Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 75 FÓLK í FRÉTTUM Mismunandi rætur TðNLIST Geisladisknr ROCK FROM THE COLD SEAS Rock From the Cold Seas, safndiskur með vestnorrænum rokksveitum. Á disknum koma fram Siisisoq, Grönt Fót Slím, Bisund, Sagittarius, Hatespeech, Johan Anders Baer, Mínus, Piitsukkut, Diatribes, Johan Sara Jr. & Group, Alsæla, Inneruulat og Wimme, 200, Nuuk Posse og Chokeaboh. Geisladiskurinn var hljóðritaður í Kanada, á Islandi, í Samalandi, Færeyjum og Grænlandi en samsettur í Færeyjum. Plátufelagið Tutl gefur út. VESTNORRÆNU þjóðimar þrjár eiga eflaust margt sameigin- legt en varla er það tónlistin, ekki frekar en hverjar aðrar þjóðir á Vesturlöndum. Ræturnar eru mis- munandi, Samar jojka, Grænlend- ingar eiga sinn trommudans, Færeyingar hringdansinn og Is- lendingar sínar rætur, kannski óræðari. Rock from the cold seas er hvorki ætlað að kynna þjóðtón- list landanna né það sem er að gerjast í nútímatónlist hvers lands og gefur sig ekki út fyrir það eins og af nafninu má sjá. Geislaplatan er samansafn rokksveita frá lönd- unum fjórum og gefur vonandi raunsanna mynd af rokklífínu þar. Erfitt er að bera ekki saman þjóðirnar. Færeyingar eiga fjóra fúlltrúa á plötunni og eftir þeim að dæma eru rokkarar þar gefnir fyr- ir tilraunakennda tónlist. Sveitirn- ar eru um margt ólíkar. Grönt fót Slím syngja um „Kettu“, kött sem varð fyrir bfl, blanda ólíkum stfl- brigðum, Hatespeech blanda sam- an þungu rokki og fönki. Diatribes leika rokk einhvers staðar á mörk- um dauða- og þungarokks sem á innsíðum bæklings er sagt ein- kennast af fyndni, undirritaður skilur ekki textana. Fjórða Færeyjasveitin 200 er undir sterk- um Seattle-áhrifum, leikur bræð- ingsgrugg (ef það er til) af miklum móð. Ekki er hægt að dæma tón- listarlíf þjóðar af fjónim lögum með jafnmörgum sveitum, en þess- ar sveitir líða a.m.k. fyrir of mikla áherslu á tækniatriði og er eins og skorti á spilagleðina; fyndni og til- raunamennska er látin koma í stað hennar. Hið sama er ekki hægt að segja um grænlensku fulltrúa sveitar- innar, þeir eiga bestu lög geisla- disksins. Inneruulat rokka af mikl- um krafti í anda Deep Purple og Black Sabbath á móðurmáU sínu svo unun er á að hlýða, lagið Inuusuttoq rokkar í sannfærandi áttunda áratugs brokktakti. Nuuk Posse koma að rokkinu frá öðru sjónarhomi, Inupiluaqqat er rapp- lag með þungu rokkundirspili, sveitin styðst ekki við tölvutækn- ina heldur leikur tónlist á hljóð- færi, sem kemur vel út þótt rappað sé. Sissisoq eru eilítið nútímalegi-i, leika þungarokk í anda níunda ára- tugarins af krafti en þó frekar til- þrifalaust og Piitsukkut eiga svo fjórða lag Grænlendinga, Seqineq, rólegt lag og ófrumlegt sem kannski stenst ekki samanburð við kraftinn í hinum grænlensku sveit- unum . Samar eru sérkennileg þjóð sem dreifir sér um fjögur lönd og fjöldi þeirra er aðeins um fimmtíu þús- und. Þeir eiga sér sinn eigin söngstíl, jojkið og stunda allir Samarnir á geislaplötunni þá íþrótt. Jojkið er þó mjög mismun- andi. Sagittarius eru kannski hvað rokkaðastir af Sömunum, kraftrokk-undirleikur og þung gít- arriff skapa bakgrunninn í laginu Joles Joke. Johan Anders Baer á „grúví“ popplag með skemmtileg- um takti, Garra douddarat og Jo- han Sara Jr. & Group jojka við létta tónlist sem gæti allt eins ver- ið