Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 08.12.2000, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 83r FÓLK í FRÉTTUM lofti með litlu og þokka- fullu plötubúðinni sinni Hljómalind. Arnar Egg ert Thoroddsen ræddi við Kidda, eins og hann er jafnan kallaður, en ákveðið hefur verið að binda endi á þennan áratugar langa rekstur. EG og Kiddi tyllum okkur niður, með kaffi að sjálf- sögðu, inni í eldhúsi í íbúð hans sem staðsett er fyrir ofan Hljómalindina. Geisladiskar út um allt, á eldhúsborðinu og uppi á ís- skáp. Tónlist er lífið og lífið er tónlist hjá þessum manni sem unnið hefur eins og brjálæðingur síðastliðinn áratug við útbreiðslu fagnaðarerind- isins. En nú er sannarlega komið að vatnaskilum. Það liggur vel á Kidda, og alltaf stutt í hláturinn. Þetta er eitt af þeim viðtölum þar sem óþarfi er að spyrja spurninga, viðtalið gerir sig sjálft. „Er ekki skjálfti í þessum bransa?“ spyr Kiddi. Hann er að velta fyrir sér íslenskri útgáfu í ár sem honum finnst ekki beysin. „Er hann ekki svolítið skrýtinn, skjálft- inn í ár?“ heldur hann áfram og svar- ar sér sjálfur. „Síðustu tvö árin eru búin að vera alveg rosalega léleg, al- mennt séð, í músíkbransanum. Það er fátt sem hefur gripið mann ein- hverjum heljartökum, menn virðast alltaf vera að byggja á gömlum grunni.“ Kiddi dæsir yfir þessu meinta andleysi. „Þetta er bara eins og með stafina. Það eru ekki til nema örfáir stafir en það er hægt að skrifa alveg ótrúlega mörg orð og mismun- andi úr þessum stöfum! Það er alltaf hægt að semja einhverja nýja músík maður.“ Hljómaliiid er dauð, lengi lifi Hljómalind! „Hljómalind byrjar í rauninni 1990 sem póstverslun og sem helgar- sala í Kolaportinu," rifjar Kiddi upp. „Ég gaf út póstlista og dreifði þeim svona hingað og þangað. Ekta ís- lensk leið. „Gerðu það sjálfur" við- | horfið." Verslunin var svo opnuð í Austur- stræti árið 1991. „Og það er búið að I vera rosa fjör frá byrjun," segir hann og kímir. „Þetta bara virkaði. Tveim- N emendaleikhúsið: OFVIÐR Höfundur Wiliiam Shakcspearc Lcikstjórí: Rúnar Guðbrandss-on Miðasala j síma 552 1971 föstudagur 8.12 örfá sæti laus Allra síðasta sýning Sýntngar hefjast kl. 20. Sýnt í SmiÖjunni, Sölvhóisgötu 13- Gengiö iiiin fri Kbpparstíg. | Sfðustu forvöð að panta fyrir jólin. Erum við sfmann öll kvöld til kl. 22. Pöntunarsíminn er 565 3900 www.freemans.is Qœgifyur vershmarmáti Morgunblaðið/Kristinn „Það er alltaf hægt að semja einhverja nýja músík,“ segir Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi í Hljómalind. Hún var ung*, óháð og ögrandi ur árum síðar hóf ég svo að vinna með íslenskum hljómsveitum, ég hafði alltaf haft áhuga á tónleika- haldi og skipulagningunni sem því fylgir. Eg gaf út plötu með Bubble- flies og bjó til skemmtilega loftbólu í kringum það og byrjaði að flytja inn erlendar hljómsveitir. Svo bara fór eitt að leiða af öðru.“ Upp úr 1993 fór tæknótónlistinni að vaxa fiskur um hrygg, hóf að rísa úr undirgrundinni, og gerðist Hljómalind sérlegur sporgöngumað- ur hennar hér á landi. Umsvif Kidda í hljómsveitainnflutningi jukust statt og stöðugt og hann tryggði sér einkaréttinn á mörgum litlum og virtum útgáfum sem njóta svokallað- ar hópdýrkunar (e. cult). Búðin var orðin vin jaðarrokkarans. Nálægð Litlar búðir eins og Hljómalind hafa farið halloka undanfarin ár. „Tengslin og traustið sem skapast er einkenni þessara búða,“ segir Kiddi. „Að geta labbað inn og vita að starfs- fólkið veit hvað þú vilt. Þetta eru gef- andi tengsl. Þessa nálægð færðu t.d. ekki á Netinu. En kaupmaðurinn á horninu er dáinn og nú er svo komið að það eru bara nokkrar fjölskyldur sem eiga þetta allt saman og þær eru búnar að koma upp þægilegu kerfi sem segir fólki hvað það eigi að kaupa og hvað það eigi að eyða peningunum sínum í.“ Hljómalind verður opin eitthvað fram á næsta ár, og um þessar mundir er heljarinnar útsala í gangi. Kiddi segist ætla að reyna að taka sér smá M, segist hafa gott af því. „Ég er orðinn ofboðslega þreyttur á músíkbransanum. En þessi ár í Hljómalind eru búin að vera tíu dá- samleg ár og þetta er búið að vera al- veg gífurlega skemmtilegt," segir hann og smælar framan í heiminn. 4 sala VERO MODA EXIT opnuð á nnorgun Opnunartími mán.—fös. 12—18, lau. 13—17, sun. 13—17 verð sem þú hefur aldrei séð áður O c CTC C I I c D° Grensásvegi 14, s. 588 9595 13 EL 3 1 »3 £L L-1— £L 1 \ við hliðina á Antik Kuriosa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.