Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 64

Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 64
,34 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er einhver frið- arvon í Austur- löndum nær? í MEIRA en hálfa öld hefur óstöðugleiki einkennt Austurlönd nær og hefur Palest- ínumálið verið kjarni „vandans. í örstuttu máli má segja að upp- hafið sé tillaga Sam- einuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í tvö ríki sem samþykkt var á Allsherjarþing- inu 29. nóvember 1947. Palestínumenn áttu samkvæmt henni að láta af hendi rúman helming af landi sínu undir ríki gyðinga, sem þá voru farnir að flykkjast til Palestínu frá ýmsum löndum. Palestínuarabar og nágrannar þeirra mótmæltu allir sem einn þessum áformum, en það dugði lítt. ^Stórveldin stóðu saman að þessu og draumur zíonista varð að martröð Palestínumanna. Hernám og landflótti í kjölfar yfirlýsingarinnar var Israelsríki stofnað vorið 1948. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Stríðsástand ríkti á árunum 1947- 49 og höfðu gyðingar yfirhöndina. Þeir beittu hryðjuverkum til að flæma 700 þúsund Palestínumenn á } flótta, jöfnuðu nærri 400 arabísk þorp við jörðu, og sönnuðu hemað- arlega yfirburði sína gagnvart nágr- annaríkjunum. Er ófriðnum lauk höfðu Israelar bætt við sig fjórð- ungi Palestínu til viðbótar þeim rúma helmingi sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim. A þeim landsvæðum sem ísrael innlimaði þá voru meðal annars Vestur-Jer- úsalem og Nasaret sem er enn fyrst og fremst arabískur bær, kristinna og múslima. Hundruð þúsunda Pa- lestínumanna lentu á vergangi og höfnuðu í flóttamannabúðum þar sem fjölmargir þeirra og afkomend- ur hírast enn fram á þennan dag. Palestínskir flóttamenn telja nú um ^,3,5 milljónir manns. í sex daga stríðinu í júní 1967 lögðu ísraelar undir sig afganginn af Palestínu, Gaza og Vesturbakk- ann, þar með talda Austur-Jerú- salem. Auk Palestínu hertóku ísra- elar einnig stór landsvæði frá öðrum nágrönnum, Sýrlendingum og Egyptum. í kjölfar stríðsins 1973 skiluðu ísraelar Sínaí-eyði- mörkinni með sérsamningi við Egypta árið 1978, en þeir halda enn Gólan-hæðum Sýrlendinga auk lands Palestínumanna. Palestínumenn teygja sig langt Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessari hálfu öld og þrem ár- um betur og nú er svo komið að Palestínu- menn hafa séð sig knúna til að sætta sig við hernámið 1948. Þeir gera nú einungis kröfu til þess, að ísr- aelar skili landsvæðun- um sem hertekin voru 1967, það er Gaza- ströndinni og Vestur- bakkanum, þar með talinni Austur-Jerúsalem. Þessi landsvæði eru aðeins rúmur fimmt- ungur eða 22% af upphaflegu landi Palestínumanna. Það má því með sanni segja að ekki vanti friðarvilja og sveigjanleika Palestínumegin við samningaborðið. Æ fleiri efast um, að vilji sé fyrir hendi hjá ísraelum til að semja um frið. Að minnsta kosti sýna þeir lítil tilþrif í þá átt. Bush Bandaríkjafor- seta og Baker utanríkisráðherra hans tókst haustið 1991 að draga ísraela hálfnauðuga að samninga- borðinu í Madrid. Israelsstjórn setti það skilyrði, að samningaviðræð- urnar yrðu ekki undir forsæti Sam- einuðu þjóðanna, sem er með ólík- indum, ekki síst í ijósi þess að Ísraelsríki er afkvæmi Sameinuðu þjóðanna, sem með fyrmefndri ályktun frá árinu 1947 skapaði grundvöll að stofnun þess. ísrael er eina ríkið sem af fullkominni ósvífni hefur að engu ályktanir Sameinuðu þjóðanna og lætur sem það sé hafið yfir alþjóðalög og rétt. Bandaríkin hafa gert þeim þetta kleift, annars vegar með óhemju fjáraustri og há- tæknivopnum og hins vegar með neitunarvaldi hjá Öryggisráðinu í hvert sinn sem grípa hefur átt í taumana gagnvart yfirgangi ísr- aela. Andóf gegn hernámi Ekki má gleyma áhrifunum sem Intifada hafði, uppreisnin gegn hernáminu, sem hófst 8. desember 1987 og hafði staðið í nærri fjögur ár þegar friðarviðræðurnar hófust. Áhrif andófsins gegn hernáminu, og grimmdarleg viðbrögð ísraels- stjómar og hers við því, hafði mikil áhrif á almenningsálitið í heiminum. Þá, eins og 29. september þessa árs, hófst intifadan í kjölfar