Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ ^60 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN Nokkrir lærdómar handa Samfylkingu ÚRSLIT alþingis- kosninganna 8. maí síð- astliðinn voru enginn meiri háttar ósigur vinstri armsins í ís- lenskum stjómmálum, eins og sumir tala nú um. Samfylkingin og Vinstrihreyfíngin fóru "9? af hólmi með nákvæm- lega jafnmarga þing- menn og flokkamir sem lögðu til efnið í þessar fylkingar: Alþýðu- bandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Pjóðyaki og Kvennalistinn. Úrslitin vom þannig hjakk í sama farinu, staðfest- ing þess að áformin um sameiningu vinstrimanna höfðu mistekist, enn ein staðfesting tví- skiptingarinnar sem varð með stofnun Kommúnistaflokks íslands árið 1930. Gagnstætt því sem við sameiningarsinnar ætluðum okkur var fjórflokkakerfið endurvakið, því -. að nú hvarf sú ógnun sem Kvenna- hstinn hafði verið því síðan 1983. (Ég tek Frjálslynda flokkinn ekki alvarlega ennþá.) Það eina sem Samfylkingin hefur breytt er að endurreisa styrkleikahlutföllin sem ríktu fyrir kosningasigur Sósíalista- flokksins árið 1942. Miðlægari arm- urinn, sem hefur heitið Alþýðu- flokkur fram að þessu, er aftur orð- inn stærri en sá róttækari, sem hef- ur kallað sig Kommúnistaflokk, Sósíalistaflokk og Alþýðubandalag. p-Þetta er raunar talsverð breyting því ætla má að miðlægi armurinn verði að sama skapi sjálfstæðari og metnaðarmeiri en Alþýðuflokkurinn hefur verið eftir ósigurinn 1942. Það eitt að verða ótvíræður höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins gef- ur vissulega ný tækifæri. Þannig kemur varla til greina að Samfylk- ingin gangi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, eins og tæki- færissinnuðum smáflokkum er gjamt að gera og Alþýðuflokkurinn hefur lengi gert við nánast hvert tækifæri. Hvers vegna gerðum við ekki betur? _ . Eftir kosningar var látið í veðri vaka að slakur árangur Samfylking- arinnar stafaði af því að kosninga- baráttan hefði mistekist. Það er ekki rétt. Samfylkingin hafði klúðr- að fylgi sínu vel niður fyrir 30% á prófkjörunum, þó að henni tækist S' mbl.is -ALLTAf= ern-HV'AO Aiýtt að síga upp fyrir það ef könnun var gerð í lok sérstakrar fjölmiðlaat- hygli. Niðurstaðan, tæplega 27% fylgi, var vonum betri. I fyrra- sumar, þegar Alþýðu- bandalagið samþykkti að ganga til samfylking- ar í kosningunum, var það svo stór ákvörðun að hún klauf flokkinn umsvifalaust. Það var óhjákvæmilegt, en hitt hefði átt að vera auðséð hverjum manni, að vildi samfylkingin fá sem mest af fylgi Alþýðu- bandalagsins með, þá yrði að stíga næstu skref stutt og varlega. Fylgismönn- um gömlu flokkanna yrðu gefnar sem bestar tryggingar meðan verið væri að eyða tortryggni og venja fólk við að hugsa á nýjum brautum. I stað þess lögðu nú margir ofur- kapp á að fjarlægjast gömlu flokk- ana og gera út á þá fjölmiðlaathygli sem kynni að hafast upp úr opnum prófkjörum. Samfylkingin Samiylkingin verður að læra að lifa við innri ágreining, segir Gunn- ar Karlsson, ræða hann, taka tillit til minnihlutaskoðana, komast lýðræðislega að niðurstöðum og sætta _______sig við þær.