Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 37 LISTIR Rakel Jensdóttir Burtfarar- tónleikar í Salnum BURTFARARTÓNLEIKAR Rak- elar Jensdóttur frá Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Rakel hóf að læra á flautu 10 ára að aldri í Skólahljómsveit Kópavogs, en hefur undanfarin ár verið við nám í Tónlistarskóla Kópavogs. Kennar- ar hennar frá upphafi hafa verið Ivar Eiríksson, Guðrún Birgisdóttir og núverandi kennari hennar Martial Nardeau. Einnig hefur Rakel sótt námskeið erlendis hjá þeim Alex- ander Murray og Peter Lloyd. Rakel varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi vorið 2000 og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Islands, auk tónlistarnámsins. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Karl Joachim Andersen, Georges Enesco, Mist Þorkelsdóttur, Atla Ingólfsson og Francis Poulenc. Meðleikari Rak- elar á tónleikunum er Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. --------------- Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplatan Vísna- bókin - Lög tír vísnabók Iðunnar. I kynningu útgefanda segir: „Fátt er betra veganesti fyrir börn sem vaxa úr grasi á nýrri öld en gömlu, góðu þjóðvísurnar, barnagælurnar og söngvarnir sem pabbi og mamma, afi og amma, langafi og lagamma ólust upp við. Hér eru nokkur þessara gömlu laga í nýjum búningi Hilmars Arnar Hilmarssonar og Tómasar M. Tóm- assonar, flutt af söngvurunum Bergþóri Pálssyni, Ragnhildi Gísladóttur, Sigríði Eyþórsdóttur, Ólafi Kjartani Sigurðssyni og Bryndísi Jakobsdóttur.“ Útgefandi er Iðunn. Rússnesk snilld, íslenzkt tómlæti TONLIST Sa I u rin n KAMMERTÓNLEIKAR Rússnesk alþýðulög, þjóðlög og verk og verkþættir eftir sígilda höf- unda útsett fyrir balalækutríó. Tríóið Rússneskir virtúósar (Dmítríj og Vera A. Tsarenko, bala- læka og domra; Nikolaj A. Martyn- ow, bassabalalæka. Þriðjudaginn 5. desember kl. 20. ÞAÐ hefur áður verið ymprað á þvi hvað þörfin á umboðsskrifstofu fýrir heimsóknir erlenda hljómlistar- manna er orðin brýn, en ekki sakar að berja þá bumbu eina ferðina enn. Því það er sannast sagna harla neyðar- legt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, hversu oft eftirtektarverðir tónlistar- viðburðir hafa greinilega farið fram hjá tónlistarunnendum í seinni tíð, og illt afspurnar ytra að hvergi virðist fyrirfinnast aðilji á Isa köldu landi til að annast forkynningu í eðlilegu sam- ræmi við listrænan fi'ambærileika. Nýjasta tilefni þeirra hugleiðinga var framkoma balalækutríós Rúss- neskra virtúósa í Salnum á þriðjudags- kvöldið var, þar sem nýttist ekki nema rúmur sjöttihluti sætaframboðs, en hefði með réttu getað fyllt Laugardals- höllina. Þjóðlegir hljóðfærahópar hafa að vísu komið hingað áður og verið af mismunandi gæðaflokki eins og geng- ur. Eflaust hefur ekki heldur bætt úr skák hvað ímynd rússneska þjóðar- hljóðfærisins hér vestra er háð yfir- borðslegum hugtengslum við hring- leikahús og alþýðusvall, sjálfsagt mikið til mótuðum af gömlum Hollywood- myndum á við Karamazov-bræður og Dóttur hershöfðingjans. En eins og leikur tríósins á þriðju- dagskvöld sýndi svo ekki varð um villzt, skilja flutningsgæði milli feigs og ófeigs. Því hafi 18. aldar sellósnill- ingnum Duport tekizt, með orðum Voltaires, að gera „næturgala úr uxa“, er ekki ofmælt að rússnesku virtúósamir hafi gert langhálsa lút- umar balalæku og domra að mark- tækum kammerhljóðfærum við hæfi beztu sala og uppáklæddra tónkera. Það var nefnilega með ólfldndum ----------♦-♦-♦------- Síðustu sýningar SÍÐUSTU sýningar á leikriti Auðar Haralds, Góðar hægðir, verða í kvöld, föstudag, og 29. desember. Leikritið hefur verið sýnt í Tjarnar- bíói og það er Draumasmiðjan sem setur það upp. Leikritið er eitt af verkum á leiklistarhátíð Sjálfstæðu leikhúsanna, „Á mörkunum“. hvað aðeins þrír einstaklingar náðu miklu úr einfóldum þriggja strengja hljóðfæram, sem spanna vart stærra tónsvið en þrjár áttundir hvert um sig, þó að domran, mandólínlaga framútgáfa hinnar þrístrendu bala- læku, virtist liggja svolitlu ofar og bassabalalækan áttund neðar en hþóðfæri Dmitríjs Tsarenkos, leiðara og útsetjara hópsins. Tilvitnun tón- leikaskrár í fyrri hlustendur hópsins - „þetta hljómar