Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 82

Morgunblaðið - 08.12.2000, Side 82
-$2 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM | Barnastjarna á toppnum! JÁ, það erenginönn- ur en hin níu ára Jó- hanna Guörún sem á vinsælustu plötu síð- ustu viku. Piatanfór beint inn á topp tíu þegar hún kom út og hefur verið aðfæra signærognær toppsætinu síðan þá. Jóhanna syngurerlend dægurlögvið íslenska texta sem hitta beint í mark. Meöal annars syngur Jóhanna Guðrún um bíóstjörnuna sem færir henni skjálfta í hnén þegarrödd hennar ómarí gegnum THX-hátalarakerfi bíóhúsanna. Það er því oróió Ijóst að íslendingar hafa eign- ast nýja barnastjömu á borð við Kötiu Maríu, Ruth Reginalds eða Hönnu Valdísi. Hverveit nema Ijós hennar eigi eftir að skfna jafn lengi og Ijós barnastjörnunnar Bjarkar Guðmunds- dóttur hefur gert. Selma snýr aftur! ÞAÐ ER ekki eftir neinu bíða og því flýgur söng- fuglinn Selma beint inn á lístann meö aðra plötu sína, „Life won't waitLog ienclir í þrett- ánda sæti. Áplötunni mám.a. f i nna þau tvö I ög sem hafa verið að óma á Öldum Ijösvakans upp á siðkastið, en það eru , . lögin .,What could i do?“: 8 ogdúettinn „Lame Excuse" sem hún syngur með Stefáni Hilmarssyni. Einnig breióirhún arma sína yfir tökulagið „Ifs only love" sem Simply Red geröu vinsælt hér um árið. Nr.; var ;vikur; ' i Diskur ; Flytjandi ; Útgefandi ; Nr. - i i i • L; 6.; 5 ; ÍJóhanna Guðrún ÍJóhanna Guórún ÍHIjóðsmiðjanÍ 1. 2. ; N ÍPottþétt Jóí 3 lÝmsir : Pottþétt i 2.* 3. í 1. 1 3 í :Ljós & skuggar jDiddú ISkífon : 3. 4.: n ; 2 : iPottþétt 22 •Ýmsir iPottþétt ! 4. 5.: 3.: 17: 1Parachutes •Coldploy iEMI ! 5. 6.: 2.: 3 : il ;Beotles |EMI | 6. : s- i i i ; Chocolate Slarfish & The Hot Dog ;Limp Bizkit iúniversol j 7. 8. 1 ; ; iGreotest Hits ÍLenny Kravitz ’EMI i 8. 9.; 10.; 6 i ÍSögur 1990-2000 ÍBubbi i ísl. tónor i 9. 10.; 8. i 3 ; i Pottþétt Ást 3 lÝmsir iPottþétt i 10. 11.Í32.; í i lAlly McBeal-A Very Ally Chrislmo: s iVonda Shepard og fleii ilSony lll. 12.113.; 8 i lAnnar móni ISdlin hons Jóns míns ■Spor • 12. •13.143.: i : llifeWon’tWoit |Selmo |Spor • 13. 14-i.19,i 5 i ■Við eigum samleið-minningarplata |Ýmsir ;Spor ;14. 15.127.Í 2 | •Strókarnir ó Borginni iStrókornir ú Borginni iSpot ; 15.« 16.; 9. ; 3 ; iLovers Rock iSude iSony ; 16. 17.! 18.1 5 | ÍAII Thot You Con’t Leave Behind ÍU2 iúniversol i 17. 18.! 15 ! 5 i ;Me5 alltóhreinu lÝmsir iSkífan : 18. 19.1 22. i 28 i iMarsholl Mothers LP jEminem jUniversal ;19. 20.136.; i : : íslensku Disney lögin •Ýmsir • Disney Rec. 120. 2i.; 7.; 2 ; • Black & Blue |Backstreet Boys •EMI • 21. 22. • 128.; 5 ; H jSacred Arios |Andreo Bocelli iUniversol ; 22. 23-i.30-ÍÁ j •Coast To Coast iWestlife ÍBMG ! 23. 24.; 16.; 7 ; jSleikir homstur ÍTvíhöfði ÍDennis i 24. 25.; 51.; 1 ; ; Berrössuð ó tónum - Bullutröll ÍAnno Pól. & Aðolst. Ásber cjÍDimma ! 25. 26.; 17. i 10 i ;Ó borg mín borg íHaukur Morthens lísl. tónar : 26. 27. i 33. i 2 i :A Day Without Rain jwl IWomer :27. 28.: 23.: 36 : ÖÍSögur 1980-1990 iBubbi jísl. tónor 128. 29.; 20.; 2 : IRenegades |Roge Against The Modiine | Sony 129. 30.; 2i.; 3 ; ■Guitar Isloncio II iGuitar Isloncio i Fjólan ■ 30. JMistinn er unninn i en tvoagja ora og eru i voterhouseCoopers fyrir! Bókvnl Akureyri, Bónus, Hogkoup, Jopfs Broutmholri, Jopis Kringllmní, i somvinnu loprs lougovegí, Músík Strákarnir eru mættir! ÞEIR félagar Helgi Björnsson og Bergþór Pálsson hafa staðið fyrirskemmtuninni „Strákamirá Borg- inni" svo vikum skiptir á Hótel Borg. Nú hafa þeirgefió útgeisladisk sem inniheldur hluta þeirra laga sem piltarnir hafa verið aö föndra með upp á síðkastiö. Á meóal laga á tónleikadagskrá