Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 45

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 45 FJÖLMIÐLUN Dagblaðaútgáfa vex og dafnar að láta netföng fylgja fréttum hafa margir fjölmiðlar farið sér hægt við að nýta þær upplýsingar. Það á jafnt við um prentmiðla og netmiðla. I til- vitnaðri grein American Journalism Review kemur fram að af 8 dagblöð- um í Bandaríkjunum sem birtu til- tekna frétt af fánadeilunni í Suður- ríkjunum sáu aðeins 2 ástæðu til að birta netföngin. Haft er eftir Jonath- an P. Wolman, varaforseta og rit- stjóra AP, að innan fréttastofunnar reyni menn að vega og meta hvaða heimasíður eigi að vísa á. A honum er að skilja að oftast nær sé ákvörðunin ekki umdeilanleg. Hann nefnir sem dæmi, að í frétt af embættisfærslum tiltekins ríkisstjóra væri hægt að vísa inn á opinbera heimasíðu embættis- ins. Þar væri vissulega að finna efni sem blaðamenn hefðu ekki samið eða grandskoðað, en hann sæi enga hættu fólgna í þessu. Vinnureglur fjölmiðla eru nánast jafnólíkar og þeir eru margir. A heimasíðu Los Angeles Times var reglan eitt sinn sú að best væri að hafa sem allra flesta hlekki. Núna velur fjölmiðillinn hins vegar og hafnar, enda óttast menn þar á bæ að eftir því sem hlekkirnir eru fleiri þeim mun meiri líkur séu á að lesend- ur fari út af síðunni og skili sér ekki þangað aftur. A heimasíðu CNN er viðhorfið hins vegar enn að hafa sem flesta hlekki. Stjómendur heimasíðunnar segja eðlilegt að lesendur hennar geti kynnt sér sjónarmið þeirra aðila sem fréttirnar snúast um með því að fara beint inn á heimasíður viðkom- andi. Eina skylda CNN á Netinu sé að gæta þess að jafnvægi ríki, þannig að ef vísað sé á heimasíðu annars að- ila í deilu sé einnig hlekkur á heima- síðu hins. Stjómendur heimasíðu stórblaðs- ins Washington Post birta nú þegar hlekki inn á ýmsar heimasíður, en American Journalism Review hefur eftir Douglas Feaver, yfirmanni heimasíðunnar, að gjarnan megi bæta þar við. Hann segir hlekki, sem bæti við gildi fréttafrásagnar, af hinu góða. Aður fyrr hafi hann verið þeirr- ar skoðunar að leggja ætti áherslu á að halda lesendum inni á heimasíðu fjölmiðilsins. Núna þyki honum slík afstaða fáránleg, enda reikni hann með að sá takki á tölvunni virki enn, sem færi lesendur til baka að fyrra efni. BLAÐAÚTGÁFA heldur velli sem stærsta greinin í fjölmiðla- og skemmtanaiðnaðarheiminum, og í Evrópu sem er sá markaður sem hraðast vex, er áætlað að árlegt verðmæti hennar á ári verði andvirði 62 milljaðar dollara, (um 5456 millj- arða króna) árið 2004, samkvæmt nýrri úttekt frá Pricewaterhouse- Cooper, einni helstu endurskoðun- ar- og ráðgjafasamsteypu heims. Úttektin ber heitið Global Ent- ertainment and Media Outlook 2000-2004, eða Horfur í skemmt- ana- og fjölmiðlaiðnaði heims 2000 til 2004, og þar er því spáð að saman- lögð velta þessara greina verði farin að nálgast billjón dollara um 2004. Blaðaútgáfa er talin vera orðin að andvirði um 176 milljarðar dollara árið 2004 á heimsvísu og er áfram stærsta greinin, vel á undan hljóm- plötuiðnaðinum sem kemur næstur og er talin verða andvirði um 43 milljarðar dollara á ári. Af öðrum greinum má nefna að kvikmyndaiðn- aðurinn er talin verða orðin andvirði um 19 milljarðar dollara að og því er spáð að rafræn viðskipti verði orðin andvirði um 25 milljarðar dollara eftir 4 ár. I skýrslunni er því haldið fram að netútgáfur blaðanna stuðli að því að þau haldi auglýsingahlutdeild sinni iðnaðinum öllum til framdráttar. Til að mynda er til þess tekið að í Bandaríkjunum hafi vöxtur rað- og smáauglýsinga á Netinu ekki komið niður á blöðum, þar sem þessi flokk- ur auglýsinga hafi einnig vaxið þar. Jafnframt er því spáð að í Evrópu muni vel heppnaðar netútgáfur blað- anna verða til þess að koma í veg fyrir að það dragi úr rað- og smá- auglýsingum í blöðunum. I skýrslunni kemur einnig fram að mikill vöxtur er í notkun netútgáfa blaðanna. RAYMOND WEIL GENEVE Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi IÓLAKIÓLAR jólakápur - loðkápur, fyrir þær litlu. Þumalína, s. 551 2136. Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stcerðir kE árgreiðslustofan apparstíg (sími 5513010) plötum og sólbekkjum úr fjölmörgum graníttegundum. Okkaraðalsmerki erftjót afgreiðsla og vönduð vinnubrögð. Komdu við í sýningarsat okkar, skoðaðu úrvaltð og við gerum þértiiboð samdægurs. Einnig fáanlegt hjá okkur: arnar flísar klæðningar tegsteinar hel hleðsluveggir sérsmíði garðvörur húsnúmer REIN Steinsmiðjan Rein ehf. Lækjarmel 1,116 Reykjavík sími 566 6081, fax 586 8210 rein@rein.is, www.rein.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.