Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 35

Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 35 I skuggsjá nútímans í Snorrastofu í SNORRASTOFU í Reykholti verður formlega opnuð sýningin „I skuggsjá nútímans" á morgun, sunnudag kl. 14. Meginþemað er margvísleg úrvinnsla úr fornum menningararfi íslendinga. Verður sjónum beint að ýmsum formum þessarar úrvinnslu, þó einna helst útgáfustarfsemi og rannsóknum í handritafræði, bókmenntafræði og fornleifafræði. Borgfirðingnum Jóni Helgasyni frá Rauðsgili, prófessor í Kaup- mannahöfn, verður tileinkaður sér- stakur sýningarhluti, spm unnin er í náinni samvinnu við Arnastofnun. Ennfremur verður aldarafmælis Jóns minnst með dagskrá í Reyk- holti 26. júní nk. í öðrum sýningarhluta verður fornleifarannsóknum í Reykholti gerð skil í máli og myndum og upp- gröfturinn tengdur heildarþema sýningainnnar. Undirbúningur þessa þáttar var unninn í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands. Sýning af þessari gerð er nýjung á Islandi auk þess sem sjálfar fornleifarann- sóknirnar eru í anda nýrra strauma í rannsóknum. I Reykholti er markmiðið að víkka út fomleifa- rannsóknimar og gera þær að fjöl- faglegri rannsókn og afla þannig nýrrar vitneskju, ekki síst um 13. öldina. Fyrirhugað er að tefla sam- an rannsóknum á staðnum á sviði fornleifafræði, sagnfræði, bók- menntafræði, handritafræði og náttúravísinda í því skyni að sögu byggðar á staðnum megi skoða í nýju ljósi og í víðara samhengi en áður. Verk Snorra Sturlusonar Nokkrar útgáfur af verkum Snorra Sturlusonar verða til sýnis, þ.e. Heimskringla, Snorra-Edda og Egla. Safnahús Borgarfjarðar hef- ur á undanförnum árum komið sér upp góðu safni af fágætum útgáf- um á þeim fornsögum, sem tengj- ast Borgarfirði, og hafa nokkrar þeirra verið fengnar að láni til sýn- ingarinnar. Þá verður eitt sýning- arpúlt tileinkað þeirri merku og veglegu gjöf er Snorrastofu barst nýlega, þ.e. bókasafni dr. Jakobs Benediktssonar. Síðast en ekki síst verða til sýnis bækur, sem gefnar vora frá Háskólanum í Gautaborg í tilefni sýningarinnar. Sýningin er sett upp í samvinnu við Stofnun Ái-na Magnússonar á Islandi, Þjóðminjasafnið og Safna- húsið í Borgamesi. Ferðaþjónust- an Heimskringla annast vörslu sýningarinnar. Hún er opin frá kl. 10-18 alla daga vikunnar yfir sum- armánuðina og eftir samkomulagi á vetrum. BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur leikur léttklassíska tónlist í Ráðhúsinu í dag. Ráðhústónleikar Blásarakvintettsins LISTIR BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag kl. 16. Blásarakvintettinn, er kamm- erhópur Reykjavíkur, skipaður þeim Bernharði Wilkinson, sem leikur á flautu, Daða Kolbeins- syni á óbó, Einari Jóhannessyni á klarinett, Jósef Ognibene á horn og Hafsteini Guðmunds- syni á fagott. Þeir félagar hafa staðið í ströngu í vetur og hafa m.a. frá áramótum leikið inn á þijár geislaplötur. í Ráðhúsinu leikur kvintettinn léttklassíska tónlist og eru þessir tónleikar síðasta verkefnið á þessu starfs- ári. Næsta starfsár hefst í ágúst með tónleikaferð til Ástralíu og Singapúr. Sumar- djass á Jómfrúnni SUMARDJASS, tónleikaröð veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu, heldur áfram í dag, laugardag, kl. 16-18. Þá kemur fram tríó skipað Óskari Guðjónssyni saxafónleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara og trommuleikaranum Einari Scheving. Tónleikamir fara fram ut- andyra, á Jómfrúrtorgi, ef veður leyfir. Einsöngs- tónleikar í Tónleikasal Söngskólans HRÓLFUR Sæmundsson bariton- söngvari og Ólafur Vignir Alberts- son píanóleikari halda einsöngstón- leika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsa- stíg 7, Reykjavík, þriðjudagskvöldið 15. júní kl. 20.30. Tónleikamir eru lokaáfangi burtfar- arprófs Hrólfs frá Söngskólanum í Reykjavík. Á tónleikunum verður ljóðaflokkurinn Dichterliebe, ástir skáldsins, Op. 48 eftir Robert Schumann fluttur í heild og enn- fremur atriði úr þremur af þekkt- ustu óperum Mozarts, Töfrafiaut- unni, Don Giovanni og Brúðkaupi Fígarós, þar sem tvær sópransöng- konur og samnemendur Hrólfs við Söngskólann, Valgerður G. Guðna- dóttir og Brynhildur Björnsdóttir, koma til liðs við Hrólf og Ólaf Vigni í dúettum Pamínu og Papagenós og Zerlinu og Don Giovannis. -------------- Maður í mislitum sokkum sýndur á Stóra sviðinu NÚ ER lokið leikferð Þjóðleikhúss- ins um landið með leikritið Maður í mislitum sokkum, eftir Arnmund Backman. Sýningum verður haldið áfram í Þjóðleikhúsinu og verður þessi gamanleikur nú færður upp á Stóra svið. Sýningar á Stóra sviðinu verða 18., 19: og 20. júní. Hrólfur Sæmundsson Lœgsta bilanatíðni allra bíla. Niðurstöður þýsku skoðunarstofunnar DEKRA sem framkvœmir árlega skoðanir á yfir 7 milljónum bíla sýndu að Fiat Bravo og Brava biluðu minnst allra þriggja ára gamalla bíla. Bravo og Brava fengu einnig hœstu einkunn íl 00.000 km reynsluakstri Auto Motor und Sport en blaðamenn völdu hann „Besta bílinn í millistœrðarflokki". Komdu í reynsluakstur og gerðu samanburð á verði, gœðum og búnaði við aðra bíla í þessum flokki. Staðalbúnaður er m.a: ABS hemlalœsivörn, 4 loftpúðar, kippibelti, rafdrifnar rúður og samlœsingar Sportlegur 3 dyra Bravo 100 SX kostar aðeins kr, 1.360.000 Fjölhœfur 5 dyra Brava 100 SX kostar aðeins kr. 1.390.000 Istraktor BÍLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800 www.flat.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.