði málið nú í höndum iðnaðarráðuneyt- isins. Rok og rigning á Nesjavöllum Hestamenn afboð- uðu komu sína MIKIÐ rok og rigning á Nesjavöll- um varð þess valdandi í gær að hestamenn sem hugðu á áningu í Nesjabúð hættu við ferðina vegna afleits veðurs á staðnum. I samtali við Morgunblaðið um kvöldmatar- leytið í gær sagðist Hörður Ingi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Nesja- búðar, hafa varað hestamenn við að koma fyrr um daginn, en hann átti von á fjöratíu mönnum og sextíu hestum um kvöldið. Sagði hann að flestir hefðu afboðað komu sína og reiknaði ekki með að þeir fáu sem ekki höfðu afboðað myndu koma. Veðrið var að sögn Harðar farið að ganga lítið eitt niður, en mikil rign- ing væri og allt á kafi í drullu og vægast sagt „ömurlegt veður“. Ann- ar eins fjöldi manna og hesta er væntanlegur í Nesjabúð í dag, enda er þetta sú helgi sumarsins sem flestir hestamenn fara með hestana í sumarhaga. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is l I |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.