Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 51 h þeim glaða hópi. Jóns verður því sárt saknað af okkur öllum um leið og við óskum honum velfamaðar og guðs blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Jónu, afkomendum og tengda- börnum sendum við hjónin samúðar- kveðjur í sorg þeirra. Minningin lifir góðan dreng. Þórður Eydal Magnússon. Tíminn er sannarlega afstæður. í mínum huga er stutt síðan ég kynnt- ist vini mínum Jóni Gamalíelssyni en þó eru liðnir taspir fjórir áratugir. Við kynntumst þegar við festum kaup á íbúðum í sama húsi í Álftamýrinni snemma á sjöunda áratugnum og þá kom einnig í ljós að eiginkona hans, Jóna Guðbergsdóttir, er frænka mín. Þegar ég heyrði af andláti Jóns setti mig hljóðan og söknuður fyllti huga minn. Minningar liðinna ára streymdu í hugann. Ég minnist margra ánægjustunda með Jóni og Jónu. Fyrst voru samskipti okkar ekki mikil en þegar við tókum báðir sæti í hússtjóm þá kom í Ijós að við áttum vel saman og urðum góðir vin- ir. Jón var rólyndur, heilsteyptur og öruggur í öllum samskiptum við fólk, íhugull og nákvæmur. Það var gott að leita til hans og hjálpsemi þeirra hjóna og velvild í minn garð og fjöl- skyldu minnar verður seint fullþökk- uð. Dóttir mín naut góðs atlætis á heimili þeiira en hún og María dótth- þeirra eru vinkonur. Eftir að við fluttum úr Álftamýri héldum við góðu sambandi. Það var gaman að heim- sækja þau hjónin í Vesturbergið, spjaila og þiggja góðar veitingar en þeim var einkar lagið að taka vel á móti gestum. Jón barðist árum saman við erfið- an sjúkdóm en hafði jafnan betur. Þá sýndi það sig hversu sterkur maður hann var. Ég veit að jákvætt hugar- far hans og sterkur lífsvilji skilaði honum ótrúlegum bata jafnvel lækn- um hans til undrunar. Þrátt fyrir erfið veikindi síðast lið- in ár fann ég að Jón var ánægður og hann horfði björtum augum til fram- tíðar afkomenda sinna. Ég og Áslaug dóttii’ mín vottum Jónu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Björgvin Sigurgeir Haraldsson. Rafmagnseftirlit ríkisins (RER) átti því láni að fagna í áratugi, að inn- an þess ríkti óvenjulega góður starfs- andi. Svo góður, að oft var um hann rætt af mönnum utan stofnunarinnar og sumarstarfsfólk hafði orð á því, að það hefði sjaldan eða ekki orðið vart við svo gott viðmót milli manna á vinnustað. Góður starfsandi á vinnustað er fjarska nauðsynlegur til að mönnum líði vel og skili árangri í störfum. Starfsmennirnir móta starfsandann og þeir þurfa að vera einhuga, allir sem einn, um að leggja sitt af mörk- um til að góður starfsandi ríki og hlúa að honum. Jón Gamalíelsson var einn þeirra starfsmanna RER sem átti stóran þátt í að viðhalda þessum góða anda. Hann starfaði hjá RER í nærri þrjá áratugi eftir að hann réðist til stofnunarinnar síðari hluta árs 1967. Jón var þægilegur og ljúfur maður í allri umgengni. Hann var dagfars- prúður reglumaður, samviskusamur og traustur starfsmaður sem vildi leysa hvers manns vanda og gera jafnframt alla hluti vel. Hann setti sig vel inn í hvert mál, sem hann tók sér fyrir hendur, og kastaði ekki höndum til neins. Jón skipti sjaldan skapi en var þó skapstór maður í eðli sínu. Hann lét ekki sinn hlut ef honum fannst sér misboðið eða ef eitthvað var ranglátt að hans mati. Samt kom hann sífellt fram af hógværð og prúð- mennsku. Skap hans bitnaði aldrei á nokkrum manni, síst samstarfsmönn- um hans. Það sást á honum ef honum var misboðið en fúkyrði og illt tal um náungann heyrðist ekki frá honum. Hann var því góður félagi og vakti öllum gleði sem með honum störfuðu. Starfsemi Rafmagnseftirlits ríkis- ins einkenndist af fjölbreyttum verk- efnum á öllum sviðum rafmagnsör- yggismála. Samvinna í fámennri stofnun um að leysa mál í sameiningu var starfsmönnunum jafnnauðsyn- legt sem stofnuninni. Það reyndist líka auðvelt í raun án nokkurrar innri spennu og árekstra milli manna. Menn gátu komið sér saman um að leysa mál sameiginlega án þess að rekast hver á annars horn. Vegna þessa gátu menn líka gengið hver í annars störf, ef með þurfti, án þess að vandamál kæmu upp. Meginreglan var þó sú, að hver og einn hafði sín verkefni og annaðist um þau. Þegar Jón réðst til Rafmagnseftir- litsins vann hann fyrst ásamt Frið- þjófi