Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KVENNARÁÐSTEFNA í FÆREYJUM Morgunblaðið/Arna Schram UM SEXTÍU konur frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi tóku þátt í kvennaráðstefnu Vestnorræna ráðsins um síðustu helgi. Undir lok ráðstefnunn- ar voru tillögur kvennanna kynntar fulltrúum Vestnorræna ráðsins og miða þær flestar að því að gera kvennarannsóknir og -sögu sýnilegri sem og að jafna stöðu kynjanna á sem flestum sviðum samfélagsins. Island stóra systir í vestnorrænu samstarfí TÆPLEGA sextíu konur frá vest- norrænu löndunum þremur; íslandi, Færeyjum og Grænlandi, tóku þátt í kvennaráðstefnu Vestnorræna ráðs- ins í Færeyjum um síðustu helgi. Flestar hafa þær mikla reynslu og þekkingu á málefnum tengdum jafn- rétti kynjanna og stöðu kvenna í nú- tíð og fortíð og var verkefni þeirra á ráðstefnunni m.a. að ræða og kynna sér sameiginleg vandamál kvenna í vestnorrænu löndunum þremur og koma með tillögur til úrbóta. Ráð- stefnan hófst á fóstudegi og stóð fram á sunnudag og skiptu þátttak- endur á þeim tíma með sér verkum og unnu að sex viðfangsefnum í jafn- mörgum vinnuhópum. Til dæmis fjallaði einn hópurinn um konur á vinnumarkaði, annar um ofbeldi gegn konum og sá þriðji um konur í stjómmálum svo dæmi séu nefnd. Þess á milli hittust allar konurnar í aðalsal ráðstefnunnar, sem haldin var á Hótel Færeyjum, og fylgdust með fróðlegum erindum ráðstefnu- gesta um málefni er varða konur og raunar samfélagið allt. A kvöldin var hins vegar stund milli stríða og þótti þá við hæfi að kynna sér menningar- og næturlíf stærsta bæjar Færeyja, Þórshafnar. MONTANINI Hámarhs gœði, einstakt bragð Kryddlegnir hvítlauksgeirar með öllum mat! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 Glögglega kom í ljós á kvennaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum um síðustu helgi að Færeyingar og Græn- lendingar geta margt lært af Islendingum, ekki síst í málefnum er varða jafnrétti kynjanna, skrifar Arna Schram. Ekki -------------------——.... .... ■ 1 1 ■ þar með sagt að við Islendingar megum vel við una en á mörgum sviðum stöndum við þó skrefi framar í þessum málaflokki en frændþjóðir okkar í vestnorðri. Niðurstöður fyrmefndra vinnu- hópa voru kynntar fulltrúum Vest- norræna ráðsins að kvöldi sunnu- dagsins og gaf þar m.a. að líta tillög- ur um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði, þar sem feður hefðu 4 mán- aða sjálfstæðan rétt til fæðingaror- lofs, konur 4 mánuði og fjórum mán- uðum væri hægt að skipta á milli foreldranna að vild. Þá mátti sjá kunnuglegar hugmyndir um styttri og sveigjanlegri vinnutíma fyrir alla, bæði konur og karla, óskir um sér- stakt menntunarkerfi fyrir ungar og/eða einstæðar mæður, ófaglærð- ar konur og konur sem komnar væru á eða yfir miðjan aidur og að síðustu var stungið upp á því að komið yrði á tengdum vestnorræn- um gagnabanka á Netinu um hvað- eina sem snertir stöðu kvenna og kvennarannsóknir í löndunum þremur. Fleiri tillögur voru að sjálf- sögðu bornar fram, þótt ekki séu þær tilgreindar hér. Eina þeirra mætti þó nefna sérstaklega, þar sem hún hlaut almennt góðar undirtektir ráðstefnugesta og að því er virtist fuiltrúa Vestnorræna ráðsins. Sú til- laga gengur út á að þjóðþing Færeyja og Grænlands samþykki hvort um sig að skipa þverpólitíska nefnd sem hafi það að markmiði að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin yrði skipuð nú þegar til næstu fimm ára og fengi sem svar- aði fimm milljónum íslenskra króna til verkefnisins á ári hverju. Eins og mörgum býður í grun er fyrirmynd nefndarinnar sótt til Is- lands, en á vordögum síðasta árs skipaði félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, nefnd undir formennsku Sivjar Friðleifsdóttur, nú umhverf- isráðherra, er hefði það hlutverk að vera með þverpólitískar aðgerðir, fræðslu og áróður tii að auka hlut