Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 08.12.2000, Síða 78
MORGUNBLAÐIÐ 5 78 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 DAGBÓK í dag er föstudagur 8. desember, 343. dagur ársins 2000. Maríumessa. ^^Qrð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafíð orðið að hryggjast í margs konar raunum. (lPt. 1,6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Tornator kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ramnes kom í gær. Fréttir Bókatíðindi 2000. Núm- er föstudagsins 8. des- ember er 7874. Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfimi, kl. 9 vinnust- ofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Lögregluferð- , in verður farin kl. 13 í dag. Bingó kl. 14, sam- söngur með Hans, Arel- íu og Hafliða. Árskógar 4. Kl. 9 perlu og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Jólabingó kl. 13.30 í dag. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9-12 bókband, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefn- aður og spilað í sal. Félag eldri borgara í Garðabæ. Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli í dag föstud. Húsið opnað kl. 19. Félagsstarf aldraðra á Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 ^ (Gjábakka) kl. 20.30. Opið hús verður í Gull- smára, Gullsmára 13, laugardaginn 9. des. kl. 14-17. Hjörtur Pálsson, skáld og fyrrverandi listamaður Kópavogs, flytur ljóð, framsamin og þýdd. Dr. Ólína Þor- varðardóttir með álfa- trú og fleira tengt þess- um ársíma. Kaffi í boði FEBK. Nokkrir nem- endur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika ó píanó og flautu. Sr. Árni Sig- urðsson flytur jólahug- leiðingu. Allir velkomn- ir. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Ki. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðþjónusta sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Opið hús-spila- mennska fellur niður í dag vegna jólagleði. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 rammavefnaður og málm- og silfursmíði, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 slökun, þátttakendur hafi með sér kodda og teppi. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir ki. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin virka daga, kl. 10 boccia. Gleðigjafasöng- urinn fellur niður í dag vegna veikinda. Félgasstarf, Furugerði 1. í dag kl. 14 bingó, kl. 15 kaffiveitingar, kl. 20 kemur kirkjukór Lága- fellssóknar og syngur nokkur lög. Aðventu- skemmtunin verður haldin þriðjudaginn 12. desember kl. 20. Veislu- stjóri sr. Hjálmar Jóns- son, tónlistarflutningur frá Tónskóla Björgvins, einsöngur. Hrafnhildur Ólafsdóttir, undirleikari Kolbrún Sæmundsdótt- ir. Anna Þrúður Þor- kelsdóttir les jólasögu og Furugerðiskórinn syngur við undirleik Ingunnar Guðmunds- dóttur, Hátíðarkaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13:30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffi- stofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Mat- ur í hádeginu. Jólavaka FEB verður haldin laugardaginn 9. desem- ber og hefst kl. 20: Söngfélag FEB syngur jólalög, hugvekju flytur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Þór- ir Bergs, 12 ára piltur, leikur á horn, lesin ljóð, tvísöngur og fl. Kaffí og meðlæti. Skráning á skrifstofu FEB. Jóla- ferð á Suðurnesin laug- ardaginn 16. desember. Upplýst Bergið í Kefla- vík skoðað. Ekið um Keflavík, Sandgerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni í Kefla- vík. Brottför frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 15. Æski- legt að fólk skrái sig sem fyrst. Bláa lónið og Þingvallaleið-Grindavík bjóða eldri borgurum í Bláa lónið á hálfvirði mánudag til fímmtu- dags. Farið er frá Laug- ardalshöll kl. 13, Hlemmi kl. 13.10 og BSI kl. 13.30. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silf- urlínunnar, opið verður á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10-12 fh. í síma 588-2111. Ath. Opnunartíma skrifstofu FEB er frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrif- stofu FEB í síma 588- 2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Kóræfing hjá Gerðubergskór verður í Breiðholts- kirkju kl. 14. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Miðvikud. 