Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Hversu langt nær ábyrgð fjölmiðla? Umdeildir hlekk- ir á heimasíður Eiga f]ölmiðlar að birta upplýsingar um heimasíður? Ragnhildur Sverrisdóttir seg- ir suma veigra sér við því, en aðrír vísi á all- ar síður sem tengist umfjöllunarefninu. DAGBLÖÐ og tímarit hafa mörg þann sið að vísa lesendum sínum á heimasíður þar sem þeir geta fræðst nánar um tiltekið efni. Lesendumir þurfa þá að sjálfsögðu að hafa fyrir því að leita efnið uppi á eigin tölvum, en vafalaust gera margir það. Sú leit er enn auðveldari þegar fjölmiðlar á Netinu vísa lesendum sínum á ítar- efni, því þá nægir að færa bendilinn að hlekknum sem gefinn er upp, þrýsta á músarhnapp og um leið fær- ist lesandinn af heimasíðu fjölmiðils- ins inn á einhverja allt aðra síðu. Það gæti til dæmis verið heimasíða Fé- lags framhaldsskólakennara, ef vísað hefur verið á hana í frétt um kjara- deilu, eða heimasíða íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við um- fjöllun um gengi hlutabréfa fyrirtæk- isins á verðbréfamarkaði. Innan fjölmiðlanna eru mjög skipt- ar skoðanir um hversu frjálslega eigi að vísa á hlekki. Á heimasíðu fagrits bandarískra blaðamanna, American Journalism Review, ajr.newslink.- org, er að finna grein þar sem tekið er á þessum ólíku sjónarmiðum. Þar kemur fram, að í upphafi þessa árs ákvað fréttastofan Associated Press að láta upplýsingar um heimasíður einstaklinga, stofnana, íyrirtækja, rannsóknarstofa o.fl. íylgja öllum fréttum. Innan Bandaríkjanna vakti þessi ákvörðun nokkum taugatitr- ing, því hún var tekin á sama tíma og þjóðin deildi harkalega um hvort fáni Suðurríkjasambandsins ætti að blakta við hún á þinghúsi Suður- Karólínu ríkis. í lok hverrar fréttar um deiluna birti AP lista yfir netföng þeirra samtaka sem létu mest til sín kveða í deilunum. Þar á meðal voru réttindasamtök blökkumanna, sem telja fánann minnismerki um tímabil þrælahalds og kynþáttahaturs og samtök sem hafa það m.a. að mark- miði að vernda menningararfleifð Suðurríkjanna. Sum síðamefndu samtakanna hafa legið undir miklu ámæli fyrir kynþáttahatur. I framhaldi af þessu vaknaði sú spurning hvort fjölmiðlar, sem bera að sjálfsögðu ábyrgð á því efni sem þeir birta, væm einnig ábyrgir fyrir efni þehxa heimasíðna sem þeir vís- uðu lesendum sínum á. I greininni á heimasíðu American Joumalism Review er haft eftir Joshua S. Fouts, ritstjóra netritsins Online Joumal- ism Review sem Háskóli Suður-Kali- forníu stendur að, að blaðamönnum beri að kanna að upplýsingar á heimasíðum sem þeir vísa á séu rétt- ar. „Blaðamenn hafa ekki gætt þess nógu vel að rannsaka slíkar síður og staðreyna gildi slíkra heimasíða, hversu réttar þær era og hvaða póli- tísku sjónarmið liggja að baki þeim.“ Fjölmiðlar fara gjarnan þá leið að taka skýrt fram að þeir beri ekki ábyrgð á efni á heimasíðum sem þeir vísa lesendum sínum á. Á heimasíðu CNN er þessi leið til dæmis farin. Aðrir netfjölmiðlar, t.d. netútgáfa Chicago Tribune, lætur alla jafna nægja að benda lesendum sínum á að með því að kjósa hlekk fari þeir út af heimasíðu blaðsins. Yfirmenn þar telja slíka yfirlýsingu nægja til að gera lesendum gi'ein fyrir að fjölmið- illinn beri ekki ábyrgð á því efni sem leynist að baki hlekknum. Einstaka sinnum er þó talin ástæða til að kveða fastar að orði og taka skýrt fram að Chicago Tribune á Netinu styðji ekki þau sjónarmið sem koma fram á heimsíðunum sem vísað er á. Heima- síða dagblaðsins Los Angeles Times fór svipaða leið þegar þar var birtur hlekkur á heimasíðu rokkhljómsveit- ar, en um leið varað við orðfæri á síð- unni. Þrátt fyrir að AP fréttastofan hafi mótað sér vinnureglu í