Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 59^ • • Oflugt starf Tónlistarskóla Rangæinga Á DÖGUNUM var ég viðstaddur skólaslit Tónlistarskóla Rangæ- inga. Tónlistarskóli Rangæinga er rótgróin stofnun, en rúmlega 40 ár eru liðin frá stofnun hans. Vert er að þakka framsýnum stofnend- um skólans fyrir fyrir- hyggju í þessum efh- um, með Bjöm Fr. Björnsson fyrrv. sýslu- mann Rangæinga í broddi fylkingar. Alls voru um 230 nemendur í skólanum á þessu skólaári og luku 50 nemendur stigspróf- um. Sérstakur forskóli fyrir yngstu nemendur er við skólann og einnig er sérstakur forskóli í tónlist í Hvolsskóla á Hvolsvelli sem Tón- listarskóhnn sér um. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með framþróun Tónlistar- skólans á undanfórnum árum. Nokkrir nemendur skólans hafa náð langt í tónlistarflutningi hér á landi. Boðið er upp á mjög fjöl- breytilegt nám þar sem nemendur eru á öllum aldri. Skólanum er skipt í píanódeild, blástursdeild, strengjadeild og söngdeild. Við skólann starfar lúðrasveit og strengjasveit. Það skiptir íbúa dreifbýlis, ekk- ert síður en íbúa þéttbýlis, miklu máli að boðið sé upp á þroskandi tónlistamám fyrir börn og full- orðna. Þroskandi viðfangsefni göfga einstaklingana og veita þeim gleði og fullnægju. Nemend- ur í Tónlistarskóla Rangæinga eru á öllum aldri og er kappkostað að þeir ljúki stigsprófum. Með þeim hætti eykst metnaður nemenda og þannig hafa þeir alltaf að ákveðnu markmiði að stefna. Á undanförn- um ámm hafa þrír nemendur lokið lokaprófi áttunda stigs við skól- ann. Áttunda stig í tónlist sam- svarar háskólanámi og má því segja að háskóli hafi starfað í Rangárvallasýslu á síðustu ámm. Kennarar hafa einnig verið að bæta við sig í námi, m.a. hefur einn þeirra, Anna Magnúsdóttir, lokið brottfararprófi áttunda stigs við skólann. Undanfarin sjö ár hefur Agnes Löve píanóleikari verið skólastjóri skólans en lætur nú af störfum. Agnes hefur verið ötull og metnað- arfullur skólastjóri. Hún hefur nýtt þá fjármuni vel sem Héraðsnefnd Rangæinga veitir til skólans, en nefndin er einmitt rekstraraðili hans. í hennar tíð hefur verið bryddað upp á fjölmörgum nýjung- um við skólann, t.d. þeirri deilda- skiptingu sem að ofan greinir. Þannig hefur skólaárið verið lengt, sérstök námsskrá hefur verið lögð fram og er hún fyrirmynd margra annarra tónlistarskóla í landinu. Starfsskrá skólans, ásamt tón- leikahaldi, er lögð fram í upphafi hvers skólaárs. Þá hefur einnig mjög verið horft til söngdeildar skólans, þar sem full- orðnir hafa verið að nema á undanfömum áram. I söngdeildinni er nemendum kennd tjáning og framkoma ásamt söngnum og hefur Benedikt Ámason leikstjóri séð um þann þátt en Jón Sigurbjömsson leikari og söngvari séð um hluta af kennslu söngnemenda. Líkja má starfi tónlistarskólanna Menntun Það hefur verið ánægjulegt, segir ísólf- ur Gylfí Pálmason, að fylgjast með framþróun Tónlistarskólans á und- anförnum árum. í landinu við ræktun skóga. Jörð er unnin, gróðursett er, borið er á og hlúð er að plöntunum. Ekki ná all- ar plönturnar að dafna, þó nokkrar ná meðalvexti og alltaf era ein- hverjar sem ná miklum þroska og bera af fyrir fegurð. Ávextir tón- listarnámsins koma ekki í ljós fyrr en seint á þroskabrautinni. Agnesi Löve era þökkuð ræktunarstörfin í Rangárþingi. Þegar hafa þó nokk- ur tré náð að bera ávexti og það er von mín að starf skólans fái að dafna um alla framtíð. Höfundur er alþingismaður. Isólfur Gylfi Pálmason Borðdúkar til bruðarsiafa Uppsetningabúðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. Anna & útlitið... veitir þér persónulega aðstoð við val á gleraugum í verslun okkar Smáratorgi í dag, fristudaginn 11. júní og á morgun laugar- daginn 12.júníkL 13-18. □piö á föstudag kl. 10-20. laugardag kl. 10-1 8 oq sunnudag kl.12-18 H A M R A B □ R G 1 O S 1 M 1 5 5 4 3 2 O O S M Á R A T □ R G I S 1 M 1 5 6 4 3 2 O O TILBOÐSREKKI fullur af nýjum umgjöröum frá kr. 3.500 - 9.500 QHO/ afsláttur CU /0 á glerjum á föstudag, laugardag og sunnudag! Láttu sjá þig - og sjáðu betur! G&N Sérstök kynning á nýju gleraugnamerki. FRAMEHDUSE r /rv VINTERSPORT Bildshöfða 20 • I I 2 Reykjavfk • sfmi 5I0 8020 • www.intersport.is utog yiir ca -5 C ca-lOC ca -20 C i nusum ouiiicii uy vuiui I tjaldi að sumrí til í tjaldi vor, sumar og haust (tjaldi allt árið um kring. Mjög erfiðar aðstæður McKlnley Dream llte: Góður svefnpoki fyrir sumarútilegumar. Kuldaþol frá +4°C - -1°C. DuPont Hollofill2 fylling. Ytra byrði með Microlite polyester sem andar og er vindhelt og vatnsfráhrindandi. Hentar vel fyrir fslenskar aðstæður. Þyngd 1.700 grkr. 5.990,- Haglöfs Camp Ute: Vandaður svefnpoki frá Haglöfs. ytra byrói úr Performac Ripstop Nylon. Innra byrói, Dry Skin polyester. Kuldaþol -6°C. Fylling QOOgr. DuPont Holofyll. Þyngd 1900gr. McKlnley X-treme lite: Mjög léttur og vandaöur svefnpoki. Ytra byrði Tachtel Ripstop Nylon sem er vind- og vatnsfrá- hrindandi. Kuldaþol - 7°C. Fylling 400gr. DuPont Thermolite Xtreme. Þyngd 890gr. Slerra Lóttur, ódýr og þægilegur svefnpoki sem hentar vel I sumarútileguna. Það fer lltið fyrir honum, þyngd ca. 900gr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.