Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 20

Morgunn - 01.06.1946, Page 20
10 MORGUNN og kæmi ekki til hugar að gera, en aðeins það eitt, er snerti hversdagslegar ytri venjur og siði, t. d. éta og drekka eitthvað það, sem hann vildi ekki snerta við í vök- unni. En allar slíkar tilraunir mínar hafa staðfest, að dá- valdinum er ekki unnt að breyta né umturna siðgæðishug- sjónum hins dásvæfða, þ. e. a. s. rýra siðgæðisþroska hans eða gera hann léttúðugra mann. En — hins vegar er dá- valdinum unnt að göfga siðgæðisvitund hans og hefja hana hærra. Dávaldinum er heldur ekki unnt að uppræta sanna ást úr lífi karls og konu, en honum er unnt að má á brott ástríðu- og girndarhneigðir úr lífi þeirra. Honum er heldur ekki unnt að breyta trúarsannfæringu hins dásvæfða. Ung stúlka, sem þekkti til starfsemi minnar, bað mig að veita sér aðstoð í ástamálum sínum. Hún hafði verið trúlofuð um skeið, en nú sagði hún mér að unnusti sinn væri að verða sér fráhverfur ,,og farinn að fella hug til annarrar stúlku“, svo að ég noti hennar eigin orð. „Reynið þér nú að dáleiða hann og snúa hug hans aftur til mín“. Ég sagði henni í fullri hreinskilni, að þetta væri mér ekki unnt. Mér kom heldur ekki til hugar að maður þessi myndi fús til að láta gera slíka tilraun. En einhvern veginn hafði hún mál sitt fram, kom með hann, og bað mig að gera tilraun. Mér gekk vel að dásvæfa hann, og ég reyndi að beina tilfinningum hans og hugsun til hinnar fornu unn- ustu hans og gerði mitt ítrasta, en þegar hann vaknaði af höfganum hafði engin breyting orðið á viðiiorfi hans. Ég hafði ekki fengið neinu um þokað með þessum hætti. Máske er rétt að bæta því við, að hann giftist hinni síðari og er hjónaband þeirra enn hið farsælasta. En aftur á móti hefur mér mörgum sinnum tekist að uppræta ástríðu- og girndarhneigðir úr lífi karla og kvenna, og allar tilraun- ir í þá átt hafa jafnan borið árangur. Þetta eru staðreyndir, en orsakir þeirra eða tilefni er mér ekki unnt að skýra á grundvelli þegar fundinnar þekk- ingar. Þær virðast hentugar forsendur að frekari rann-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.