kvenna á vettvangi stjómmálanna. Skemmst er frá því að segja að hug- myndin að baki íslensku nefndarinn- ar um aukinn hlut kvenna féll þátt- takendum ráðstefnunnar vel í geð og auglýsingaátak hennar í fjölmiðl- um, sem margir hverjir muna ef- laust eftir úr dagblöðum og ljós- vakamiðlum í lok síðasta árs og byrjun þessa, vakti almenna hrifn- ingu. Þar var til dæmis sýnd mynd af Davíð Oddssyni forsætisráðherra alvarlegum í bragði skoða kven- mannsskó undir yfirskriftinni, auð- vitað reynum við að setja okkur í spor kvenna og Steingrími J. Sigfús- syni alþingismanni standa kíminn í tröppum alþingishússins með óléttu- bumbu út í loftið undir yfirskriftinni, sumt er okkur ofvaxið. Er frelsi kvenna á kostnað barnanna? En áður en lengra er haldið skul- um við líta nánar á efni einstakra fyrirlestra sem haldnir voru á ráð- stefnunni og þær umræður sem spunnust í kjölfar þeirra. Fyrst ber að geta erindis Maritu Petersen, fyrrverandi lögmanns Færeyinga, en hún fjallaði m.a. um fjölskyldu- stefnu í stjórnmálum og þann þrá- láta orðróm að frelsi kvenna kæmi verst niður á börnunum. „í öll þau ár sem konur hafa barist fyrir jafn- rétti og frelsi frá hinu hefðbundna húsmóðurhlutverki, hafa verið uppi raddir sem halda því fram að börnin þurfi að borga það verð sem frelsi kvennanna kostar.“ Petersen hélt því fram að þær raddir gerðust nú æ háværari og vísaði máli sínu til stuðnings í helstu fréttir danskra fjölmiðla síðustu vikur um að rann- sóknir sýndu að börn dveldu að meðaltali 45 tíma á viku á stofnun- um. „Síðar heyrði ég því haldið fram að ekki væri hollt fyrir börnin að dvelja lengur en 49 tíma á stofnun- um á viku,“ sagði hún og virtist reyndar efast um réttmæti þeirrar fullyrðingar. I umræðunum á eftir kom hins vegar skýrt fram að Petersen væri alls ekki þeirrar skoðunar að börnin hefðu á heildina litið þurft að gjalda fyrir frelsi kvennanna. „En ef við samþykkjum þessa fullyrðingu og höldum því fram að það sé óheppi- legt fyrir börn að vera of lengi á þeim stofnunum, sem við þekkjum í dag, [svo sem leikskólum] og ef fjöl- skyldupólitík snýst um börnin, hlýt- ur rétt fjölskyldustefna að miða að því að gera mæðrunum kleift að vera eins mikið heima og mögulegt er og þá helst heima allan daginn.“ Petersen benti hins vegar á að með þessu værum við að aðhyllast þá hugmynd að karlarnir eða feðurnir væru einu fyrirvinnur fjölskyldunn- ar og að þeir væru jafnframt þeir einu sem þyrftu að hugsa um frama sinn á vinnumarkaðnum. Fleiri fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni og má þar m.a. nefna fyrirlestur Margrétar Gunnarsdótt- ur, starfsmanns Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins, þar sem hún staðfesti m.a. að atvinnu- leysi væri algengara meðal kvenna en karla. Einnig er vert að geta fyr- irlestrar Else Poulsen sálfræðings um konur og ofbeldi á Grænlandi, en í honum kom m.a. fram að miðað við opinberar tölur, sem ekki segja þó alla söguna, megi ætla að algengara sé að konur verði fyrir líkamlegu of- beldi, svo sem nauðgunum eða til- raunum til nauðgana, á Grænlandi en í nágrannalöndunum Færeyjum og íslandi. Að sögn Poulsen voru að meðaltali 124 nauðganir eða nauðg- unartilraunir kærðar til lögreglunn- ar á Grænlandi á ári á tímabilinu 1990 til 1998. í flestum tilfellum voru fórnarlömbin konur og þýða þessar tölur. að um 0,47% kvenna á Grænlandi verði fyrir slíku ofbeldi á ári hverju. Hundrað kærur afgreiddar frá kærunefnd jafnréttismála Á íslandi hafa jafnréttislög verið í gildi frá árinu 1976, í Færeyjum hafa slík lög verið í gildi frá árinu 1994 en engin slík lög er að fínna á Grænlandi. Þar hefur á hinn bóginn starfað jafnréttisráð í um það bil eitt ár en án þess þó að eiga sér stoð í jafnréttislögum. Brynhildur Fló- vents, lögfræðingur hjá Jafnréttis- ráði, gerði á ráðstefnunni grein fyrir íslensku jafnréttislögunum