ársbyijun um Lífseigasta nt- stj órnargr einin Nú þegar skór verða senn settir út í glugga í von um að óvænt birtist í þeim glaðningur að morgni, fara ein- att fram umræður á heimilunum um jólasveininn og tilvist hans. Þess vegna er kannski ástæða að rifja það upp að fyrir röskum 100 árum reit 8 ára stúlka bréf til ritstjóra The New York Sun: Verið svo góðir að segja mér satt, er jólasveinninn til? Og svarið, „Já, Virginia, jóla- sveinninn er til“, hefur öðlast sér- stakan sess í bandarískri blaða- mennsku. Engin ritstjórnargrein dagblaða- sögunnar hefur verið endurprentuð eins oft, telst sígild orðin og hefur verið birt á fjölda tungumála, í for- ystugreinum, bókum og kvikmynd- um, á veggspjöldum og frímerkjum, jafnvel í gamla bændaalmanakinu bandaríska, einskonar alfræðiriti al- þýðunnar. Samt er sagt að ramið hafi í höf- undinum, Francis Pharcellus Church leiðarahöfundi Sun, þegar honum var fengið til afgreiðslu bréf litlu stúlkunnar. „Sumir litlu vina minna segja að jólasveinninn sé ekki til,“ skrifaði Virginia O’Hanlon. „Verið svo góðir að segja mér satt...“ Eitthvað í þessari bamslegu fyrir- spurn snerti þó við gamalreyndum blaðamanninum. Church var fljótur að skila frá sér um 500 orða svari sínu, sem birtist hinn 21. september 1897 á blaðsíðu sex og ómerkt. Fyrir ritstjómargrein þessari átti að liggja að lifa áfram, að lifa höfund sinn, sem lést 1906, lifa Sun sem lognaðist út af 1950, og jafnvel Virg- iniu O’Hanlon Douglas sem andaðist 1971. Þegar minnst var aldarafmælis Já, Virginia varð orðsnilld Church gerð að jólakveðju yfir 200 jólakortafyrir- tækja. Ýmsir hafa orðið til að velta fyrir sér langlífi þessarar merkilegu greinar, og hvað nútíma blaðamenn- skan geti af henni lært. Howell Raines, ritstjóri leiðara- síðu The New York Times telur að saga Já, Virginia fjalli um kynslóð- irnar: „Það sem barnið er að gera er að drepa á dyr í heimi hinna full- orðnu og biðja um að sér verði hleypt inn... og það sem vakir fyrir ritstjór- anum er að vemda hana ... og full- orðna lesendur sína.“ Ritstjómargreinin endurspeglar þá tíma í bandarískum fjölmiðla- heimi þegar dagblöðin vora sá miðill sem mest trausts nutu, þegar „hin eina og sanna bandaríska ritstjóm- arstefna" var og hét, eins og stund- um er sagt. Eða eins og Virginia orð- ar það í bréfinu sínu: „Pabbi segir; Ef eitthvað birtist í Sun, má treysta því.“ En meira kemur til. Church lét gamlar tuggur um jólasveininn lönd og leið, segir sagnfræðingurinn William David Sloan. „Hann gaf okk- ur ástæðu til að trúa.“ „Já, Virginia, er ekki bara 100 ára, hún er jafngömul manneskjunni. Hún er ekki bara um stúlku í New York; hún er um börn alls staðar og fullorðna nógu stóra til að muna. Hún er ekki einu sinni um jólasvein- inn, setjið í staðinn hvaða táknmynd sem þið kjósið. Já Virginía er um trúarfestu, um að trúa á eitthvað sem maður sér ekki, um undur, gleði og ást. Dagblöð í dag þarfnast skáldgáfu Church á leiðarasíðum sínum. Alltof oft klifra blaðamenn upp á stafla staðreyndanna og sofna þar. Við þurfum að vakna, taka flugið, teygja okkur eftir háleitri hugmynd, eftir sannleikskjarnanum, eftir því sem fært getur okkur í snertingu við stjömumar. Jólasveinninn í dag liggur vel við höggi. Hann er orðinn verslunar- vara, of evrÓDskur, of kristilegur, of feitur jafnve'. En hvort okkur líkar betur eða verr við hann, lofum hon- um að lifa. Francis Pharcellus Church gerði einmitt það og við drekkum skál hans 100 áram síðar. Virginia gerði það og óx úr grasi til að verða mikilsvirtur skólafrömuður í New York þar sem hún kenndi þús- undum fatlaðra bama um jólin, dag- blöðin, fjölskyldur og trúna.