Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 64

Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 64
64 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Brauð á grillið Matur og matgerð ✓ Ymsir hafa komið að máli við Kristínu Gestsdóttur og beðið um þær brauð- uppskriftir á grillið sem birtust fyrir ári. Þeir hafa klippt uppskriftirnar úr blaðinu en lagt þær á svo góðan stað að þær finnast ekki. SKYNSAMLEGT er að byrja á að baka brauð á grillinu áður en ann- ar matur er grillaður. Brauð eru kolvetnarík, holl og ódýr en Islend- ingar gera alltof lítið af því að borða brauð með mat sínum. Ýmsar þjóðir bera alltaf brauð með aðalmáltíðinni. En líklega erum við komin í hring með grillbakstrinum. Fyrstu ritaðar brauðheimildir eru um flatt brauð bakað við opinn eld og á heitum steinum. I þeirri aðferð við brauðgerð erum við íslendingar engin undantekning; um aldir höfum við bakað flatbrauð, að vísu ekki á steinum heldur yfir hlóðum og hlóð- imar voru hlaðnar úr steinum. Og enn búum við til flatbrauð þótt við notum nútímalegri aðferðir og það sé hægt að kaupa í hverri matvöru- búð og mörgum sjoppum. Hér eru þrjár uppskriftir af grillbrauði sem birtust í þessum þætti 16. júní í fyrra. Pítubrauð __________500 g hveiti 1 tsk. salt ___________2 tsk. sykur __________3 tsk. þurrger 4 dl fingurvolgt vatn 1. Setjið öll þurrefni í skál, hrærið vatn út í og hnoðið örlítið. Gott er að leggja stykld yfir deig- ið og láta það lyfta sér í 30-60 mínútur. Þó má baka brauðin strax ef henta þykir. 2. Takið bita af deiginu á stærð við plómu. Fletjið örþunnt út. Leggið í einfalt lag á bakka eða fjöl. 3. Hitið gasgrillið í 10 mínútur en kolagrillið lengur. 4. Setjið brauðin á grindina á grillinu og bakið á hvorri hlið í um eina mínútu. Vefjið brauðin í hreint stykki og stingið ofan í plastpoka. Ef brauðið blæs ekki út má þó opna það án mikillar fyrirhafnar. Grænagarðs- grillbrauð 300 g hveiti 200 g haframjöl '/2 msk. þurrger _______1 tsk. salt__ 1 msk. kúmen 2 msk. matarolía 2 msk. hunang rúml. 4 dl fingurvolgt vatn úr krananum 1. Setjið öll þurrefni í skál. Mælið matarolíu og síðan hunang með sömu skeiðinni og setjið út í. (Matarolían á skeiðinni varnar þvi að hunangið loði við hana.) 2. Setjið vatnið út í og hnoðið deig. Fletjið út um 1 sm á þykkt annaðhvort í ferkantaðan eða kringlóttan bút. Mótið rifur, ekki alveg í gegn, með kleinuhjóli eða hnífsegg. Sjá teikningu. 3. Hitið grillið, setjið deigbút- inn á það í heilu lagi. Bakið fyrst í 2-3 mínútur, snúið þá við og bakið þeim megin. Losið brauðin í sundur og setjið í plastpoka. Flatbrauð _________150 g hgframjöl_________ 200 g heilhveiti 100 g rúgmjöl 50 g hveitiklíð 2 msk. sesamfræ _____________1 tsk. solt_________ __________1 Vi tsk. lyftiduft____ 4 dl sjóðandi vatn 2 msk. matarolía 1. Setjið öll þurrefni í skál og blandið saman. 2. Setjið vatn og matarolíu saman við og hnoðið vel. 3. Mótið kúlur á stærð við mandarínu úr deiginu. Fletjið út með kökukefli tæpl. 'A sm á þykkt. Snúið deigkökunni á með- an þannig að þetta verði kringlótt lítið flatbrauð. Pikkið kökurnar með gaffli. Hitið grillið og bakið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. 4. Setjið brauðin í plastpoka strax að bakstri loknum. http://www.rit.cc enskar þýöingar og textagerð http://www.rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit MESSUR UM HELGINA KÓPAS V OGSKIRKJA Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. Lúk. 14 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11 í Fríkirkjunni f Reykjavík. Prest- ur Hjalti Guðmundsson. Organleik- ari Marteinn H. Friðriksson, sem stjórnar söng Dómkórsins. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Stef- án Helgi. Sr. Magnús Bjömsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju. Organisti Bjami Jónatansson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sögustund fyrir börnin. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón D. Hróbjartsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Ólafur Finnsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Svala S. Thomsen, djákni. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Laugarnes- kirkju er bent á guðsþjónustu í Ás- kirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta ki. 11 í safnaðarheimilinu. Sr. María Ágústsdóttir. SELTJARNARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Athugið breytt- an messutíma. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. ÓHAÐI SÖFNUÐURINN: Laug- ard. 12. júní: Ferming kl. 16. Fermdur verður Robert Wayne frá Bandaríkjunum, Unufelli 24. Sunnud. 