númer 28 frá 1991 og skýrði jafnramt frá nýjum jafnréttislögum sem vonir eru bundnar við að verði samþykkt á næsta löggjafarþingi. Brynhildur gerði kærunefnd jafnréttismála þó sérstaklega að umtalsefni, en hlut- verk nefndarinnar er m.a. að taka við ábendingum um brot á ákvæðum jafnréttislaganna, rannsaka mál af því tilefni og senda að rannsókn lok- inni niðurstöður til þeirra aðila er málið snertir. í máli Brynhildar kom fram að kærunefnd jafnréttismála hefði af- greitt yfir 100 kærumál frá því nefndin tók til starfa um mitt árið 1991. „Mörg þessara mála hafa haft mikla þýðingu fyrir íslenskar konur, ekki síst fyrir þær konur sem hafa haft betur [í kjölfar til dæmis mála- reksturs],“ sagði hún. Brynhildur tók fram að flest kærumálanna snerust um stöðuveitingar eða iaunamisrétti en lét þess einnig get- ið að hún hefði á tilfinningunni að æ fleiri mál ættu í framtíðinni eftir að snúast um nokkur grundvallar við- horf í samfélaginu til annars vegar kvenna og hins vegar karla. Sem dæmi nefndi hún kæru ungrar konu sem var rekin úr fegurðarsam- keppni á íslandi vegna nektar- mynda sem birtust af henni í tíma- ritinu Playboy. Á svipuðum tíma fékk karlmaður hins vegar að taka þátt í sambærilegri fegurðarsam- keppni þrátt fyrir að hann hefði set- ið fyrir á nektarmyndum. Brynhild- ur nefndi einnig dæmi um kærur kvenna sem væru skyldugar til þess að ganga í stuttum og þröngum pils- um í vinnunni eða háhæluðum skóm. „Eg held því fram að ungar konur í dag sætti sig ekki lengur við nokkr- ar af þeim mismunandi reglum sem samfélagið hefur lagt þeim á herð- ar,“ sagði hún. Goðsögnin um að konur séu konum verstar Eftir að fyrirlestrarnir höfðu ver- ið fluttir spunnust oft og á tíðum fjörugar umræður um viðkomandi viðfangsefni. Einna minnisstæðust er líkiega sú sem varð eftir að Isólf- ur Gylfi Pálmason formaður Vest- norræna ráðsins hafði haldið því fram að kannski væri ekki fjarri lagi að ætla að konur væru konum verst- ar. Alltjént væri það hans upplifun í samstarfi sínu bæði við konur og karlmenn í gegnum árin. (Sumum þótti það reyndar aðdáunarvert að hann skyldi halda því fram á ráð- stefnu með nær sextíu kvenréttinda- konum frá vestnorrænu löndunum þremur.) „Eg hef orðið var við það að konur eru mun gagnrýnni á kyn- systur sínar í ábyrgðarstöðum en á karla í sambærilegum stöðum," sagði ísólfur Gylfi og tók sem dæmi heilbrigðisráðherrann, Ingibjörgu Pálmadóttir. „Konur á Alþingi hafa verið mun harðari við hana en sam- ráðherrar hennar," sagði hann. Þeg- ar hér var komið sögu fannst Svan- fríði Jónasdóttur alþingismanni ástæða til að taka fram að heilbrigð- isráðherrar á Islandi yrðu alltaf fyr- ir mikilli gagnrýni á störf sín, hvort sem um væri að ræða kvenráðherra eða ekki. Karin Kjölbro félagsráð- gjafi gat heldur ekki orða bundist og sagði við mikinn fognuð viðstaddra að konur gerðu einfaldlega mun meiri kröfur til sjálfra sín en karlar og þar með gerðu þær meiri kröfur til annarra kvenna. Þær gagnrýndu ekki karla eins mikið af þeirri ein- földu ástæðu að þær væru vanar því að þeir væru ekki eins duglegir og konur. Áður en lengra er haldið út á svo hála braut, skal staðar numið. Eins og í upphafi var greint frá lágu til- lögur þátttakenda ráðstefnunnar fyrir að kvöldi sunnudags og þing- menn í Vestnorræna ráðinu lýstu því yfir að þeir væru afar ánægðir með ráðstefnuna sem og niðurstöð- ur hennar. Sumir tóku reyndar fram að framkvæmd flestra tillagnanna kostuðu mikla peninga og óvíst væri hvort hægt væri að koma þeim öll- um á koppinn, alltjént ekld í bráð. Hins vegar tóku þeir fram að aðal- fundur Vestnorræna ráðsins sem halda á í ágúst nk. myndi taka tillög- urnar til umfjöllunar og forgangs- raða og móta tillögur úr þeim sem lagðar yrðu fyrir þjóðþing landanna þriggja til samþykktar, nú eða synj- unar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.