Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 20

Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Steinar Björnsson Dúx Menntaskólans við Hamrahlíð Tómstunda- iðkun bitnaði lítið á náminu STEINAR Bjömsson, sem náði besta heildarárangri nemenda á stúdentsprófi frá Menntaskólanum við HamrahUð í vor, hefur gefið sér tíma til að Sinna ýmsu öðru en náminu. Steinar hefur spilað knatt- spymu og handbolta með Fjölni og leikur á trompet í skólahljómsveit Grafarvogs. Hann kennir á trompet auk þess að læra sjálfur á hljóðfærið. Steinar segir að þótt dijúgur tími hafi farið í tómstundaiðkun hafi það lítið bitnað á náminu, aðal- atriðið sé að skipuleggja tíma sinn vel. Steinar nýtti eyður í stunda- töflunni til lærdóms og vann heimavinnuna um leið og hann kom heim úr skólanum. Þannig gafst honum góður tími til að sinna öðr- um hugðarefnum. Mikill keppnismaður Steinar ákvað að fara í MH til að geta valið sér áfanga eftir áhuga. Hann er mikill áhugamaður um stærðfræði og lauk öllum stærð- fræðiáföngum sem skólinn hefur í boði að einum undanskildum. „Stærðfræði er ekki utanbókarlær- dómur heldur reynir hún á skiln- ing,“ sagði Steinar og hann segir keppnisskapið koma upp í sér þeg- ar hann glímir við erfiðar stærð- fræðiþrautir. „Það er gaman þegar tekst að leysa erfitt verkefni." í haust ætlar Steinar að spreyta sig á læknisfræðinni, hann segist hafa ákveðið að verða læknir fyrir löngu og hefur mikið velt fyrir sér öðrum lækningaaðferðum en hefð- bundnum vestrænum. Steinar hef- ur til að mynda kynnt sér náttúru- lækningar og svokallaða höfuð- beina- og spjaldhryggjalæknis- fræði. Hann hefur þó ákveðið að byrja í læknadeild Háskólans, enda er dýrt að halda utan til náms. „Eg fer í hitt seinna, það er bara spuming hvenær,“ sagði Steinar að lokum. Hvítir kollar Hvítir kollar hafa sett sterkan svip á mann- lífíð síðustu vikur. Nær allir framhaldsskól- ar landsins hafa nú útskrifað nemendur. Eftir áralangt nám hafa nemendurnir upp- skorið laun erfíðisins og við þeim blasir framtíðin, full af spennandi viðfangsefnum, A hringferð um landið tók Morgunblaðið tali nemendur sem náð hafa framúrskar- andi námsárangri og grennslaðist fyrir um áhugamál þeirra, vonir og væntingar. ATLI Gunnar Amórsson hlað- inn viðurkenningum. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Dúx, bassi og safnvörður frá Glaumbæ Sauðárkróki. Morgunbiaðið. ATLI Gunnar Amórsson írá Glaum- bæ í Skagafirði hlaut fjölmargar við- urkenningar fyrir góðan námsár- angur við útskrift og skólaslit Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra í vor. Atli Gunnar lauk prófi af eðlis- fræðibraut og auk viðurkenninga fyr- ir framúrskarandi árangur í stærð- fræði og raungreinum hlaut hann sams konar viðurkenningar fyrir ár- angur í íslensku, ensku og þýsku. Þegar haft var samband við Atla var hann í langferðabíl á leið til Mílanó. Atli syngur bassa í kór Fjöl- brautaskólans og fór strax eftir skólaslit í söngferð með kómum til Ítalíu. Atli Gunnar sagði að ferðin hefði gengið vel og verið ánægjuleg í alla staði, sungið hafi verið í Feneyjum og víðar og kórinn hefði uppskorið vel eftir mikið vetrarstarf. Atli