Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 40

Morgunn - 01.06.1946, Page 40
30 MORGUNN daginn eftir, sagði hann mér, að hann vissi allt það, sem mig hefði dreymt, og þá hafði hann dreymt sama draum- inn! Við vorum bæði orðlaus af undrun. (Þetta atvik virð- ist mér harla merkilegt, og merkilegra en flest fyrirbrigði, sem ég hef lesið um, því að draumum sínum ræður mað- ur ekki sjálfur, og það má telja mjög furðulegt, að hægt sé að yfirfæra draum frá einum huga til annars). 1 ágústmánuði í fyrra (1914) var vinur minn einn af þeim fyrstu, sem kvaddir voru í herinn, sjóherinn. Meðan hann var að æfingum í Walmer, fór ég til miðils, sem sagði mér þá, að sex árum áður en við hefðum kynnzt hefði ég verið astralt- eða andlega sameinuð einhverj- um manni. Þessi miðill sagði mér furðulega hluti og hvatti mig til þess, að vera eins og ég gæti í astral-líkama mínum hjá vini mínum til þess að vernda hann fyrir hætt- um. Síðan fór vinur minn með flotadeildinni til þess að verja Antwerpen, það sá ég í blöðunum, og í fimmtán daga vissi ég ekkert frekara um hann, vissi ekki, hvort hann væri lífs eða liðinn. En ég beindi allri hugarorku minni að því, að vera hjá honum í anda, til þess að vemda hann, ef mögulegt væri. Ég skrifaði honum bréfspjald og sendi það til Ostend, ef ske kynni, að það bærist hon- um einhvern veginn, og á það skrifaði ég þessi orð: „Vertu öruggur". Nokkurum mánuðum síðar skrifaði hann mér, og í bréfinu sagði hann mér, að þegar verstu ógnirnar hefðu dunið yfir, og hann hefði verið að því kominn að gefast upp af þreytu, hungri og af að sjá félaga sína falla umhverfis sig, hefði astral-líkami minn birtzt sér, bent sér áfram og sagt: „Vertu öruggur", og síðan hefði þessi mynd mín gengið fyrir sér á hinni löngu göngu hersins til Groningen, en þar kvaðst hann hafa dvalið með setulið- inu síðan. Fáeinum mánuðum áður en ég fékk þetta bréf frá honum, hafði ég fengið endursent bréfspjaldið, sem ég hafði áður sent honum, það hafði flækzt til Berlínar, en hann aldrei fengið það. Ég hlýt að hafa birtzt honum í astral-líkamanum um leið og ég skrifaði bréfspjaldið.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.