Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Enn óvíst um úrslit forsetakosninganna í Banda- ríkjunum þegar mánuður var liðinn frá kjördegi Dómsúrskurða beðið með óþreyju Tallahasse, Washington. AFP, AP. MÁLFLUTNINGUR fór fram í gær fyrir hæstarétti Flórídaríkis um þá kröfu lögmanna Als Gores að þúsundir vafaatkvæða yrðu endur- taldar. Ekki var víst í gærkvöld hve- nær rétturinn myndi kyeða upp úrskurð sinn, en hans var beðið í of- væni. Þá var búist við að umdæmis- dómarar kvæðu í dag upp úrskurð í tveimur málum, þar sem stuðnings- menn Gores krefjast þess að þúsundir utankjörfundaratkvæða í forsetakosningunum í Flórída verði dæmdar ógildar. Enn var því óvíst í gær um úrslit bandarísku forseta- kosninganna, þegar réttur mánuður var liðinn frá kjördegi. í málunum tveimur, sem eru til meðferðar hjá umdæmisdómurum í ríkishöfuðborginni Tallahasse, krefjast stuðningsmenn Gores í Seminole- og Martin-sýslum þess að samtals 25 þúsund utankjörfundar- atkvæði í Flórída verði dæmd ógild, þar sem repúblikanar hafi notið óeðlilegra ívilnana við afgreiðslu umsókna um utankjörfundarat- kvæðagreiðslu. Urskurðir umdæm- isdómaranna gætu ráðið úrslitum bandarísku forsetakosninganna, rétt eins og úrskurðurinn í áfrýjun- armáli lögmanna Gores, sem liggur fyrir hæstarétti Flórída. Dómarar hæstaréttar gengu hart fram Lögmenn Gores fara fram á að hæstiréttur Flórída fyrirskipi end- urtalningu á 14 þúsund vafaatkvæð- um frá sýslunum Miami-Dade og Palm Beach. Lögmenn George W. Bush krefjast þess á hinn bóginn að hæstiréttur staðfesti úrskurð Sand- ers Sauls, dómara í ríkishöfuðborg- inni Tallahasse, en hann hafnaði endurtalningunni. Málflutningurinn í gær tók rúma klukkustund, og gengu hæstaréttar- dómararnir hart fram í að spyrja lögmenn beggja fylkinganna. Einn dómaranna greip þannig fram í fyr- ir David Boies, aðallögmanni Gores, áður en hann hafði lokið við að kynna sig, og spurði hann hvort dómstóllinn hefði í raun og veru lög- sögu í málinu. Boies fullyrti að svo væri, en þegar aðallögmaður Bush, Barry Richard, var spurður sömu spurningar skömmu síðar sagðist hann telja að dómstóllinn hefði „afar takmarkað" vald til að fjalla um málið. Báðir málsaðilar lögðu áherslu á nauðsyn þess að flýta úrskurðinum, enda rennur frestur ríkjanna til að tilnefna kjörmenn út á þriðjudag í næstu viku. Löggjafarþingið í Flór- ída íhugar að tilnefna kjönnenn rík- isins sjálft, ef málarekstur vegna úr- slitanna stendur þá enn. Óvíst að Gore viðurkenni ósig- ur þó dæmt verði Bush í vil Þó almennt sé talið að vonir Gor- es um að bera sigur úr býtum verði að engu ef hæstiréttur dæmi Bush í vil, sagði einn lögmanna hans, Dext- er Douglas, að ekki væri víst að varaforsetinn viðurkenndi ósigur þó svo færi. „Þið hélduð það, og við héldum það hugsanlega, en það gæti farið á annan veg,“ sagði Douglas, en Boies hafði áður lýst því yfir að töpuðu demókratar málinu fyrir hæstarétti Flórída myndi það binda enda á allan málarekstur af þeirra hálfu. Jólaundirbúningur í Jerúsalem UNDIRBUNINGUR jólanna er hafinn í Jerúsalem eins og annars staðar. Ungur drengur sést á myndinni virða fyrir sér jólasvein inn um búðarglugga f gömlu borg- inni í Jerúsalem í gær, en verslun- areigendur í borginni segja að sala á jólaskrauti og jólagjöfum sé mun minni en venjulega. Kenna þeir átökunum við Palestmumenn um. Óeirðir við upphaf leiðtogafundar Evrópusambandsins í Nice Fyrirheit gefin um að ljúka undirbúningi stækkunar Nice. Reuters, AP. AP Róttækir stuðningsmenn