__________ Prófkjörin hlutu að veikja hlut Alþýðubandalagsins í samfylking- unni. Verulegur hluti af forystuliði þess var að búa sig undir framboð í öðrum herbúðum, svo að þeir óá- nægðu áttu þar í hús að venda. Al- þýðuflokksmenn hafa meiri reynslu af opnum prófkjörum og kunna bet- ur að nota þau. Frambjóðendur Al- þýðuflokksins hafa betri forsendur til að fá fólk úr öðrum flokkum, einkum Sjálfstæðisflokknum, til að kjósa sig í prófkjöri. Það leiðir af því hvemig flokkamir skipa sér á pólitískar átakalínur. Loks líkar fjölmiðlunum eðlilega betur við krata en allaballa, enda allir fjöl- miðlar sem skipta máli í eigu Sjálf- stæðismanna eða undir endanlegri pólitískri stjóm þeirra. Prófkjörin vom því fyrirfram töpuð fyrir Al- þýðubandalagið. Afleiðingin varð sú að kjörfylgi þess skiptist nokkum veginn til helminga á milli Samfylkingar og Vinstrihreyfingar, í stað þess að at- kvæðagreiðslan um samfylkingu á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins sumarið 1998 hafði gefið tilefni til að ætla að um fjórðungur þess mundi hafna utan samfylkingar. Fjórðungur af fylgi Alþýðubanda- lagsins var hrakinn frá samfylking- unni. Það sem við eigum eftir að læra Auðvitað vora þeir til sem stefndu að þessari niðurstöðu og vildu bara flytja mörkin á milli Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks, án þess að taka stefhufastari arm Alþýðu- bandalagsins með. Þeir náðu mark- miði sínu og hafa því engan kosn- ingaósigur að læra af. Hinir eru þó væntanlega fleiri sem vanmátu póli- tíska alvöru kjósenda og héldu að það væri vænlegast að gera út á lausafylgi, og þeir geta lært af mis- tökum sínum. Ég vil ekki sakast um orðinn hlut, og mér dettur ekki í hug að hér sé nein leið til baka. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir framtíðina að gera fortíðina upp, og til þess að Samfylk- ingin geti keppt við Sjálfstæðisflokk- inn um stöðu meginafls í íslenskum stjómmálum á hún eftir að læra tvennt: f fyrsta lagi getur stór sam- fylking vinstrimanna ekki hagað sér eins og tækifærissinnaðir smáflokk- ar gera oft með góðum árangri, að hala inn fylgi á opnum prófkjörum, skyndilegri fjölmiðlaathygli eða upp- hafningu einstakra bjargvætta. Stór- ir flokkar verða umfram aUt að orka sem traustir — og vera það. Engan stóran jafnaðarmannaflokk veit ég um sem velur frambjóðendur sína í opnum prófkjörum. í öðru lagi verður stór samfylking að læra að lifa með innri ágreining, ræða hann, taka tillit til minnihluta, komast lýðræðislega að niðurstöðum og sætta sig við þær. Hinir áhrifa- mikiu krataflokkar í Evrópu hýsa jafiian stóra minnihlutahópa sem greinir á við flokksforystuna í af- stöðu til stórmála eins og hemaðar- samvinnu við Bandaríkin og aðild að Evrópusambandinu. í stórum ís- lenskum krataflokki verður þessi ágreiningur enn erfiðari viðfangs en annars staðar vegna þess að and- stæðumar á milli samstarfs og inn- göngu annars vegar, einangrunar og sjálfstæðis hins vegar, verða alltaf skarpar í smáu samfélagi. Þar er þörfín fyrir samstarf meiri en annars staðar um leið og hættan á innlimun og menningarlegri útþurrkun er meiri. Þetta er meðal þeirra megin- atriða sem við þurfúm að viðurkenna og ræða. Höfundur er prófessor í sagnfræði. Gunnar Karlsson Sjónvarpið ætti að skammast sín Mánudagskvöldið 7. júní sl. var fyrsti þátt- urinn af þáttaröðinni „Maður er nefndur" sýndur í sjónvarpinu. Úm er að ræða viðtals- þátt þar sem rætt er við einstaklinga um lífshlaup þeirra. Hug- myndin er afbragð og verður með þessum þáttum til góð upplýs- ingalind um lífið og til- veruna fyrir komandi kynslóðir og líklegt að þættimir verði heimild sem vitnað verður til í framtíðinni. Þess vegna