Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar Tónlistar- skóla Kópavogs TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur þrenna tónleika í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, og eina tónleika í Kópavogskirkju á jóla- föstunni, þar sem nemendur skól- ans koma fram. Tónleikarnir verða sem hér seg- ir: Föstudagur 8. desember kl. 17 í Salnum - yngri nemendur. Þriðju- dagur 12. desember kl. 20.30 í Salnum - söngnemendur. Föstu- dagur 15. desember kl. 18 í Saln- um - eldri nemendur. Sunnudagur 17. desember kl. 14 í Kópavogs- kirkju - blönduð dagskrá. Aðgang- ur á tónleikana er ókeypis og öll- um heimill. ----------- XJtgáfutónleikar í Borgarnesi í TILEFNI af nýútkominni geisla- plötu sem ber heitið: í fjarlægð, halda Theodóra Þorsteinsdóttir sópransöngkona og Ingibjörg Þor- steinsdóttir píanóleikari útgáfutón- leika í Borgarneskirkju föstudaginn 8. desemberkl. 21. Þar munu þær flytja íslensk söng- lög af diskinum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ----------- Síðasta sýning SÍÐASTA sýning á Kirsuberjagarð- inum eftir Tsjekhof, sem sýndur hef- ur verið á stóra sviði Þjóðleikhússins síðan snemma í haust, verður í kvöld föstudagin 8. desember. y^M-2000 Föstud. 8. des. Á VINNUSTÖÐUM OG VÍÐAR Skáldin koma! Á þriöja tug skálda og rithöfunda koma borgurum aö óvörum meö upp- lestri um alla borg. Meðal viðkomu- staða eru: Melaskóli, Barnaspítali Hringsins, Kaupþing, Ráöhús Reykjavíkur, stjórnarráöiö, Morgun- sjónvarp Stöövar 2, Blindrafélagiö, Litla-Hraun, Gluggasmiðjan, Elli- og hjúkrunarheimiliö Grund, Kaffivagn- inn, álveriö í Straumsvík, Olís ofl. Umsjónarmaöur er Hrafn Jökulsson. Liöurí Stjörnuhátíö Menningarborg- arinnar. HÁSKÓLABÍÓ 8.-17. DESEMBER Hvítir hvalir.myndir Friðriks Þórs Kvikmyndahátíö í Háskólabíói í tilefni af25 ára starfsafmæli Friöriks Þórs Friörikssonar. Frægustu myndir Frið- riks Þórs og aörar sem fáir hafa séö. M.a. nýeintök afSkyttunum ogRokk í Reykjavík, stóru myndirnar: Börn náttúrunnar, Djöflaeyjan og Englar al- heimsins, skrýtnu myndirnar: Hring- urinn, Brennu-Njáls saga og Kúrekar noröursins og sveinsstykkið Nomina Sunt Odiosa - Nöfn eru hvimieið o.fl. Liöur í Stjörnuhátíö Menningarborg- arinnar. NettoCu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu ver&i ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Víóla o g píanó í Salnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásdís Valdimarsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. SAMLEIKSTÓNLEIKAR Ásdís- ar Valdimarsdóttur víóluleikara og Steinunnar Birnu Ragnars- dóttur píanóleikara verða í Saln- um á morgun, laugardag, kl. 18. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Britten, Milhaud og Schubert. Samstarf Ásdísar og Steinunn- ar Birnu hefur staðið í átta ár. Þær hafa m.a. komið saman fram á tónleikum á vegum Tónlistarfé- lagsins og Kammermúsíkklúbbs- ins. Ásdís er fastur lágfiðluleikari í hinum virta Chilingirian- strengjakvartett sem kom fram á Listahátíð í Reykjavík 1998. Ásdís og Steinunn Birna hyggja á frek- ara tónleikahald bæði hérlendis og erlendis. Ásdís útskrifaðist frá Juilliard- skólanum í New York árið 1985 með BM- og MM-gráður. Þá hélt hún náminu áfram undir hand- leiðslu Nobuko Imai við Tónlistar- háskólann í Detmold í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan með einleik- arapróf haustið 1987. Ásdís hefur farið í tónleikaferðir um allan heim með mörgum mismunandi kammersveitum. Henni hefur ver- ið boðið á margar frægar kamm- ermúsíkhátíðir. Einnig hefur Ás- dís komið víða fram sem ein- leikari. Steinunn Birna lauk meistara- gráðu frá New England Con- servatory of Music í Boston árið 