sagði að námið hefði að sjálfsögðu setið fyrir en hæfileg þátttaka í félagslífi skólans væri nauðsynleg og kór- starfið væri gefandi og skemmtilegt. Onnum kafinn í sumar I sumar verður Atli við heyskap og önnur hefðbundin landbúnaðar- störf í Glaumbæ og hyggst njóta sumarsins. Atli er einnig starfs- maður byggðasafnsins í Glaumbæ og tekur þátt í starfi Flugbjörgun- arsveitarinnar í Varmahlíð. Hann gerir ráð fyrir að verða á flakki vegna æfinga og annars tengdu sveitinni fram til hausts. Þá hyggst hann hefjast handa við nám í um- hverfis- og byggingarverkfræði. Morgunblaðið/Golli Selma Rut Þorsteinsdóttir Dúx Fjölbrauta- skólans í Breiðholti Ahugi ræður árangri SELMA Rut Þorsteinsdóttir er fyrsti dúx Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem útskrifast af mynd- listarbraut. „Nám er vinna og ef maður vinn- ur vel nær maður árangri,“ sagði Selma í samtali við Morgunblaðið og hún segir áhuga skipta miklu um árangur. Þegar Selma var átta ára ákvað hún að verða listmálari og þótt ýmsir í fjölskyldunni vildu að hún veldi sér aðra braut í fram- haldsskóla varð henni ekki haggað. Selma er ánægð með þá menntun sem hún hlaut í FB, hún segist hafa lært mikið og þroskast og þá ekki síst í myndlistinni. Hún segir mat sitt á myndlist mikið hafa breyst, margt sem henni fannst áður ómerkileg list kann hún nú að meta. Ætlar að verða rík og fræg Selma hefur nám í grafískri hönn- un í Listaháskólanum í haust, hún segir meira þurfa til en góða tölvu- kunnáttu í námið og telur að mynd- listarhæfileikar hennar muni nýtast vel. Selma fékk skanna og prentara í sameiginlega stúdents- og tvítugsaf- mælisgjöf og getur því farið að búa sig betur undir skólann. Að loknu námi hér heima stefnir Selma á frekara nám erlendis til að víkka sjóndeildarhringinn, um framtíð sína hefur hún annars þetta að segja: „Ég ætla að verða rík og fræg.“ Morgunblaðið/Skapti ERNA Þórey Björnsdóttir fékk viðurkenningu fyrir námsár- angur í frönsku, íslensku og dönsku í VMA. Verkmenntaskólinn á Akureyri Til Frakk- lands eða út á land Akureyri. Morgunblaðið. ERNA Þórey Bjömsdóttir varð stúdent af myndlistar- og hand- menntabraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor. í VMA tíðkast ekki að gefa meðaleinkunnir eða heiðra dúxa, þannig að formlega er enginn slíkur til. Þó er vitað að Erna Þórey var að minnsta kosti með þeim hæstu á stúdentsprófi; „ég reiknaði sjálf út meðaleinkunnina mína og fékk út 9,2,“ segir hún við Morgun- blaðið. Nemendur eru verðlaunaðir fyrir námsárangur í einstökum greinum í VMA og Ema Þórey hlaut þrenn slík á útskriftarhátíð skólans; fyrir árangur í frönsku, dönsku og ís- lensku. Hún segist hafa mestan áhuga á íslenskunni og flestar auka- einingar sem hún tók í skólanum vom á því sviði. „Ég ætla að fara í íslensku og bókmenntir í háskólan- um fyrir sunnan, jafnvel líka í fjöl- miðlafræði," segir Erna þegar hún er spurð um framhaldið, og bætir svo við: „En ekki strax; nú ætla ég að taka mér frí í eitt eða tvö ár. Ég verð að vinna á Bautanum [sem þjónn] í sumar, og í haust fer ég ef til vill út, jafnvel til Frakklands, til að bæta einhverja við það sem ég lærði í frönsku í