Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 60

Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 60
40 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Við þökkum af heilum huga auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns mins, föður okkar, fósturföður míns, afa míns og tengdaföður míns, SIGURÐAR HARALDSSONAR, Eiðsvallagötu 36, Akureyri. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki Heima- hlynningar á Akureyri. Sveinbjörg Pétursdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Sigurður Magnús Þórðarson, Þóra Björg Sigurðardóttir, Fróðný Pálmadóttir. + Þökkum innilega sýnda vináttu og hlýhug við fráfall JÓNS ÁSGEIRSSONAR. Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristfn Jónsdóttir, Ásgeir Björnsson, Hanna Charlotta Jónsdóttir, Edgar E. Cabrera, Ásgeir Jónsson, Halla Grétarsdóttir, Þórður Ásgeirsson, Guðríður M. Thorarensen og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, systur, mágkonu og frænku, HELGU BERGÞÓRU SVEINBJÖRNSDÓTTUR auglýsingateiknara, Ártúnsbrekku við Elliðaár. Birgir Guðgeirsson, Gerður Guðgeirsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Guðrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað J Skrifstofa Vélstjórafélags íslands, Borgartúni 18, Reykjavík, verður lokuð í dag frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar JÓNS RÚNARS ÁRNASONAR og VILBORGAR JÓNSDÓTTUR. Vélstjórafélag íslands. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfali ÖNNU BÁRU KRISTINSDÓTTUR (OLSEN). Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. -------------------------------------------- Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda íylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við ' ‘ eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru h nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect T einnig auðveld í úrvinnslu. Tekst Khalifman að verja heimsmeistaratitilinn? SKAK Nýja Delhí Heimsmeistaramót FIDE 25.11.-27.12.2000 SKÁK FJÓRÐA umferð á heimsmeist- aramótinu í skák stendur nú yfir í Nýju Delhí á Indlandi. Sextán skákmenn eru eftir í keppninni. Urslit fyrri skákar í fjórðu umferð urðu þessi: Bartlomiej Macieja - V. Anand V2-V2. Rafael Leitao - Alexander Khalifman V2-V2. Michael Adams - Peter Svidler V2-V2. Alexei Dreev - Veselin Topalov 1-0. A. Morozevich - Vladislav Tkachiev V2-V2. Jaan Ehlvest - Alexander Grischuk V2-V2. Alexei Shirov - Boris Gelfand V2-V2. Evg- eny Bareev - Boris Gulko V2-V2. Sjö skákir af átta enduðu því með jafntefli. Sumar þeirra voru sannkölluð stórmeistarajafntefli, þ.e.a.s. meistararnir sömdu stutt og baráttulaus jafntefli. Það er því greinilegt að margir þeirra eru orðnir hvíldar þurfi. Urslitin í átt- undu skákinni komu nokkuð á óvart þegar rússneski stórmeistar- inn AJexei Dreev (2681) sigraði búlgarska stórmeistarann Veselin Topalov (2707) sem er í 10. sæti yf- ir stigahæstu skákmenn heims. Það kom þeim sem fylgdust með þriðju umferð mótsins hins vegar ekki á óvart að Khalifman gerði stutt jafntefli í fyrstu skák fjórðu umferðar. I þriðju umferð mætti hann Ungverjanum Peter Leko og þeir þurftu að tefla alls átta skákir þar til úrslit fengust. Khalifman, sem er núverandi heimsmeistari FIDE, jók með þessum sigri til muna líkur sínar á því að verja heimsmeistaratitilinn. Tölfræði- spekingurinn Jeff Sonas telur nú meira að segja að Khalifman eigi bestar líkur á því að hreppa heims- meistaratitilinn, þótt Anand sé skammt undan í öðru sæti. Sonas gefur Khalifman 26% líkur á sigri, Anand 25% og Shirov 21%, en aðr- ir eiga mun minni möguleika. Það er fróðlegt að bera þetta saman við könnun skak.is þar sem flestir spá Anand sigri, Shirov er í öðru sæti og Khalifman í því þriðja. Spenn- andi verður að sjá hvort tölfræð- ingurinn eða íslenskir skákáhuga- menn verða nær raunverulegri niðurstöðu. Fyrirfram taldi undir- ritaður að fyrirkomulag keppninn- ar væri þannig að litlar líkur væru til þess að sami skákmaður ynni keppnina tvisvar í röð. Á móti veg- ur, að það kerfi sem keppt er eftir hentar skákmönnum misjafnlega vel. Khalifman hefur sýnt, að hann er mikill baráttujaxl og virðist hafa betri taugar en margir aðrir í keppni af þessu tagi. Onnur skák fjórðu umferðar var tefld í gær, en atskákir verða tefldar í dag í þeim einvígjum þar sem úrslit hafa ekki fengist. Bragi Þorfinnsson sigraði á afmælismóti TG í tilfefni af 20 ára afmæli Taflfé- lags Garðabæjar var efnt til af- mælisskákmóts félagsins. Tekin var ákvörðun um að halda mótið á ICC-skákþjóninum og fór það fram sunnudaginn 3. desember. Ein af ástæðunum fyrir að halda mótið á Netinu er sú, að yfir 75% virkra skákmanna í félaginu búa erlendis. Bæði má rekja það til náms og vinnu erlendis, auk þess sem 15 út- lendingar eru í féiaginu. Afmælis- mótið var haldið í boði ICC og því var ekkert þátttökugjald. Kepp- endur á mótinu voru 20, en röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Bragi Þorfinnsson V/z v. 2. Sævar Bjamason V/2 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 6V2 v. 4. Stefán Kristjánsson 6 v. 5. Heimir Asgeirsson 514 v. 6.