Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 25 VIÐSKIPTI Átökin um yfírtöku á Saga Petroleum Nýtt tilboð frá Norsk Hydro og Statoil NORSK Hydro og rQdsrekna olíu- fyrirtækið Statoil hafa gert tilboð í olíufyrirtækið Saga Petroleum sem hljóðar upp á 135 norskar krónur fyrir hvern hlut og er það tíu krón- um hærra verð en franska fyrir- tækið Elf Aquitaine hefur boðið, samkvæmt fréttum norska blaðsins Aftenposten. Að undanfornu hafa Norsk Hydro og Statoil, annars vegar, og Elf, hins vegar, tekist á um yfir- töku á Saga Petroleum. Ef miðað er við tilboð Hydro og Statoil er verðmæti fyrirtækisins rúmlega 20 milljarðar norskra króna sem er um 1,4 milljörðum meira en sé mið- að við tilboð Elf. Stjóm Saga hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvoru tilboðinu hún muni leggja til að hluthafar fyrir- tækisins taki, en samþykki um 70% þeirra þarf til að kaupin geti farið fram. Nái áætlanir Hydro og Sta- toil fram að ganga munu fyrirtækin skipta Saga á milli sín, þannig að Hydro fái 75% og Statoil 25%, en samkvæmt nýjustu fréttum hefur Elf lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki hækka tilboð sitt í Saga. --------------------- Verðlaun veitt á norrænu auglýsinga- hátiðinni FINNSKA auglýsingastofan Hasan & Partners og sænska fi-amleiðslu- fyrirtækið Modfílm & Co áttu aug- lýsinguna sem vann Grand Prix- verðlaun ársins á tíundu norrænu auglýsingahátíðinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hátíðin var haldin á Máhney í Svíþjóð í byrjun þessa mánaðar. Auglýsingamyndin sem vann nefnist „The Boxer“ og tilheyrir auglýsingaröð sem framleidd var fyrir Telia Finland Oy. Sú auglýsing sem vann silfurverðlaun var einnig framleidd af Hasan & Partners og Modfilm & Co. í dómnefndinni sem valdi verð- launahafa ársins áttu sæti tveir ís- lendingar, þau Halia Helgadóttir og Styrmir Sigurðsson. A norrænu auglýsingahátíðinni er keppt í opn- um flokki og sex sérflokkum en há- tíðin er rekin sem sjálfstætt fyrir- tæki af auglýsingastofum á Skáni í Svíþjóð. Hlutabréf í Carlsberg lækka Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HLUTABRÉFIN í brugghúsinu Carlsberg hafa á undanförnu ári lækkað um 40 prósent, en á þeim tíma hafa hlutabréfin í hollenska Heineken, helsta keppinaut Carls- bergs, hækkað um 40 prósent. Rekstrarhagnaður Carlsbergs minnkaði um 70 milljónir danskra króna frá október 1998 til mars 1999 miðað við sama tíma árið áður, varð 638 milljónir. Flemming Lindelov framkvæmda- stjóri Carlsbergs bendir á að það sé gott að koma út með milljarð danskra króna í árshagnað, eins og hálfsársskýrslan sýnir, en viðurkenn- ir jafnframt að erfitt sé að vinna upp minnkandi sölu heima fyrir á tímum minnkandi bjórdrykkju heima og heiman. Sérfræðingar gagnrýna fyr- irtækið fyrir að vera svifaseint, til dæmis í fjárfestingum í Austur-Evr- ópu, þar sem bjórdrykkja eykst. „Takmark okkar er að koma því svo fyrir að það verði aftur sjálfsagt að drekka bjór með matnum," segir Lindelov í samtali við Berlingske Tidende. Vandi Carlsbergs er að bjórdrykkjuþjóðin danska hneigist æ meira til víns og vatns, en þó sama sé uppi á teningnum í nágrannalönd- unum í Norður-Evrópu hafa stóru keppinautamir þar sótt í sig veðrið á minnkandi mörkuðum. Heima fyrir hefur sala samsteypunnar minnkað um fimm prósent. Svar Carlsbergs við breyttum drykkjuvenjum hafa verið nýjar bjórtegundir, sem flætt hafa yfir markaðinn undanfarið ár með til- heyrandi auglýsingum. Lindelov segir enn of snemmt að segja til um hversu góðum markaðstökum nýju tegundimar nái. Þær séu framtíðar- fjárfesting, sem eigi eftir að skila sér. Hörð samkeppni Carlsberg á í harðri samkeppni bæði heima og heiman. Fyrirtækið hefur komið sér upp bmgghúsum í Póllandi, Króatíu og Rúmeníu og keypt sig inn í Litháen. A sama tíma virðast keppinautamir hafa komið sér fyrr og betur fyrir í Austur-Evr- ópu, sem í ljósi vaxandi velmegunar og sterkrar bjórhefðar er óhemju áhugaverður markaður. Heineken er til dæmis í fyrsta sæti í Póllandi. Asía er einnig áhugaverður og vax- andi markaður. Nýtt Carlsberg- bmgghús í Kína skilar þó enn ekki hagnaði, fremur en reiknað var með. Auk nýrra vara og hertrar mark- aðsfærslu hefur Carlsberg bmgðið á sama ráð og aðrar samsteypur að skera frá alla starfsemi, sem ekki telst kjamastarfsemi. Eins og ís- lendingum er kunnugt hefur Carls- berg nú á höndum Coca-Cola um- boðið fyrir öll Norðurlöndin, sér þar um framleiðslu og dreifingu. Sá geiri gengur mjög vel, en vegur þó ekki upp tapið heima fyrir. fímmtudag til sunnudags Mold í útikerin 121. kr 949 221. kr 469 Permasect og úðadælur 96% Gaumur kaupir allt hlutafé í Hard Rock GAUMUR hf„ eignarhaldsfé- lag Bónus-feðga, hefur keypt allt hlutafé í Hard Rock Café veitingastaðnum í Kringlunni af fyrri meðeiganda, Krist- björgu Kristinsdóttur. Jó- hannes Jónsson í Bónusi segir í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins að nýr fram- kvæmdastjóri hafi verið ráð- inn að Hard Rock og heitir hann Einar Bárðarson. Að sögn Jóhannesar verða engar breytingar á rekstri veitinga- staðarins sem rekinn er að al- þjóðlegri fyrirmynd Hard Rock veitingastaðanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.