Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 31

Morgunn - 01.06.1946, Side 31
MORGUNN 21 bókinni er ætlunin sú, að sunnudagurinn í dag eigi í sér- stökum skilningi að leiða hugi mannanna að þessum efn- um, og þótt hér sé vissulega um svo geysilega víðtækt rannsóknarsvæði að ræða, að ekki sé meira hægt að gera en að drepa á fáein atriði og athuga örfáar hliðar, skulum vér gera þetta að viðfangsefni voru í dag. Hvað sem líður efunarhyggju mannanna og tregðu þeirra til að trúa því, sem ekki verður tekið á og sannað í rann- sóknastofum raunvísindanna, má það vera öllum ljóst, sem nokkurn snefil hafa af þekkingu á því, hvað heilög Ritning geymir á blaðsíðum sinum, að hvergi verður hún svo lengi lesin, að ekki verði fyrir lesandanum spádómar, og þeir í mörgum myndum og næsta ólíkum. Guðspjallið, sem lesið var frá altarinu í dag, sýnir oss hina ævafornu trú, sem Ritningin viðurkennir, á það, að lesa megi spá- dóma um hið ókomna út úr gangi himintunglanna, og guð- spjallið, sem lesið var af predikunarstóli, sýnir oss þá trú, sem einnig er ævafom og Ritningin viðurkennir ennþá miklu ákveðnara, að menn fái vitneskju um hið ókomna í draumi og geti þá ójarðneskar verur, engilverur, veitt hin- um jarðneska viðtakanda þessa merkilegu vitneskju. Það er svo biblíuleg trú, að fram hjá henni verður engan veginn komizt, nema með því, að afneita vægðarlaust rnargendurteknum staðhæfingum hinnar heilögu bókar, að slíkar vitsmunaverur hafi vakað yfir a. m. k. öllum böfuðatriðunum í lífi Jesú Krists og starfi, og hafi auk þess stundum flutt spádóma um ókomna atburði í lífi hans. Oss verður vitanlega minnisstæðast allt, sem á einhvern hátt snertir beint hans heilögu persónu, allt, sem á einhvern hátt kemur hans dýrlega lífi við og bregður ljósi yfir það, já, það er eins og allt fái fyrir oss sérstakt gildi, sérstaka þýð- iog, sem í beinu sambandi stendur við hann, en þó má hitt ekki gleymast, að því er til spádómanna í heilagri Ritningu kemur, að þeir eru engan veginn einskorðaðir við hann og líf hans. Minnumst aðeins allra spádómanna í Gamla testamentinu, og þó einnig nokkurra í hinu nýja, sem snerta persónu hans ekki.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.