Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ PitgtwMnMb BÓKASALA 29.-5. des. Rðð Titlll/ Höfundur/ Utgefandi 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 3 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 4 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 5 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 6 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 7 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 8 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með .. /Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 9 Einn á ísnum/ Haraldur Örn Ólafsson/ Mál og menning 10 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafeil Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 3 Myndin af heiminum/ Pétur Gunnarsson/ Mál og menning 4 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 5 Dóttir gæfunnar/ Isabel Allende/ Mál og menning 6 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 7 Endurfundir/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 8 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 9 Stúlkan sem elskaði Tom Gordon/ Stephen King/ Iðunn 10 Vorhænan og aðrar sögur/ Guðbergur Bergsson/ JPV forlag SLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Kvæði og kviðlingar/ Hjálmar Jónsson frá Bólu/ Bókafélagið 2 Undir bláhimni-Skagfirsk .J Bjami Stefán Konráðsson safnaði/ Bókaútgáfan Hólar 3 Jólasveinarnir þrettán/ Elsa E. Guðjónsson/ Elsa E. Guðjónsson 4 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi/ Hörpuútgáfan ISLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 3 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 4 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með.../ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 5 Frejsun Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 6 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 7 Mói hrekkjusvín/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning 8 Eva & Adam-Kvöl og pína á Jólum/ Máns Gahrton/ Æskan 9 Bert og bræðumir/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 10 Leikur á borði/ Ragnheiður Gestsdóttir/ Vaka-Helgafell ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Undir bárujámsboga-Braggalrf... / Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 2 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 3 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 4 Fluguveiðisögur/ Stefán Jón Hafstein/ Mál og menning 5 Kæri kjÓsandí-GamansÖgur .J Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ B. Hólar 6 Bítlarnir-Sagan ótrúlega/ Mark Hertsgaard/ Iðunn 7 Betri heimur/ Dalai Lama/ JPV forlag 8 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um/ Háskóli Islands 9-10 Heimur vínsins/ Steingrímur Sigurgeirsson/ Salka / Morgunblaðið 9-10 Stóra bakstursbókin/ Þýðing: Soffía Ófeigsdóttir/ Vaka-Helgafell ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 2 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 3 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 4 Einn á ísnum/ Haraldur Örn Ólafsson/ Mál og menning 5 Engin venjuleg kona-Litríkt líf.../ Þórunn Valdimarsdóttir/ JPV forlag 6 Nærmynd af Nóbelsskáldi/ Ritsj. Jón Hjaltason/ Bókaútgáfan Hólar 7 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag 8 Þjóðsögur Jóns Múla Ámasonar III/ Jón Múli Ámason/ Mál og menning 9 Lífsgleði-Minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan 10 í hlutverki leiðtogans-Líf fimm .../ Ásdís Halla Bragadóttir/ Vaka-Helgafell Bókabúðir sem ióku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síöumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúöin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Bónus, Kjörgarði Eymundsson, Kringlunni Griffill, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Spönginni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Nettó, Mjódd Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi, Hagkaup, Smáratorgi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuöborgarsvæðisins: Penninn-Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Hagkaup, Njarövík Nettó, Akranesi Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Samkaup, Egilsstöðum, Tónspil, Neskaupstað Bónus, Akureyn KÁ, Selfossi Ha9,a^'^Ur9yn Nettó, Akureyn Penninn-Bókval, Akureyri " 