evrópsks sambandsríkis í kröfugöngu í Nice í gær. Á einum borðanum stendur: Eina sljórn fyrir Evrópu. í NICE í Suður-Frakklandi hófst í gær fundur leiðtoga Evrópusam- bandsins (ESB) sem vonir eru bundnar við að marki tímamót í samrunaþróun álfunnar. Leiðtogar aðildarríkjanna fimmtán létu há- vær mótmæli andstæðinga hnatt- væðingar við upphaf fundarins ekki trufla sig og hétu því að búa sambandið í stakk til að taka inn allt að þrettán ný aðildarríki á næstu árum. Gáfu þeir þetta loforð í viðræð- um við fulltrúa umsóknarríkjanna sem eru orðnir langþreyttir á því hve það hefur dregizt á langinn hjá núverandi aðildarríkjum að „vinna sína heimavinnu“ fyrir stækk- unina, þ.e. að stokka upp innra skipulag sambandsins og fyrir- komulag ákvarðanatöku til að hægt sé að fjölga aðildarríkjum án þess að stofna starfshæfni þess í hættu. „Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því, að innri umbótum ESB verði lokið með árangursríkum hætti svo að sambandið verði til- búið í stækkunina," sagði Jerzy Buzek, forsætisráðherra Póllands. „Ef þetta gerist ekki [hér í Nice] er hætt við að markmiðið um stöð- ugleika, öryggi og velmegun í álf- unni allri renni út í sandinn,“ bætti Buzek við. ESB-leiðtogarnir verða að finna málamiðlanir í erflðum ágreinings- málum - svo sem á hvaða sviðum meirihlutaákvarðanir skuli teknar upp í stað samhljóða samþykkis - og gefa Evrópuþinginu og þjóð- þingum aðildarríkjanna nægan tíma til að ljúka fullgildingu þess- ara umfangsmestu breytinga á stofnsáttmála sambandsins frá því í Maastricht fyrir níu árum, þannig að tæknilega verði ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að hrinda fyrstu stækkunarlotunni til aust- urs í framkvæmd árið 2003. Búizt er við að það reynist erfitt að ná samkomulagi og að viðræð- urnar í Nice muni teygjast fram á nætur og lengjast úr þremur sólar- hringum í fjóra. ,jUlir eru viljugir til að ná sam- komulagi hér í Nice svo að ekki verði nein töf á stækkunarferlinu," sagði Jacques Chirac Frakklands- forseti við upphaf fundarins en með honum lýkur hálfs árs for- mennskutímabili Frakka í ráð- herraráði ESB. Svíar taka við um áramótin. Borgararéttindaskrá ESB samþykkt Á þessum fyrsta degi fundarins samþykktu leiðtogarnir formlega nýsamda borgararéttindaskrá ESB í formi pólitískrar yfirlýsing- ar sem ekki er lagalega bindandi. Sumir hafa þó viljað sjá í skránni grunninn lagðan að framtíðar- stjórnarskrá evrópsks sambands- ríkis. ■ Nice/33 Rússar og Bandaríkjamenn Krefjast hertra að- gerða SÞ Sameinuðu þjúðirnar. AFP, AP. RÚSSAR og Bandaríkjamenn lögðu í gær fram í sameiningu kröfu um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna herti refsiaðgerðir gegn Afganistan, vegna stuðnings stjómar Talebana við hryðjuverkamenn. Samkvæmt ályktunartillögu Rússa og Bandaríkjamanna yrði Talebana- stjóminni skipað að loka öllum þjálf- unarbúðum hryðjuverkamanna í landinu innan 30 daga, undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Áð öðrum kosti yrði sett vopnasölubann á landið, skrifstofum Talebana í aðildarríkjum SÞ yrði lokað tafarlaust, auk þess sem eignir hryðjuverkamannsins Os- ama bin Laden yrðu frystar. Bin Laden er meðal annars eftir- lýstur fyrir að hafa skipulagt tilræðin við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998, og Rússar saka hann um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu. Talebanar hafa staðfastlega neitað að framsejja hann. MORGUNBLAÐIÐ 8. DESEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.