13. júní: Gönguguðs- þjónusta kl. 10. Athugið breyttan messutíma. Eftir messu verður far- ið í langreiðum inn í Hvalfjörð og gengið upp Litlasandsdal vestur að Ferstiklu. Sund og sauna í Fé- lagsheimilinu að Hlöðum. Matur. Mæting á gönguskóm og galla til guðsþjónustu. Hafið sundföt með- ferðis. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Bjami Jónatansson. Allir hjartan- lega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Ámi Eyj- ólfsson héraðsprestur prédikar. Organisti: Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti: Daníel Jón- asson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 20.30. Kvöldsöngur með altarisgöngu. Prestur: Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Bjami Þ. Jónatansson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30 í um- sjá Ragnars Schram. Organisti: Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Fermdur verður Hreinn Hlífar Gottskálksson, Mosarima 2, Reykjavík. Sr. Sigurður Amarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Douglas Brotchie. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjón- ar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Kári Þormar. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Stefán Lárusson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Kári Þormar. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 20 þar sem börn af sumarnámskeiði kirkjunnar flytja helgileik, syngja og lesa undir leiðsögn Christoph Gamer. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Altarisganga. Kvennakórinn Seljur syngur. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Prestarnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Friðrik Schram prédikar um efnið „Hvernig bæn ryður úr vegi hindrunum fyrir krist- inni vakningu". Einnig verða vitnis- burðir, lofgjörð og fyrirbænir. Allir eru hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Gospeltónleikar kl. 20. Lofgjörð, drama, sérsöngvar o.fl. Allir hjart- anlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- kpmnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópurinn syngur. Ræðumaður Kristinn Ásgrímsson, forstöðumaður í Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breytt- an samkomutíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20.30. Stjórn- andi sr. Kjartan Jónsson. Vitnis- burður Einar S. Arason guðfræð- ingur. Prédikun Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði. Tekið við gjöf- um til starfs KFUM & K. Allir vel- komnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Laugard. messa k. 18.30 (sunnudagsmessa á ensku). Virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardag kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. BORGARNES, Borgarneskirkja: Laugardag 12. júní kl. 11. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. ÍSAFJÖRÐUR, Jóhannesarka- pella, Mjallargötu 9: Sunnudag 13. júní messa kl. 11. BOLUNGARVÍK: Sunnudag 13. júní kl. 18.30. FLATEYRI: Mánudaginn 14. júní kl. 18.30. HNÍFSDALUR: Þriðjudag 15. júní kl. 18.30. ÞINGEYRI: Laugardaginn 12. júní kl. 18.30. SKÓGAR: Miðvikudaginn 16. júní kl. 15. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson messar og kveður söfnuðinn. Kirkjukaffi í skrúð- hússalnum. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti Guðmundur Óm- ar Óskarsson. Sóknarprestur og sóknarnefnd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Kórinn er kominn heim. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Þórey þjónar. Prestarnir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Úlfar Guðmundsson prófastur pré- dikar. Morgunbænir kl. 10 þriðjud.-föstudags. Sóknarnefnd. STRANDARKIRKJA: Helgistund kl. 14. Sr. Baldur Kristjánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Heilsu- stofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknar- prestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa 17. júní kl. 11. Sóknarprestur. UNDIRFELLSKIRKJA: Ferming sunnudag kl. 11. Prestur sr. Svein- björn R. Einarsson. Fermdar verða: Þórdís Birna Lúthersdóttir, Forsæludal, og Sunneva Jasmín Bernharðsdóttir, Litla-Búrfelli. SVÍNAVATNSKIRKJA: Ferming sunnudag kl. 14. Prestur sr. Svein- björn R. Einarsson. Fermdir verða: Finnur Bessi Svavarsson, Litladal, ívar Rafn Ægisson, Stekkjardal, Sævar Skúli Þorleifsson, Sólheim- um, og Ásbjörn Skarphéðinsson, Bólstað. MOSFELLSKIRKJA, Grímsnesi: Messa sunnudag kl. 11. Sr. Rúnar Þór Egilsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sr. Rúnar Þór Egilsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.