Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 17

Morgunn - 01.06.1946, Page 17
MORGUNN 7 ræða, en slík fyrirbrigði eru næsta algeng og rammlega sönnuð. Kunningi minn einn í South End, efnafræðingur að atvinnu, gengur tíðum í svefni. Hann sagði mér, að eina nóttina, er hann var sofandi, hafi hann farið á fætur án þess að vakna, gengið að skrifborðinu, tekið pappír, blek og penna og skrifað sex viðskiptabréf, lagt þau í um- slög, skrifað utan á þau, frimerkt þau og sennilega farið með þau á pósthúsið, ef ekki hefði verið rigning. Hann hafði enga hugmynd um, að hann hefði gert þetta um nóttina, er hann vaknaði um morguninn. Það var kona hans, er sagði honum frá þessu, hún hafði fylgt honum eftir og fylgzt með athöfnum hans og hreyfingum, án þess að gera hina minnstu tilraun til þess að vekja hann, enda hafði hún fengið nóg af því, er hún gerði það eitt sinn áður. Hún reyndi þá til að vekja hann af svefngöngu- ástandinu, en þá brást hann svo við tiltektum hennar, að hann réðist að henni og hafði nær kyrkt hana til bana áð- ur en hann vaknaði og gat gert sér ljóst, hvað hann hafð- ist að. Um morguninn, þegar hann vaknaði, opnaði hann bréfin, sem hann hafði ritað í svefngönguástandinu. Allt var í röð og reglu, hann hafði beðið um réttar vörur og skrifað viðeigandi verzlunum pantanir sínar, og var frá öllu þessu gengið eins og hann myndi hafa gert í vökunni. Ekki höfðu nú skilningarvitin fimm stjórnað verkum hans að þessu sinni. Hann hafði enga hugmynd um það, er hann vaknaði að morgni, hvað hann hafði gert í svefn- gönguástandinu. Heilinn, eða hin skynjandi heilavitund, eins og þetta myndi orðað, sýnist ekkert hafa um þetta vitað, verið óvirk. Hvað er það þá, sem stjórnaði þessum verknaði hans? Ég hefi hvað eftir annað komizt að raun um þið við rannsóknir mínar, þegar karl eða kona hvílir í dásvefni, og dagvitundin er óvirk og skilningarvitin sömu- leiðis, að þá kemur fram hæfileiki hjá hinum sofandi persónum, hæfileiki til að sjá og skynja hluti, ekki aðeins í herberginu, sem tilraimin er gerð í, heldur og hluti í óákveðinni f jarlægð, en að þessu verður nánara vikið síðar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.