Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Uppgangur hægriöfgamanna í Rúmeníu veldur áhyggjum Blaðamönnum hótað með þrælabúðavist Búkarcst. AFP, Reuters. Italskt kennaraverkfall HÆGRIOFGAMAÐURINN Com- eliu Vadim Tudor, leiðtogi Stórrúm- enska flokksins, hefur síðustu daga haft í hótunum við blaðamenn í Rúmeníu og ann- ar fulltrúi flokks- ins hótaði að senda þá í þræla- búðir. Veldur uppgangur hægriöfgamanna í Rúmeníu mikl- um áhyggjum þar í landi og víðar en Tudor mun takast á við Ion Iliescu, fyrrverandi forseta og leiðtoga jafn- aðarmanna, í síðari umferð forseta- kosninganna á sunnudag. I fyrri umferð forsetakosninganna 26. nóvember sl. fékk Iliescu 36,35% atkvæða og er honum almennt spáð sigri í síðari umferðinni á sunnudag. Mikill sigur Tudors og Stórrúmenska flokksins skaut hins vegar mörgum skelk í bringu því að hann fékk 28,34% atkvæða en hafði aðeins verið spáð 14% í skoðanakönnunum. I kosningunum fyrir fimm árum fékk hann 5% atkvæða. í þingkosningunum 26. nóvember fékk jafnaðarmannaflokkur Iliescus 37% atkvæða og Stórrúmenski flokk- urinn varð í öðru sæti með 20%. Árásir á blaðamenn Tudor hefur að undanfömu hert mjög árásir sínar á rúmenska blaða- menn, sem hann sakar um óhróður um Stórrúmenska flokkinn, og hótar þeim málssókn. „Það er hægt að hefja sakadóms- rannsókn í málum margra, þar á meðal ykkar,“ sagði Tudor á blaða- mannafundi í Búkarest og nefni ýmsa blaðamenn á nafn. „Ég get dregið ykkur alla fyrir rétt.“ Tudor sagði þetta eftir að Mugur Isarescu, fráfarandi forsætisráð- herra, sakaði Stórrúmenska flokkinn um ofsóknir gegn blaðamönnum en tilefnið var það, að Anghel Stanciu, þingmaður flokksins í borginni Iasi, hótaði að „senda blaðamenn í þræla- búðir“. I bréfi, sem Isarescu sendi samtök- unum Blaðamönnum án landamæra, segir hann: „Ég get ekki látið það sem vind um eyru þjóta, að á því herrans ári 2000 skuli rúmenskur stjómmálaleiðtogi vera með sams konar hótanir gegn blaðamönnum og á myrkustu tímunum í sögu þessa lands.“ Hatur á gyðingum Rúmenska dagblaðið Atac la Per- soana (Persónulegar árásir), sem styður Tudor, hefur einnig farið mik- inn í árásum á blaðamenn, sem það sakar um að blekkja rúmensku þjóð- ina og ala á hatri í garð hægrimanna. Fyrir nokkrum dögum réðst blaðið á rúmenska stjómmálamenn, sem það sagði „haga sér í samræmi við eig- indir ákveðinna hópa í tilraunum sín- um til að stöðva Tudor“. Var augljós- lega verið að hnýta í gyðinga enda var Petre Roman utanríkisráðherra efstur á lista hjá blaðinu en faðir hans var af gyðingum kominn. Næstur á listanum var Adrian Severin, yfir- maður ÖSE, Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu og þingmaður á Evrópuþinginu. „Evrópusambandið hefur eyðilagt rúmenska herinn, landbúnaðinn og menningu þjóðarinnar og hefur gert sitt besta til að gera landið að ösku- haug Evrópu,“ sagði Dumitru Drag- omir, ritstjóri blaðsins og þingmaður. Hagnast á alvarlegu svikamáli Uppgang Stórrúmenska flokksins, sem hatast ekki aðeins við gyðinga, heldur einnig sígauna og ungverska minnihlutann í Rúmeníu, má meðal annars rekja til óánægju allra þeirra, sem misstu sparifé sitt þegar fjár- festingarsjóðurinn FNI varð gjald- þrota á síðasta sumri. Var þar um mikið misferli að ræða og kenndu margir um ríkisstjórn mið- og hægri- flokka, sem missti meirihluta sinn í kosningunum 26. nóvember. Um var að ræða 300.000 manns og rúmlega 20 milljarða íslenskra króna. Talið er, að flestir þeirra, sem töp- uðu sparifénu, og nánustu ættingjar þeirra hafi kosið Stórrúmenska flokkinn að þessu sinni eða á bilinu hálf til ein milljón manna. Alls áttu um 9% af 11 milljónum kjósenda hlut ÍFNI. ÞÚSUNDIR kennara mótmæltu á götum Rómarborgar í gær til að leggja áherslu á launakröfur sínar. AUs lögðu um 90% ítalskra kennara niður vinnu í gær en París. AFP, AP. MICHEL Roussin, fyrrverandi ráð- herra, sem á borgarstjóraárum Jacques Chiracs í París var náinn samstarfsmaður forsetans núver- andi, var á mið- vikudag látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu, en hann var hnepptur í varð- hald í