Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxasúpan mikla úr Kjósinni ÞAÐ fer lítið fyrir skemmtilegum hefðum á bökkum íslenskra laxveiði- áa, utan að einstakir veiðimenn hafa sínar kenjar og siði, en það er annað mál. Tekist hefur að koma upp nokk- urs konar hefð í tengslum við opnun Norðurár, enda er hún fyrsta áin sem opnuð er og þar má nánast ganga út frá afla vísum þar eð eðli árinnar kemur í veg fyrir að laxar sem svo snemma sumars ganga dreifí sér um allar jarðir eins og t.d. í Þverá. Hefðin í Norðurá hefur enda snúist upp í hálfgerða fjöl- miðlaveislu. En önnur skemmtileg hefð hefur þrifíst í tengslum við Laxá í Kjós um nokk- urra ára skeið. Hefðin kom með kokkinum Sig- urði L. Hall sumarið 1988 er hann tók upp á því að mæta á árbakkanum fyrsta morguninn og velja lax úr afla veiðinanna. Laxinn notaði Sigurður í laxasúpu sem hann hafði „smíðað“. Rétturinn þótti þvílíkt afbragð, að Sigurður hefur gert þetta flest sum- ur síðan og sú hefð á komin að veiði- menn verða að kyngja því þegjandi ef Sigurður velur laxa þeirra til súpugerðar. Súpan gengur síðan undir nafninu „Laxasúpan mikla úr Kjósinni". Siggi Hall hefur ekki verið aðal- kokkur í Kjósinni í mörg ár, en hann er fenginn til að elda ofan í fyrsta hollið, m.a. til að halda gömlu góðu hefðinni sem er því að lifa sitt ell- efta ár. Hann brá ekki út af vanan- um á fimmtudags- morguninn og settist um Guð- mund A. Péturs- son sem veiddi fyrsta lax sumarsins úr ánni, tæp- lega 9 punda hæng í Kvíslafossi. Sigurður segist vera mikill aufúsugestur á árbakkanum og menn taki því almennt vel þótt hann hafí af þeim aflann. Undantekning var Norðmaður einn fyrir nokkrum árum, en sá hafði aldrei fyrr veitt lax, en dró svo á land sinn Maríulax, 12 punda fisk og gladdist með svo miklum tilþrifum að enn er talað um það í Kjósinni. En síðan birtist Siggi Hall og vildi fá lax- inn og stóð í streði um tíma. Það var ekki fyrr en búið var að fullvissa Norðmanninn um að um þvílíkan heiður væri að ræða að það hálfa væri nóg, að hann lét undan. Hann lét síðan manna hæst yfir ágæti súpunn- ar, en í lok veiði- ferðar var síðan löng rekistefna er hann varð þess vís- ari að hann fengi ekki afslátt af fæðiskostnaði þar eð hann hefði lagt til hluta af hráefni veiðihússins. Uppskriftin Uppskriftin er ekkert leyndarmál og kokkurinn segir hana einfalda en tímafreka, Siggi hefur birt hana í kokkabók sinni „Að hætti Sigga Hall“ þar sem hún miðast við 6 til 8 manns: Um það bil 8 til 12 punda lax, flakaður og tilsnyrtur. Beingarður, haus (tálkn fjarlægð) og afskurður eru notuð í grunnsoð. Grunnsoð: Beingarðurinn og af- skurðurinn af laxinum, 1-2 gulræt- ur, 2 græn epli, hálfur skorinn blað- laukur, 3 sellerístilkar, hálf til heil paprika eftir stærð, 1/3 teskeið timj- an, 3-4 lárviðarlauf, ein teskeið paprikuduft, ein teskeið milt karrí, 3 dl hvitvín, 2 1 kjúklingasoð, 1-2 mat- skeið smjör. Súpan: Grunnsoð, smjörbolla (100 g hveiti, 150 g smjör), VA rjómi, 3 el púrtvín, 3 cl brandí eða vodka, salt og hvítur pipar úr kvörn, hnífsoddur af kajenpipar, 2-3 rauðlaukar eftir stærð, skornir í báta, Vz súkkiní skorið í hálfar sneiðar 3x1/3 paprika, rauð, gul og græn, skornar í strimla, 1/3 blaðlaukur skorinn í strimla, einn sellerístilkur skorinn í bita, 1 teskeið smjör, 1/3 matskeið timjan, beinhreinsuð flökin af laxinum. VIÐ EIGUM SKÓNA FYRIR ÞIG ! asiö * GEL- KAYANO 13600.