eins og hljómsveit"! - reyndist fyllilega verðskulduð, því blæbrigðaumfang hljóðfæranna var hreint ótrúlegur. Fyrir utan mikla spilfimi, sem beitti margbreytilegri ásláttartækni með ýmist plektri, nöglum og fingurgómum á gífurlegu styrkleikasviði allt niður í hið óheyr- anlega, var því eflaust að miklu leyti að þakka hugvitssömum útsetningum og hnífsnörpum samleik, sem ásamt nærri ofurmannlega samtaka rúbató- um á breiðum skala hefði vart verið mögulegur nema í þaulæfðum nótu- lausum flutningi eftir minni. Dagski’á þremenninganna var löng og viðamikil, ein 30 atriði alls, og að- eins hægt að stikla á stóru, enda þótt varla fyndist daufur punktur. Fyrri hlutinn var helgaður tónlist af þjóð- legum toga. ÖU vora þau skínandi lip- urt flutt, og m.a.s. „lummur" eins og Kalinka og Stenka Rasin (undir öðra heiti í dagskrá) náðu nýrri og ferskri vídd í frumlegum útsetningum Tsar- enkos. Meðal margra hápunkta vora hinar syngjandi breiðu útfærslur á Rómönsu eftir Sviridon í glæsilegum tvíhljómatremólóum og Glasú v osera sinie (Ég horfi á blátt vatnið) eftir Af- anasiev, þar sem vökur dýnamík lék sem skinnaköst á stimamjúkum strengjafleti og forkólfur hópsins sýndi lygilega fimi sína í einleikskad- enzu. Að ekki sé minnzt á afburða- túlkun hópsins á hinum kunna Czard- as V. Montis, þar sem voldugt rússneskt accelerandó lék stórt hlut- verk, samtvinnað sterkkrydduðum ungverskum skaphita. I seinni hluta tónleikanna höfðu menn klæðaskipti í tvennum skiln- ingi. í stað litfögra þjóðbúninganna var kominn kjóll og hvítt, og viðfangs- efnin breyttust í góðgætismola úr handraða klassískra tónmennta. Þó að léttleikinn væri enn sem fyrr í fyr- O -- r • Ssuremisvorar Karin Herzog Oxygen face BURDARP0KAR fyrir börn, mikið úrval. Þumalína, s. 551 2136. Þar sem gæði og gott verð fara saman. úrvali vSZxísr i ■' ........— Verðdæmr. TiskuKj f /f •♦♦ /• Jolagjofin fæst hjá okkur! 'ONýja Munið sértilboðin! ■ _____ Opið virka daga 10-18. ntSFKSOStOFfftð Laugardaga og sunnudaga 11-18. húsj Fá,kanSi Suðurlandsbraut 8, SÍmi: 533 50 90 ii-rúmi og flest atriði hlustendum vel kunn, virtist litlu sem engu breytt úr frumnótum Bachs í „Scherzo" (þ.e. Badinerie úr h-moll hljómsveitarsvít- unni), og hefði hópurinn eftir því að dæma getað farið létt með þriggja radda fúgu úr t.a.m. Veltempraða hljómborðinu, eða þá sembalsónötu eftir Domenico Scarlatti, sem hefði verið jafnupplagt verkefni fyrir slíka snillinga. Velþekktur Chopin-vals var fluttur af miklum innileik, og Johann Strauss-polkamir Pizzicato (auðvit- að!) og Tritsch-Tratsch gustuðu af gneistandi fjöri. Osennaja pesnja úr Arstíðum Tsjækovskíjs fyrir píanó söng af eftirminnilegri angurværð, og geitungsflugan suðaði af kappi í Polét smelja eftir Khatsjatúrían, er einnig vai' meistari hins góðkunna vals úr söngleiknum Ovod sem kemur einnig fyrir í Masquerade-svítu hans fyrir hljómsveit. Enn mætti nefna hið hugljúfa báts- söngskennda lag Sjostakovitsjar, Rómantík, úr fyrrgetnum söngleik, sem var hreinasta eymayndi, og hab- anera-kaflinn úr Bolero Súlmans var bráðskemmtilegur. Hópurinn hafði lítið fyrir því að vinda sér vestur í Nashville með kántrínúmerinu Banjo eftir Katsjalin, og rafmögnuð fimi Rússanna leiddi hressilega út í Two- step eftir Tsigankov, m.a. með kostu- legum og eitilsnörpum generalpásum. Hámarki var hér fyrir löngu náð, og eiginlega hvergi hægt að leggja nema á kyrrleikann. Klykktu Rúss- nesku virtúósamir því kurteislega út með íslenzku lokanúmeranum Sofðu unga ástin mín (Sveinbjöm Svein- bjömsson?) og Á Sprengisandi eftir Kaldalóns (bæði kölluð „íslenzk þjóð- lög“ í tónleikaskrá), að viðbættu am- erísku aukalagi í tilefni jóla. Undir- tektir voru að vonum góðar, en hefðu ugglaust verið ærandi við eðlilega að- sókn. Ríkarður Ö. Pálsson (y*A^ ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. I FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Gefið ástiruni hl5ha gjöf Ekta pelsar Sigurstjama verð frá kr. 50.000 Fákafeni (Bláu húsinj, s. 588 4545 PERRV ELLIS PORTFOLIO PORTFOLIO dömuilmurinn er einn sá vinsælasti í Banda- ríkjunum og PORTFOLIO fyrir herra fylgir fast á eftir. Þú verður að prufa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.