skyldi maður ætla að vandað yrði til þeirra í hví- vetna. Ekki hef ég skoðun á inni- haldi þáttarins en ytri umgjörð hans, tæknilega hliðin, var með þvflíkum ósköpum að það var sjónvarpinu til minnkunar. Sjónvarpsefn Sá sem er ábyrgur fyr- ir þessu, segir Geir Hólmarsson, á að svara fyrir þetta mál og biðj- ast afsökunar. Þátturinn var greinilega tekinn upp með fleiri en einni myndavél og hafði hver sína sérstöku lita- áferð. Var viðmælandinn ýmist með rauðan húðlit eða bláhvítan. Hann var í dökkum fötum sem runnu saman við kolsvarta leik- myndina. Ljósið í myndinni var svo takmarkað að það náði tæpast að lýsa upp sviðið og þátttakend- ur. Því ljósi sem var fyrir hendi var beitt á grimmilegan hátt og gaf enga mýkt. Myndvinnslan var með þeim ósköpum að myndefn- inu var ekki gefið rými innan rammans og stundum lék vafí á hvað verið væri að mynda. Svo kom fyrir að myndin var víkkuð út, að því er virðist í þeim eina til- gangi að minnka viðmælandann í mynd og draga þar með úr honum og því sem hann var að segja. Þetta er gjarnan notað í lok þátta þegar verið er að kveðja og notað sem niðurlag á þá kveðju eða þá þegar unnið er með eina mynda- vél og þá gert til að skipta um sjónarhom, jafnvel þá er þetta varla viðunandi meðferð á við- mælanda. Greinilegt var að leik- myndin var í litlu rými og myndavélar óþægi- lega nálægt viðfangs- efninu, sem varð þess valdandi að ekki náð- ist að sýna boðlega víða mynd. Vinnu- brögðin voru eins og búast má við af fram- haldsskólanemum sem eru að fikra sig áfram í fyrsta skiptið í mynd- bandaklúbbi skólans. Þátturinn var tækni- legur subbuskapur. Það er ástæða til að velta því fyrir sér hvemig þetta gat gerst. Annaðhvort hef- ur sá sem kaupir þáttinn ekki vit á því sem hann er að kaupa eða hann ber það litla virðingu fyrir áskrifendum sjónvarps að honum þykir þetta fullgott ofan í okkur. Ef hann hefur ekki vit á miðlinum ætti hann að snúa sér að því sem hann hefur vit á. Líti hann hins vegar niður á okkur áhorfendur er hann að vinna gegn hagsmun- um sjónvarpsins og um leið okkar. Sá sem er ábyrgur fyrir þessu á að svara fyrir þetta mál og biðjast afsökunar. Það er ekki nóg að efn- ið sem upp á er boðið hafi eitt- hvert innihald heldur þarf formið að vera boðlegt. Það má líkja þessu við að Listasafn Islands keypti hvaða málverk sem væri af hverjum sem væri og gerði engar kröfur. Gerir sjónvarpið engar gæða- kröfur til þess efnis sem það framleiðir og kaupir? Ef það gerir þær, í hverju eru þær fólgnar? Hver sér til þess að eftir þeim sé farið og til hvaða ráðstafana er gripið ef efni uppfyllir ekki lág- markskröfur sjónvarpsins? Hafi ég skilið málið rétt á að framleiða um eða yfir 100 svona þætti. Sjónvarpið hefur verið kyndilberi í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni síðustu árin. Það er því sorglegt að sjá hvernig það gyrðir niður um sig með þessum þáttum sem eiga að vera vitnis- burður um öldina sem er að líða, ekki bara í efni heldur líka í formi, og hefði getað verið sam- nefnari fyrir allt það besta sem sjónvarp hefur upp á að bjóða. Það er full ástæða til að veita sjónvarpinu alvarlega áminningu fyrir að kaupa þessa vinnu og hafa smekk í sér til að bjóða áskrifendum sínum upp á hana. Höfundur hefur unnið rið sjdnvarp frá árinu 1986. Geir Hóimarsson Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. ( blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.