sjónvarpsstef frá níunda ára- tugnum. Finnski Saminn Wimme, sem ku vera nokkuð þekktur í Finnlandi, á líklega besta lag Sa- manna, þung-jojk með tölvubak- grunnum, þar jaðrar rödd Wimme við að hljóma sem afrískur kyrj- andi, ágætt lag. Framlög Islendinga eru af und- arlegum toga, þrjár sveitir kveðja sér hljóðs á geisladisknum og hafði engin þeirra vakið athygli að neinu marki þegar diskurinn var settur saman. Mínus, sem unnu nýlega Músíktilraunir Tónabæjar, eiga reyndar ágætt lag, Skítsama, sem líður þó fyrir of hráan hljóm. Bisund eiga lagið Fyrirmynd þín ert þú, sömuleiðis ágætt lag sem líður fyrir slæman hljóm, en ekki nógu þétt, sveitin á kannski nokk- uð í land með að verða fullmótuð. Omögulegt er þó að dæma slíkt af einu lagi. Fyrri lögin íslensku eru nokkuð í anda rokksins á geisla- disknum þótt megi deila um það hvort ekki hefði átt að velja reynd- ari sveitir líkt og gert var hjá hin- um þjóðunum. Þriðja framlag ís- lendinga, skemmtararapp Alsælu, er á hinn bóginn ekki aðeins ís- lenskri heldur vestnorrænni tón- list til skammar, menn sem líklega hafa aldrei hlustað á rapptónlist stama sig fram úr Þorraþrælnum og gera því mæta kvæði ekki gagn. Disknum lýkur svo á rólegri vest- ur-íslenskri stemmningu; Chokea- boh, sem skipuð er Kanadabúum, m.a. afkomendum vesturfara, á ágætt lag í anda Velvet Und- erground og Sonic Youth og hvflir eyrun eftir rokkið sem á undan fer. Margt er skemmtilegt á Rock Sjónvarp með fortíð SJÓNVARPIÐ á sér sögu. Það kom í ljós þegar sýndur var þátt- ur sl. sunnudagskvöld með Guð- rúnu Á. Símonar, þeirri ágætu söngkonu og íslensku frægðar- manneskju um miðja öldina. Náttúrulega var hún fengin til að sjmgja í sjónvarpið fyrrum, enda náði íslenskt sjónvarp að festa rætur hér á meðan hún var og hét. Benti þessi þáttur um Guð- rúnu Á. Símonar á þau miklu menningarefni, sem má ætla að liggi í geymslum sjónvarpsins, enda voru við dagskrárstjóm og fréttastjórn þeir Jón Þórarins- son, tónskáld og séra Emil Bjöms- son, sem báðir vissu mætavel hvað menning var og hvað mikils- vert var að festa á myndbönd. Mun viðhorfa þessara manna í dagskrárgerð gæta enn frekar þegar dagskrárþokunni léttir, sem nú hvflir yfir sjónvarpinu og poppið, hið sönglausa garg, er mnnið til sjávar, eins og önnur lágmenning sem heltekur alþýð- una og einkum unga fólkið áður en það kynnist öðru en bamaleik- völlum og skólabekkjum. Útvarp- ið á líka sæg af góðum hlutum í geymslu, sem stundum eru viðraðir í dagskránni, en skipu- lagslítið að því er virðist. Þar er dagskráin ofhlaðin ungum spek- ingum úr kjaftadeildum háskól- ans, sem þvaðra klukkutímum saman um allt nema blöðrubólgu og annan félagsmálavanda sem fyrirfinnst ekki í kennslufögum. Er stundum eins og útvarpið sé komið undir sænsk áhrif hvað snertir félagsmálaþvælu. Jafnvel kettimir í Reykjavík, þessir sem ganga sjálfala og menga sand- kassana á barnaleikvöllunum, eru meðhöndlaðir sem félagslegt vandamál. Á sunnudagskvöld sýndi Stöð 2 tvær myndir, sem vel var hægt að horfa á og er þá eiginlega allt upp talið af afrekum þriggja sjónvarpsstöðva. Þetta var ann- ars vegar Leyndardómur haf- hjúpanna, gamalkunn vísindafor- spá eftir Jules Veme, Frakkann, sem fór meðal annars oní Snæ- fellsjökul. Höfundurinn reyndist sannspár um neðansjávarferðir, e lÁyilABB Á em núnna sann- SJONVARP