ofbeldis- verka ísraelshers. Intifadan átti þátt í að knýja ísrael að samninga- Sveinn Rúnar Hauksson Palestína Von er, segir Sveinn Rúnar Hauksson, að æ > fleiri efíst um, að Israel- ar vilji réttláta og frið- samlega lausn. Lokun veiðisvæða smáþorsks - til hvers? borðinu, vegna þess hve samúðin, sem Israel hafði notið eftir heims- styrjöldina síðari, fór ört þverrandi. Sú breyting, sem varð á afstöðu Palestínumanna frá árinu 1947 og til haustsins 1993, þegar Óslóaryfir- lýsingin varð til, birtist fyrst á af- dráttarlausan hátt þann 15. nóvem- ber 1988, er lýst var yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Fljótlega eftir það viðurkenndi meirihluti þjóða heims hið landlausa ríki og lýsti þannig yfir skýlausum stuðn- ingi við sjálfsákvörðunarrétt Palest- ínumanna og rétt þeirra til að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki. En það fólst fleira í sjálfstæðisyfir- lýsingu Palestínumanna. Hún var jafnframt viðurkennig á tveggja ríkja lausn Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu áður hafnað og stað- festing á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Stríðsglæpir í Palestínu ísraelar virðast eiga langt í land hvað raunverulegan friðarvilja snertir. I upphafi friðarferlisins svokallaða, sem verið hefur undir umsjón og á ábyrgð Bandaríkja- stjórnar, sýndu ísraelar lit, þótt ekki væri annað en að viðurkenna tilvist Palestínumanna sem þjóðar og heildarsamtök hennar, Frelsis- samtök Palestínu (PLO), sem lög- mætan fulltrúa þjóðarinnar. En framhaldið hefur ekki verið félegt; morð Israela á Rabin, þjóðarleið- toganum sem undirritaði Óslóaryf- irlýsinguna, síðan kjör Netanjahu í stól forsætisráðherra, manns sem virti alla friðarviðleitni að vettugi, og loks framganga Baraks, núver- andi forsætisráðherra, sem þóttist ætla að taka upp þráðinn frá Rabin, en hefur í raun reynst engu betri en Netanyahu. Von er að æ fleiri efist um, að Israelar vilji réttláta og frið- samlega lausn á deilunum. í stað þess að taka í útrétta hönd Palestínumanna og semja um frið sem hald er í, sigar Barak her sín- um á varnarlausan almenning á herteknu svæðunum; karla, konur og böm, sem lokuð eru inni, rétt eins og gyðingar voru í gettóum nasista. Nærri 300 manns hafa ver- ið myrtir með byssuskotum, sprengjum og eldflaugum, þar af fjöldi barna og unglinga. Tala særðra nálgast 10 þúsund, þar af eru þúsundir sem hlotið hafa varan- lega fötlun og örkuml. Samkvæmt alþjóðalögum og mannréttindasátt- málum er framferði ísraelshers gagnvart varnarlausu fólki ekkert annað en stríðsglæpir og það er skylda þjóða heims að grípa inn í, rannsaka málið á hlutlausan hátt og tryggja öryggi Palestínumanna með alþjóðlegri vernd. Höfundur er formaður félagsins Ísland-Palestína. FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Thai Choice Toppurinn frá —Tæ/andi NÚ ER veiðisvæð- um þorsks lokað dag- lega vegna „smáfiska- dráps“. Ráðgjafar Hafrannsóknarstofn- unar eru að rifna af monti yfir öllum þorskseiðunum undan- farin fjögur ár sem eru allt metárgangar. Nú má ekki einu sinni veiða lítið brot af þess- um ósköpum! Seiða- mont ráðgjafa minnir óþægilega á frétt í Morgunblaðinu (11, september 1996) með risafýrirsögninni „Ný- liðun þorsks góð í Barentshafi“, þar sem sagt var frá sex metárgöngum af þorskseiðum í Barentshafi - 1992- 1996 - sex metárgangar. Nú, fjórum árum, síðar jaðrar við neyðarástand í Baretshafi þrátt fyrir bjartsýni ráð- gjafa í umræddri frétt fyrir fjórum árum. Botnlaus heimska Það er langt gengið í dómhörku þegar maður neyðist til að skrifa í blöð um heimsku annarra. Því miður verð ég að dæma reiknilíkan (tölf- ræðimódel) veiðiráðgjafa í þorsk- veiðum botnlausa heimsku. Ráðgjaf- ar geta sjálfum sér um kennt þótt þeim verði sýnd vaxandi harka, því þeir hafa sýnt dónalegan mennta- hroka. Gert lítið úr öllu sem aðrir hafa til málanna að leggja hvort sem þeir heita Kristinn á Bakkafirði, Sveinbjörn á Suðureyri eða eitthvað annað. Engu máli virðist skipta þótt skynsamlegar hugmyndir séu studd- ar margvíslegum sterkum röksemd- um og tilvísun í fyrri reynslu. Ráð- gjafar