Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunarfræðingar ræða nýjar leiðir í rekstri heilbrigðisstofnana Yilja skoða sem fjöl- breyttust rekstrarform Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi hjúkrunarfræðinga sótti fund Fólags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fremst til hægri má sjá tvo fram- sögumenn, þingmennina Ástu Möller og Þuríði Backman, sem báðar eru hjúkrunarfræðingar. Einkarekstur í heil- brigðiskerfínu var ræddur frá ýmsum hlið- um á fundi hjúkrunar- fræðinga á miðviku- dagskvöld. Kom þar fram að hjúkrunarfræð- ingar ættu að hafa frumkvæði að því að kanna ný þjónustuform og nýta þekkingarauð stéttarinnar. EINKAREKSTUR í heilbrigðis- þjónustunni var yfirskrift fundar Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga sem haldinn var í fyrrakvöld. Fjórir hjúkrunarfræðingar fjölluðu um efnið í framsöguerindum, þær Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, þingmennim- ir Ásta Möller og Þuríður Backman og Sigriður Snæbjömsdóttir, fyrr- verandi hjúkmnarforstjóri Sjúkra- húss Reykjavíkur. Herdís Sveinsdóttir, formaður fé- lagsins, setti fundinn og sagði um- ræður um einkasjúkrahús hafnar og að þjónustusamningar hefðu verið teknir upp í heilbrigðiskerf- inu. Hún sagði það skoðun sína að meta ætti alla möguleika í íslensku heilbrigðiskerfi og að hjúkrunar- fræðingar ættu að hafa fmmkvæði að nýju þjónustuformi og nýta þann þekkingarauð sem stétt hjúkmnar- fræðinga byggi yfir. Hún sagði eðli- legt að stór hluti heilbrigðisþjón- ustunnar væri í höndum hins opinbera en skoða ætti jafnframt sem fjölbreyttust rekstrarform. Áhugi á árangursstjórnun Ragnheiður Haraldsdóttir ræddi stefnu heilbrigðisyfirvalda og sagði heilbrigðisráðherra hafa svarað því nýverið á Alþingi að einkarekstur sjúkrahúsa væri ekki í bígerð en stefnt væri að gerð þjónustusamn- inga um einstaka þætti og það hefði verið gert. Hún sagði hugmyndina að skilja milli ríkisins sem kaup- anda og veitanda í ríkisrekstri og væri nú unnið að nánari skilgrein- ingu þessara atriða í ráðuneytinu. Ragnheiður sagði þjónustusamn- inga hafa verið gerða í endurhæf- ingu og á öldmnarsviði. Þá væra árangursstjórnunarsamningar í bígerð og sagði hún áhugavert hversu margir stjómendur stofn- ana sem vildu axla ábyrgð af meira sjálfstæði hefðu mikinn áhuga á þeirri leið. í lok erindis síns varpaði hún því fram hvort ný sjónarmið væra framundan meðal hjúkrunar- fræðinga varðandi einkarekstur. Möguleikar væm margir, hjúkran- arfræðingar hefðu góða menntun og byggju yfir menntun og reynslu á sviði stjómunar og þeim væri því ekkert að van- búnaði. Ásta Möller sagði fé- lagið hafa markað þá stefnu árið 1997 að hvetja til sveigjanleika meðal annars með því að kanna mismunandi rekstrarform. Mis- munandi skipulag gæti snert vald- dreifingu og sjálfstæði eininga og kanna ætti samninga við einstaka aðila um rekstur einstakra þátta ut- an og innan stofnana. Hún sagði grundvallaratriði að samfélagsþjón- ustan væri greidd af opinberu fé en með einkarekstri væri gerð tilraun brigðisþjónustuna án þess að ábyrgð samfélagsins til að tryggja aðgengþ og jafnræði fyrir alla sé skert. Ásta sagði að með einka- væðingu kæmist á samkeppni í gæðum milli þeirra sem byðu þjón- ustu og í stærri samfélögum væri líka samkeppni um framboðið sem varla væri möguleild á hérlendis. Þá gerði þingmaðurinn að um- talsefni reynslu annarra þjóða af einkavæðingu. Sagði hún vanta rannsóknir á því sviði og því ekki gjörla vitað um árangur einkavæð- ingar. Hægt væri þó að segja eftir reynslu annarra þjóða að framleiðni hefði aukist og starfsemi í heil- brigðisþjónustu einnig en spuming væri hvort unnt væri að rekja slíkt til skipulagsbreytinga. Einnig hefði meira fjármagn farið í heilbrigðis- geirann á slíkum breytingartímum og þær því ekki skilað sparnaði. Hvers vegna ætti að vera einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu á Is- landi? spurði Ásta og sagði íslenskt heilbrigðisstarfsfólk eitt það best menntaða í heiminum og nauðsyn- legt væri að virkja þann mannauð sem fyrir hendi væri á heilbrigðis- stofnunum til aukins sjálfstæðis í starfi. Hún sagði áhuga og vilja starfsmanna vera fyrir hendi til að hafa meira