Hraundal sem eftirlitsmaður með háspennuvirkjum og lágspennu- dreifikerfum sem þá voru einkum í eigu rafveitna um allt land. Fljótlega tók hann líka að annast rannsóknir á slysum og tjónum af völdum raf- magns í nánu samstarfi við rannsókn- arlögreglu. Þar reyndi á fræðilega þekkingu hans og öguð vinnubrögð. Jón bjó yfir hvoru tveggja og það reyndist heilladrjúgt, einnig fyrir eft- irmann hans í því hlutverid. Jón gerði sér grein fyrir því, hversu þýðingarmikið var að rann- saka ítarlega ástæður slysa og tjóna og nýta sér niðurstöðumar til að vara við fagmenn og almenning og fræða um hættur af völdum rafmagns. Þama var einn vettvangur til viðbót- ar á starfsferli Jóns. Hann hafði mik- inn áhuga á fræðslumálum og sinnti þeim af mikilli kostgæfni í langan tíma á vegum stofnunarinnar. Hann annaðist svonefnd löggildingamám- skeið fyrir rafvirkja sem sóttu um löggildingu Rafmagnseftirlitsins sem ábyrgðarmenn við rafvirkjunarstörf, skipulagði fræðslunámskeið fyrir starísmenn rafveitna um land allt, þar sem áhersla var lögð á öryggis- þáttinn í starfi manna. Einnig kenndi hann ákvæði reglugerðar um raf- orkuvirki við Iðnskólann í Reykjavík. Það var ábyrgðarmikið starf og umfangsmikið að veita mönnum leyfi til löggildingar. Þar naut sín vel kost- gæfni Jóns og nákvæmni í vinnu- brögðum, þegar kanna þurfti reynslu manna og nám og meta til löggilding- ar. Jóni vom falin fleiri verkefni á starfsferli sínum innan RER. Hann tók þátt í að endurskoða ákvæði reglugerðar um raforkuvirki um ým- is atriði rafmagnsöryggismála, starf- aði í norrænni samvinnunefnd að gerð sameiginlegi’a krafna Norður- landanna til rafverktaka og starfs- réttinda þeirra þar og ýmislegt mætti enn tína til, þar sem Jón kom við sögu. Sökum reglusemi hans og snyrtimennsku annaðist hann lengi um að halda gögnum til haga sem urðu til í norrænni samvinnu raf- magnseftirlitsstofnana og sótti fundi og fræðslu um öryggismál á þeim vettvangi. Fyrir allmörgum árum veiktist Jón illilega og gekkst undir erfiðan uppskurð í Bandaríkjunum. Hann náði undraverðum bata en þoli líkam- ans var misboðið. Þrátt fyrir allar læknisfræðilegar aðgerðir, sterka skapgerð Jóns, karlmennsku og vilja til að ná varanlegum bata náði hann sér aldrei eftir þetta og gekk á ýmsu þar til yfir lauk. Samstarfsmenn sakna góðs félaga ogvinar. Jónu, börnum þeirra hjóna og aðstandendum öðrum votta ég dýpstu samúð mína. Bergur Jónsson, fv. rafmagnseftirlitsstjóri. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, ensjáþigekkihér; því svipur þinn á sveimi ísvefnibirtistmér. ídraumadularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (K.N.) Elsku pabbi. Við Eh'n vorum búin að búa okkur undir að kveðja þig. En okkur grun- aði ekki að kveðjan yrði svona endan- leg eða svona hræðilega tregafull. Við vorum rétt búin að pakka, senda gáminn af stað yfir hafið og í þann mund að afhenda lyklana að íbúðinni þegar mamma sagði okkur að þú værir dáinn. Vissulega var þrautagangan búin að vera löng en samt er maður aldrei viðbúinn svona fréttum. Þú varst svo margoft búinn að koma öllum á óvart með því að komast á fætur eftir erfið veikindi að við vorum sennilega öll næstum farin að ganga að því vísu að þannig yrði það líka í þetta sinn. En nú kom kallið og ég veit að þú sjálfur ert alveg sáttur við það. Ég hefði bara svo gjama vfijað kveðja þig bet- ur, gefa mér betri tíma með þér. Það sem hryggir mig þó mest er að hafa aldrei sagt þér hve stoltur ég er af því að hafa átt þig að. Kostirnir sem prýddu þig voru augljósir öllum sem umgengust þig, dugnaður, eljusemi, lítillæti, hógværð. í einni sjúkrahúslegunni þinni varð þér tíðrætt við mig um hrossa- kaup. Þar sem þú hafðir aldrei stund- að viðskipti með hross eða önnur dýr gerði ég í fyrstu ósjálfrátt ráð fyrir því að þetta væri eitthvert óráðshjal. En þú varst þrjóskur eins og kom fyrir og að endingu varð mér ljóst að umræðuefnið var ekki búskapar- hættir eða stóðhestasala heldur heið- arleiki í viðskiptum og samskiptum á milli manna. Þú varst sem sagt á þinn hátt að segja mér að taka þig til fyrir- myndar í þeim efnum. Þakka þér fyr- ir það. Heiðarlegri mann en þig hef ég ekki hitt. Þakka þér líka fyrir tækifærin sem þú gafst okkur