virðast gjörsamlega ofurseldir hlýðni við reiknimódelið. Stærðfræðileg fiskifræði er svo heimskuleg kenning, að hún gerir ráð fyrir að fæða í hafinu bíði eftir því að við látum þorskinn í friði! Þeg- ar þorskurinn hættir að vaxa við frið- un (vegna fæðuskorts) reikna fræðin sjálfvirkt út „ofveiði“. Fiskimönnum er þannig ranglega kennt um - hvað eftir annað - að það vanti þorsk í „bókhaldið", þegar vaxtarhraði hef- ur fallið um 20% eða 50% fyrir svo utan utan aukið sjálfát vegna hung- urs. Nú í vor týndust t.d. 18% af stofnstærð þorsks vegna þessarar tilraunastarfsemi. Þá einhenda ráð- gjafar sér í að dubba upp prófessora í hlýðninámskeiðum - til að staðfesta að rétt væri reiknað í dag en vitlaust reiknað fyrir fyrir ári síðan - með ná- kvæmlega sömu aðferðinni bæði ár- in!? Hefði ekki verið nær að hefja loksins umræðu um hvað hefði farið úrskeiðis ? Ég tel að útreikningar séu jafn réttir bæði árin. 18% mis- munur er sterk vísbending um að fæðu hafi vantað til þess að þorsk- stofninn gæti stækkað. Þetta er af- leiðing af of lítilli veiði þorsks. Það sem prófessorum og ráðgjöfum yfir- sést er að þorskur getur ekki borðað reiknaða fæðu. Er hægt að kalla svona dellu annað en heimsku? „Ekki er kyn þótt keraldið leki. Botninn er suður í Borgarfirði. Á sama tíma er jafn- framt reynt að bera sólskinið inn í pokum á Skúlagötu 4 um „ár- angur“. Ef heimska er ekki rétt orð yfir svona - hvað orð á þá að nota í staðinn? Hvað gera skal Það verður að taka mánaðarlega sýni af vaxtarhraða (aldurs- greining, lengd, þyngd) af smáþorski í öllum fjörðum og flóum við landið. Söfnun á slíkum gögnum í fiskverk- unum og veiðiskipum kring um land- ið er mjög auðveld í framkvæmd. Þátttaka í þessu er bara borgaraleg Fiskveiðistjórnun Vaxtarhraði 7 ára þorsks hefur fallið um 12%, segir Kristinn Pétursson, hér við land á þremur árum. skylda sem flestir myndu taka þátt í án greiðslu. Niðurstöður á svo að birta mánaðarlega. Svo á ekki að loka veiðisvæði með smáfiski ef lítil fæða er á svæðinu. Nú er staðan: Við höfum fengið mikið magn þorskseiða fjögur ár í röð. Hitastig hefur hækkað fyrir Norðurlandi. Við hækkandi hitastig vex þorskur hraðar og þarf meiri fæðu. Fæðuþörf ungþorsks við ís- land gæti því verið fimm sinnum meiri veturinn 2000/2001 en fæðu- þörfin var t.d veturinn 1996/1997. Er annars einhver að fylgjast með svona staðreyndum og athuga þetta? Nei, því miður. Heimskulega reiknilíkan- ið ræður ferðinni, blindandi, því þar er nóg af reiknaðri fæðu. Hvenær skyldi verða breytt um stefnu og far- ið að stjóma þessu eins og um nátt- úrulega fiskirækt sé að ræða - eins og það ætti að vera. Hugtakið „sjálf- bær þróun“ getur varla átt við að svelta eigi smáþorsk til að éta reikn- aða fæðu?! „Byltingin étur börnin sín“ og þorskstofninn getur horast niður og úrkynjast eins og við Labra- dor og nú síðast í Barentshafi. Vaxt- arhraði á íslandsmiðum hefur alltaf fallið við tilraunastarfsemi til að láta þorsk éta reiknaðan mat. Vaxtar- hraði 7 ára þorsks hefur fallið um 12% hér við land á þremur árum sem staðfestir að þorskurinn gat ekki étið reiknaða fæðu. Við áttum að veiða meira þá hefði vaxtarhraði ekki fallið eins mikið. Það er reynslan. í dag ætti - samhliða vönduðum fæðurannsóknum í öllum fjörðum og flóum við landið - að láta 50-60 cm þorsk að gilda t.d. 70% af kvóta. Undirmálsþorskur ætti að vera 50% af kvóta. Þannig væri hluti smá- þorsks tekinn út úr kvóta og brott- kast þannig minnkað á þann eina raunhæfa hátt sem hægt er. Reynslan sýndi að það var engin áhætta frá 1940-1980 að veiða smá- þorsk því þorskstofninn gaf af sér 430 þúsund tonn að meðaltali árlega þegar veitt var langtum meira af smáþorski. Það er enginn að tala um að veiða of mikið. Það er heldur eng- inn að tala um „grisjun“. Það er bara ómerkilegur útúrsnúningur til að gera aðra tortryggilega. Veiða bara svipað og staðfest reynsla hefur sýnt að var engin áhætta og hætta til- raunastarfseminni að reyna láta smáþorsk éta reiknaða fæðu. Kristinn Pétursson Suðuriandsbraut 6 • s. S68 3333 Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.