Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 6

Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 6
6 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kjarvalsmyndin í viðgerð Afnema á GSM-magn- afslátt fyrir 1. sept. STJÓRNENDUR Landssímans hf. hafa ákveðið að kæra ákvörðun samkeppnisráðs vegna kæru Tals hf. til áfrýjunarnefndar sajnkeppn- ismála. Kærufrestur er fjórar vikur og skal úrskurður áfrýjunamefndar liggja fyrir innan sex vikna frá mál- skoti. Samkvæmt ákvörðun sam- keppnisráðs ber Landssímanum m.a. að fella magnafslætti í GSM- þjónustu fyrirtækisins niður fyrir 1. september en niðurstaða áfrýjunar- nefndar á þá að liggja fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Samkeppnisstofnun í gær er heimilt að bera ákvörðun samkeppnisráðs eða úrskurði áfrýj- unamefndar undir dómstóla en málshöfðun frestar hins vegar ekki gildistöku úrskurðar samkeppnisyf- irvalda. Ef áfrýjunamefndin stað- festir ákvörðun samkeppnisráðs bæri Landssímanum að verða við fyrirmælum samkeppnisráðs og fella niður afslætti til stómotenda i GSM-þjónustu fyrir 1. september, óháð því hvort úrskurðurinn verður síðan borinn undir dómstóla. MÁLVERK eftir Kjarval, sem keypt var á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir skömmu, er komið til lands- ins. Tryggvi P. Friðriksson, ann- ar eigandi Foldu, Grétar Eyþórs- son, fulltrúi eigandans, og Elín- björt Jónsdóttir, eigandi Foldu, skoðuðu málverkið, en því hefur verið komið í heinsun og viðgerð hjá Morkinskinnu. Að sögn Ölafs Inga Jónssonar hjá Morkinskinnu er hér um Kjarvalsverk að ræða, öll einkenni hans væru til staðar. „Myndin er merkt Kjarval,“ sagði hann. „Hún er sérstök að því leyti að umhverfið er að aust- an án þess að hún sé máluð þar. Þetta er svona draumalandslag." Samkeppnisráð vitnar í úrskurð ESA um hlutafélagavæðingu í Noregi Afengiseinkasölu gert að endurgreiða ríkisaðstoð SAMKEPPNISRÁÐ telur í úr- skurði sínum um málefni Lands- símans að fyrirtækinu hafi verið veitt a.m.k. 11,5 milljarða ríkisað- stoð þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Það stangist á við lög og fari gegn ákvæðum EES-samningsins. I ítarlegum rökstuðningi sínum vekur sam- keppnisráð sérstaklega athygli á nýlegri ákvörðun Eftirlitsstofnun- ar EFTA (ESA) í máli sem varð- aði ríkisaðstoð norska ríkisins við Arcus-fyrirtækjasamsteypuna, sem mynduð var þegar ákveðið var að breyta áfengiseinkasölu ríkisins í Noregi í hlutafélög. Tel- ur samkeppnisráð málsatvik í því máli sambærileg við mál Lands- símans. Gaf ESA norska fyrir- tækinu þau fyrirmæli að endur- greiða ríkisaðstoðina. Matsgerð gaf ekki rétta mynd af verðmæti eigna „Að mati ESA telst ráðstöfun eigna úr ríkisrekstri í hlutafélag í eigu ríkisins vera ráðstöfun á eignum ríkisins. Að þessu leyti er mál Landssímans sambærilegt máli Arcus þar sem hlutafélag var stofnað um rekstur Póst- og síma- málastofnunar og því færðar eign- ir ríkisins," segir í álitsgerð sam- keppnisráðs. Bent er á að í ákvörðun ESA hafí verið litið svo á að afhending fastafjármuna á hagstæðu verði kæmi Arcus, sem tók við af norska einokunar- rekstrinum, til góða og ennfremur hafi ESA komist að þeirri niður- stöðu að hvers kyns fjárhagsleg aðstoð sem lögð væri til Arcus myndi raska samkeppni á mark- aðinum og fæli í sér ríkisaðstoð. „...varð niðurstaða ESA sú að stofnefnahagsreikningur Arcus hefði ekki gefið rétta mynd af raunverðmæti þeirra eigna sem Arcus voru færðar frá fyrirrenn- ara sínum. Arcus hefði með ýmsu móti notið ríkisaðstoðar og voru fyrirtækinu sett fyrirmæli um endurgreiðslu þeirrar aðstoðar,“ segir í álitsgerð samkeppnisráðs. Samkeppnisráð beinir ýmsum tilmælum til samgönguráðherra í úrskurði sínum, m.a. um að láta framkvæma endurmat á fastafjár- munum Landssímans, skuldbind- ingum og viðskiptavild og að því loknu verði ríkisaðstoðin dregin til baka. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Samkeppnisstofnun í gær eru tilmæli ráðsins sem beint er til ráðherra ekki bindandi. Er stjómvöldum þannig í sjálfsvald sett hvort þau fara að tilmælum samkeppnisyfirvalda. Ef málið kæmi hins vegar til kasta Eftir- litsstofnunar EFTA og hún kæm- ist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið farið eftir þeim reglum sem gilda á EES-svæðinu um veitingu ríkisaðstoðar gæti EES- samningurinn veitt tiltekin úr- ræði. I álitsgerð samkeppnisráðs seg- ir um þetta: „Dómstóll EB hefur talið að fyrirtæki eða einstakling- ar í slíkri stöðu geti farið fram á það hjá innlendum dómstólum að lögbann verði lagt við ríkisaðstoð ef ekki hefur verið farið að þeim málsmeðferðarreglum sem gilda um ríkisaðstoð." Meginatriði hvaða arðsemiskrafa er gerð Þórarinn V. Þórarinsson, stjómarformaður Landssímans, gagnrýnir harðlega niðurstöðu samkeppnisráðs að eignir fyrir- tækisins hafi verið vanmetnar og að um ríkisaðstoð hafi verið að ræða. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endur- skoðendur furðuðu sig mjög á úr- skurði samkeppnisráðs. „Þeir benda á að það sem skiptir máli í þessu efni er hvaða arðkrafa er gerð á fyrirtækið. Það er aðeins eitt fyrirtæki á Verðbréfaþinginu sem greiðir hærra hlutfall af tekj- um í arð til eigenda sinna á þessu ári en Landssíminn," segir hann. Skv. yfirliti sem tekið hefur verið saman er algengast að þau félög sem skráð eru á Verðbréfa- þingi greiði á bilinu 0,5% til 2% af rekstrartekjum í arð til eigenda sinna. Þannig greiðir Skeljungur nú 0,8% arð af tekjum, SR-mjöl 1,5%, Pharmaco 0,5%, Samherji 1,5%, Flugleiðir 0,5% og Eim- skipafélagið 1,85%. Landssíminn greiðir hins vegar 4,72% af tekj- um sínum í arð til ríkisins, skv. upplýsingum Þórarins. Aðeins Lyfjaverslun Islands greiðir hærra hlutfall en Landssíminn í arð eða 7,85%. Miklar kröfur um arðgreiðslur til Landssímans „Þetta segir mér að ríkið geri miklar kröfur um arðgreiðslur til Landssímans og það gerir að verkum að það ætti að gera fyrir- tækinu þyngra fyrir fæti í sam- keppninni," sagði Þórarinn. Þórarinn sagði varðandi niður- ÞÓRARINN V. Þórarinsson stjómarformaður telur að flýta beri sölu Landssíma Islands hf., í framhaldi af úrskurði samkeppnis- ráðs um málefni fyrirtækisins, því aðeins á markaði fáist raunveruleg niðurstaða um verðmæti fyrirtæk- isins. „Það er mitt mat að í þeirri sam- keppni sem framundan er verði enginn friður um starfsemi Lands- símans á meðan ríkið er eini eig- andinn. Þessi deila um verðmæta- matið verður ekki leyst öðruvísi en með sölu,“ segir Þórarinn. Tal skorar á stjórnvöld Tal hf. sendi í gær áskorun til stjómvalda um að séð verði til stöðu samkeppnisráðs um ríkis- stuðning við Landssímann að það væri alvarlegt þegar opinber eft- irlitstofnun héldi því fram að fyr- irtækið hefði notið ríkisstyrkja og látið væri að því liggja að Lands- síminn hefði notið styrkja af opin- beru fé og skattpeningum al- mennings. „Það er fjarri öllum sanni, það hafa aldrei verði notað- ir skattar til uppbyggingar Landssímans," sagði Þórarinn. Hann sagði að álitamál sem vörð- uðu