systkinunum til að gera það sem hugur okkar stóð til. Þú varst alltaf tilbúinn að standa við bakið á okkur en leyfðir okkur að fara eigin leiðir að markmiðunum. Þú tókst okkur alltaf fram yfir sjálfan þig- Löngverðurnóttin nöturlegogdimm. Enhandanviðíjöllin og handan við áttimar og nóttina rístumljóssins þarsemtíminnsefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Þakka þér fyrir allt. Hvíldu í friði. Davíð. Ég man fyrst eftir Jóni sem ung- um manni norður á Siglufirði. Hann var þá nemi í rafvirkjun, sem var fyrsta skref að frekara námi á sviði raftækni sem átti eftir að verða hans ævistarf. Persónuleg kynni urðu löngu síðar, eða í kjölfar þess að elsti sonur okkar hjóna tengdist fjöl- skyldu hans, sem þá var búsett í Reykjavík. Samskipti okkar hafa alla jafna verið að hittast á gleðistundum sem tengst hafa einhverjum úr fjölskyld- um okkar. Við slík tækifæri ræddum við Jón um ýmis svið mannlífsins. Þótt Jón væri hlédrægur og hefði sig lítt í frammi á mannafundum var hann ræðinn og átti auðvelt með að halda uppi samræðum, enda greind- ur og fróður á mörgum sviðum. Hann hafði mótaðar skoðanir á þjóðmálum en ádeilur eða persónuleg gagnrýni á einstaklinga heyrðist aldrei af hans vörum. Þau endalok sem nú eru staðreynd koma þeim sem til þekkja ekki á óvart. Jón þjáðist af sjúkdómi sem torvelt er að lækna og þrautalending- in var sú að leita eftir aðstoð erlendis. Jón kom úr þeirri för án þess að um raunverulegan bata væri að ræða og hann hefur orðið fyrir mörgum áfoll- um síðan. Jón hefur sýnt einstakt æðruleysi og þrautseigju í sínum veikindum. Hann hefur tekið þátt í lífi ijölskyldunnar og kjarkur hans og dugnaður hefur vakið athygli og að- dáun. í samtölum við fólk talaði hann aldrei um sín veikindi. Hinn 18. nóvember sl. komu fjöl- skyldur okkar saman til að fagna 50 ára afmæli, en þá vantaði Jón í hóp- inn. Minningin um þennan hógværa heiðursmann hefur á sér hugljúfan blæ. Frá honum stafaði sérstök hlýja, sem gerði nærveru hans notalega. Nú þegar fjölskyldufaðirinn er horf- inn af sjónarsviðinu myndast skarð sem tekur nokkum tíma að fylla. Jón átti dugmikla og raunsæja konu og það sama má segja um þeirra afkom- endur, sem varðveita minningu um eiginmann, föður og afa. Við hjónin sendum Jónu og öðrum nákomnum hugheilar samúðarkveðjur. Hjálmar og Stefanía. t Útför eiginmanns míns, bróður, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ESRA S. PÉTURSSONAR læknis, sem lést föstudaginn 1. desember, fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 11. desember kl. 13.30. Edda Scheving, Pétur Kjartan Esrason, Einar Haraldur Esrason, Sigurður Ragnar Esrason, Karl Torfi Esrason, Jón Tómas Esrason, Finnbogi Þór Esrason, Vigdís Esradóttir, Esra Jóhannes Esrason, Andrés Jón Esrason, barnabörn og María Pétursdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristín Árnadóttir, Cheryl Ann Tilley, Helga Magnúsdóttir, Olga Morales, Hulda Sif Ásgeirsdóttir, Einar Unnsteinsson, Kristín Lilja Kjartansdóttir, barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG Þ. BJARNADÓTTIR frá Ögurnesi, Miðvangi 6, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þriðju- daginn 5. desember síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 15.00. Kristján J. Jónsson, Sæmundur Kristjánsson, Svanur Kristjánsson, Auður Styrkársdóttir, María Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, tengdadóttir, barnabarn, systir og systurdóttir, JÓNÍNA BJÖRK VILHJÁLMSDÓTTIR, (Nina), lést á Grensásdeild Landspítalans laugar- daginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 12. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Heilaverndar í síma 588 9220. Þórsteinn Pálsson, Lilja Halldórsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Daði Þór Vilhjálmsson, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Dagný Hildur Leifsdóttir. + Ástkær fósturmóðir mín, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá London, Vestmannaeyjum, Stigahlíð 4, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 5. desemþer. Magnús E. Kolbeinsson, Guðrún Gunnarsson og systkinabörn. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. V 896 8242 HFrederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.