skólanum." En hvers vegna þessi mikli ís- lenskuáhugi? „Ég veit það varla,“ segir hún, en rifjar upp að strax í æsku hafi hún lesið mjög mikið. „Oft las ég einar tíu bækur á viku sem krakki. Byrj- aði gjaman á bók að kvöldlagi og las alla nóttina. Ég hef lesið mun minna af bókmenntum núna meðan ég var í skólanum," segir hún. Ljóð og fagurbókmenntir ýmiss konar eru í uppáhaldi hjá henni. Uppá- haldshöfundar? Hún nefnir Laxness og segist svo stefna að því að lesa sem mest af íslendingasögunum á næstunni. Erna Þórey, sem verður tvítug í sumar, var fjögur ár í VMA. „Ég ætlaði að taka þetta á styttri tíma, þremur til þremur og hálfu ári, en brautin mín er aðeins lengri en venjuleg bóknámsbraut og það var erfitt að koma stundaskránni al- mennilega saman með því að fara hraðar. Það skiptir þó engu máli; nú er ég búin.“ Hún segist hafa unnið mjög mikið í vetur, sem þjónn á Bautanum á kvöldin. „Allt upp í 60 til 70% vinnu suma mánuðina, vegna þess að hér vantaði fólk. Þetta er reyndar fyrsta árið sem ég vinn svona mikið með skólanum, en ég tók líka fæstar einingar á þessari síðustu önn. Var búin með flest það bóklega áður. Ég var líka í félagsmálum fyrir áramót, var þá í nemendaráði, og var þá enn uppteknari." Ef Ema fer ekki úr landi hyggst hún fara eitthvert út á land í haust til að kenna. „Ég ætla mér að kenna íslensku í framhaldsskóla í framtíð- inni, eftir nám. Ég hef ekki áhuga á málfræðinni sem slíkri, heldur á ljóðum og bókmenntum og vil því frekar kenna unglingum en böm- um. Ef kennarastarfíð á ekki við mig ætla ég að hafa fjölmiðlunina upp á að hlaupa. Ef hún á heldur ekki við mig verð ég líklega bara að lifa af listinni!" segir Ema Þórey og brosir. Morgunblaðið/Björn Blöndal BJARNFRÍÐUR Einarsdóttir úr Garði, nýstúdent og dúx úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dúx Fjölbrauta- skóla Suðurnesja Ætlar að verða arkitekt Reykjanesbæ.Morgiinblaðið. ,A.RKITEKTÚR er það fag sem mig langar að læra og ég hef sett stefnuna á Frakkland næsta haust, en þangað til mun ég einbeita mér að því að vinna fyrir hluta af náms- kostnaðinum," sagði Bjamfríður Einarsdóttir, nýstúdent og dúx úr Fjölbrautaskóla Suðumesja, í sam- tali við Morgunblaðið. Bjamfríður er 20 ára og búsett í Garði. Foreldrar hennar em Einar Bjamason og María Anna Eiríks- dóttir. Auk verðlauna fyrir besta heildamámsárangur hlaut Bjam- fríður sérstök verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungrein- um á stúdentsprófi. Árangurinn kom skemmtilega á óvart Bjarnfríður sagðist alls ekki hafa átt von á að hljóta hæstu einkunn, það hefði komið sér skemmtilega á óvart því margir frábærir nemend- ur hefðu verið í skólanum í vetur. Hún sagði að raungreinar virtust liggja vel fyrir sér og svo hefði hún sérstakan áhuga á frönsku. Bjam- fríður segist ekki enn hafa gert upp við sig hvemig arkitektúr hún hyggst læra, „það verður bara að koma í ijós,“ sagði hún. Hún er þegar farin að safna fyrir náminu í Frakklandi sem tekur fimm ár og starfar nú sem gjaldkeri í Landsbankanum í Leifsstöð og bakar auk þess pitsur hjá Pizza 67 í Keflavík. SJÁBLS.22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.