sjálfræði til að skipu- leggja eigin störf, virkja framkvæði og ábyrgð. Það fæli í sér aukna starfsánægju og mætti m.a. finna hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem væra sjálfstætt starfandi. Hún sagði ábyrgð fagfólks aukast hvað varðaði fjármál og gæði þjónust- unnar, einkarekstur leiddi til sam- keppni og skoða yrði nýjar leiðir sem leitt gætu til betri nýtingar fjármagns. Ásta sagði mikilvægt að hjúkranarfræðingar skoðuðu hætt- ur einkavæðingar íyrir stéttina en þær væru m.a. að einkavæðing yrði eingöngu á forsendum lækna, gæta yrði þess að gæði minnkuðu ekki og að minna menntað starfs- fólk yrði ekki ráðið í stað hjúkrunarfræðinga vegna lægri launa. Kvaðst hún finna það þegar að stjórnendur stofnana væra famir að velta fyrir sér, vegna hárra launa hjúkrunarfræð- inga, að fá lægra launað starfsfólk. I lok erindis síns spurði Ásta hvað gæti komið í veg fyrir frekari einkavæðingu. Sagði hún það geta m.a. verið hræðslu um að einka- rekstur leiddi til aukins kostnaðar, skortur á pólitískum vilja, skortur á framkvæði hjá heilbrigðisstarfsfólki og áhugaleysi fjárfesta. Sigríður Snæbjörnsdóttir ræddi m.a. hver ætti að greiða fyrir heil- brigðisþjónustu. Hún sagði það skoðun sína að fjármagna skuli alla nauðsynlega heilbrigðisþjónustu með opinberu fé. Hún sagði ekki lögmál að einkarekstur í heilbrigð- isþjónustu skuli eingöngu greiddur af sjúklingum, mörg dæmi væru um samninga milli ríkis og rekstrarað- ila sem gæti verið báðum aðilum hagkvæmur. Hún gerði einnig stjórnun að umtalsefni. „Er það endilega af hinu góða að fulltrúar stjórnmálaflokka séu við stjórnvöl sjúkrastofnana og stjórnendur svo flókinna fyrirtækja séu ráðnir af þeim? Fulltrúar almennings hafa í fæstum tilfellum þá þekkingu, reynslu og innsýn til að geta tekið bestu ákvarðanir í fyrirtækjum eins og sjúkrahúsum af ýmsum þeim or- sökum sem okkur hér inni er vel kunnugt um. Mörg okkar hafa reynslu af því hvernig það er að fá t.d. nýja sjúkrahússtjórn, sem hef- ur litla þekkingu á hlutverki sjúkrahúsa, þ.e. þjónustu við sjúkl- inga og enn minni þekkingu á rekstri þeirra. Almennt er viður- kennt að mikilvægt sé að æðstu stjórnendur hafi bæði klíníska og rekstrarlega menntun og þekkingu til að halda tiltrú starfsmanna og til að geta haft fingur á púlsinum." Þá sagði Sigríður að stór opinber fyrirtæki virkuðu ekki alltaf hvetj- andi fyrir starfsfólk og væra seint uppspretta nýrra og framlegra hugmynda. Einkafyrirtæki væru oft í betri aðstöðu til að sýna sveigj- anleika í þjónustu og taka skjótar ákvarðanir. Þjónusta við sjúklinga byggðist á starfsfólki og hugviti þess og sú stofnun sem sýndi starfsfólki sínu traust, hvetti það til dáða og gæfi því ákveðið athafna- frelsi væri líklegra til að fá það margfalt endurgreitt í vinnufram- lagi. Sigríður sagði einka- rekið sjúkrahús með góðri markaðssetningu vera í góðri stöðu til að flytja sjúklinga til lands- ins til ákveðinna að- gerða. Nefndi hún hjartasjúklinga, bæklunarsjúklinga, augnsjúklinga og lýtalækninga- sjúklinga sérstaklega í þessu sam- bandi. „Það væri skemmtileg til- breyting ef heilbrigðisstarfsfólk væri að afla gjaldeyristekna og taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar á þann hátt. Opnari markaðir í Evrópu gera það að verkum að sjúklingar sem ekki komast í með- ferð eða aðgerð í heimalandi sínu innan ákveðins tíma eiga rétt og/ eða möguleika á að leita annað til að fá úrlausn sinna mála,“ sagði hún. Efast um vilja meirihluta hjúkrunarfræðinga Þuríður Backman kvaðst efast um að meirihluti hjúkranarfræð- inga vildi stefna í einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. „Það væri að minnsta kosti forvitnilegt að kanna hug hjúkranarfræðinga áður en mikil vinna er lögð í að aðlaga störf og kjör hjúkranarfræðinga breyttu heilbrigðiskerfi," sagði Þuríður. Hún kvaðst sem þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs vilja að grannheilbrigðisþjónustan væri rekin af hinu opinbera og greidd af opinberu fé. „Við viljum að allir hafi sama aðgang að þjón- ustunni óháð efnahag." Þuríður sagði athuganir sýna að árangursríkustu leiðir til að auka aðgengi og draga úr muni milli þjóðfélagshópa fælust í bættum sjúkratryggingum, endurskoðun