meinta ríkisstyrki væm fyrst og fremst á forræði Eftirlitsstofn- unar EFTA og heyrst hefði að úr- skurður samkeppnisráðs hefði vakið nokkra athygli í Brassel. Hugsanlegt væri því að ESA tæki þetta mál og þær ásakanir sem settar væra fram í niðurstöðu samkeppnisráðs til skoðunar. þess nú þegar að tilmælum sam- keppnisráðs verði framfylgt. „Engin rök mæla með því að Landssíminn fari að draga óhjá- kvæmilegar úrbætur á langinn. Röksemdir samkeppnisráðs í því efni era afar sterkar. Ráðið segir að núverandi staða Landssímans komi í veg fyrir eðlilega sam- keppni, skapi tortryggni og sýni skakka mynd af afkomu fyrirtæk- isins. Þar sem Landssíminn er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, þá er stjórnvöldum í sjálfsvald sett að hafa áhrif á hvernig fyrirtækið tekur á þessum tilmælum sam- keppnisráðs,“ segir í áskoran Tals. Stjórnarformaður Landssímans Flýta ber sölu Landssímans Svínakjöti eytt vegna gruns um belgískan uppruna DIOXIN-mengun hefur ekki fundist í belgískum matvælum eða öðrum matvælum hér á landi. Sendingu af hitameðhöndluðu svínakjöti hefur þó verið fargað hér á landi, að beiðni innflytjandans, af því að varan gat verið af belgískum uppruna. I gær var gefin út auglýsing um takmörk- un á innflutningi tiltekinna matvæla frá Belgíu. „Markmiðið er að tryggja að dí- oxínmenguð matvæli verði ekki hér á markaði,“ segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Þar kem- ur einnig fram að unnið sé að inn- köllun á nokkrum tegundum af eftir- réttarkökum, sem að mestu var dreift til veitingastaða og mötuneyta í stofnunum og fyrirtækjum. Ástæða innköllunarinnar er sú að framleiðandi hefur ekki getað lagt fram staðfestingu belgískra yfir- valda um öryggi vörunnar eða hrá- efni sem hún inniheldur. „Innköllun þessi er gerð í samvinnu við innflytj- andann, undir eftirliti heilbrigðiseft- irlits sveitarfélaga og yfirumsjón Hollustuvemdar ríkisins,“ segir í fréttatilkynningunni. Síðkomin eituráhrif Evrópusambandið hefur sett skil- yrði um útflutning matvæla frá Belg- íu en íslensk stjórnvöld hafa jafn- framt sett reglur um innflutning þeirra matvæla og eftirlit með inn- flutningnum. Ekki hefur verið stað- fest að vörur hér á markaði hafi ver- ið mengaðar heldur hefur skort gögn sem staðfesta öryggi þeirra til neyslu. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins getur mengun mat- væla með díoxíni valdið síðbúnum eituráhrifum sé mengaðra matvæla neytt yfir langan tíma. Þar sem um skamman tíma er að ræða sé ekki ástæða til að óttast heilsutjón vegna belgískra matvæla sem hér hafa ver- ið til sölu. Embætti yfirdýralæknis og Holl- ustuvemd ríkisins hafa að undan- fórnu skoðað innflutning matvæla frá Belgíu og það eru þessar stofn- anir sem hafa eftirlit með fram- kvæmd þeirra reglna sem settar hafa verið með auglýsingunni. Regl- urnar gilda um innflutning á eggjum og eggjavörum, kjöti og kjötvörum og mjólk og mjólkurvörum frá Belg- íu. Einnig um innflutning á próteini og fitu, sem unnin er úr þessum hrá- efnum, og innflutning á unnum mat- vörum, sem innihalda sömu hráefni. Morgunblaðið/Ásdís Ný sending af blaðakerrum FYRSTA sending af nýjum blaða- kerrum fyrir blaðbera Morgunblaðs- ins kom í apríl. Reynslan af kerrun- um er góð og þykja þær hljóðlátari og léttari en þær gömlu. Blaðakerr- urnar taka 30 blöð. Nú er ný sending komin og mun dreifing þeirra til um- boðsmanna og blaðbera halda áfram hjá áskriftardeild blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.