'S Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka 29. nóv. - 5. des. 2000. Unniö fyrir Morgunblaðiö, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Tilnefningar til Islensku bokmenntaverðlaunanna Morgunblaði/Þorkell Höfundar tilnefndra fagurbókmennta. Pétur Gunnarsson, Sólveig Bima Sigurðardóttir (f.h. Sigurðar Guðmundssonar), Gyrðir Elíasson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Einar Már Guðmundsson. Höfundar tilnefndra fræðirita. Eggert Þór Bernharðsson, Gylfi Gröndal, Jón Hjaltason, Siguijón Einarsson, formaður ritstjórnar Kristni á íslandi, og Guðmundur Páll Ólafsson. í GÆRKVÖLDI var tilkynnt hvaða tíu bækur væru tilnefndar til í slensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. Það voru þau Svanhildur Óskarsdótt- ir og Vilhjálmur Lúðvíksson sem kynntu tilnefningar sínar en þau voru sídpuð af stjóm Félags íslenskra bókaútgefenda sem úrskurðaraðilar fyrir hvom flokk bóka sem verðlaun era veitt í. Viihjálmur kynnti tilnefn- ingar sínar í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis og vom þær Hálendið í náttúru íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, útgefandi er Mál og menn- ing. Saga Akureyrar III eftir Jón Hjaltason, útgefandi er Akureyrar- bær. Kristni á íslandi I-IV, Ritstjórn Hjalti Hugason o.fl. Útgefandi Al- þingi. Steinn Steinarr. Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal. Útgefandi JPV Forlag. Undir Bámjámsboga eftir Eggert Þór Bemharðsson, út- gefandi JPV Forlag. Svanhildur Ósk- arsdóttir kynnti tilnefningar sínar í flokki fagurbókmennta. Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson, útgefandi Mál og menning. Fyrirlest- ur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, útgefandi Bjartur. Gula húsið eftir Gyrði Elíasson, út- gefandi Vaka-Helgafell og Mál og menning. Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnarsson, útgefandi Mál og menning. Ósýnilega konan eftir Sig- urð Guðmundsson, útgefandi Mál og menning. Alls vom lagðar fram af útgefend- um 52 bækur í flokki fagurbókmennta og 28 bækur í flokki fræðirita og sagði Sigurður Svavarsson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, að aldrei fyrr hefðu jafnmargar bækur verið lagðar fram. í ár væm 517 titlar kynntir í Bókatíðindum en í fyrra hefðu titlamir verið 459. Sigurður sagði ennfremur að verðlaunafé hefði verið aukið talsvert og væri nú ein og hálf miHjón króna sem skiptist jafnt á milli þeirra tveggja höfunda sem hlytu verðlaunin. Þriggja manna dómnefnd mun velja eina bók úr hvomm flokki til íslensku bók- menntaverðlaunanna sem forseti ís- lands afhendir eftir áramót. Dóm- nefnd skipa Haraldur Ólafsson prófessor, formaður, Svanhildur Ósk- arsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson. Kröftugt, hnitmiðað og einlægt TðNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Hjálmar H. Ragnarsson: í svart- hvítu. Zivkovic: Marimbukonsert. Zappa: Envelopes; G-spot Tomado. Vivaldi: Blokkflautukonsert í C RV443 (umr. f. víbrafón). Evelyn Glennie, marimba & víbrafónn; Sinfóníuhljómsveit íslands u. stj. Jerzys Maksymiuk. Fimmtudaginn 7. desember kl. 19:30. STÍLTEGUNDIRNAR sem mættu eyrum hinna fjölmörgu hlust- enda á „bláu“ sinfóníutónleikunum í gær vom jafnólíkar og höfundamir. Því þó að bæði hljómsveitarverk Hjálmars H. Ragnarssonar og Mar- imbukonsert Zivkovics væru undir framsæknum formerkjum þessara aldaloka, má óhætt telja Frank Zappa (1940-93) almennt þekktari fyrir rokkferil sinn í Mothers oflnvention en fyrir fagurtónsmíðar. Þess utan er ekki á hverjum degi sem heyra má sólórödd í konsert eftir Vivaldi leikna á víbrafón. Fyrsta atriði á dagskrá var nýtt hljómsveitarverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, í svarthvítu, samið að beiðni Menningarborgar 2000. Verk- inu var fylgt úr hlaði í tónleikaskrá með útdrætti af bréfi höfundar til hljómsveitarstjórans, sem greinir frá meginburðarstoðum tónsmíðarinnar og hvaða atriði þurfi helzt að komast skýrt fram í flutningi. Bréfið kveikti í undirrituðum svolitlar vangaveltur um fagurfræði nútíma listmúsíkur. Þótt tónlist sé list tilfinninga og tjái hvorki það sem sagt verði með orðum né með litum eða línum, er engu að síður athyglivert hvað nútímatónhöf- undar em almennt tregir til að reifa tilfinningarleg áhrif í verkum