strákanna má finna Síðan skein sól lagið „Vertu þú sjálfur", Aerosmith-lagið „I don’t want to miss a thing og Cole Porter lagið „l’ve got you under my skin“. Ljúf Pottþétt jól! ÞAÐ er alveg með ólíkindum hvað margiróska eftir Pottþéttum jólum. Fyrsta platan í þess- ari útgáfuröð hefur nú sélstf ýfir 22 þús- und eintökum sem telsttil stórtíðinda. Ndérkomið áö þriöju plötunni í rööinni oger hún töluvert ólík hin- um tveimur. í þetta skiptið er ekki eins mikiö um vinsældapoppið heldurer lagavalið á mun Ijúfari nótum. Á plötunni má m.a. finna lög meö Diddú. Ellý & Vilhjáími, Agli Ólafssyni & Mótettukór Hall- grímskirkju, Kristjáni Jóhannssyni. BingCrosby, Dean Martin. The Beach Boys, Tony Bennett, Judy Garland, Sissel Kyrkjebo ogMahaliu Jackson. apútek bar • grill Forréttir Danskar jólasnittur, laxatartar, nautatartar og reyktur áll Andasúpa með kastaníuhnetum og andarlifur Hreindýrapaté með gráfíkju og hindberjum A Aðalréttir Reykt önd með rófusalati og shiitakesveppum Fuglaþrenna: Önd, gæs og rjúpa með rösty kartöflum og butter nut Grísalundir með merlotsósu og balsamicrauðlauk Eftirréttir Riz a la mande I súkkulaði Rommkaka með kanilparfait og vanillukremi S. 5757 900 Austurstræti 16 101 Reykjavík Var gaman á Borginni? TONLIST Reislaplata STRÁKARNIR Á BORGINNI Strákarnir á Borginni, geisladiskur Bergþórs Pálssonar og Helga Björnssonar. Þeir syngja ýmis þekkt dægurlög við undirleik Kjartans Valdemarssonar á píanö, Valdimars Kolbeins Siguijdnssonar á kontrabassa og Matthíasar Helmstock á trommur. Framleitt af Einari Bárðarsyni. Addi 800 hljóð- ritaði og blandaði en Bjarni Bragi Kjartansson sá um lokahljóð- vinnslu. Spor gefur út. AÐ UNDANFÖRNU hefur söngdagskrá þeirra Bergþórs Páls- sonar og Helga Bjömssonar, Strák- arnir á Borginni, notið mikilla vin- sælda á Hótel Borg. Smókingklæddir flytja þeir ýmsar dægurlagaperlur við undirleik djasstríós þótt lítið fari fyrir djassinum yfírleitt. Nú hefur snjöllum kaupsýslumanni dottið í hug að gefa út disk með herlegheitunum, í knöppu formi þó. Hótel Borg er víðsfjarri og dag- skráin stendur aðeins í rúman hálf- tíma. Flutningurinn er þó „lifandi", þ.e. allir flytjendur eru hljóðritaðir samtímis, nokkuð sem ekki er svo al- gengt í hjjóðversvinnu í dag. Hinn „lifandi" flutningur þeirra félaga þyk- ir mér réttnefndur innan gæsalappa þar sem flutningurinn er á köflum hálflífvana. Dagskráin á diskinum hefst á „Komdu í kvöld“, eftir Jón Sigurðs- son. Það er vel valið sem opnunarlag, Flutningurinn er átakalítill og gefur fyriheit um það sem koma skal. Helgi leiðir sönginn og Bergþór syngur ým- ist unison eða beitir dæmigerðri þríundaröddun. Stemmningin hljóm- ar meira ems og sunnu- dagshádegi í hljóðveri, frekar en koníaks- og tóbakslegið laugar- dagskvöld á Borginni. Næst á dagskránni er hið ágæta lag Skogmans og Thore, „Litla sæta Ijúf- an góða“. Þeir félagar skipta með sér forsöngshlutverkinu en í tvísöngs- köflunum er Bergþór sem fyrr í þríundahlutverkinu. Verkaskiptingin er á svipuðum nótum í flestum öðrum lögum plötunnar, nokkuð sem verður æði leiðingjarnt til lengdar: Jæja, Bergþór syngur, okei núna Helgi, okei Bergþór aftur og svo Helgi; jæja báðir saman, já, flott hjá Bergþóri - hann raddar! Hið frábæra „I’ve got you under my skin“, eftir Cole Porter, syngja fé- lagamir sannfærandi, einkum Helgi, en fölna þó í samanburði við fyrri út- gáfur, t.d. útgáfu þeirra Sinatra og U2-barkans Bono. Hér er ég kannski kominn að kjama málsins. Þrátt fyrir á köflum tæknilega góðan flutning þeirra Bergþórs og Helga þá ná þeir aldrei að skapa neitt sem gæti talist eftLrminnilegt eða eitthvað sem stenst fyrri útfærslum laganna snúning. Hver er þá tilgangurinn með plötunni? Fólkið, sem eflaust hefúr skemmt sér vel á Borginni, setur plötuna sennilega ekld á í þynnkunni daginn eftir og hugsar: „Rosalega var gaman í gær!