“ Hvaða lærdóm geta svo dagblöð nútímans dregið af þessari frægu rit- stjórnargrein, spyr Charles L. Ov- erby, forsvarsmaður The Freedom Foram. • Að bregðast við tiltölulega létt- vægu erindi til blaðs sem „ánægjuefni“. • Að leggja áherslu á kornunga les- endur. • Að gefa út dagblað með svo gott orð á sér um áreiðanleika að faðir segi bami sínu að eitthvað sé ör- ugglega satt ef það standi í blað- inu. • Að skrifa með skapandi stíl um efni sem varðar lesendur. En svo er spurt: Hvað yrði um bréf Virginiu litlu O’Hanlon á rit- stjórnarskrifstofun dagblaða nútím- ans? Það þykir íhugunarefni. Já, Virginia, Það er okkur ánægjuefni að svara opinberlega eftirfarandi erindi, um leið og við ijáum þakklæti okkar yf- ir því að hinn tryggi höfundur þess skuli teljast til vina The Sun: Kærí rítstjórí, Ég er átta ára gömul. Litlir vinir mínir segja sumir að jólasveinninn sé ekki til. Pabbi segir; „Ef eitthvað hirtistíThe Sun, má treystaþví.“ Verið svo góðir að að segja mér satt, erjólasveinninn til? Viginia O’Hanlon, 115 WestNin- ety-fifth street. Virginia, litlu vinir þínir hafa á röngu að standa. Þeir hafa orðið fyrir áhrifum efasemda á öld efa- hyggjunnar. Þeir trúa ekki nema þeir sjái. Þeir halda að ekkert geti verið til sem er ofar skilningi þeirra smáu huga. Allir hugar em smáir, Virginia, hvort sem þeir tilheyra mönnum eða bömum. í þessum mikla alheimi okkar er maðurinn einungis sem skordýr, sem maur, ef vitsmunir hans em bomir saman við óendanleika veraldarinnar í kringum hann, á mælistiku þeirra vitsmuna sem geta skynjað allan sannleika og þekkingu. Já, Virginia, jólasveinninn er til. Hann er jafnvissulega til og kær- leikur og göfuglyndi og trúfesta, og þú veist að af slíku fyrirfinnst sú of- gnótt er gæðir líf þitt æðstu fegurð og gleði. Sem sagt! Hversu dmnga- j ólasveinninn er til legur væri ekki heimurinn ef jóla- sveinninn væri ekki til! Hann væri álíka drungalegur og ef það væru engar Virginiur til. Þá fyrirfyndist hvorki barnsleg tryggð, skáldskap- ur né ævintýri til að gera þessa til- vem þolanlega. Við fæmm á mis við alla ánægju, ef frá er talin sú er tengist skilningarvitum og sjón. Hið ytra jjós bernskunnar sem lýsir upp gjörvallan heiminn yrði slökkt. Trúa ekki á jólasveininn! Maður gæti allt eins hætt að trúa á álfa. Þú gætir fengið pabba þinn til að setja menn á vakt við alla skorsteina á jólanótt til þess að handsama jóla- sveininn, en jafnvel þó enginn sæi jólasveininn stinga sér niður, hvaða sönnur myndi það færa? Jólasvein- inn sér enginn, en það er síst sönn- un þess að jólasveinninn sé ekki til. í heiminum er það raunverulegast, sem hvorki börn né menn fá séð. Sástu nokkum tíma álfa dansa í garðinum? Vitaskuld ekki, en það er ekki sönnun þess að þeir séu þar ekki. Enginn býr yfir því hugar- flugi að hann geti ímyndað sér öll þau undur heimsins sem eru hulin og ósýnileg. Ef hringla bams er rifin í sundur, sést hvað orsakar hljóðiö innan í henni, en yfir því hulda í heiminum er hjúpur sem hið sterkasta afl, eða jafnvel sameinaður styrkur allra sterkustu manna sem nokkurn tíma hafa lifað, gæti ekki rifið í sundur. Einungis traust, skáldskapur, ást og ævintýri geta svipt því tjaldi til hliðar og skoðað og gert sér í hug- arlund þá himnesku fegurð og dýrð sem er fyrir handan. Er það allt raunverulegt? Ó, Virginia, í öllum heiminum er ekkert raunverulegra og varanlegra. Enginn jólasveinn! Guði sé lof, hann lifir og lifir að eilífu! Að þús- und árum liðnum, Virginia, nei, að 10 sinnum 10.000 ámm liðnum, mun hann enn gleðja hjarta bernsk- unnar. (Úr The New York Sun, 1897. Þýð- ing Fríða Björk Ingvarsdóttir)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.