13. des. árleg ferð með lögreglunni, Olíufélagið hf. ESSO býður akstur, m.a. Laugarneskirkja heim- sótt, umsjón sr. Bjarni Karlsson ökuferð um Sundahöfn og nýja bryggjuhverfið í Grafar- vogi. Kaffi í boði íslandsbanka í Lóuhól- um í Ásgarði í Glæsibæ. Mæting í Gerðubergi kl. 12.30 skráning í hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gott fóik gott rölt, Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laugardögum. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta og útskurð- ur, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, ki. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Hæðargarður 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðal- sal-Sigvaldi. Tréskurð- arnámskeið hefst í jan- úar, leiðbeinandi Sigurður Hákonarson. Uppl. og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimil- inu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Grensás- sóknar. Jólafundur verður 11. desember kl. 20 í safnaðarheimilinu. Góð dagskrá og góðar vetingar. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. MS-félag íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttu- vegi 5, Rvk, og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: *g569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 569 1166, 'sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Einelti í skólum KONA hafði samband við Velvakanda og vildi vekja athygli á einelti barna í skólum. Henni finnst að það ætti að kjósa eineltis- nefnd í hverjum bekk á hverju hausti og láta börn- in alfarið sjá um þessi mál sjálf. Fjárfestum í eigin heilsu ÞEGAR kemur að því að fjárfesta í eigin heilsu, þá get ég orðið svo nísk. Til dæmis að fara í líkamsrækt og borða góða fæðu. Það er eins og allt sem er gott fyr- ir heilsuna eigi að vera ókeypis. Mér finnst t.d. grænmeti, sérstaklega líf- rænt, mætti kosta minna. Eg veit þó að það er dýrara í framleiðslu en það sem er ræktað í sama jarðvegin- um ár eftir ár og spurning um næringarinnihald. Já stór spurning. Svo eigin- lega eftir margra ára þrautir í líkamanum, hef ég breytt um hugsunarhátt. Eiginlega hófst það með því, að ég keypti mér seg- uldýnu til að sofa á, til þess að laga slitgigt og svefti- truflanir, sem nuddarinn minn benti mér á að gæti ef til vill hjálpað mér við þrautirnar. Þessi dýna kostaði skildinginn. Fyrst leið mér mun betur og fór ég að finna aukaþrek til þess að stunda líkamsrækt, áhugi minn á að borða einnig betri mat (sem kost- ar reyndar meira) jókst. Viti menn, ég losnaði við margra ára óvinsæla yfir- vigt. I haust sem leið, lang- aði mig helst til að skila dýnunni, þar sem mér þótti þetta óþarfa bruðl og égpr orðin svo hress og fín. Ég fór í ferðalag til Grikklands í tvær vikur í sól og hita (frábært land). Ég kom heim stirð og ómöguleg og var farin að halda að ég hefði ofnæmi fyrir allri sól- inni. Eftir eina nótt heima í rúminu mínu með dýru seguldýnunni, hvarf stirð- leikinn og eymsli í liðamót- um. Ég skila aldrei dýnunni og næst fer hún með í ferðalagið. Þegar ég tala við hóp fólks sem á við einhver veikindi að stríða, þá er hugsunarhátturinn oftast að fara til læknis og fá meðul. Það er gott og gilt, en eigum við ekki að reyna að banka upp á hjá okkur ef mögulegt er og hlusta á okkur sjálf. Við verðum að bera ábyrgð á eigin heilsu. Ég mæli með fyrirbyggj- andi aðgerðum. Þ.F. Ætla íslendingar að glutra niður sjálfstæðinu? ÉG hvet fólk, sem ann landi sínu, að lesa grein Jó- hannesar Snorrasonar fyrrverandi flugstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu 5. desember sl. Það er að mínu mati hægt að taka undir hvert orð sem hann ritar og er maður með hug- sjón, sem ann landi sínu og þjóð. Asa. Tapað/fundið Svört hliðartaska tapaðist SVÖRT hliðartaska með rennilás tapaðist þriðju- daginn 5. desember sl. ann- aðhvort í strætisvagna- skýlinu á Lækjartorgi eða með Leið 6 vestur í bæ. í töskunni eru fþróttafót. Upplýsingar í síma 865- 9589. Dökkblá handtaska tapaðist DÖKKBLÁ handtaska tapaðist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, miðvikudag- inn ð.desember sl. Það var farþegi á heimleið frá Kan- arí, sem gleymdi töskunni á farangursgrind fyrir framan fríhöfnina í komu- sal. Upplýsingar í síma 555-1077. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGAHRINGUR fannst fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur á haustdög- um. Upplýsingar í síma 563-2005. Húslyklar í óskilum HÚSLYKLAR fundust á horninu á Bræðraborgar- stíg og Ránargötu sunnu- daginn 3. desember sl. Upplýsingar gefur Þórdís í síma 552-0271. Dýrahald Púðluhundur í óskilum SVARTUR púðlu-blend- ingur er í óskilum á Hundahótelinu á Leirum. Hann fannst á Bústaðavegi fyrir 9 dögum. Eigandi hans er vinsamlegast beð- inn að vitja hans strax. Upplýsingar í síma 566- 8366 eða 698 4967. Krossgáta LÁRÉTT: 1 skrýtin, 8 setur, 9 dý, 10 stormur, 11 hafna, 13 nytjalönd, 15 málms, 18 ryskingar, 21 umfram, 22 ávöxt, 23 fiskar, 24 hryss- ingslegt. LÓÐRÉTT: : 2 játaði, 3 mögla, 4 hnapps, 5 styrkir, 6 kjáni, 7 nagli, 12 verkfæri, 14 þukl, 15 þraut, 16 ber, 17 köiski, 18 bæn, 19 lítilfjör- leg, 20 framkvæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gaums, 4 þerra, 7 æfing, 8 ólgan, 9 nýr, 11 Anna, 13 hrun, 14 fótur, 15 full, 17 Ægir, 20 úri, 22 gusar, 23 lítil, 24 runan, 25 terta. Lóðrétt: 1 græða, 2 urinn, 3 Sogn, 4 þjór, 5 ragur, 6 ann- an, 10 ýktur, 12 afl, 13 hræ, 15 fagur, 16 lúsin, 18 getur, 19 rolla, 20 úrin, 21 illt. Víkverji skrifar... VINNUFÉLAGI Víkverja var heldur þungur á brún fyrr í vikunni. Ástæðuna má rekja til breytinga sem gerðar hafa verið á högum þeirra psoriasis- og exem- sjúklinga sem þurfa á ljósameð- ferð að halda. Hingað til hefur þjónustan verið ókeypis á göngu- deildum fyrir þessa sjúklinga gegn framvísun beiðni frá húðsjúkdóma- lækni. Hinn 1. júní sl. var þessum reglum breytt á þann hátt að sjúklingurinn þarf að greiða tvö hundruð til þrjú hundruð krónur fyrir hvert skipti. Ein algengasta meðferðin við psoriasis er ljósa- meðferð (puva). Um mjög sterka geisla er að ræða þannig að sjúkl- ingur byrjar á því að fá ljós í 15 sekúndur en smám saman er aukið við þann tíma en samt sem áður er í flestum tilvikum ekki farið yfir 4-5 mínútur í hvert skipti. Þeir sem eru slæmir af psoriasis þurfa í mjög mörgum tilvikum að stunda ljósaböð þrisvar í viku í allt að níu mánuði á ári. Sem þýðir tæplega 23 þúsund króna kostnað á ári fyrir viðkomandi sjúkling svo ekki sé minnst á heimsóknir til húðsjúkdómalækna og lyfjakostn- að. Hér áður greiddi Trygginga- stofnun fyrir sérstakar ferðir fyrir psoriasissjúklinga í loftslagsmeð- ferð á Kanaríeyjum en þær ferðir hafa verið aflagðar líkt og margt annað sem psoriasis- og exem- sjúklingum stóð til boða hér áður, eins og frí lyf við sjúkdómnum. Vinnufélagi Víkverja, sem er rúmlega þrítugur, hefur verið með psoriasis frá fimm ára aldri. Það eru því ómælt magn af áburði sem hann hefur þurft á að halda svo ekki sé talað um heimsóknir til húðsjúkdómalækna. Þar sem sól og sjór hefur best áhrif á viðkom- andi þá reynir hann að komast á hverju ári á sólarströnd þá sér- staklega þar sem sonur hans er mjög slæmur af exemi sem lækn- ast í sól. Fyrr á þessu ári var hann mjög illa farinn af psoriasis og þurfti því að sækja meðferð á göngudeildina við Bláa lónið nánast daglega um þriggja mánaða skeið. Meðferðin, sem fól í sér böð í lóninu og ljósa- meðferð, skilaði mjög góðum ár- angri og ekki spillti fyrir vikuferð til Kanaríeyja sem sjúklingurinn kostaði sjálfur. En viðkomandi hefði eflaust hugsað sig um tvisvar ef hann hefði þurft að bæta 200 króna gjaldi fyrir ljósin í hvert skipti. Nóg þótti honum um vinnu- tapið og ferðakostnað við að keyra frá Reykjavík í Bláa lónið daglega. Þar sem psoriasis-sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit þá er ansi hætt við að ekki hafi allir sem á þyrftu að halda bolmagn til þess að greiða þann kostnað sem fylgir því að halda sjúkdómnum niðri. XXX ÍKVERJI dagsins var því mið- ur bundinn í vinnu þegar finnsku Öskurkarlarnir lögðu fram sinn skerf í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Hann varð að láta sér nægja lýsingar annarra en þótti ljúft að sjá að á söngskrá listamannanna er eitthvað fyrir alla. Meira að segja barnagælur og tilvitnanir í lagabálka. Og að sögn tónleika- gesta tókst kórnum að syngja þjóðsönginn betur en nær allir Is- lendingar. Þeir sungu hann í hljóði og munu hafa borið fyrir sig laga- ákvæði um að ekki megi syngja hann nema á einn, ákveðinn hátt! Öskurkórinn er aðeins 13 ára gamall en hefur þegar gefið út fjórar plötur. En nú er það spurn- ingin hvort flokka beri Öskurkór- inn undir ný tilbrigði við hámenn- ingu eða einlæga lágmenningu þeirra gleðigjafa sem syngja best í laumi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.