“ I ágætu lagi Jóns Ásgeirssonar „Ástarsöngur“, við texta Jónasar heitins Árnasonar, er Bergþór á heimavelli. Lagið er úr leikþættinum ,Að skera, eða ekki skera“ og revíu- blærinn á því fer Bergþóri vel og hann fer ágætlega með það. „Ég fann þig,“ áður flutt m.a. af Björgvini Halldórssyni er ágætlega sungið en stenst flutningi Bo Hall ekki snúning. Lag Óla Gauks, „Því ertu svona uppstökk?" er næst á dagskránni og Morgunblaðið/Kristinn „Fólkið, sem eflaust hefur skemmt sér vel á Borginni, setur plötuna sennilega ekki á í þynnkunni daginn eftir og hugsar: „Rosalega var gaman í gær!““ nokkuð skemmtilegt, já og Bergþór er enn í þríundunum. Hápunktur smekkleysunnar á plöt- unni er flutningur Strákanna á smelli Diane Warren, „I don’t want to miss a thing", sem Aerosmith gerðu allt vit- laust með hér um árið. Kannski hefur þetta verið lokalagið á Borginni, í það minnsta get ég ekki ímyndað mér að þessi mærðarlega útgáfa hrífí nema í mikilli ölvun. Lagið var væmið fyrir, en nú þegar lyftulegir flygiltónar hafa leyst af bjagaða rafgítara og tilgerð- arleg hástéttarrödd Bergþórs víbrar í til móts við þynnkulega rödd Helga þá fallast manni hendur. Spaugstofan hefði sennilega ekki getað gert fyndn- ari útgáfu sem er þó í aðra röndina af- ar sorgleg. Ég get ekki annað en verið jákvæð- ur gagnvart flutningi strákanna á „Volare (Ne Blu Di Pinto Di Blu)“. Lagið er hressilegt og hæfír bæði teit- islegum Helga og aristókratískum Bergþóri. Söngurinn er afar sannfær- andi og er til marks um hvað Strák- amir geta verið góðir ef rétt lög eru valin, þ.e. lög sem henta jafnólíkum söngvurum og þeir vissulegu eru. „Vertu þú sjálfur" er úr smiðju Helga Bjömssonar og hann skilar sínu vel í lyftulegri útgáfu af þessari hreinræktuðu takt- og tregasmíð. Bergþór er aftur á móti hálfhlægileg- ur í þessari tegund tónlistar. „That’s Arnore" er, ásamt „Volare“, ákaflega vel valið og heppnað á plötunni. Það hentar báðum söngvur- um þótt fyrir fram hefði maður ætlað að það lægi meira Bergþórsmegin. Það er þó Helgi sem syngur lagið og gerir það af tilfinningu og smekkvísi. Strákamir ljúka plötunni á hinu margleikna lagi Hauks Morthens, „Ó, Borg mín Borg. Söngurinn er hálf- þreytulegur og útkoman er mun lak- ari en fyrri útfærslur, eins og ég hefur áður um getið með obbann af inni- haldi plötunnar. Það jákvæðasta við Strákana á Borginm er tvímælalaust söngur Helga Bjömssonar. Hann hefur und- anfarin misseri vaxið geysilega sem söngvari og staðfestir það tryggilega á plötunni. Um getu og hæfni Berg- þórs sem söngvara hafa fáir efast. Það er þó eins og hann viti ekki alveg hvar hans hæfileikar njóta sín best. Þrátt fyrir ágæta spretti er flutningur hans oft á tíðum ekki að falla að stemmningu laganna, rétt eins og hann sé staddur í röngu samkvæmi. Þetta samkvæmi er heldur ekki það fyrsta sem ég hef furðað mig á þátfc- töku Bergþórs í. Platan sem hann gerði með EyjóM Kristjánssyni hér um árið, þótti mér enn óskiljanlegri en Strák- amii-á Borginni. Undirleikararnir, þeir Kjartan, Valdimar og Matthías, eiga prýðileg- an en átakalítinn leik á plötunni. Þeir skila starfi sínu vel en eðli málsins samkvæmt eru þeir ekki mikið að flíka þeim snilldartöktum sem ég veit að þeir búa yfír. Strákarnir á Borginni er plata sem inniheldur hæfileikaríka söngvara sem tvímælalaust hafa gert, og munu gera, mikið betri hluti en þeir gera á þessari plötu. Fall er vonandi farar- heUl. Orri Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.