1987, undir handleiðslu Mr. Leon- ard Shure. Hún hefur haldið tón- leika á Spáni, í Lettlandi, Banda- ríkjunum, Þýzkalandi, Englandi og á Norðurlöndunum. Miðasalan er opin alla virka daga kl. 13-18 og tónleikakvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund fyrir tónleika og síminn er 570 0400. Opin bók Frá aðalsafni Borgarbóka- safnsins í Grófarhúsi. Bókasveifla í Borgar- bókasafni NOKKURS konar konudagur verð- ur í Borgarbókasafni í Grófinni, Tryggvagötu 15, þar sem bækur um og eftir konur verða kynntar, á morgun, laugardag, kl. 14.30. Júlíkvartettinn leikur létta tónlist og síðan mun tílfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fiytja stutt er- indi um konur og skáldskap. Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudótt- ir, Oddný Sen og Súsanna Svavars- dóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum og Soffía Auður Birgisdóttir les úr þýðingu sinni á skáldsögu Marianne Eilenberger, Á lausu. Loks munu aðstandendur bóka- forlagsins Sölku kynna Matarsögur þar sem spjallað er við á annan tug íslenskra atorkukvenna um mat og matargerð og dagatal forlagsins með myndum af íslenskum úrvals- karlmönnum verður til sýnis og sölu. Boðið verður upp á veitingar. ------UH-------- Með gleðiraust KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur v/Skógarhlíð á morgun, laugardag, kl. 16 og þriðjudaginn 12. desem- ber kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er „Með gleðiraust" og munu léttsveitar- konur taka fyrir íslensk og erlend jólalög af sinni alkunnu sveiflu- gleði. Stjórnandi kórsins er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og undir- leikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Tómas R. Einarsson leikur á kontrabassa og Kristín Jóna Þor- steinsdóttir, Stína Bongó, leikur á slagverk. Með Gleðiraust eru fyrstu tón- leikar nýstofnaðs kórs en Kvenna- kórinn Léttsveit Reykjavíkur starfar nú sem sjálfstæður kór. Miðar verða seldir við inngang- inn og í hléi verður súkkulaði og piparkökur á boðstólum. KVIKMYJVDIR Háskólabfó Svaramaðurinn - „The Best Man“ ★ Leiksljórn og handrit: Malcolm D. Lee. Aðalhlutverk: Taye Diggs, Nia Long, Morris Chestnut og Harold Perrineau jr. 1999. BANDARÍSKA gamandramað Svaramaðurinn sem sýnd er í Há- skólabíói segir frá því þegar vina- hópur kemur saman í New York í tilefni þess að einn úr hópnum ætl- ar að kvænast. Framundan er steggjapartí og skemmtanir en einnig nota vinirnir tækifærið og líta yfir farinn veg en sá hluti fær mjög aukna þýðingu vegna þess að annar úr hópnum hefur skrifað skáldsögu byggða að talsvert miklu leyti á því sem gerðist innan vina- hópsins í gamla daga. Svaramaðurinn er fyrsta mynd frænda Spike Lees, Malcolms D. Lees, en Spike frændi er framleið- andi. Hún er eins ólík Shaft eða Boyz N the Hood og hægt er að ímynda sér; engir skotbardagar og NIU listakonur opna samsýningu í nýjum sýningarsal Selið, Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, (Óðinsgötumegin) á morgun, laug- ardag, kl. 16. Sýningin skírskotar til Parísar- ferðar sem hópurinn fór í síðast- liðið vor og er þema sýningarinn- ar minningarbrot listakvennanna úr ferðinni. Parísarstemmning á svertingjahetjur og engin félagsleg vandamál fátæktar og eiturlyfja- neyslu, engin vitundarvakning held- ur miðstéttarfólk í persónulegum krísum sem það reynir að leysa úr eftir bestu getu. Einn á konu sem vill stjóma honum of mikið. Annar er íþróttahetja sem heldur fram hjá sinni konu og er fullur samvisku- bits. Þriðji hefur ekkert komist áfram í lífinu og þarf að takast á við það. Og þar fram eftir götum. Engin af þessum sögum kemur reyndai' neitt við mann. Malcolm hefði getað lært af