Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SlMI 6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson AURSKRIÐUR úr Eyrarhlíð fylltu garða ofan við hús við Urðarveg í gærkvöldi og vatn flæddi inn í lqailara húsanna. " Skriður féllu úr Eyrar- hlíð að húsum á Isafirði UNNIÐ að því að dæla vatni úr raðhúsi við Urðarveg í gærkvöidi. AURSKRIÐUR féllu úr Eyrarhlíð við ísafjörð í gærkvöldi ofan við Urðarveg og Hjallaveg. Flæddi vatn inn í kjallara tveggja húsa og skriðurnar fylltu garðana fyrir ofan húsin. Á ellefta tímanum í gær- kvöldi var allt slökkvilið ísafjarðar kallað út til að dæla vatni úr kjall- ■ara í fjölbýlishúsum við Urðarveg en talsverður vatnselgur kom úr hlíðinni. Almannavarnanefnd ísa- fjarðar sat á fundi um miðnættið. Ekki hafði þá verið gefm fyrir- skipun um rýmingu húsa en nokkrir íbúar við Urðarveg yfirgáfu hús sín í gærkvöldi. Einn þeirra, Sigurjón Sigurðsson, sagði að tugir aur- og grjótskriðna hefðu komið úr fjallinu frá því klukkan 18 í gærkvöld. Fyrst hefðu komið aurskriður og í kjölfar þeirra stórgrýti og loks grjótskriður. „Mér er alveg hætt að lítast á þetta,“ sagði hann. Aimannavamanefnd Isafjarðar- bæjar kom saman á fundi kl. 19 vegna skriðufalla úr Eyrarhlíð og í tilkynningu lrá nefndinni sagði að skurðir ofan byggðar, sem ætlaðir eru til að taka við skriðum, hafi fyllst og því sé mokað úr þeim eftir þörfum með vinnuvélum. Var ákveðið að standa vakt á svæðinu og takmarka umferð. Einnig var staðin vakt á Suðureyri ofan Sætúns en þar féll aurskriða niður í hlíðarræt- ur. Skyndileg hlýindi Skriðuföllin á Vestfjörðum koma í kjölfar skyndilegra hlýinda en í gær var um 15 stiga hiti í Bolungarvík. Talsverður snjór hefur verið í fjöll- um, sem hefur bráðnað hægt undan- farið, en að sögn Odds Péturssonar, starfsmanns Veðurstofunnar á Isa- firði, kom í gær nokkuð skörp leys- ing sem orsakaði víða aurskriður. Oddur sagði að slíkt væri alvanalegt á vorin en væri ívið meira núna þar sem hlýnað hefði svo snögglega. Aurskriður féllu í gær á vegi í Ós- hlíð, Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð. Lokuðust vegir á einstaka stað en Vegagerðin opnaði veginn jafnóðum með gröfu þar sem skriður höfðu fallið. Fuglar missa hreiður I Eyjafirði voru í gær gífurlegir vatnavextir í ám í kjölfar hlýind- anna og er talið að hundruð fugla, í það minnsta, hafi misst hreiður sín þegar Svarfaðardalsá flæddi yfir bakka sína. ■ Hundruð fugla/4 Tveggja tíma leit gerð að neyðarsendi NEYÐARSENDIR fór í gang í flugskýli á flugvellinum við Tungu- bakka í Mosfellssveit klukkan 16.30 í gær er hann datt niður úr hillu. Sendar sem þessi fara í gang við högg og eru í flugvélum og skipum til að gera vart við slys. Námu flugvélar í háloftunum norð- an Skarðsheiðar merki hans vel og var brugðist við til að leita sendinn uppi. Var talið að merkin kæmu úr flugvél í Borgarfirðinum og beind- ist leit því einkum að flugvélum á því svæði. Þótt ekki hafi verið talið að um raunverulegt slys væri að ræða, vegna rækilegrar könnunar flug- stjómar Reykjavíkurflugvallar á flugumferð og vegna veðurskilyrða, sem ollu því að mjög fáar einkaílug- vélar voru í lofti, var engu að síður send einkaflugvél á loft frá Borgar- nesi til að nema neyðarmerkin. Alllangan tíma, eða um tvær klukkustundir, tók að rekja merki neyðarsendisins til flugskýlisins á Tungubakka, en vísbending um að sendirinn væri annars staðar en í Borgarfirðinum barst um síðir er flugvél á flugi sunnan við Bláfjöll tilkynnti flugstjóm að hún hefði numið neyðarmerkin. Þyrla Land- helgisgæslunnar hafði verið kölluð út, samkvæmt venjubundnu ferli, til að aðstoða við leitina að upptök- um merkjanna, en við það var þó naumlega hætt þegar upp komst um neyðarsendinn, sem reyndist nær en menn hafði grunað. Hendir 3-4 sinnum árlega Að sögn Ingvars