síðustu viku í tengslum við rannsókn póli- tísks spillingar- máls, sem hefur verið að vinda æ meir upp á sig að undanfömu. Handtaka Roussins sl. fostudag kynti undir vangaveltum í frönskum ftalskir kennarar hafa staðið í samningaviðræðum við rikið und- anfarna mánuði. Kennararnir segjast vera með lægri laun en kollegar þeirra í fjölmiðlum um ólöglega fjármögnun- arstarfsemi stjómmálaflokks Chir- acs á þeim tíma sem hann var borg- arstjóri Parísar unz hann var kjörinn forseti árið 1995. Hann hefur fram að þessu neitað að tjá sig nokkuð um málið, en mjög er nú þrýst á hann að skýra frá því hve mikið hann vissi um útsmogið kerfi sem skilaði miklu fé í kosningasjóði Gaullistaflokksins á síðari hluta borgarstjóratíðar hans, og talið er hafa farið á svig við gild- andi lög um fjármögnun stjórnmála- flokka. Roussin hefur verið sakaður um að hafa átt þátt í spillingarmáli sem snýst um að Gaullistaflokkurinn RPR, ásamt öðmm, hafi þegið fulgur í mútur frá byggingafyrirtækjum sem borgarstjórnin samdi við um endurbætur á skólabyggingum á Parísarsvæðinu, á tímabilinu 1986- 1993. Það sem bætir á spennuna í kring um þessi meintu spillingarmál er að búizt er við því að pólitísku andstæð- ingamir Chirac og Lionel Jospin for- sætisráðherra muni etja kappi í næstu forsetakosningum árið 2002. Stefnir í að samstarfi á franska stjómarheimilinu - þar sem forset- inn er hægrimaður en forsætisráð- herrann sósíalisti - eigi eftir að hraka eftir því sem nær dregur kosningum. Bókerbestvina Stoðið Bókatíðindin „ Fálag íslenskra bókaútgefenda löndum ESB. Menntamálaráð- herra ítala, Tullio De Mauro, hef- ur boðið kennurum sem svarar um 10.000 ísl. kr. í launahækkun en þeir vilja tvisvar sinnum meira. Sögulegt met í Texas Flestar aftökur á einu ári Huntsville, Washington. AP. TEXAS-ríki í Bandaríkjunum hefur nú tekið alls 39 afbrota- menn af lífi á árinu, síðastur í röðinni var Daniel Joe Hittle, fimmtugur karlmaður sem var sprautaður með eitri á mið- vikudag. Hittle var dæmdur fyrir að myrða lögreglumann er hafði tekið sakbominginn fyrir of hraðan akstur árið 1989. Hittle var einnig sakaður um að hafa sama dag myrt fimm manns. Hann var fíkniefnaneytandi og sat lengi í fangelsi í Minn- esota fyrir að myrða fóstur- foreldra sína. Mun hann hafa reiðst er hundur foreldranna rispaði bíl hans. Hittle var síð- an látinn laus í Minnesota til reynslu 1984. Að sögn Miehaels Radelets, félagsfræðings við Flórída-há- skóla, hefur ekkert bandarískt ríki tekið jafn marga saka- menn af lífi á einu ári. Dóms- málaráðuneytið í Washington segir að helmingur af öllum af- tökum í Bandaríkjunum fari fram í fáeinum af alls 50 sam- bandsríkjum landsins. Um 70% þeirra sem teknir em af lífi em annaðhvort spænsku- mælandi eða blökkumenn. Aftakan á miðvikudag var önnur af alls þrem sem ákveðnar hafa verið í Texas í vikunni. Á fréttavef dagblaðs- ins The Dallas Morning Post í Texas var haft eftir ákæranda í málinu vegna morðsins á lög- reglumanninum Gerald Walk- er að Hittle væri eins og „mynd á áróðursspjaldi fyrir dauðarefsingu". Blaðið sagði ennfremur frá þvi að eiginkona lögreglumannsins, sem hefði lifað í stanslausum ótta eftir morðið, ætlaði að fylgjast með aftökunni. Sagði hún að annað gæti hún ekki gert fyrir hinn látna eiginmann og var bitur í garð yfirvalda fyrir að hafa ekki fylgst með Hittle eftir að hann var látinn laus. rrfEk! §lc[fj §f] J / Qrj fj| íslenski lýðháskólinn fer til Danmerkur á fluq'. Skólastarfib í veturferfram íVallekilde H0jskole á Sjálandi. Innritun er hafin fyrir vorönn (4. janúar til 9. maí 2001). Kostnaður aðeins kr. 7.900 á viku fyrir fæði, herbergi og kennsiu. Styrkir fást vegna fargjalds. Sækið um strax því fjöldi nemenda er takmakaður. Kynningarfundur í Norrœna húsinu á laugardag, 9. desember kl. 14. Upplýsingar veitir Oddur Albertsson í síma 891 9057, netfang oddura@itn.is. Vefsíba skólans: www.vallekildeh.dk Comeliu Vadim Tudor Fyrrverandi samstarfsmaður Chir- acs látinn laus úr gæzluvarðhaldi Þrýstingur eykst á forsetann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.