-10. Róbert Harðar- son, Arnar Þorsteinsson, Gunnar Björns- son, Björn Jónsson, Sigurður Steindórs- son 5 v. 11.-12. Björn Karlsson, Leifur Vilmundarson 414 v. o.s.frv. Verðlaunahafar í opn- um flokki voru eftirfar- andi: Bragi Þorfinnsson (10.000 kr.), Sævar Bjarnason (1 mán. á ICC), Jón V. Gunnars- son (1 mán. á ICC), Stefán Kristjánsson (1 mán. á ICC) Verðlaunahafar frá TG: Björn Jónsson (5.000 kr.), Leifur I. Vilmund- arson (1 mán. á ICC), Páll Sigurðsson (1 mán. á ICC), Jóhann H. Ragnarsson (1 mán. á ICC). Verðlaunahafar undir 1800 skákstigum: Leifur Vilmundarson (3.000 kr.),Páll Sig- urðsson (1 mán. á ICC), Kristján Örn El- íasson (1 mán. á ICC). Mótsstjóri á afmælismóti TG var John Fernandez frá ICC. Unglingar úr Taflfélaginu Helli heimsækja Akureyri Unglingasveit frá Taflfélaginu Helli heimsótti Akureyri nýlega og keppti við jafnaldra sína úr Skák- félagi Akureyrar. Bæði þessi félög standa fyrir öflugu unglingastarfi. Taflfélagið Hellir er ungt félag sem byggt hefur upp sitt ungl- ingastarf á skömmum tíma, en Ak- ureyringar hafa áratuga reynslu á þessu sviði og hafa jafnan verið í fremstu röð. Það hefur því verið spennandi fyrir þessa ungu og efnilegu skákmenn að fá að hittast og kynnast, en Flugfélag íslands átti stóran þátt í að gera þessa heimsókn mögulega. Fyrsta keppnisdaginn mættust lið Hellis og SA og tefldar voru þrjár umferðir. Samanlögð úrslit urðu 23-10 Helli í vil. Bestum ár- angri í liði Hellis náði Ásgeir Mog- ensen, sem yann allar þrjár skák- irnar. Þeir Ágúst Bragi Björnsson og Jón Heiðar Sigurðsson náðu bestum árangri Akureyringa og fengu tvo vinninga hvor. Annan keppnisdaginn var haldið 15 mínútna mót þar sem tefldar voru sjö umferðir. Ekki var skipt 1 lið á mótinu, heldur var hér um einstaklingskeppni að ræða. Ör- uggur sigurvegari varð Ágúst Bragi Björnsson úr SA með sjö vinninga í jafnmörgum umferðum. í öðru sæti varð Benedikt Örn Bjarnason úr Helli með sex vinn- inga. Þriðji varð svo Jón Birkir Jónsson úr SA með fimm vinninga. Röð efstu manna varð annars sem hér segir: 1. Ágúst Bragi Bjömsson 7 v. 2. Benedikt Örn Bjarnason 6 v. 3. Jón Birkir Jónsson 5 v. 4.-9. Alex Orrason, Hafliði Hafliðason, Halldór Heiðar Hallsson, Atli Freyr Kristjánsson, Ólafur Evert, Anna Lilja Gísladóttir 4 v. 10. Ásgeir Mogensen 314 v. o.s.frv. Þriðja keppnisdaginn var tefld liðakeppni á milli Hellis og SA á ellefu borðum þar sem hver kepp- andi mætti öllum liðsmönnum and- stæðingsins. Umhugsunartími var sjö mínútur á skák. Samanlögð úr- slit urðu 83-38 Helli í vil. Hins vegar var það Akureyringurinn Ágúst Bragi Björnsson sem náði bestum árangri allra keppenda og hlaut 10‘/2 vinning. Atli Freyi’ Kristjánsson náði hins vegar best- um árangri í liði Hellis og fékk 914 vinning. Vigfús Óðinn Vigfússon var far- arstjóri liðs Hellis sém naut annál- aðrar gestrisni Akureyringa með- an á heimsókninni stóð. Mót á næstunni 16.12. TR. Jólaæfing 17.12. Hellir. Jólapakkamót 17.12. SA. 15 mínútna mót 19.12. TK. Jólapakkamót 22.12. SA. Fischer-klukkumót 26.12. TK. Jólahraðskákmót 27.12. TR. Jólahraðskákmót 28.12. SA. Jólahraðskákmót 30.12. SA. Hverfakeppni Daði Orn Jónsson |Gefið ástinni tilýja gjöf Ekta pelsar verð frá kr. 50.000 Opið virka daga kl. 11—18, lau. kt 11—16 og sun. kl.13—18. Signrstjama Fákafeni (Bláu húsin), S. 588 4545 - Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþing Islands hf. - Flokkur: Útgáfudagur: Áv.kr. á fyrsta söludegi: Grunnvísitala: Vextir Fyrsti gjalddagi: Einingar bréfa: Skráning: EFA HF. 1c/1996 og 1 d/1996 24. janúar 1996 6,15% Nvt. 174,2 1c/1996: 24. janúar 2001 1 d/1996: 24. janúar 2002 5.000.000 kr. 2. flokkur 1996 14. maí 1996 5,95% Nvt. 175,8 5,95% 10. maí 1997 5.000.000 kr. Verðbréfaþing Islands hefur samþykkt að taka skuldabréfin á skrá og verða þau skráö fyrir lok desember 2000, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Lands- banka íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík og á skrifstofu Efa hf., Síöumúla 28, 108 Reykjavík. Söluaðiii: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. GFH u Landsbanki Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.