A spár um ferðir að LAUGARDEGI iðrur".ja;:ðaí'-Sú ævmtýraferð, sem höfundur lét fólk sitt fara í kafbátnum Nautilusi, var skiáfuð nokkru áður en mönnum hug- kvæmdist að smíða kafbáta. Hug- myndin var bráðsnjöll, en miður gekk að koma ferðinni niður um Snæfellsjökul að iðrum jarðar heim við veruleikann. Það er heitt hjá skrattanum, öfugt við heim- kynni sjávarguðsins. Svo tengdist þetta náttúrulega Atlantis, sem Vesturlöndum er sama umræðu- fóður og íslendingum Henílar. Seinna um kvöldið sýndi svo Stöð 2 þáttinn Orðspor (Reputation) um frægt fólk á öldinni. Hér er um þáttaröð að ræða, sem getur eflaust verið forvitnileg. Byijað var á Nýsjálendingnum Edmund Hillary sem fyrstur var á Everest ásamt Sherpanum Tensing. Þetta er löngu kunn saga og ekki meira spennandi að klífa þennan hæsta tind jarðar en svo, að íslendingar, sem þangað fóru og sigruðu tind- inn, ollu minni athygli en svo sem eins og ein Júróvision keppni. í þessum þætti eiga eftir að birtast mai’gar frægðarpersónur og ægir þar öllu saman; m.a. Marilyn Monroe og Adolf Hitler. Á mánudaginn sýndi sjónvarp- ið tvo eftirtektarverða þætti. Annar var um kalda stríðið og þó einkum og aðallega um USA. Hinn var um mann af Skíðastaða- ætt. Þátturinn um kalda stríðið var að þessu sinni um stjómartíð Lyndon B. Johnson, sem í minn- um íslendinga var maðurinn sem klifraði upp á syðri hliðstólpa lóð- ar stjórnan-áðshússins við Lækj- artorg. Hann fékk Víetnam stríð- ið í arf og skilaði því af sér til Nixons, eftir að hafa boðað að hann sæktist ekki eftir endur- kosningu í embætti. Sannleikur- inn er sá að Víetnam stríðið var eins og mylnusteinn um háls bandarískra stjómvalda. Þó var ástæða Víetnam stríðsins sam- kynja ástæðunni fyrir Kóreu- stríðinu. Orsök ófamaðar í Ví- etnam var heimatilbúin og átti rætur að rekja til unglinga, sem kusu heldur að stunda ástarleiki en stríðsleiki. Þannig urðu Bandaríkjamenn patt heimafyrir. Spjallað var við Gunnar Eyj- ólfsson, stórleikara, og gekk það vel fram. Að vísu hefur maðurinn lifað svo fjölbreyttu lífi og marg- brotnu, að ekki gafst tími til að ræða nema helstu atriði í fjöl- skyldulífi hans og námi. Sem sagt afar fróðlegur þáttur og eiga fleiri að koma frá hendi annarra frægra manna á öldinni. Indriði G. Þorsteinsson ÍSLENSKA sveitin Mínus sem nýlega vann Músíktilraunir Tónabæjar á lagið Skítsama á safndisknum. from the cold seas og athyglisvert, hann er að flestu leyti vel unninn en spurning er hvort nokkur þörf hafi verið á honum sem slíkum, geisladiskurinn stendur ekki fyrir neitt sammerkt með þjóðunum og er á engan hátt þverskurður af tónlistarlífi neinnar þeirra. Að lok- um er vert að minnast á umbúðir disksins sem eru með því ljótasta sem undirritaður hefur séð, lita- samsetning og tölvuvinnsla er mik- ið lýti en ljótastur þó titill geisla- disksins, handskrifaður í skraut- stöfum. Þessi hönnun á eflaust eft- ir að fæla marga kaupendur frá. Gísli Árnason THIERRY GROS KYNNIR TRACTION í dag kynrtir gleraugnahönnuðurinn Thierry Cros nýjustu umgjarðirnar frá Traction í Betri sjón í Kringlunni. Komdu í Betri sjón í nýju tengibyggingunni í Kringlunni og sjáðu það nýjasta í gleraugna- umgjörðum. Kynntu þér einnig tilboðin sem við erum með. KRlNGLUNNt (Dmbl.is LL.TA/= eiTTH\SAÐ NÝTT~
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.