þjónustugjalda og styrkara heilsu- gæslukerfi sem gerði það að verk- um að allir hefðu heimilislækni og tengsl við heilsugæsluhjúkranar- fræðing. Hún sagði yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar vilja að vel- ferðarþjónustan yrði áfram al- mannaþjónusta og ekki einkarekin fjármögnuð með sköttum í stað þjónustugjalda. „Ef þetta er svona hver era þá rökin fyrir því að brjóta þetta kerfi upp og auka enn frekar einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu?" spurði hún. Hún sagði að áður en farið yrði í meiri einka- væðingu yrði að spyrja hvort þjón- ustan myndi batna, hvort fjármunir nýttust betur og hvort kjör starfs- manna yrðu betri. Ef svarið væri neikvætt þyrftu menn ekki að velkjast í vafa um að breytingin ætti ekki rétt á sér. Þuríður sagði hægt að fara nokkrar leiðir í rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja hag skjól- stæðinga. I fyrsta lagi með innri styrk kerfisins og vilja starfsmanna til að standa vörð um skjól- stæðinginn, það væri hægt í kerfi sem byggðist á þjónustu en ekki arðsemi. Þá yrði að koma til gæða- eftirlit frá notendum sjálfum og myndu þjónusta og gjaldtaka stofn- ana og orðstír ráða vali manna um hvar þeir leituðu þjónustu. Einnig mætti semja við fyrirtæki um ákveðin verkefni og hafa eftirlit með því að staðið væri við slíka samninga. Gallinn væri sá að erfitt væri að beita eftirliti í samfélags- þjónustu. Sendiráð Islands í Frakklandi Metþátttaka á málþingi um Heims- kringlu ÍSLENSKA sendiráðið í Frakklandi stóð fyrir málþingi um Heimskringlu Snorra Sturlusonar á laugardaginn og að sögn Sigríðar Asdísar Snæv- arr, sendiherra íslands í Frakk- landi, var þátttakan frarnar von- um, en um 120 manns fylltu sendiherrabústaðinn í París. „Þetta var ótrúlega vel lukk- að og gekk framar vonum,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að hún hefði fengið þessa hugmynd fyrir nokkra og að hún hefði ákveðið að framkvæma hana nú samfara útgáfu á þýðingu prófessors Frangois-Xavier Dillmann á fyrsta hluta Noregskonunga- sögu, en hann hefur áður fengið sérstök verðlaun fyrir þýðingu á Eddu. Að sögn Sigríðar vora send út boðskort til fjölda fólks sem með einhverjum hætti tengdist Islandi og ferðamálum. Hún sagði að þó námskeið um klass- ískar íslenskar bókmenntir hefðu dregið til sín fjölda áhuga- manna hefði hún alls ekki átt von á því að fá 120 manns. „Þetta er náttúrlega þvílíkt met því venjulega mæta 20 til 30 manns á svona samkomur hjá sendiráðum hér, enda mikið framboð af öllum sköpuðum hlutum," sagði Sigríður. Málþingið stóð í þrjár klukkustundir og að sögn Sig- ríðar var það haldið í anda end- urmenntunarstofnunar Há- skóla íslands en allir fyrirlestrarnir fóra fram á frönsku. Þingið hófst með sávarpi sendiherrans, síðan fluttu fyrirlestra Torfi Tulinius, dósent við Háskóla Islands, Bjöm Kvalsvik Nicolaysen, lektor í norsku við Háskólann í Strasbourg, Frédéric Durand, fyrrverandi forstöðumaður Norðurlandastofnunarinnar í Háskólanum í Caen, prófessor Frangois-Xavier Dillmann og að lokum vai’ Tómas Ingi Olrich með samantekt. Sigríður sagðist fastlega búast við því að framhald yrði á málþingum um íslenskar bók- menntir á vegum sendiráðsins, sérstaklega þar sem málþingið um Heimskringlu hefði gengið svona vel. Nýr forstjóri Byggðastofnunar Fjallað um umsóknir í stjórn AÐ SÖGN Kristins H. Gunn- arssonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar, mun stjórnin funda á næstu dögum um þær fjórtán umsóknir sem bárust um stöðu forstjóra stofnunar- innar. Guðmundur Malmquist lætur sem kunnugt er af störf- um sem forstjóri þegar höfuð- stöðvar Byggðastofnunar flytj- ast á Sauðárkrók. I auglýsingu um starfið var gert ráð fyrir að nýr forstjóri taki við um næstu áramót. Kristinn sagði við Morgun- blaðið að stjórnin þyrfti að taka afstöðu til umsóknanna sem fyrst en væntanlega þyrfti fleiri en einn fund til að komast að niðurstöðu. Að fenginni tillögu stjórnar Byggðastofnunar mun Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra skipa í stöðuna til næstu fimm ára. Allir hafi sama aðgang að þjónustunni óháð efnahag Ekki vitað gjörla um árangur einkavæðingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.