Valdimarsson- ar, aðalvarðstjóra hjá flugstjóm Reykjavíkurflugvallar, koma tilvik sem þessi upp þrisvar til fjóram sinnum á ári. Hann sagði að ef slík merki hefðu borist við betri flug- skilyrði, þegar vitað væri um mikla umferð einkaflugvéla, hefði flugvél Flugmálastjómar verið send í loft- ið, en hún er búin mjög nákvæmum miðunartækjum til að miða út slík- ar sendingar. ---------------- Kynna sér fí skveiðistj órn- un á Islandi LANDBÚNAÐARNEFND brezka þingsins kemur til íslands í næstu viku til að kynna sér sjávarútveg hér með áherzlu á fiskveiðistjómun. Það er landbúnaðamefndin sem fer með sjávarútvegsmál í Bretlandi eins og víðar í Evrópu. Bretamir koma til landsins síð- degis á þriðjudag. Á miðvikudag heimsækja þeir Hafrannsókna- stofnun og Fiskistofu, ræða við Ragnar Árnason prófessor og snæða hádegisverð, þar sem jjeir hitta meðal annars Áma Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Síðdegis hitta þeir sjávarútvegs- nefnd Alþingis, Sævar Gunnars- son, formann Sjómannasambands íslands, Kristján Ragnarsson, for- mann og framkvæmdastjóra LIÚ, og heimsækja höfuðstöðvar SÍF. Á fimmtudag, 17. júní, heldur brezka landbúnaðamefndin heim á ný, en hittir fyrst Ellert Eiríksson, bæj- arstjóra Reykjanesbyggðar. tuw- Greiðslustöðvun KÞ framlengd HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur samþykkt framlengingu á greiðslustöðvun Kaup- félags Þingeyinga um þrjá mánuði, eða til 10. september nk. Beiðni um framlengingu var tekin fyrir á Akureyri í gær. Ragnar Baldursson hdl. mætti til þinghaldsins fyrir hönd nokkurra kröfuhafa og eigenda við- skiptavíxla, samtals að upphæð 55 milljónir Jcróna og mótmælti framlengingu á greiðslu- ■' ~ 'ttöðvun félagsins. Hann vitnaði til lagaákvæða máli sínu til stuðnings og benti jafnframt á óljósa tilvist Kaupfélags Þingeyinga í framtíðinni. Stefnt væri að því að selja allar eigur félagsins og hætta rekstri þess. Niðurstöðu áfrýjað til Hæstaréttar Ragnar sagði að staðfesting á þessu kæmi .' JÉfam í skjali endurskoðanda félagsins sem lagt var fram við þinghaldið í gær. Hann sagði því ekki hægt að ætla að ívilnanir kröfuhafa næðu fram að ganga og að framhald málsins þjónaði því engum tilgangi. Ragnar sagði að niðurstöðu héraðsdóms frá í gær yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Talið er að mismunur á eignum og skuldum KÞ sé um 150 milljónir króna og að hægt verði að greiða um 80% almennra krafna. Glsli Baldur Garðarsson, aðstoðarmaður Kaupfélags Þingey- inga á greiðslustöðvunartímabilinu, lagði fram beiðni um framlengingu greiðslustöðvunar fé- lagsins. í máli hans kom fram að almennar kröf- ur í KÞ næmu 679 milljónum króna og að aðrir kröfuhafar en umbjóðendur Ragnars Baldurs- sonar myndu gefa eftir. Verður hægt að loka skuldagatinu? Gísli Baldur sagði að við mat á uppgjöri skulda KÞ hefði verið gætt varfæmi í hvívetna. Hann sagði þó að eignir væra augljóslega vanmetnar og nefndi í því sambandi 15% hlut félagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, sem við mat á upp- gjöri skulda var metinn á 130 milljónir króna á sölugengi 1,5. Nafnverð eignar félagsins í FH er um 86 milljónir króna og í máli Gísla Baldurs í gær kom fram að gengi bréfanna væri nær því að vera 2,2 til 2,5 og gengi það eftir myndi staða fé- lagsins batna mjög mikið. Hann sagði jafnframt að líkur væru til þess að aðrar eignir gætu skilað hærri tekjum í búið en ráð var fyrir gert. Fallið frá kröfu í þrotabú Aldins „Þegar allt er talið saman er ekki ólíklegt að gatið minnki verulega og jafnvel að það lokist al- veg,“ sagði Gísli Baldur og bætti við að nauðsyn- legt væri því að fá áframhaldandi vinnufrið. Hann sagði jafnframt að ef greiðslustöðvun KÞ yrði samþykkt yrði fallið frá kröfu í þrotabú Aidins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.