Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Qupperneq 18

Morgunn - 01.06.1946, Qupperneq 18
8 MORGUNN Eins og ég hefi áður vikið að, veit ég ekki, hvernig vit- andi undirvitundarinnar hagar starfsemi sinni, en tilgátu- skýring mín færir oss einu skrefinu nær lausn ráðgát- unnar um þetta. Hver getur sagt fyrir eða spáð, hvert leit að þekkingu á leyndardóminum kann að bera oss? Ef til vill eiga frekari rannsóknir eftir að sanna, að það, er vér nefnum „vitanda undirvitundarinnar“, sé eitt og hið sama og það, er mennirnir hafa nefnt sál, Sjálfur hygg ég að sterk rök bendi til þess, að þannig muni fara. En þetta er verkefni framtíðarinnar að leysa. Þó mun síðar verða nánara vikið að þessari hlið málsins. Hugmyndir almennings um dáleiðsluna og mátt dávalds- ins hafa fram að þessu verið næsta óljósar og þokukennd- ar, og stundum beinlínis rangar og furðulega fjarstæðu- kenndar, og mætti segja frá mörgu slíku. Áður en lengra er haldið þykir mér rétt að segja yður frá nokkrum at- riðum, sem talin eru herma óyggjandi og óvefengjanlegar staðreyndir um dáleiðsluna af þeim, er fróðastir eru um þessi vísindi, og Erskine segist hvað eftir annað hafa fengið staðfestingu á gildi þeirra við tilraunir sínar og aðgerðir. Sum þeirra eru að dómi hans grundvallaratriði þessara vísinda: 1. Engan mann er unnt að dáleiða gegn vilja hans. 2. Dásvæfing er ekki barátta eða átök milli tveggja vilja, þannig að dávaldurinn sé gæddur sterkari vilja- orku til að brjóta mótstöðu hins máttarminni á bak aftur og knýja hana til undirgefni. Það ber engan veginn vott um veikan viljaþrótt eða ístöðuleysi að vera dásvæfður. Þetta er þveröfugt. Veikgeðja menn og ístöðulitla er oft ómögulegt að dáleiða. 3. Sá, sem dáleiddur er, gerir meira til þess að lækning takist, heldur en dávaldurinn. „Eins og maðurinn hugsar, svo er hann“, sagði postulinn. Dávaldurinn hjálpar honum aðeins til að hugsa, eins og hann þráir. 4. Auðveldast er að dáleiða gáfaða og sterkgeðja menn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.