Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 16

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tvívegis hefur verið brotist inn í Lundarskdla í þessari viku Fjórum tölvum stolið í þremur innbrotum í haust TVÍVEGIS hefur verið brotist inn í Lundarskóla í vikunni, fyrst aðfara- nótt miðvikudags og svo aftur að- faranótt fimmtudags. Tölvum var stolið í báðum innbrotum. Þetta er í þriðja sinn í haust sem innbrot er framið í Lundarskóla en alls hafa fjórar tölvur horfið eftir þau. Ekki er búið að upplýsa málið. Þórunn Bergsdóttir skólastjóri sagði að í fyrrinótt hefði húsvörður yfirgefið skólann um kl. 00.30 og komið aftur kl. 7 um morgunin, þannig að þjófurinn eða þjófamir hafa verið á ferli á tímabilinu þar á milli. Þeir sem þarna voru á ferðinni rifu upp stórar hellur utan við skól- ann og hentu þeim inn um gluggann. í fyrra sinnið var farið inn um glugga og tölva tekin af skrifborði ritara, en í seinna skiptið var brotist inn á skrifstofu skólastjórans. í haust fóru þjófarnir inn á bókasafnið. Þórunn sagði greinilegt að til- gangur innbrotanna væri að ná í harða diska tölvunnar, en hún hafði upplýsingar um að þeir gengu á um 20 þúsund krónur. „Ég þori að full- yrða að það eru ekki nemendur skól- ans sem stunda þessa leiðu iðju. Get- gátur eru uppi um að þarna sé á ferðinni fólk sem gagngert er að stela tölvum til að selja og menn leiða auðvitað hugann af því hvort það sé gert í því skyni að fjármagna fíkniefnakaup,“ sagði Þórunn. Um- Morgunblaðið/Kristján Hellu var kastað inn um glugga á skrifstofu Þórunnar Bergsdóttur, skólastjóra í Lundarskóla, og farið inn og tölvu stolið. merki eftir innbrotin sagði hún benda til að um sama fólkið væri að ræða. Bæjaryfírvöld taki við sér Þórunn sagði að ekkert þjófa- vamakerfi væri í skólanum, en hún vonaði að þessi tíðu innbrot yrðu til þess að þeim yrði komið upp. í fyrra- haust var einnig brotist tvisvar inn í Oddeyrarskóla og einu sinni í Brekkuskóla. „Þá var rætt um nauð- syn þess að setja upp þjófavarnir og nú vona ég að málið verði tekið upp að nýju og bæjaryfirvöld taki við sér. Það er greinilegt að öryggiskerfi þurfa að vera fyrir hendi í skólun- um,“ sagði Þórann. Dal vfkurkir kj a Rússneskir virtúósar TRÍÓIÐ „Rússneskir virtúósar" heldur tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 9. desem- ber, kl. 20. Tríóið er á tónleikaferð um ísland þessa dagana og heim- sækir m.a. grunn- og tónlistar- skóla í Reykjavík og Akureyri. í tríóinu eru þeir Dimitry A. Tsarenko, stjórnandi þess, en hann leikur á balalaiku og á jafn- framt heiðurinn af útsetningum allra laga sem tríóið spilar, Nichol- as A. Martynow leikur á bassa- balalaikiu og Vera A. Tsarenko leikur á domra. Allir meðlimir þess hafa unnið til fjölmargra verðlauna á tónlistarsviðinu bæði heima og erlendis. Rússneska sendiráðið á Islandi, Sölumiðstöð hraðft-ystihúsanna, SÍF, Marel, Fiskmiðlun Norður- lands og Útgerðarfélag Akureyr- inga styrkja ferðalag þeirra hing- að til lands. Yiðurkenning fyrir snyrtilegasta býlið í Eyjafiarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Ábúendur á Stór-Hamri I fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta býlið í Eyjaíjarðarsveit, en á myndinni sjást bæirn- ir Stór-Hamar I og II. Stór-Hamar I er til hægri á myndinni. Stór- Hamar I varð fyr- ir valinu UMHVERFISNEFND Eyjafjarð- arsveitar afhenti nýlega verðlaun fyrir snyrtilegasta býlið í sveitar- félaginu. Að þessu sinni varð Stóri-Hamar I fyrir valinu. Ábúendur þar eru systkin, Bogi, Gunnhildur og Jónas Þórhalls- börn. Stór-Hamarsfólk hefur í áratugi sýnt mikinn metnað varð- andi umgengni utandyra sem inn- an og hafa myndir af býlinu birtst í ýmsum bæklingum og blöðum. Einnig á dagatölum og víðar þar sem fjallað hefur verið um fyrir- myndarumgengni til sveita. Þykja þau systkin vel að verðlaununum komin. í öðru til fimmta sæti urðu eft- irtalin býli og íbúðarhús: Önguls- staðir II en þar eru ábúendur Birgir Þórðarson og Sigurhelga Þórðardóttir, Arnarfell, ábúandi Jón Eiríksson, Austurberg, þar búa Rannveig Vernharðsdóttir og Alexander Pálsson, Uppsalir I, en þar eru húsráðendur Ingólfur Jó- hannsson og Matthildur Hauks- dóttir. Opið hús í Mennta- smiðju kvenna Jólabærinn Akureyri Fjölbreytt dagskrá um lielgina FJÖLBREYTT dagskrá verður í Jólabænum Akureyri nú um helg- ina, en verslanir verða opnar til kl. 18 alla dagana. Dagskráin hefst kl. 14.30 í dag, föstudag og sunnudag, en kl. 14 á laugardag. Jólasveinn mætir á Amtsbókasafnið og les jólasögur kl. 14 á morgun sem og aðra laugardaga til jóla. Jólasveinasöguhúsið nýtur vin- sælda, en fyrstu helgina sem það var opið komu um 250 börn og hlustuðu á sögur, sungu og spjöll- uðu við jólasveinana. Ratleikur á vegum Svars verður í dag, föstudag, og eiga væntanleg- ir þátttakendur að skrá sig þar eða í Jólasveinahúsinu. Jólablúndur verða á ferðinni í bænum. Jóla- sveinarnir koma á svalirnar hjá Bókval kl. 15.30 á laugardag. Jóla- sveinar verða með hesta neðst í Skátagili á sunnudag og þar geta börnin farið á bak. Barnajólakókó verður á Bláu könnunni og harm- onikkuleikur í Skrautlu kl. 16 á sunnudag. Hera Björk syngur lög af nýju plötunni sinni á sviðsvagn- inum norðan við Amaro kl. 15.30 á sunnudag og þá verður dregið í jólahappdrætti Þórs kl. 15 á morg- un, laugardag. Iðjuþjálfunarbraut Háskólans Stoð gefur hjólastól STOÐ hf. stoðtækjasmíði hefur gef- ið iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri hjólastól að gjöf. Þórarinn Sigurðsson deildarfor- seti heilbrigðisdeildar veitti gjöfinni viðtöku í kynningu sem Stoð hf. efndi til á fyrirtækinu og hjálpar- NEMENDUR í Menntasmiðju kvenna bjóða gestum og gangandi á opið hús á morgun, laugardaginn 9. desember, frá kl. 14 til 18. Á þeirri önn sem nú er að ljúka út- skrifast 16 konur á aldrinum 18 til 66 ára. Þær hafa allar af kappi stundað hið þríþætta nám Menntasmiðjunn- ar, sjálfstyrkingu, hagnýtt nám og listsköpun. Að vanda hefur samstarf við Punktinn verið mikilvægur hluti námsins, þar hefur verið unnið alls kyns handverk. Var gamalt íslenskt handverk sérstaklega kynnt og unn- ið í bland við seinni tíma handverk, en mikil fjölbreytni er í því hand- verki sem boðið er upp á að vinna í Punktinum. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og era bæjarbúar, nærsveitar- menn og gestir hvattir til að koma í heimsókn. Menntasmiðjukonur munu bregða á leik með spuna og söng auk þess sem efnt er til sýning- ar á handverki og myndlist. Næsta önn hefst 10. janúar. Þar verður sérstaklega reynt að ná til kvenna í atvinnuleit, ungra mæðra og barnshafandi kvenna, en námið er þó opið öllum konum að venju. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Sval- barðskirkju á sunnudag kl. 14. Undirbúum komu jólanna með kirkjugöngu. Kyrrðar- stund verður í Grenivíkur- kirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Guðsþjónusta verður í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. Barnasamvera verður í Lauf- áskirkju kl. 13.30 í upphafi starfsdags í Gamla-bænum. Öll börn velkomin. tækjum í samkomusalnum í Bjargi nýlega. Hjólastóllinn verðui- notaður við kennslu iðjuþjálfa í skólanum, en hjálpartæki þarf að aðlaga þörfum hvers og eins. Hjólastólar eru eitt algengasta hjálpartækið sem iðjuþjálfar þurfa að aðlaga og því kemur stóllinn, sem er með mörgum stillingarmöguleik- um sér í góðar þarfir. Stoð hf. hefur aðsetur í Hafnar- fii'ði og sérhæfir sig í þjónustu á sviði stoð- og hjálpartækja. Alls era starfsmenn fyrirtækisins 23 að tölu, en þar starfa m.a. fjórír stoðtækjafræðingar auk bæklunar- skósmiðs og fjögurra stoðtækja- smiða. Einn stoðtækjafræðinganna, Þór- ir Jónsson, kemur reglulega til Ak- ureyrar og fleiri staða á Norður- Iandi til að veita almenna þjónustu á sviði stoðtækja, hjálpartækja og skósmíði. Jólatónleikar í Laugaborg FYRSTU jólatónleikar Tónlistar- skóla Eyjafjarðar verða á morgun, laugardaginn 9. desember. Þeir verða í Laugaborg og hefjast kl. 14. Alls verða haldnir fimm jólatónleik- ar á vegum skólans að þessu sinni, en auk þess munu nemendur spila og syngja á aðventukvöldum í kirkjunum í sveitinni og koma fram á öðrum viðburðum tengdum jólun- um. Allh' eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis. Gjaldtaka af eldri borgurum í íþrdttamannvirki Áfram ókeypis aðgangur BÆJARRAÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að taka ekki gjald af ellilífeyrisþegum, 67 ára og eldri, fyrir aðgang að sundlaugai'- og skíða- mannvirkjum bæjarins. íþrótta- og tómstundaráð hafði gert tillögu um að slíkt gjald yi’ði tekið upp og áætlaði að það gæfi 3 milljónir króna í tekjur. Mótmæli vegna þessa hafa borist, frá Félagi eldri borgara, Félagi hjartasjúklinga í Eyjafirði, Norður- landsdeild Félags íslenskra hjúki-un- arfræðinga og læknaráði Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyii. Þá kom andstaða við hugmyndina fram við umræður á fundi bæjarstjórnar um málið. Eldri borgarar hafa í allmörg ár ekki þurft að greiða fyrii' aðgang að þessum íþróttamannvirkum. Á fundi bæjarráðs í gær var bæjar- stjóra falið að taka saman upplýsing- I ■ ar um einstaklingsbundin þjónustu- gjöld Akureyrarbæjar og skila til bæjarráðs greinargerð um stöðu þessara mála þar sem fram komi samanburðui’ á þjónustugjöldum við önnur sveitarfélög og úttekt á því hvernig afsláttur á þjónustugjöldum nýtist þeim hópum sem afsláttarins njóta. Einn bæjarráðsmaður, Vilborg Gunnarsdóttir, sat hjá við afgreiðslu málsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.