Spike að setja bit í samtölin sín, búa til persónur sem maður getur fundið samúð með og vinna með leikurunum þannig að þeir gefi allt sitt besta. Talsvert vantar upp á allt þetta. Myndin hans er löng og það sem verra er, langdregin, og endar í einhverjum allsherjai' táradal væmni og tilfinningasemi, sem fær mann til þess að undrast yfir dirfsku leikstjórans. Það hefði kannski mátt bjóða upp á þetta á fimmta áratugnum en Spike frændi, meðal annarra, hefur breytt öllu því fyrir löngu, löngu. staðnum. Listakonurnar eru: Val- gerður Björnsdóttir, Olga Páls- dóttir, Krista Glan, Katrín V. Karlsdóttir, Ingibjörg Klemenz- dóttir, Helga Unnarsdóttir, Helga Birgisdóttir, Guðfinna A. Hjálm- arsdóttir og Carolyn L. Jeans. Sýningin er opin daglega kl. 13-18 og stendur til 17. desem- ber. Arnaldur Indriðason Listakonurnar níu í París sl. sumar. Samsýning í Galleríi Reykjavík Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplatan Hamra- borgin með Kristjáni Jóhannssyni. Kristján syngur hér mörg af ást- sælustu sönglög- um íslensku þjóð- arinnar eins og Þú eina hjartans yndið mitt, Draumalandið, Þú ert, Gígjan, Augun bláu, Minning og að sjálfsögðu Hamraborgin, en öll lögin eru al- kunnar söngperlur. Fílhannóníuhljómsveit Lundúna- borgar annaðist undirleik í flestum laganna. Útgefandi er Iðunn. ------------------- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin íslensk knatt- spyrnn 2000 eftii’ Víði Sigurðsson. Þetta er tuttugasta bókin í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína ár- ið 1981 en eins og áður eru raktir allii’ innlendir við- burðir í knatt- spyrnunni á árinu sem senn lýkur. Bókinni er skipt niður í kafla þar , sem fiallað er um ® keppni í hvem deild íslandsmótsins fyrir sig, bæði í karla-, og kvennaflokki, um keppni yngii flokka, bikai’keppni KSI, lands- leiki íslands, Evrópuleiki félagsliða og um atvinnumenn Islands á er- lendri grundu. Að auki eru í bókinni margvíslegar upplýsingar um félög og leikmenn og fjölmargt annað sem viðkemur knattspymunni á Islandi. Þá eru í bókinni viðtöl við Þormóð Egilsson, fyrirliða Islandsmeistara KR, Margréti Ólafsdóttur, leikja- hæstu landsliðskonu íslands, Bjama Jóhannsson, þjálfara Fylkis, og Rík- harð Daðason, landsliðsmann og leikmann Stoke City, og við leikmenn úr öllum liðum í úrvalsdeild kai’la. í bókinni eru um 230 myndir af liðum og leikmönnum, margar þeirra í lit. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls., prentuð í prentsmiðjunni Jana Seta í Lettlandi. Leiðbeinandi verð: 4.480 krónur. • ÚT er komin ljóðabókin Ljóð frá liðinni öld eftir Jón H. Karlsson. Ljóðin eru samin á árunum 1965 til 2000 en meg- inþorri þeirra er frá menntaskóla- árum höfundar- ins. Bókin er 125 blaðsíður og með henni fylgir geislaplata með upplestri höfund- ar á þeim sextíu ljóðum og ljóða- kornum,sem bókin hefur að geyma. Útgefandi er Vera-Mappa með stuðningi Mulningsvélarinnar. Hönnun bókarinnar, setningu, fíimuvinnu og prentun annaðist Prentsmiðjan Viðeyen Bókfell sá um bókband. Bókin er fáanleg í bókaverslun- um Máls og menningar, í bóka- verslunum Pennans oghjá höfundi. Verð bókarinnar er 2.000 krónur. -------UH---------- Forskóla- tónleikar í Garðabæ FORSKÓLI Tónlistarskóla Garða- bæjar heldur jólatónleika sína í sal skólans á morgun, laugardag, kl. 11 og 13. Forskólanemendur eru 80 tals- ins og munu þeir leika á blokkflautur, skólahljóðfæri og syngja, en einnig leika nemendur á blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri og blásarasveit skólans leikur fyrir nemendur. Aðgangur er öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Jón H. Karlsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.