- GEL-A/IARKO 12600.- Þeir sem skrá sig í GEL-WO 8^100.- GEL- PRODIGY 5890.- Marfha Ernshdómr adstadar konur vid valid á hlaupaskóm fyrir kvennahlaupid 19. júni. Hún verdur í LJMIífi í dag 12. júní milli kl. 13 og 15.00 ÚTILÍF kvennahlaupið fá 10% afslátt af öllum hlaupaskóm ! Glæsibæ sími: 581 2922 Skerið beinin og afskurðinn niður í bita. Skerið grænmetið í grunnsoð- ið í grófa bita. Bræðið smjörið í stór- um potti og látið bæði beinin og grænmetið krauma þar ásamt kryddinu. Hellið hvítvíninu yfir og síðast soðinu. Látið suðuna koma upp og fleytið ofan af alla froðu sem kemur upp. Látið léttsjóða í 30 mín- útur og síðan standa í aðrar 30 mín- útur. Veiðið það mesta af innihald- inu upp með fiskispaða og sigtið tvisvar, fyrst í gegn um gróft sigti, síðan í gegn um mjög fínt sigti. Setj- ið aftur yfir til suðu. Blandið smjörbolluna (hún á að vera frekar þunnfljótandi, þannig fæst bæði betra bragð af smjörinu og minni hætta er á að súpan kekk- ist) Takið pottinn af suðu og bætið smjörbollunni út í smátt og smátt þar til æskileg þykkt er á súpunni. Bætið rjóma út í og bragðið til með salti og pipar ef með þarf. Takið allt grænmetið sem á að nota í sjálfa súpuna og léttsteikið það upp úr smjörinu í öðrum potti. Laxaflökin skerum við í teninga, u.þ.b. 2x2 cm að stærð. Rétt áður en við berum súpuna fram bætum við grænmetinu, kajenpiparnum og áfenginu út í sjóðheita súpuna. Að síðustu setjum við laxateningana út í og hrærum þá mjög varlega með sleif. Síðan berum við sjóðheita súp- una fram í fallegri skál, helst með loki, eða jafnvel beint úr pottinum ef hann lítur vel út. Fugla- og náttúru- skoðun í Flóa FUGLA- og náttúruskoðun verður í friðlandinu í Flóa sunnudaginn 13. júní. Einnig verður skoðaður árang- ur af endurheimt votlendis og kynnt- ar fyrirhugaðar framkvændir. Samstarf Fuglavemdarfélagsins og Eyrarbakka, síðar hins samein- aða sveitarfélags í vestanverðum Flóa, hefur nú staðið í á þriðja ár og er friðlandið á austurbakka Ölfusár dæmi um gott samstarf sveitarfélags og áhugamannafélags við krefjandi og nýstárlegt verkefni í náttúru- vernd. Hist verður við afleggjarann í friðlandið, við bæinn Sólvang norðan Eyrarbakka kl. 14:00 og ekið þaðan í friðlandið (um 4 km spotti). Einar Ól. Þorleifsson mun síðan fara fyrir göngu frá Stakkholti, upp með tjörn- um, að Rauðopnu. Gengið á Reykjavegin- um með FI FERÐAFÉLAGIÐ efnir til göngu- ferðar frá Djúpavogi að Méltunnu- klifi, sem er hluti af Reykjaveginum svonefnda, á morgun, sunnudag. Reykjavegurinn er nafn á gönguleið eftir miðbiki Reykjanesskagans frá Reykjanesvita að Þingvöllum. Afanginn, sem farinn verður í 5-6 klst. göngu á sunnudaginn, er mjög áhugaverður, en hann liggur fyrst yfir Sogin, gamalt hverasvæði og síð- an vestur með Núpshlíðarhálsi og endar á Isólfsskálavegi, austan Gr- indavíkur. Gönguleiðin liggur við vesturmörk Reykjanessfólkvangs. Brottfór er með rútu kl. 10.30 frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. St- ansað er við kirkjug. í Hafnarfirði. Mikið úrval af buxum frá BRAX niu Skólavörðustíg 4a, s. 551 3069.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.