sínum, miðað við hvað furðumargir leiðast út í lýsingar á formrænum innviðum, og stundum mun fjálglegri. En hverjum kemur í rauninni við hvemig nýtt verk er samið? Annað hvort gerir það sig nú, síðar eða aldrei. Og þó að tónfræðingar geti e.t.v. dregið einhvem lærdóm af smíðaaðferðum í löngu sígildum verk- um, verður hulunni seint svipt af kjama sköpunarsnilldar. Manni vai-ð ósjálfrátt hugsað til frelsisstyttunnar í New York. Hún þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma - þ.e.a.s. burðar- grindin bak við koparplötumar - en í huga flestra í dag vegur annað þyngra. Meðal tónskálda seinni ára- tuga mætti aftur á móti stundum halda að burðargrindin ætti að vera utaná. Að framansögðu er ljóst að téðar upplýsingar í tónleikaskrá um t.a.m. útilokun ákveðinna tóna eða tónsviða komu undirrituðum að takmörkuðu haldi hvað varðar listræna og tilfínn- ingarlega meðtöku; a.m.k. varla frek- ar en þegar ónefnt tónskáld kvað meginhugsun verks síns fólgna í að útiloka tóninn c/sfram að bláenda, og skapa þannig ómótstæðilega löngun hlustenda eftir lausn hans úr útlegð. Hitt hafði óneitanlega meiri áhrif, þegar hið fáheyrða gerðist áður en leikar hófust, að hljómsveitarstjórinn gekk fram fyrir skjöldu, hældi verk- inu á hvert reipi (því miður greindust orð hans ekki í smáatriðum) og lét sveitina leika nokkur sýnishom til frekari undirstrikunar. Eftir slíka forkynningu hlaut jafn- vel harðsvfraðasti andmódemisti að sperra eymn. Enda var eins og rið manninn mælt - verkið steinsmall. Hvort sem það væri að þakka örvandi stjórn, óvenjusnarpri útfærslu hljóm- sveitar miðað við fyrsta atriði kvölds- ins, eða einfaldega kröftugri, hnitmið- aðri og einlægri tónsmíð, sem sagði meir á 10 mínútum en mörg samtíma- verk á 20. Mikið orð hefur farið af skozka slagverkssnillingnum Evelyn Glenn- ie, og því ekki kinnroðalaust að játa að hafa ekki séð hana á sviði fyir en í gær. Marimbuleikur hennar í viða- miklum Konsert nr. 2 Op. 25 frá 1996 eftir serbneska tónskáldið Nebojsa Jovan Zivkovic var í einu orði sagt magnaður, og ekki að sökum að spyrja þegar áheyrendur risu á fætur að verkslokum og fögnuðu ákaft. Höf- undur er sjálfur slagverksmaður og kunni greinilega vel til verka. Einleiksparturinn gerði gífurlegar tæknikröfur sem sólistinn fór létt með að uppfylla, og þrátt fyrir drjúga lengd höfðu tónleikagestir við nóg að sýsla í huganum, enda bauð verkið upp á marga skemmtilega og jafnvel launrómantíska ómfleti, ekki sízt í ævintýralegum dulheimum miðþátt- arins og í lokaþættinum, sem var dynjandi „tour de force“ gandreið, oft í fimmskiptum púlsrytma. Evelyn Glennie sýndi á sér aðra og ólíka hlið eftir hlé, þegar hún skipti yfir á víbrafón og lék blokkflautupart- inn í blokkflautukonsert Vivaldis í eigin umritun. Þó að hraðatækni hennar væri makalaus í útþáttum, var það kannski einkum dúnmjúk syngj- andi víbrafónsins í hæga miðþættin- um sem snart mann mest, enda dýn- amík sólistans í það örasta í hröðu þáttunum, þar sem ekkóstaðir duttu stundum niður í hið óheyranlega. Frank Zappa (1940-96) átti síðustu tvö verk kvöídsins. Hann varð hálf- gerð þjóðsagnarpersóna í framsæknu bandarísku rokki á hippaámm, enda afburða rafgítaristi og söngvaskáld, þó að aðaláhrifavaldur í tónlist hans væri enginn annar en Edgard Varése. Húmor Franks var af meinhæðnari sortinni, stundum súrreah'sk og raun- ar engu lík, eins og heyra mátti í báð- um hljómsveitarverkunum. Tóntak hins fyrra, Envelopes, minnti mann reyndar minna á Varése en á Liszt með tíðum margtekningum sínum á stuttum tónfrösum, þó að samstígt ómstrítt hljómaferlið ætti aðeins heima á 20. öld. Nálægðin við hrjm- bundnu raftónlist 7. áratugar- kom m.a. fram í áberandi skorti á sjálf- stæðum kontrapunkti, en dálætið á satfru og skopstælingum lék aftur á móti sízt við einteyming í þessu skondna stykki. Þaðan af síður í loka- verkinu, „G-spot tomado", sem eftir titli að dæma gæti eins verið ádeila á grúppíulifnað og örugglega á banda- ríska rokkútgerð. Hljómsveitin dró hvergi af sér, heldur lék eins og vera bar á fullu trukki, og hefur óefað gutl- að glatt á hláturkimum í mörgum tónleikagestinum eftir þessa hressi- legu lokaskvettu undir innblásinni stjóm pólska fjörkálfsins Jerzys Maksymiuk. Ríkarður Ö. Pálsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.